ÍAV stefna og setja fram 3,8 milljarða kröfur vegna deilu á Kirkjusandsreit

Íslenskir aðalverktakar eru búnir að stefna Íslandssjóðum og félaginu 105 Miðborg til greiðslu 3,8 milljarða króna vegna deilu um verksamning á Kirkjusandsreit. Verktakafyrirtækið missti verkið í febrúarmánuði.

Deilan snýst um verksamning á milli ÍAV og 105 Miðborgar um fyrstu þrjú húsin sem eru þegar risin á reitnum í Laugarnesi. Hér má sjá tölvuteikningu af því hvernig áformað er að svæðið líti út í framtíðinni.
Deilan snýst um verksamning á milli ÍAV og 105 Miðborgar um fyrstu þrjú húsin sem eru þegar risin á reitnum í Laugarnesi. Hér má sjá tölvuteikningu af því hvernig áformað er að svæðið líti út í framtíðinni.
Auglýsing

Íslenskir aðalverktakar (ÍAV) hafa stefnt bæði 105 Miðborg slhf. og Íslandssjóðum hf. vegna deilna um framkvæmdir á Kirkjusandi í Reykjavík. Fer verktakafyrirtækið, sem fékk reisupassann sem aðalverktaki í framkvæmdunum í febrúar, fram á að fá greidda 3,8 milljarða króna. Stefna ÍAV var lögð fram 3. maí.

Þetta kemur fram í ársfjórðungsreikningi Íslandsbanka, í kafla þar sem fjallað er um atburði sem gætu snert afkomu samstæðu bankans en áttu sér stað eftir fyrstu þrjá mánuði ársins. Íslandssjóðir eru dótturfélag Íslandsbanka og 105 Miðborg er fjárfestingafélag sem Íslandssjóðir stjórna.

Fram kemur í umfjöllun bankans um málið að 105 Miðborg hafi áður hafnað kröfum ÍAV og að félagið sé að undirbúa gagnstefnu þessa dagana. Íslandssjóðir líti hins vegar svo á að félagið sé ekki beinn þátttakandi í deilunni, en í umfjöllun Íslandsbanka segir að þar sem einungis tveir dagar hafi liðið frá því að stefnan barst og þar til þriggja mánaða uppgjör bankans var birt í gær hafi ekki gefist til að gaumgæfa þær kröfur sem settar eru fram í stefnu ÍAV.

ÍAV telur riftunina ekki standast lög

Í desember 2017 samdi félagið 105 Miðborg við ÍAV um að vera aðalverktaki í fyrsta áfanga þeirrar miklu uppbyggingar sem er hafin á svokölluðum Kirkjusandsreit í Laugarnesi, en þar hafa nú þegar tvö fjölbýlishús verið tekin í notkun og stórt og mikið atvinnuhúsnæði er sömuleiðis risið, en óklárað.

105 Miðborg rifti samningnum við ÍAV þann 19. febrúar og réði aðra verktaka inn í staðinn. Ástæður fyrir riftingunni voru sagðar tafir á framkvæmdum og gallar í húsunum sem voru risin, sem ÍAV hefði neitað að laga nema gegn frekari greiðslu.

Auglýsing

Í kjölfarið á því að riftun verksamningins rataði í fréttir í upphafi marsmánaðar sendi ÍAV frá sér yfirlýsingu, þar sem fyrirtækið sagðist ekki hafa fengið greitt vegna vinnu við verkið frá því í lok nóvember 2020 og því boðað stöðvun þess í janúar síðastliðnum.

ÍAV sagði að þær ástæður sem nefndar hefðu verið fyrir riftuninni væru að mati fyrirtækisins fjarri því að vera lögmætar og að tjón ÍAV vegna aðgerða 105 Miðborgar og Íslandssjóða væri verulegt, bæði vegna verkkostnaðar sem ekki hefði fengist greiddur og orðsporsmissis.

Í yfirlýsingu félagsins sagði að ÍAV stæði í þeim skilningi að verkkaupi ætti að greiða fyrir hluta verksins sem voru utan samnings um byggingu húsanna þriggja á Kirkjusandi, en einnig að taka ætti tillit til utanaðkomandi þátta, einkum kórónuveirufaraldursins, við ákvörðun verktíma og viðbótarkostnaðar.

Nú er ljóst að ÍAV ætlar að reyna að sækja 3,8 milljarða á 105 Miðborg og Íslandssjóði – og Íslandsbanki fylgist með og bíður átekta.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
AGS býst ekki við að jafnmargir muni ferðast á næstu árum og á árunum fyrir faraldurinn.
Segir hátt vægi ferðaþjónustu og stífa kjarasamningagerð vera áhyggjuefni
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði, til dæmis með því að láta laun fylgja framleiðniþróun í meira mæli, gæti komið í veg fyrir að faraldurinn valdi langtímaskaða í hagkerfinu.
Kjarninn 12. júní 2021
Jón Gnarr
Hugmyndin um Ísland og menn sem giftast náfrænkum sínum
Kjarninn 12. júní 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærslur hjá Apple á öllum stýrikerfum
Kjarninn 12. júní 2021
Ekkert komið fram sem kalli á breytingu á stefnu um hágæða Borgarlínu
Framkvæmdastjóri Betri samgangna svaraði á dögunum erindi sem þrýstihópur sem vill ódýrari Borgarlínu sendi á ýmsa aðila í vor. Í umfjöllun Betri samgangna er meðal annars bent á að það væri dýrast fyrir samfélagið að verja langmestu fé í stofnvegi.
Kjarninn 12. júní 2021
Stefán Ólafsson
Lágtekjuvandi lífeyrisþega
Kjarninn 12. júní 2021
Mona Lisa frímerkjaheimsins og frægasta frímerki Bandaríkjanna saman á uppboði
Á dögunum var mesta fágæti frímerkjaheimsins boðið upp, 165 ára gamalt einstakt frímerki frá Bresku Gvæjana sem seldist á milljarð króna. Á uppboðinu mátti einnig finna þekktasta prentgalla bandarískrar frímerkjasögu – flugvélina Jenny á hvolfi.
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent