Landsbankinn hagnaðist um 7,6 milljarða króna á þremur mánuðum

Hlutdeild Landsbanka Íslands á íbúðalánamarkaði hefur stóraukist milli ára og er nú 26,8 prósent. Hún hefur aldrei verið hærri. Eigið fé bankans er nú 261,4 milljarðar króna.

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.
Auglýsing

Landsbankinn, sem er í ríkiseigu, hagnaðist um 7,6 milljarða króna á fyrsta ársfjórðungi ársins 2021. Arðsemi eiginfjár hans var 11,7 prósent. Um 2,5 milljarðar króna af hagnaðinum er vegna jákvæðrar virðisbreytinga á útlánum sem eru tilkomnar vegna þess að spár um efnahagsbata og ítarlegt mat á útlánasafni þótti gefa tilefni til þess. Kostnaðarhlutfall bankans – hlutfall rekstrarkostnaðar af rekstrartekjum – var 45,8 prósent sem er það lægsta á meðal þriggja stærstu banka landsins. 

Þetta kemur fram í uppgjöri Landsbankans fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins sem birt var í dag. 

Auglýsing
Hagnaðurinn var rúmlega tvisvar sinnum meiri en á fyrsta ársfjórðungi síðasta árs, þegar Landsbankinn hagnaðist um 3,6 milljarða króna. 

Heildareignir Landsbankans jukust um 36,8 milljarða króna á tímabilinu og námu 1.601 millj­arði króna í lok fyrsta ársfjórðungs. Útlán jukust um 14 milljarða króna en útlánaaukningin á fjórðungnum má rekja til aukningar á lánum einstaklinga. Þar er að uppistöðu um að ræða húsnæðislán en hlutdeild Landsbankans á íbúðalánamarkaði er nú 26,8 prósent og hefur aldrei verið hærri. Til samanburðar var sú hlutdeild 22 prósent í lok mars í fyrra. 

Eigið fé Landsbankans var 261,4 milljarðar króna í lok mars síðastliðins og eiginfjárhlutfallið var 24,9 prósent. Á aðalfundi bankans, sem haldinn var þann 24. mars 2021, var samþykkt tillaga bankaráðs um að greiða arð til hluthafa vegna rekstrarársins 2020 að fjárhæð 4.489 milljónir króna og hefur arðurinn verið greiddur út. Hann rennur á langstærstu leyti í ríkissjóð. 

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir í tilkynningu til Kauphallar Íslands vegna uppgjörsins að það beri hæst í uppgjörinu að þjónustutekjur hafi aukist og sér í lagi tekjur vegna aukinna umsvifa í markaðsviðskiptum, ekki síst vegna góðs árangurs bankans í eignastýringu. „Góð afkoma er af verðbréfum í eigu bankans og vaxtatekjur eru traustar. Vaxtamunur fer þó enn lækkandi en þar munar mestu um áherslu bankans á að bjóða mjög samkeppnishæfa vexti á húsnæðislánum. Vel hefur gengið að halda rekstrargjöldum í skefjum og hagkvæmni í rekstri bankans heldur áfram að aukast. Hlutfall rekstrarkostnaðar af meðalstöðu heildareigna er 1,5 prósent og hefur lækkað jafnt og þétt undanfarin ár.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent