Morgunblaðsmenn ekki spenntir fyrir því að ræða auglýsingu Samherja við félagsmenn BÍ

Í ritstjórnardálki í Morgunblaðinu segir að það „gæti orðið bið á því“ að yfirmenn blaðsins þekkist boð um að mæta á fund félaga í Blaðamannafélaginu til að ræða siðferðileg álitaefni í tengslum við birtingu umdeildrar auglýsingar frá Samherja á mbl.is.

Samkvæmt því sem segir í nafnlausum skoðanadálki Morgunblaðsins í dag „gæti orðið bið á því“ að blaðið sendi fulltrúa sinn á fund félaga í BÍ til þess að ræða umdeilda skoðanaauglýsingu Samherja sem beindist gegn fréttamanninum Helga Seljan.
Samkvæmt því sem segir í nafnlausum skoðanadálki Morgunblaðsins í dag „gæti orðið bið á því“ að blaðið sendi fulltrúa sinn á fund félaga í BÍ til þess að ræða umdeilda skoðanaauglýsingu Samherja sem beindist gegn fréttamanninum Helga Seljan.
Auglýsing

„Það gæti orðið bið á því“ að yfirmenn Morgunblaðsins komi á fund með félögum í Blaðamannafélagi Íslands (BÍ) til þess að ræða auglýsingu Samherja sem birtist á vef mbl.is á dögunum og vísaði inn á myndband sem er hluti af herferð sjávarútvegsfyrirtækisins gegn fréttamanninum Helga Seljan.

Þetta kemur fram í Staksteinum Morgunblaðsins í dag, ritstjórnardálki sem er á ábyrgð ritstjóra blaðsins, Haraldar Johannessen og Davíðs Oddssonar. Þar eru skoðanir annarra iðulega teknar upp orðrétt og í dag er þar vísað til pistils bloggarans Páls Vilhjálmssonar um það sem hann kallar „RÚV-tilræði gegn Morgunblaðinu.“

Skjáskot af niðurlagi dálksins Staksteina í Morgunblaðinu í dag.

Páll sagði í pistli sínum að nýr formaður BÍ, Sigríður Dögg Auðunsdóttir fréttamaður á Ríkisútvarpinu, hefði gert það að sínu fyrsta verki að „vega að lífsafkomu blaðamanna Morgunblaðsins vegna þess að blaðið birti auglýsingu frá Samherja“. Í niðurlagi Staksteinanna, eftir að pistli Páls sleppir, segir að formaður Blaðamannafélagsins eigi „enga kröfu“ til skýringa á birtingu auglýsingarinnar.

Stjórn Blaðamannafélagsins sendi bréf á framkvæmdastjóra og auglýsingastjóra fyrirtækisins 1. maí, þar sem meðal annars sagði að birting auglýsingarinnar hefði sett blaðamenn mbl.is í „óviðunandi stöðu“ sökum þess að herferð Samherja væri ekki einungis herferð „gegn einum fréttamanni eða einni ritstjórn“ heldur beindist hún gegn „öllum blaðamönnum og öllum ritstjórnum, þar á meðal blaðamönnum á mbl.is.“

Auglýsing

Óskaði stjórn BÍ eftir því að stjórnendur Árvakurs myndu taka tillit til þessara sjónarmiða og fleiri til, ef sú staða kæmi aftur upp að auglýsandi óskaði eftir birtingu auglýsingar þar sem vegið væri að starfsheiðri fréttamanns eða fréttamanna.

Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður Blaðamannafélags Íslands. Mynd: Aðsend

Einnig óskaði félagið eftir því að fulltrúi Árvakurs mætti á umræðufund með félagsmönnum BÍ sem halda á fimmtudagskvöldið 6. maí, þar sem umræðuefnið verður meðal annars „siðferðileg álitaefni í tengslum við birtingu auglýsinga í íslenskum miðlum og ábyrgð fjölmiðla.“

Miðað við niðurlag Staksteinanna í Morgunblaðinu í dag er ekki líklegt að stjórnendur hjá útgáfufyrirtækinu, sem auk Morgunblaðsins og mbl.is heldur úti útvarpsstöðinni K100, mæti á fund félagsmanna BÍ til þess að ræða þau siðferðilegu sjónarmið varðandi birtingu auglýsingarinnar sem hafa verið mikið rædd af hálfu fagfólks í fjölmiðlum undanfarna daga.

Vert er að taka fram að báðir trúnaðarmenn Blaðamannafélagsins hjá Árvakri sögðu sig þeim störfum á föstudag. Annar þeirra vísaði til þess það væri sökum þess að stjórnin hefði farið út fyrir verksvið sitt með því að gagnrýna birtingu auglýsingar Samherja.

Ekki eru þó allir í Hádegismóum á einu máli um það, en Kjarninn hefur heimildir fyrir því að rík óánægja hafi verið með birtingu auglýsingarinnar hjá hluta blaðamanna á ritstjórn mbl.is og Morgunblaðsins.

Forsætisráðherra telur ástæðu til að ræða um skoðanaauglýsingar

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði við Ríkisútvarpið í gær að hún teldi ástæðu til að ræða hvort breyta þyrfti reglugerð um skoðanaauglýsingar hér á landi.

Sá munur er á skoðanaauglýsingum og hefðbundnum auglýsingum, viðskiptaboðum, að sá sem setur fram skoðanaauglýsingu er ekki að setja fram neitt tilboð um sölu á vöru eða þjónustu, heldur einmitt, að koma skoðun sinni á framfæri.

„Skoðanaauglýsingar eru í rauninni ekki hluti af því regluverki sem við erum með almennt um auglýsingar. Þetta hefur auðvitað vakið mikla athygli og mikil viðbrögð í samfélaginu og sjálf hef ég sagt að mér finnist þetta of langt gengið í slíkum auglýsingum en við erum reyndar líka með fleiri dæmi um slíkar skoðanaauglýsingar sem eru í gangi núna og hafa til að mynda verið um borgarstjórann í Reykjavík,“ sagði Katrín við RÚV.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
AGS býst ekki við að jafnmargir muni ferðast á næstu árum og á árunum fyrir faraldurinn.
Segir hátt vægi ferðaþjónustu og stífa kjarasamningagerð vera áhyggjuefni
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði, til dæmis með því að láta laun fylgja framleiðniþróun í meira mæli, gæti komið í veg fyrir að faraldurinn valdi langtímaskaða í hagkerfinu.
Kjarninn 12. júní 2021
Jón Gnarr
Hugmyndin um Ísland og menn sem giftast náfrænkum sínum
Kjarninn 12. júní 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærslur hjá Apple á öllum stýrikerfum
Kjarninn 12. júní 2021
Ekkert komið fram sem kalli á breytingu á stefnu um hágæða Borgarlínu
Framkvæmdastjóri Betri samgangna svaraði á dögunum erindi sem þrýstihópur sem vill ódýrari Borgarlínu sendi á ýmsa aðila í vor. Í umfjöllun Betri samgangna er meðal annars bent á að það væri dýrast fyrir samfélagið að verja langmestu fé í stofnvegi.
Kjarninn 12. júní 2021
Stefán Ólafsson
Lágtekjuvandi lífeyrisþega
Kjarninn 12. júní 2021
Mona Lisa frímerkjaheimsins og frægasta frímerki Bandaríkjanna saman á uppboði
Á dögunum var mesta fágæti frímerkjaheimsins boðið upp, 165 ára gamalt einstakt frímerki frá Bresku Gvæjana sem seldist á milljarð króna. Á uppboðinu mátti einnig finna þekktasta prentgalla bandarískrar frímerkjasögu – flugvélina Jenny á hvolfi.
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent