Arion hagnast um 6 milljarða á þremur mánuðum

Þrátt fyrir lága vexti og efnahagssamdrátt var hagnaður Arion banka á fyrsta fjórðungi þessa árs mun meiri en á sama tímabili í fyrra.

Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúninu
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúninu
Auglýsing

Hagnaður Arion banka nam rúmum 6 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi 2021, og er það 8 milljarða króna betri afkoma heldur en á sama tímabili í fyrra. Eigið fé bankans ávaxtaðist um 12,5 prósent á tímabilinu og segist hann vera í mjög góðri stöðu til að lækka eigið fé með arðgreiðslum í framtíðinni.

Þetta kemur fram í ársfjórðungsuppgjöri bankans, sem birtist á vef bankans fyrr í dag. Samkvæmt uppgjörinu var hagnaður bankans mun betri en búast mætti við í krefjandi efnahagsumhverfi, en bæði jukust tekjur hans miðað við sama tímabil í fyrra og kostnaður dróst saman.

Lán til viðskiptavina hækkuðu um 1,7 prósent á tímabilinu, en á sama tíma jukust innlán bankans um 4,2 prósent. Lánabók bankans til fyrirtækja lækkaði nokkuð, en samkvæmt tilkynningu bankans má rekja lækkunina til sölu á slíkum lánum til fagfjárfesta. Bankinn segist aftur á móti hafi staðið í töluverðum lánveitingum til fyrirtækja á ársfjórðungnum.

Auglýsing

Alls greiddi bankinn 14,8 milljarða króna í arð og endurkaup á hlutabréfum á tímabilinu, en í tilkynningunni segir að hann sé í mjög góðri stöðu til að lækka eigið fé með frekari útgreiðslum og mæta eftirspurn viðskiptavina eftir lánsfé.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
AGS býst ekki við að jafnmargir muni ferðast á næstu árum og á árunum fyrir faraldurinn.
Segir hátt vægi ferðaþjónustu og stífa kjarasamningagerð vera áhyggjuefni
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði, til dæmis með því að láta laun fylgja framleiðniþróun í meira mæli, gæti komið í veg fyrir að faraldurinn valdi langtímaskaða í hagkerfinu.
Kjarninn 12. júní 2021
Jón Gnarr
Hugmyndin um Ísland og menn sem giftast náfrænkum sínum
Kjarninn 12. júní 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærslur hjá Apple á öllum stýrikerfum
Kjarninn 12. júní 2021
Ekkert komið fram sem kalli á breytingu á stefnu um hágæða Borgarlínu
Framkvæmdastjóri Betri samgangna svaraði á dögunum erindi sem þrýstihópur sem vill ódýrari Borgarlínu sendi á ýmsa aðila í vor. Í umfjöllun Betri samgangna er meðal annars bent á að það væri dýrast fyrir samfélagið að verja langmestu fé í stofnvegi.
Kjarninn 12. júní 2021
Stefán Ólafsson
Lágtekjuvandi lífeyrisþega
Kjarninn 12. júní 2021
Mona Lisa frímerkjaheimsins og frægasta frímerki Bandaríkjanna saman á uppboði
Á dögunum var mesta fágæti frímerkjaheimsins boðið upp, 165 ára gamalt einstakt frímerki frá Bresku Gvæjana sem seldist á milljarð króna. Á uppboðinu mátti einnig finna þekktasta prentgalla bandarískrar frímerkjasögu – flugvélina Jenny á hvolfi.
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent