Vonandi hægt að aflétta nokkuð hratt á næstu vikum

Helsta áskorunin í faraldrinum nú er sá fjöldi ferðamanna sem hingað er að koma sem er umfram spár. Breyta gæti þurft fyrirkomulagi á landamærum því heildargeta til skimunar takmarkast við 3-4.000 sýni á dag.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
Auglýsing

Góðar líkur eru á því að okkur sé að takast að ná utan um þær hóp­sýk­ingar sem hafa verið í gangi inn­an­lands und­an­farnar vik­ur. „En við þurfum að muna að veiran er enn í sam­fé­lag­inu og að við þurfum að fara áfram var­lega.“

Þetta sagði Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna og land­læknis í dag. 28 hafa greinst með veiruna inn­an­lands síð­ustu sjö daga og hafa aðeins tveir þeirra verið utan sótt­kví­ar. Á sama tíma­bili hafa fjórir greinst á landa­mær­un­um. Greindum smitum hefur farið fækk­andi að und­an­förnu sem kann að sögn Þór­ólfs að skýr­ast af þeim aðgerðum sem gripið var til nýverið og tak­markar komu fólks hingað frá mestu áhættu­svæð­um.

„Ég held að við séum á nokkuð góðum stað,“ sagði Þórólfur almennt um far­ald­ur­inn. „Þetta gefur von­andi til­efni til að hægt verði að aflétta nokkuð hratt á næstu vikum inn­an­lands.“ Áætlað að næsta reglu­gerð um tak­mark­anir taki gildi í næstu viku.

Auglýsing

„Helsta áhyggju­efni núna, eða áskor­unin öllu held­ur, er sú mikla aukn­ing á fjölda feðra­manna sem eru að koma til lands­ins og er meiri en spáð hefur ver­ið,“ sagði Þórólf­ur. Skýr­ingin á því felst helst í því að opnað var fyrir ferða­lög fólks hingað til lands utan Schengen og miklum fjölda ferða­manna frá Banda­ríkj­un­um, sem fram­vísa vott­orðum um bólu­setn­ingu eða fyrri sýk­ingu. Síð­ustu viku hafa rúm­lega 3.000 ein­stak­lingar komið til lands­ins og tæp­lega helm­ingur sem kom fram­vís­aði fyrr­greindum vott­orð­um.

Sam­kvæmt nýj­ustu far­þeg­a­spám er búist við enn meiri fjölgun á næstu vikum sem mun valda miklu álagi við grein­ingar á sýn­um. Heild­ar­getan er í dag um 3-4.000 sýni á dag. „Þetta mun kalla á ein­hverja breyt­ingu á landa­mærum sem mun von­andi ekki koma niður á öryggi við að halda veirunni frá land­in­u,“ sagði Þórólf­ur.

Hann segir ekki hægt að segja að hjarð­ó­næmi hafi náðst þó að bólu­setn­ingar gangi vel. Um 50 þús­und manns hér á landi eru nú full­bólu­sett­ir. Á meðan slíkt ónæmi er ekki til staðar geta enn komið upp stórir far­aldr­ar. Til að hjarð­ó­næmi sé náð er talað um að 60-70 pró­sent hóps, í þessu til­viki þjóð­ar­inn­ar, þurfi að vera ónæm­ur.

„Þannig má í heild­ina segja að staðan og útlitið sé gott þessa stund­ina en við þurfum að gæta okkar að grunn­at­riðum sótt­varna.“

Hann sagði fulla ástæðu til að vera bjart­sýnn um fram­haldið út af bólu­setn­ing­um. Þær hafi gef­ist vel. „Ég hef fulla trú á að við getum horft björtum augum á fram­tíð­ina. Hvort að við getum farið á böll eða skemmt okkur ærlega eða á stórar hátíðir í sumar eða haust skal ég svo sem ekki segja en ég tel fulla ástæðu til að vera bjart­sýnn á að við séum svona hægt og bít­andi að sigla út úr þessu. En svo þurfum við líka að vera við­búin því að eitt­hvað annað geti komið upp og þá þurfum við bara að bregð­ast við því.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Málsmeðferð kærunefndar fær falleinkunn hjá Héraðsdómi Reykjavíkur
Kærunefnd útboðsmála er sögð hafa farið á svig við lög og stuðst við vafasama útreikninga er hún komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að óvirkja samning Orku náttúrunnar við Reykjavíkurborg um hraðhleðslustöðvar.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent