Vonandi hægt að aflétta nokkuð hratt á næstu vikum

Helsta áskorunin í faraldrinum nú er sá fjöldi ferðamanna sem hingað er að koma sem er umfram spár. Breyta gæti þurft fyrirkomulagi á landamærum því heildargeta til skimunar takmarkast við 3-4.000 sýni á dag.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
Auglýsing

Góðar líkur eru á því að okkur sé að takast að ná utan um þær hóp­sýk­ingar sem hafa verið í gangi inn­an­lands und­an­farnar vik­ur. „En við þurfum að muna að veiran er enn í sam­fé­lag­inu og að við þurfum að fara áfram var­lega.“

Þetta sagði Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna og land­læknis í dag. 28 hafa greinst með veiruna inn­an­lands síð­ustu sjö daga og hafa aðeins tveir þeirra verið utan sótt­kví­ar. Á sama tíma­bili hafa fjórir greinst á landa­mær­un­um. Greindum smitum hefur farið fækk­andi að und­an­förnu sem kann að sögn Þór­ólfs að skýr­ast af þeim aðgerðum sem gripið var til nýverið og tak­markar komu fólks hingað frá mestu áhættu­svæð­um.

„Ég held að við séum á nokkuð góðum stað,“ sagði Þórólfur almennt um far­ald­ur­inn. „Þetta gefur von­andi til­efni til að hægt verði að aflétta nokkuð hratt á næstu vikum inn­an­lands.“ Áætlað að næsta reglu­gerð um tak­mark­anir taki gildi í næstu viku.

Auglýsing

„Helsta áhyggju­efni núna, eða áskor­unin öllu held­ur, er sú mikla aukn­ing á fjölda feðra­manna sem eru að koma til lands­ins og er meiri en spáð hefur ver­ið,“ sagði Þórólf­ur. Skýr­ingin á því felst helst í því að opnað var fyrir ferða­lög fólks hingað til lands utan Schengen og miklum fjölda ferða­manna frá Banda­ríkj­un­um, sem fram­vísa vott­orðum um bólu­setn­ingu eða fyrri sýk­ingu. Síð­ustu viku hafa rúm­lega 3.000 ein­stak­lingar komið til lands­ins og tæp­lega helm­ingur sem kom fram­vís­aði fyrr­greindum vott­orð­um.

Sam­kvæmt nýj­ustu far­þeg­a­spám er búist við enn meiri fjölgun á næstu vikum sem mun valda miklu álagi við grein­ingar á sýn­um. Heild­ar­getan er í dag um 3-4.000 sýni á dag. „Þetta mun kalla á ein­hverja breyt­ingu á landa­mærum sem mun von­andi ekki koma niður á öryggi við að halda veirunni frá land­in­u,“ sagði Þórólf­ur.

Hann segir ekki hægt að segja að hjarð­ó­næmi hafi náðst þó að bólu­setn­ingar gangi vel. Um 50 þús­und manns hér á landi eru nú full­bólu­sett­ir. Á meðan slíkt ónæmi er ekki til staðar geta enn komið upp stórir far­aldr­ar. Til að hjarð­ó­næmi sé náð er talað um að 60-70 pró­sent hóps, í þessu til­viki þjóð­ar­inn­ar, þurfi að vera ónæm­ur.

„Þannig má í heild­ina segja að staðan og útlitið sé gott þessa stund­ina en við þurfum að gæta okkar að grunn­at­riðum sótt­varna.“

Hann sagði fulla ástæðu til að vera bjart­sýnn um fram­haldið út af bólu­setn­ing­um. Þær hafi gef­ist vel. „Ég hef fulla trú á að við getum horft björtum augum á fram­tíð­ina. Hvort að við getum farið á böll eða skemmt okkur ærlega eða á stórar hátíðir í sumar eða haust skal ég svo sem ekki segja en ég tel fulla ástæðu til að vera bjart­sýnn á að við séum svona hægt og bít­andi að sigla út úr þessu. En svo þurfum við líka að vera við­búin því að eitt­hvað annað geti komið upp og þá þurfum við bara að bregð­ast við því.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Villimenn við borgarhliðið: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar I
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent