Vonandi hægt að aflétta nokkuð hratt á næstu vikum

Helsta áskorunin í faraldrinum nú er sá fjöldi ferðamanna sem hingað er að koma sem er umfram spár. Breyta gæti þurft fyrirkomulagi á landamærum því heildargeta til skimunar takmarkast við 3-4.000 sýni á dag.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
Auglýsing

Góðar líkur eru á því að okkur sé að takast að ná utan um þær hópsýkingar sem hafa verið í gangi innanlands undanfarnar vikur. „En við þurfum að muna að veiran er enn í samfélaginu og að við þurfum að fara áfram varlega.“

Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. 28 hafa greinst með veiruna innanlands síðustu sjö daga og hafa aðeins tveir þeirra verið utan sóttkvíar. Á sama tímabili hafa fjórir greinst á landamærunum. Greindum smitum hefur farið fækkandi að undanförnu sem kann að sögn Þórólfs að skýrast af þeim aðgerðum sem gripið var til nýverið og takmarkar komu fólks hingað frá mestu áhættusvæðum.

„Ég held að við séum á nokkuð góðum stað,“ sagði Þórólfur almennt um faraldurinn. „Þetta gefur vonandi tilefni til að hægt verði að aflétta nokkuð hratt á næstu vikum innanlands.“ Áætlað að næsta reglugerð um takmarkanir taki gildi í næstu viku.

Auglýsing

„Helsta áhyggjuefni núna, eða áskorunin öllu heldur, er sú mikla aukning á fjölda feðramanna sem eru að koma til landsins og er meiri en spáð hefur verið,“ sagði Þórólfur. Skýringin á því felst helst í því að opnað var fyrir ferðalög fólks hingað til lands utan Schengen og miklum fjölda ferðamanna frá Bandaríkjunum, sem framvísa vottorðum um bólusetningu eða fyrri sýkingu. Síðustu viku hafa rúmlega 3.000 einstaklingar komið til landsins og tæplega helmingur sem kom framvísaði fyrrgreindum vottorðum.

Samkvæmt nýjustu farþegaspám er búist við enn meiri fjölgun á næstu vikum sem mun valda miklu álagi við greiningar á sýnum. Heildargetan er í dag um 3-4.000 sýni á dag. „Þetta mun kalla á einhverja breytingu á landamærum sem mun vonandi ekki koma niður á öryggi við að halda veirunni frá landinu,“ sagði Þórólfur.

Hann segir ekki hægt að segja að hjarðónæmi hafi náðst þó að bólusetningar gangi vel. Um 50 þúsund manns hér á landi eru nú fullbólusettir. Á meðan slíkt ónæmi er ekki til staðar geta enn komið upp stórir faraldrar. Til að hjarðónæmi sé náð er talað um að 60-70 prósent hóps, í þessu tilviki þjóðarinnar, þurfi að vera ónæmur.

„Þannig má í heildina segja að staðan og útlitið sé gott þessa stundina en við þurfum að gæta okkar að grunnatriðum sóttvarna.“

Hann sagði fulla ástæðu til að vera bjartsýnn um framhaldið út af bólusetningum. Þær hafi gefist vel. „Ég hef fulla trú á að við getum horft björtum augum á framtíðina. Hvort að við getum farið á böll eða skemmt okkur ærlega eða á stórar hátíðir í sumar eða haust skal ég svo sem ekki segja en ég tel fulla ástæðu til að vera bjartsýnn á að við séum svona hægt og bítandi að sigla út úr þessu. En svo þurfum við líka að vera viðbúin því að eitthvað annað geti komið upp og þá þurfum við bara að bregðast við því.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
AGS býst ekki við að jafnmargir muni ferðast á næstu árum og á árunum fyrir faraldurinn.
Segir hátt vægi ferðaþjónustu og stífa kjarasamningagerð vera áhyggjuefni
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði, til dæmis með því að láta laun fylgja framleiðniþróun í meira mæli, gæti komið í veg fyrir að faraldurinn valdi langtímaskaða í hagkerfinu.
Kjarninn 12. júní 2021
Jón Gnarr
Hugmyndin um Ísland og menn sem giftast náfrænkum sínum
Kjarninn 12. júní 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærslur hjá Apple á öllum stýrikerfum
Kjarninn 12. júní 2021
Ekkert komið fram sem kalli á breytingu á stefnu um hágæða Borgarlínu
Framkvæmdastjóri Betri samgangna svaraði á dögunum erindi sem þrýstihópur sem vill ódýrari Borgarlínu sendi á ýmsa aðila í vor. Í umfjöllun Betri samgangna er meðal annars bent á að það væri dýrast fyrir samfélagið að verja langmestu fé í stofnvegi.
Kjarninn 12. júní 2021
Stefán Ólafsson
Lágtekjuvandi lífeyrisþega
Kjarninn 12. júní 2021
Mona Lisa frímerkjaheimsins og frægasta frímerki Bandaríkjanna saman á uppboði
Á dögunum var mesta fágæti frímerkjaheimsins boðið upp, 165 ára gamalt einstakt frímerki frá Bresku Gvæjana sem seldist á milljarð króna. Á uppboðinu mátti einnig finna þekktasta prentgalla bandarískrar frímerkjasögu – flugvélina Jenny á hvolfi.
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent