„Þeirra er ævintýralega ósanngjarna lýðræðið sem við búum við“

Björn Leví segir að skipting sæta milli þingflokka sé mjög ójöfn. Auðveldasta lausnin til að leysa vandamálið sé að fjölga jöfnunarsætum – það sé ekki flókið né ósanngjarnt.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Auglýsing

Þingmaður Pírata, Björn Leví Gunnarsson, gerði skiptingu þingsæta hér á landi að umræðuefni undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag.

„Ef skipting þingsæta ætti að vera sem jöfnust milli núverandi kjördæma eftir fólksfjölda ætti Norðvesturkjördæmi að vera með fimm þingsæti, Norðausturkjördæmi sjö, Suðurkjördæmi tíu, Suðvesturkjördæmi 18 og Reykjavíkurkjördæmi með 24 eða 12 í hvoru kjördæminu,“ sagði Björn Leví.

Telur hann að þessi skipting sé ekki sú eina sem sé ójöfn. „Skipting sæta milli þingflokka er einnig mjög ójöfn. Miðað við hlutfallslegt fylgi flokka fékk Sjálfstæðisflokkurinn tvö aukaþingsæti, Framsóknarflokkurinn fjögur, Samfylkingin eitt og Björt framtíð eitt aukaþingsæti í kosningunum 2013. Í kosningum 2016 fékk Sjálfstæðisflokkurinn fimm auka þingsæti, Vinstrihreyfingin – grænt framboð tvö aukaþingsæti, Píratar tvö og Viðreisn eitt. Málin flækjast hins vegar enn meira þegar hinn svokallaði 5 prósent þröskuldur bætist við. Þá skekkist skiptingin enn meira og nógu slæm er hún þó.“

Afnema þurfi 5% regluna – og helst fjölga þingmönnum

Björn Leví sagði að auðveldasta lausnin á þessu vandamáli væri að fjölga jöfnunarsætum. Til útskýringar eru 9 af 63 þingsætum svokölluð jöfnunarþingsæti en 54 eru kjördæmisþingsæti. Jöfnunarsæti taka mið af úrslitum á landsvísu. Þeim er ætlað að leiðrétta misræmi á milli kjördæma, þannig að eitt atkvæði sé ekki meira virði í einu kjördæmi en öðru.

„Það þarf ekki að breyta stjórnarskránni til þess og ætti ekki að vera ævintýraleg, óvænt uppákoma, eins og var haft eftir forseta þingsins í fréttum RÚV í gær. Það er nákvæmlega ekkert flókið eða ósanngjarnt við að fjölga jöfnunarþingmönnum, mjög einfalt þegar allt kemur til alls,“ sagði þingmaðurinn.

Auglýsing

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sagði í samtali við RÚV í gær þegar hann var spurður hvort Alþingi gæti í raun breytt ákvæðunum um jöfnunarsætin fyrir þinglok að maður ætti aldrei að segja aldrei „en það væri ævintýraleg óvænt uppákoma ef að stjórnmálaflokkunum hér tækist á örfáum dögum í annríki þinglokanna að taka það mál upp og ná saman um það. Þetta er auðvitað eitthvað sem menn þurfa að vanda. Þetta er flókið púsluspil ef þú ferð að hreyfa til þingsætum. Mér segist svo hugur að það sé líklegra að næstu stóru skrefin í þessu verði tekin í samhengi við endurskoðun sjálfrar stjórnarskrárinnar. Það er að segja að þá taki menn kosningaákvæðin sem eru í stjórnarskránni, kosningalögin og kjördæmaskipanina fyrir sem viðfangsefni og reyni að sjá fyrir sér einhverja framtíðarmynd í því. Ég held að það sé nauðsynlegt. Ég held að þetta snúist ekki bara um það að færa til einhver sæti innan núverandi kjördæmaskipunar. Það verður kannski niðurstaðan en ég myndi mæla með því að menn tækju málið fyrir í heild sinni og veltu þá jafnframt fyrir sér hvort að kjördæmaskipanin sjálf eigi að vera eins og hún er.“

Björn Leví sagði á þingi í dag að augljóslega þyrfti þó að laga fleira til að gera kosningakerfi á Íslandi sanngjarnt. „Til að hlutfall atkvæða til flokka endurspeglist í hlutfalli þingsæta þarf að afnema 5 prósent regluna og helst að fjölga þingmönnum. Ágætt fyrsta skref væri þó ef ráðherrar myndu stíga til hliðar sem þingmenn. Flokkarnir sem ráða og hafa ráðið hafa hins vegar ekki viljað breyta. Þeirra er ævintýralega ósanngjarna lýðræðið sem við búum við, lýðræði sem getur búið til meiri hluta úr minni hluta atkvæða.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent