„Alvarleg aðför að frjálsri fjölmiðlun og gróf atlaga að fréttamanni“

Stjórn Blaðamannafélags Íslands hefur sent bréf til framkvæmdastjóra Árvakurs og lýst yfir óánægju með birtingu auglýsingar Samherja á mbl.is.

Auglýsing Samherja Mynd: Skjáskot
Auglýsing

For­maður Blaða­manna­fé­lags Íslands (BÍ), Sig­ríður Dögg Auð­uns­dótt­ir, sendi bréf um helg­ina, fyrir hönd stjórnar BÍ, á Har­ald Johann­essen, fram­kvæmda­stjóra Árvak­urs, og Magnús Krist­jáns­son, þar sem stjórnin lýsti óánægju með birt­ingu aug­lýs­ingar Sam­herja sem hún lýsir sem hluta „af ófræg­ing­ar­her­ferð gegn Helga Seljan og félögum hans í Kveik“.

Þetta kemur fram á vef félags­ins en í bréf­inu segir að á fjöl­miðlum séu skörp skil milli aug­lýs­inga­deilda og rit­stjórna en með þess­ari aug­lýs­ingu hafi verið stigið yfir þá línu því her­ferð Sam­herja sé ekki aðeins her­ferð gegn einum frétta­manni eða einni rit­stjórn heldur bein­ist hún gegn öllum blaða­mönnum og öllum rit­stjórn­um, þar á meðal blaða­mönnum á mbl.is

Kjarn­inn greindi frá því í síð­ustu viku að stór aug­lýs­inga­borði hefði birst á mbl.is, sem oft er mest lesni frétta­vefur lands­ins, sem á stóð „Ábyrgð­ar­leysi í Efsta­leit­i“. Aug­lýs­ingin var frá útgerð­ar­fyr­ir­tæk­inu Sam­herja og ef ýtt var á hlekk­inn þá var farið inn á Youtu­be-­síðu fyr­ir­tæk­is­ins og á nýtt mynd­band sem það hafði gert um Helga Selj­an, blaða­mann hjá frétta­skýr­inga­þætt­inum Kveik, og RÚV.

Auglýsing

Um er að ræða þrett­ánda mynd­bandið sem Sam­herji hefur látið fram­leiða til að draga úr trú­verð­ug­leika þeirra sem stóðu að umfjöllun um athæfi fyr­ir­tæk­is­ins í Namibíu sem sýnd var í nóv­em­ber 2019. Helsta skot­mark fyr­ir­tæk­is­ins í mynd­bönd­unum er, auk Helga, Jóhannes Stef­áns­son, upp­ljóstr­ar­inn sem er í lyk­il­hlut­verki í rann­sóknum á hendur Sam­herji á Íslandi og í Namib­íu.

Í nýja mynd­band­inu er kvartað yfir að nið­ur­staða siða­nefndar RÚV í nýlegu kæru­máli Sam­herja á hendur á annan tug starfs­manna fjöl­miðla­fyr­ir­tæk­is­ins, þar sem Helgi var tal­inn hafa verið brot­legur við siða­reglur vegna fjög­urra ummæla sem hann hafi látið falla á sam­fé­lags­miðl­um, muni ekki hafa þær afleið­ingar að Helga verði gert að hætta umfjöllun um Sam­herja.

Í texta sem fylgir mynd­bandi að í ljósi nið­ur­stöðu siða­nefnd­ar­innar sé „óhjá­kvæmi­legt að draga þá ályktun að frétta­mað­ur­inn hafi verið van­hæfur til að fjalla um Sam­herja vegna per­sónu­legrar afstöðu gegn fyr­ir­tæk­inu og stjórn­endum þess“. Í mynd­band­inu, sem er í kost­aðri dreif­ingu á Youtu­be, er einnig kvartað yfir því að RÚV birti „ekki jákvæðar fréttir um Sam­herja og neitar að fjalla um mis­tök sín gagn­vart fyr­ir­tæk­in­u“.

Aug­lýs­ingin liður í ófræg­ing­ar­her­ferð Sam­herja gegn Helga Seljan

Í bréfi stjórnar BÍ til Árvak­urs segir að aug­lýs­ingin á mbl.is sem er tengd á mynd­band Sam­herja hafi þann eina til­gang að reyna að þvinga fram bann við því að Helgi Seljan fjalli um mál­efni fyr­ir­tæk­is­ins og sé því mark­mið þess að þagga niður í þeim frétta­manni sem hve mest hefur haft mál­efni fyr­ir­tæk­is­ins til umfjöll­un­ar. „Slíkt er alvar­leg aðför að frjálsri fjöl­miðlun og gróf atlaga að frétta­manni þar sem vegið er að starfs­heiðri hans. Auk­in­heldur er aug­lýs­ingin liður í ófræg­ing­ar­her­ferð Sam­herja gegn Helga Seljan og sam­starfs­fé­lögum hans þar sem því er marg­ít­rekað rang­lega haldið fram að vinnu­brögðum hafi verið ábóta­vant við gerð frétta um fyr­ir­tækið og stjórn­endur þess,“ segir í bréf­inu.

Stjórnin fer þess því á leit við stjórn­endur Árvak­urs að þeir taki til­lit til þeirra sjón­ar­miða sem hér eru talin upp, komi sú staða upp aftur að aug­lýsandi óskar eftir birt­ingu aug­lýs­ingar þar sem vegið er að starfs­heiðri frétta­manns eða frétta­manna. Enn­fremur óskar félagið eftir því að full­trúi fyr­ir­tæk­is­ins mæti á umræðu­fund með félags­mönnum sem hald­inn verður á fimmtu­dags­kvöld í næstu viku, þar sem umræðu­efnið er meðal ann­ars sið­ferði­leg álita­efni í tengslum við birt­ingu aug­lýs­inga í íslenskum miðlum og ábyrgð fjöl­miðla.

Bréf stjórnar BÍ til Har­aldar Johann­essen, fram­kvæmda­stjóra Árvak­urs og Magn­úsar Krist­jáns­sonar aug­lýs­inga­stjóra.

Reykja­vík 1. maí 2021

Stjórn Blaða­manna­fé­lags Íslands lýsir óánægju með ákvörðun stjórn­enda Ávak­urs, útgáfu­fé­lags Morg­un­blaðs­ins, um birt­ingu aug­lýs­ingar frá fyr­ir­tæk­inu Sam­herja á vef mbl.is dag­ana 23. - 28. apríl sl.. Aug­lýs­ingin er liður í áróð­urs­her­ferð Sam­herja gegn Helga Selj­an, frétta­manni á RÚV, og sam­starfs­fé­lögum hans, sem staðið hefur linnu­laust í eitt og hálft ár.

Á fjöl­miðlum eru skörp skil milli aug­lýs­inga­deilda og rit­stjórna en með þess­ari aug­lýs­ingu var stigið yfir þá línu því her­ferð Sam­herja er ekki aðeins her­ferð gegn einum frétta­manni eða einni rit­stjórn heldur bein­ist hún gegn öllum blaða­mönnum og öllum rit­stjórn­um, þar á meðal blaða­mönnum á mbl.is

Aug­lýs­ingin á mbl.is er tengd á mynd­band Sam­herja sem hefur þann eina til­gang að reyna að þvinga fram bann við því að Helgi Seljan fjalli um mál­efni fyr­ir­tæk­is­ins og er því mark­mið þess að þagga niður í þeim frétta­manni sem hve mest hefur haft mál­efni fyr­ir­tæk­is­ins til umfjöll­un­ar. Slíkt er alvar­leg aðför að frjálsri fjöl­miðlun og gróf atlaga að frétta­manni þar sem vegið er að starfs­heiðri hans. Auk­in­heldur er aug­lýs­ingin liður í ófræg­ing­ar­her­ferð Sam­herja gegn Helga Seljan og sam­starfs­fé­lögum hans þar sem því er marg­ít­rekað rang­lega haldið fram að vinnu­brögðum hafi verið ábóta­vant við gerð frétta um fyr­ir­tækið og stjórn­endur þess.

Þá bendum við jafn­framt á siða­reglur SÍA um aug­lýs­inga­gerð og mark­aðs­skila­boð. Í þeim segir í 12. grein: „Í aug­lýs­ingum má ekki hall­mæla neinum ein­stak­lingi eða hópi ein­stak­linga, fyr­ir­tæki, [...] með það fyrir augum að kalla fram opin­ber­lega fyr­ir­litn­ingu eða hæðn­i.“

Birt­ing aug­lýs­ing­ar­innar á mbl.is vekur enn­fremur upp spurn­ingar um stöðu blaða­manna sem starfa á mbl.is og hafa í sínum störfum ætíð í heiðri siða­reglur Blaða­manna­fé­lags Íslands. Í þeim segir meðal ann­ars, í 1. grein, að „blaða­maður leit­ast við að gera ekk­ert það, sem til van­virðu má telja fyrir stétt sína eða stétt­ar­fé­lag, blað eða frétta­stofu. Honum ber að forð­ast hvað­eina sem rýrt gæti álit almenn­ings á starfi blaða­manns eða skert hags­muni stétt­ar­inn­ar. Blaða­maður skal jafnan sýna dreng­skap í skiptum sínum við starfs­fé­laga.“ Mark­mið og inn­tak aug­lýs­ing­ar­innar setur blaða­menn mbl.is í óvið­un­andi stöðu því þeir þurfa að sitja undir því að efni sem þeir skrifa, jafn­vel undir nafni, birt­ist sam­hliða aug­lýs­ingu Sam­herja.

Stjórn Blaða­manna­fé­lag Íslands fer þess því á leit við stjórn­endur Árvak­urs að þeir taki til­lit til þeirra sjón­ar­miða sem hér eru talin upp, komi sú staða upp aftur að aug­lýsandi óskar eftir birt­ingu aug­lýs­ingar þar sem vegið er að starfs­heiðri frétta­manns eða frétta­manna. Enn­fremur óskar félagið eftir því að full­trúi fyr­ir­tæk­is­ins mæti á umræðu­fund með félags­mönnum sem hald­inn verður á fimmtu­dags­kvöld í næstu viku, þar sem umræðu­efnið er meðal ann­ars sið­ferði­leg álita­efni í tengslum við birt­ingu aug­lýs­inga í íslenskum miðlum og ábyrgð fjöl­miðla.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem mál tengd Sam­herja koma á borð stjórnar Blaða­manna­fé­lags Íslands. Félagið sendi frá sér ályktun síð­asta sumar enda eru fjöl­miðlar hryggjar­stykkið í lýð­ræð­is­legri umræðu og þegar að þeim er vegið með órök­studdum dylgjum er vegið að tján­ing­ar­frels­inu sjálfu og gerð til­raun til þess að grafa undan einu mik­il­væg­asta hlut­verki blaða­mennskunn­ar, aðhalds­hlut­verk­inu.

Fyrir hönd stjórnar Blaða­manna­fé­lags Íslands,

Sig­ríður Dögg Auð­uns­dóttir for­maður

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bækur spila stórt hlutverk í lífi margra um jólahátíðina.
Rýnt í bækur og stjörnur
Bókahúsið er hlaðvarpsþáttur þar sem rætt er við rithöfunda og ýmsa sem koma að bókaútgáfu. Í sjötta þætti er spjallað um himingeiminn, ný skáldverk og ljóðabækur.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Teikning af mögulegri framtíðarsýn fyrir svæði Háskóla Íslands.
Fólk og mannlíf í forgangi í framtíðarsýn Háskóla Íslands
Háskóli Ísland og Reykjavíkurborg hafa í sameiningu dregið upp mynd af svæði HÍ til framtíðar með tilliti til legu Borgarlínu. Suðurgata breytist úr hraðbraut í borgargötu og gert er ráð fyrir að bílastæði færist í miðlæg bílastæðahús.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Unnþór Jónsson
Upplýsingaóreiða er vandamál
Kjarninn 26. nóvember 2021
Nýtt COVID-afbrigði orsakar svartan föstudag í Kauphöllinni
Fjárfestar um allan heim brugðust illa við fréttum af nýju afbrigði kórónuveirunnar í morgun. Ekkert félag á aðalmarkaði hækkaði í virði við lokun markaða, en hlutabréfaverð í Icelandair og Play lækkaði um rúm 4 prósent yfir daginn.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Vínbúðin stefnir nú út á Granda, þar sem fjöldi stórmarkaða er staðsettur.
Vínbúðin stefnir á Fiskislóð
ÁTVR segist ætla að ganga til samninga við eigendur húsnæðis að Fiskislóð 10 á Granda um leigu á plássi undir nýja Vínbúð. Ekki er búið að taka endanlega ákvörðun um lokun Vínbúðar í Austurstræti.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent