„Alvarleg aðför að frjálsri fjölmiðlun og gróf atlaga að fréttamanni“

Stjórn Blaðamannafélags Íslands hefur sent bréf til framkvæmdastjóra Árvakurs og lýst yfir óánægju með birtingu auglýsingar Samherja á mbl.is.

Auglýsing Samherja Mynd: Skjáskot
Auglýsing

For­maður Blaða­manna­fé­lags Íslands (BÍ), Sig­ríður Dögg Auð­uns­dótt­ir, sendi bréf um helg­ina, fyrir hönd stjórnar BÍ, á Har­ald Johann­essen, fram­kvæmda­stjóra Árvak­urs, og Magnús Krist­jáns­son, þar sem stjórnin lýsti óánægju með birt­ingu aug­lýs­ingar Sam­herja sem hún lýsir sem hluta „af ófræg­ing­ar­her­ferð gegn Helga Seljan og félögum hans í Kveik“.

Þetta kemur fram á vef félags­ins en í bréf­inu segir að á fjöl­miðlum séu skörp skil milli aug­lýs­inga­deilda og rit­stjórna en með þess­ari aug­lýs­ingu hafi verið stigið yfir þá línu því her­ferð Sam­herja sé ekki aðeins her­ferð gegn einum frétta­manni eða einni rit­stjórn heldur bein­ist hún gegn öllum blaða­mönnum og öllum rit­stjórn­um, þar á meðal blaða­mönnum á mbl.is

Kjarn­inn greindi frá því í síð­ustu viku að stór aug­lýs­inga­borði hefði birst á mbl.is, sem oft er mest lesni frétta­vefur lands­ins, sem á stóð „Ábyrgð­ar­leysi í Efsta­leit­i“. Aug­lýs­ingin var frá útgerð­ar­fyr­ir­tæk­inu Sam­herja og ef ýtt var á hlekk­inn þá var farið inn á Youtu­be-­síðu fyr­ir­tæk­is­ins og á nýtt mynd­band sem það hafði gert um Helga Selj­an, blaða­mann hjá frétta­skýr­inga­þætt­inum Kveik, og RÚV.

Auglýsing

Um er að ræða þrett­ánda mynd­bandið sem Sam­herji hefur látið fram­leiða til að draga úr trú­verð­ug­leika þeirra sem stóðu að umfjöllun um athæfi fyr­ir­tæk­is­ins í Namibíu sem sýnd var í nóv­em­ber 2019. Helsta skot­mark fyr­ir­tæk­is­ins í mynd­bönd­unum er, auk Helga, Jóhannes Stef­áns­son, upp­ljóstr­ar­inn sem er í lyk­il­hlut­verki í rann­sóknum á hendur Sam­herji á Íslandi og í Namib­íu.

Í nýja mynd­band­inu er kvartað yfir að nið­ur­staða siða­nefndar RÚV í nýlegu kæru­máli Sam­herja á hendur á annan tug starfs­manna fjöl­miðla­fyr­ir­tæk­is­ins, þar sem Helgi var tal­inn hafa verið brot­legur við siða­reglur vegna fjög­urra ummæla sem hann hafi látið falla á sam­fé­lags­miðl­um, muni ekki hafa þær afleið­ingar að Helga verði gert að hætta umfjöllun um Sam­herja.

Í texta sem fylgir mynd­bandi að í ljósi nið­ur­stöðu siða­nefnd­ar­innar sé „óhjá­kvæmi­legt að draga þá ályktun að frétta­mað­ur­inn hafi verið van­hæfur til að fjalla um Sam­herja vegna per­sónu­legrar afstöðu gegn fyr­ir­tæk­inu og stjórn­endum þess“. Í mynd­band­inu, sem er í kost­aðri dreif­ingu á Youtu­be, er einnig kvartað yfir því að RÚV birti „ekki jákvæðar fréttir um Sam­herja og neitar að fjalla um mis­tök sín gagn­vart fyr­ir­tæk­in­u“.

Aug­lýs­ingin liður í ófræg­ing­ar­her­ferð Sam­herja gegn Helga Seljan

Í bréfi stjórnar BÍ til Árvak­urs segir að aug­lýs­ingin á mbl.is sem er tengd á mynd­band Sam­herja hafi þann eina til­gang að reyna að þvinga fram bann við því að Helgi Seljan fjalli um mál­efni fyr­ir­tæk­is­ins og sé því mark­mið þess að þagga niður í þeim frétta­manni sem hve mest hefur haft mál­efni fyr­ir­tæk­is­ins til umfjöll­un­ar. „Slíkt er alvar­leg aðför að frjálsri fjöl­miðlun og gróf atlaga að frétta­manni þar sem vegið er að starfs­heiðri hans. Auk­in­heldur er aug­lýs­ingin liður í ófræg­ing­ar­her­ferð Sam­herja gegn Helga Seljan og sam­starfs­fé­lögum hans þar sem því er marg­ít­rekað rang­lega haldið fram að vinnu­brögðum hafi verið ábóta­vant við gerð frétta um fyr­ir­tækið og stjórn­endur þess,“ segir í bréf­inu.

Stjórnin fer þess því á leit við stjórn­endur Árvak­urs að þeir taki til­lit til þeirra sjón­ar­miða sem hér eru talin upp, komi sú staða upp aftur að aug­lýsandi óskar eftir birt­ingu aug­lýs­ingar þar sem vegið er að starfs­heiðri frétta­manns eða frétta­manna. Enn­fremur óskar félagið eftir því að full­trúi fyr­ir­tæk­is­ins mæti á umræðu­fund með félags­mönnum sem hald­inn verður á fimmtu­dags­kvöld í næstu viku, þar sem umræðu­efnið er meðal ann­ars sið­ferði­leg álita­efni í tengslum við birt­ingu aug­lýs­inga í íslenskum miðlum og ábyrgð fjöl­miðla.

Bréf stjórnar BÍ til Har­aldar Johann­essen, fram­kvæmda­stjóra Árvak­urs og Magn­úsar Krist­jáns­sonar aug­lýs­inga­stjóra.

Reykja­vík 1. maí 2021

Stjórn Blaða­manna­fé­lags Íslands lýsir óánægju með ákvörðun stjórn­enda Ávak­urs, útgáfu­fé­lags Morg­un­blaðs­ins, um birt­ingu aug­lýs­ingar frá fyr­ir­tæk­inu Sam­herja á vef mbl.is dag­ana 23. - 28. apríl sl.. Aug­lýs­ingin er liður í áróð­urs­her­ferð Sam­herja gegn Helga Selj­an, frétta­manni á RÚV, og sam­starfs­fé­lögum hans, sem staðið hefur linnu­laust í eitt og hálft ár.

Á fjöl­miðlum eru skörp skil milli aug­lýs­inga­deilda og rit­stjórna en með þess­ari aug­lýs­ingu var stigið yfir þá línu því her­ferð Sam­herja er ekki aðeins her­ferð gegn einum frétta­manni eða einni rit­stjórn heldur bein­ist hún gegn öllum blaða­mönnum og öllum rit­stjórn­um, þar á meðal blaða­mönnum á mbl.is

Aug­lýs­ingin á mbl.is er tengd á mynd­band Sam­herja sem hefur þann eina til­gang að reyna að þvinga fram bann við því að Helgi Seljan fjalli um mál­efni fyr­ir­tæk­is­ins og er því mark­mið þess að þagga niður í þeim frétta­manni sem hve mest hefur haft mál­efni fyr­ir­tæk­is­ins til umfjöll­un­ar. Slíkt er alvar­leg aðför að frjálsri fjöl­miðlun og gróf atlaga að frétta­manni þar sem vegið er að starfs­heiðri hans. Auk­in­heldur er aug­lýs­ingin liður í ófræg­ing­ar­her­ferð Sam­herja gegn Helga Seljan og sam­starfs­fé­lögum hans þar sem því er marg­ít­rekað rang­lega haldið fram að vinnu­brögðum hafi verið ábóta­vant við gerð frétta um fyr­ir­tækið og stjórn­endur þess.

Þá bendum við jafn­framt á siða­reglur SÍA um aug­lýs­inga­gerð og mark­aðs­skila­boð. Í þeim segir í 12. grein: „Í aug­lýs­ingum má ekki hall­mæla neinum ein­stak­lingi eða hópi ein­stak­linga, fyr­ir­tæki, [...] með það fyrir augum að kalla fram opin­ber­lega fyr­ir­litn­ingu eða hæðn­i.“

Birt­ing aug­lýs­ing­ar­innar á mbl.is vekur enn­fremur upp spurn­ingar um stöðu blaða­manna sem starfa á mbl.is og hafa í sínum störfum ætíð í heiðri siða­reglur Blaða­manna­fé­lags Íslands. Í þeim segir meðal ann­ars, í 1. grein, að „blaða­maður leit­ast við að gera ekk­ert það, sem til van­virðu má telja fyrir stétt sína eða stétt­ar­fé­lag, blað eða frétta­stofu. Honum ber að forð­ast hvað­eina sem rýrt gæti álit almenn­ings á starfi blaða­manns eða skert hags­muni stétt­ar­inn­ar. Blaða­maður skal jafnan sýna dreng­skap í skiptum sínum við starfs­fé­laga.“ Mark­mið og inn­tak aug­lýs­ing­ar­innar setur blaða­menn mbl.is í óvið­un­andi stöðu því þeir þurfa að sitja undir því að efni sem þeir skrifa, jafn­vel undir nafni, birt­ist sam­hliða aug­lýs­ingu Sam­herja.

Stjórn Blaða­manna­fé­lag Íslands fer þess því á leit við stjórn­endur Árvak­urs að þeir taki til­lit til þeirra sjón­ar­miða sem hér eru talin upp, komi sú staða upp aftur að aug­lýsandi óskar eftir birt­ingu aug­lýs­ingar þar sem vegið er að starfs­heiðri frétta­manns eða frétta­manna. Enn­fremur óskar félagið eftir því að full­trúi fyr­ir­tæk­is­ins mæti á umræðu­fund með félags­mönnum sem hald­inn verður á fimmtu­dags­kvöld í næstu viku, þar sem umræðu­efnið er meðal ann­ars sið­ferði­leg álita­efni í tengslum við birt­ingu aug­lýs­inga í íslenskum miðlum og ábyrgð fjöl­miðla.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem mál tengd Sam­herja koma á borð stjórnar Blaða­manna­fé­lags Íslands. Félagið sendi frá sér ályktun síð­asta sumar enda eru fjöl­miðlar hryggjar­stykkið í lýð­ræð­is­legri umræðu og þegar að þeim er vegið með órök­studdum dylgjum er vegið að tján­ing­ar­frels­inu sjálfu og gerð til­raun til þess að grafa undan einu mik­il­væg­asta hlut­verki blaða­mennskunn­ar, aðhalds­hlut­verk­inu.

Fyrir hönd stjórnar Blaða­manna­fé­lags Íslands,

Sig­ríður Dögg Auð­uns­dóttir for­maður

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Freyja Vilborg Þórarinsdóttir
Fjárhagslegur ávinningur af fjárfestingum í jafnrétti
Kjarninn 29. september 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverinu í Helguvík í fimm ár.
Ekkert fast í hendi en „samtalið er enn í gangi“
Viðræður Arion banka og PCC um möguleg kaup á kísilverksmiðjunni í Helguvík hafa nú staðið í rúmlega átta mánuði. „Samtalið er enn í gangi og ekki ljóst hvenær eða hvernig það endar,“ segir forstöðumaður samskiptasviðs bankans.
Kjarninn 29. september 2022
Gríðarlegt uppstreymi í Eystrasalti yfir einu gati á gasleiðslunni.
Hafa uppgötvað fjórða lekann í Eystrasalti
Gasleiðslurnar Nord Stream 1 og 2 í Eystrasalti leka á fjórum stöðum. Fjórði lekinn uppgötvaðist á þriðjudag en sænska strandgæslan staðfesti tilvist hans í morgun.
Kjarninn 29. september 2022
Fyrir stóran hluta íslenskra heimila er húsnæðislánið stærsti einstaki útgjaldaliðurinn í hverjum mánuði. Lágt vaxtastig kom heimilunum til góða, en sendi húsnæðisverðið á sama tíma í hæstu hæðir. Senn breytist greiðslubyrði fjölmargra heimila.
„Nýja snjóhengjan“: Hundruð milljarða skuldir færast senn af sögulega lágum vöxtum
Margir íslenskir lántakendur nýttu sér fordæmalausar vaxtalækkanir Seðlabankans í faraldrinum til að taka óverðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum. Stóraukin greiðslubyrði bíður þeirra, að öllu óbreyttu.
Kjarninn 28. september 2022
Blásjór í eðlilegu árferði að hausti. Lónið er nú hálftómt og rafmagnsframleiðslu í virkjununum verið hætt tímabundið.
Stórar virkjanir úti í Noregi vegna vatnsskorts
Skert raforkuframleiðsla vegna vatnsskorts blasir áfram við í mið- og suðurhluta Noregs ef himnarnir fara ekki að opnast almennilega. Í raun þarf úrkoma haustsins að vera óvenjulega mikil til að bæta upp fyrir þurrkatíð sumarsins.
Kjarninn 28. september 2022
Olíubirgðastöðin í Örfirisey.
Eigum aðeins eldsneytisbirgðir til 20-50 daga
Eldsneytisbirgðir hér á landi eru langt undir þeim viðmiðunarmörkum sem í gildi eru innan Evrópusambandsins og víðar. Dæmi eru um að birgðir þotueldsneytis hafi farið undir tíu daga.
Kjarninn 28. september 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Seðlabankinn: Líkur hafa aukist á að fasteignaverð lækki
Útreikningar Seðlabankans á hlutfalli íbúðaverðs og launavísitölu hafa allt frá í mars gefið til kynna bólumyndun á íbúðamarkaði. Hvernig markaðurinn mun mögulega leiðrétta sig er óvíst, en hröð leiðrétting og nafnverðslækkanir eru möguleiki.
Kjarninn 28. september 2022
Gas streymir upp á yfirborðið í Eystrasalti út úr leiðslunum á hafsbotni.
Hvað gerðist eiginlega í Eystrasalti?
Allur vafi hefur nú verið tekinn af því hvort að rússneskt gas muni streyma til Evrópu í vetur. Sprengingar sem mældust á jarðskjálftamælum og gerðu risastór göt á leiðslurnar í Eystrasalti hafa veitt þeim vangaveltum náðarhöggið.
Kjarninn 28. september 2022
Meira úr sama flokkiInnlent