Segir „skrúðgöngur þjóðernispopúlista á atkvæðaveiðum“ lélega nýtingu á tíma og peningum

Þingmaður Pírata gagnrýnir Miðflokkinn harðlega fyrir að hafa „sóað rúmlega 12 klukkutímum af tíma þingsins í forsendulaust og beinlínis heimskulegt málþóf“.

Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Auglýsing

Smári McCarthy, þingmaður Pírata, vandar Miðflokknum ekki kveðjurnar á Facebook-síðu sinni í dag. „Miðflokkurinn hefur sóað rúmlega 12 klukkutímum af tíma þingsins í forsendulaust og beinlínis heimskulegt málþóf um mál sem snýst aðallega um að veita 23.7 milljónum króna til stuðnings fjölmenningarseturs á Ísafirði,“ skrifar þingmaðurinn.

Miðflokksmenn hafa á síðustu dögum haldið uppi málþófi en þeir hafa lýst yfir áhyggjum af stjórnarfrumvarpi sem snýr að því að útvíkka hlutverk Fjölmenningarseturs og auka fjárframlög til stofnunarinnar. Þeir óttast meðal annars að lagabreytingin fjölgi innflytjendum á Íslandi.

Auglýsing

Áætlar að málþófið hafi kostað um 30 milljónir

Smári segir að tími þingsins sé ekki ókeypis, enda margt fólk sem vinni þar. Ætla megi að málþóf Miðflokksmanna hafi kostað þingið einhvers staðar í kringum 30 milljónir króna en hann byggir á tölum úr fjáraukalögum sem hann segir að hafi verið teknar saman eftir „fyrra heimskulega málþóf sömu manna“. Það hafi kallað á 40 milljón króna aukafjárveitingu vegna 3.000 aukalegra yfirvinnustunda á þinginu.

„Fyrir utan það hvað þetta er skelfilega léleg pólitík hjá þeim, þá eru svona skrúðgöngur þjóðernispopúlista á atkvæðaveiðum léleg nýting á tíma og peningum,“ skrifar hann.

Miðflokkurinn hefur sóað rúmlega 12 klukkutímum af tíma þingsins í forsendulaust og beinlínis heimskulegt málþóf um mál...

Posted by Smári McCarthy on Thursday, May 6, 2021

Skömm að tala málið niður

Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, gagnrýndi einnig Miðflokkinn í gær undir liðnum störf þingsins á Alþingi í gær. „Við eigum að sýna þann þroska að geta gert þetta með almennilegum hætti og gera það sem best, við sem rík þjóð, en snúa þessu máli ekki á hvolf, að þarna sé einhver stórhætta á ferðinni, að við séum að opna fyrir óheftan flutning fólks hingað víðs vegar úr heiminum. Við erum að samræma þessa þjónustu, vinna þetta af okkar bestu getu og eigum að gera það. Ég tel það vera skömm að tala þetta mál niður.“

Lilja Rafney gaf lítið fyrir þessa orðræðu Miðflokksmanna í máli sínu á þingi í dag. „Ég verð að viðurkenna það að sú mikla umræða sem hér hefur farið fram undanfarinn sólarhring um málefni innflytjenda gengur fram af mér. Þetta er gott mál sem er verið að leggja fram með yfirgnæfandi stuðningi hér á Alþingi. En það virðist vera að einn flokkur ákveði að leggja þetta mál upp þannig að það sé rétt að sá ótta og tortryggni gagnvart því við almenning í landinu. Þarna er verið að gera eitthvað sem er ekki gott í samhengi hlutanna,“ sagði hún.

Benti hún á að staða hælisleitenda og flóttamanna væri alþjóðavandi og við sem þjóð bærum siðferðislegar skyldur til að taka okkar skerf og gera það sem við getum til að hafa þessi mál í sem bestu lagi hér heima.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
AGS býst ekki við að jafnmargir muni ferðast á næstu árum og á árunum fyrir faraldurinn.
Segir hátt vægi ferðaþjónustu og stífa kjarasamningagerð vera áhyggjuefni
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði, til dæmis með því að láta laun fylgja framleiðniþróun í meira mæli, gæti komið í veg fyrir að faraldurinn valdi langtímaskaða í hagkerfinu.
Kjarninn 12. júní 2021
Jón Gnarr
Hugmyndin um Ísland og menn sem giftast náfrænkum sínum
Kjarninn 12. júní 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærslur hjá Apple á öllum stýrikerfum
Kjarninn 12. júní 2021
Ekkert komið fram sem kalli á breytingu á stefnu um hágæða Borgarlínu
Framkvæmdastjóri Betri samgangna svaraði á dögunum erindi sem þrýstihópur sem vill ódýrari Borgarlínu sendi á ýmsa aðila í vor. Í umfjöllun Betri samgangna er meðal annars bent á að það væri dýrast fyrir samfélagið að verja langmestu fé í stofnvegi.
Kjarninn 12. júní 2021
Stefán Ólafsson
Lágtekjuvandi lífeyrisþega
Kjarninn 12. júní 2021
Mona Lisa frímerkjaheimsins og frægasta frímerki Bandaríkjanna saman á uppboði
Á dögunum var mesta fágæti frímerkjaheimsins boðið upp, 165 ára gamalt einstakt frímerki frá Bresku Gvæjana sem seldist á milljarð króna. Á uppboðinu mátti einnig finna þekktasta prentgalla bandarískrar frímerkjasögu – flugvélina Jenny á hvolfi.
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent