Gagnrýni á Samherja flæðir úr öllum áttum en mbl.is birti auglýsingu fyrir áróðursmyndband

Á sama tíma og fjölmiðlafólk, listamenn og stjórnmálamenn stigu fram og fordæmdu árásir Samherja á Helga Seljan og RÚV seldi Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, Samherja auglýsingu á vef sínum fyrir nýjasta áróðursmyndband sitt.

samherjbixsamsett.jpg
Auglýsing

Um helg­ina birt­ist stór aug­lýs­inga­borði á mbl.is, sem oft er mest lesni frétta­vefur lands­ins, sem á stóð „Ábyrgð­ar­leysi í Efsta­leit­i“. Aug­lýs­ingin er frá útgerð­ar­fyr­ir­tæk­inu Sam­herja og ef ýtt er á hlekk­inn þá er farið inn á Youtu­be-­síðu fyr­ir­tæk­is­ins og á nýtt mynd­band sem það hefur gert um Helga Selj­an, blaða­mann hjá frétta­skýr­inga­þætt­inum Kveik, og RÚV. 

Um er að ræða þrett­ánda mynd­bandið sem Sam­herji hefur látið fram­leiða til að draga úr trú­verð­ug­leika þeirra sem stóðu að umfjöllun um athæfi fyr­ir­tæk­is­ins í Namibíu sem sýnd var í nóv­em­ber 2019. Helsta skot­mark fyr­ir­tæk­is­ins í mynd­bönd­unum er, auk Helga, Jóhannes Stef­áns­son, upp­ljóstr­ar­inn sem er í lyk­il­hlut­verki í rann­sóknum á hendur Sam­herji á Íslandi og í Namib­íu.

Í nýja mynd­band­inu er kvartað yfir að nið­ur­staða siða­nefndar RÚV í nýlegu kæru­máli Sam­herja á hendur á annan tug starfs­manna fjöl­miðla­fyr­ir­tæk­is­ins, þar sem Helgi var tal­inn hafa verið brot­legur við siða­reglur vegna fjög­urra ummæla sem hann hafi látið falla á sam­fé­lags­miðl­um, muni ekki hafa þær afleið­ingar að Helga verði gert að hætta umfjöllun um Sam­herja.

Í texta sem fylgir mynd­bandi að í ljósi nið­ur­stöðu siða­nefnd­ar­innar sé „óhjá­kvæmi­legt að draga þá ályktun að frétta­mað­ur­inn hafi verið van­hæfur til að fjalla um Sam­herja vegna per­sónu­legrar afstöðu gegn fyr­ir­tæk­inu og stjórn­endum þess.“

Í mynd­band­inu, sem er í kost­aðri dreif­ingu á Youtu­be, er einnig kvartað yfir því að RÚV birti „ekki jákvæðar fréttir um Sam­herja og neitar að fjalla um mis­tök sín gagn­vart fyr­ir­tæk­in­u“.

End­ur­upp­töku hafnað

Kjarn­inn greindi nýverið frá því að Helgi hefði lagt fram end­­ur­­upp­­­töku­beiðni vegna úrskurðar siða­nefnd­­ar­innar vegna mis­taka henn­ar. Mis­tökin hafi falist í því að nefndin mat fimm ummæli hans heild­­stætt til að kom­­ast að nið­­ur­­stöðu í mál­inu, þar af ein ummæli sem ekki fjöll­uðu um Sam­herja. Siða­nefndin dró nið­ur­stöðu sína vegna þeirra ummæla til baka. Þá vildi Helgi meina að einn siða­nefnd­ar­maður hefði hags­muna­tengsl. Siða­nefndin hafn­aði því að taka málið upp

Auglýsing
Samherji var um tíma á meðal stærstu eig­enda Árvak­urs, útgáfu­fé­lags Morg­un­blaðs­ins, en seldi hlut sinn í félag­inu til Eyþórs Arn­alds, odd­vita Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­vík, árið 2017. Eyþór greiddi ekk­ert fyrir hlut­inn heldur fékk selj­enda­lán frá Sam­herja. Það lán, upp á rúm­lega 380 millj­ónir króna, er gjald­fallið og hefur ekki verið greitt til baka. Stærstu eig­endur útgáf­unnar eru aðilar tengdir útgerð og hún heldur úti umfangs­mik­illi útgáfu­starf­semi um sjáv­ar­út­veg bæði á vef og í prenti þar sem sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki kaupa mikið magn aug­lýs­inga. Alls hafa eig­endur Árvak­urs greitt að minnsta kosti 2,5 millj­arða króna vegna tap­rekst­urs útgáf­unnar frá því að þeir tóku við henni árið 2009.

Hol­skefla stuðn­ings

Margir hafa risið upp und­an­farið til varnar Helga Seljan og RÚV. Í lok síð­asta mán­aðar birt­ust leið­arar í Stund­inni, Kjarn­anum og Frétta­blað­inu þar sem nið­ur­staða siða­nefndar RÚV, stuðn­ings­leysi stjórn­enda fyr­ir­tæk­is­ins við starfs­menn sína og aðför Sam­herja gegn nafn­greindum blaða­mönnum var gagn­rýnt. Í kjöl­farið gagn­rýndu bæði Stefán Eiríks­son, útvarps­stjóri RÚV, og Rakel Þor­bergs­dótt­ir, frétta­stjóri RÚV, þá aðför sem Sam­herji hefur staðið í gagn­vart Helga.

Í síð­ustu viku sendu félagar í Félagi frétta­manna og starfs­menn frétta­stofu RÚV í öðrum félögum frá sér yfir­lýs­ingu vegna nýjasta áróð­urs­mynd­bands Sam­herja gegn Helga Selj­an, því hinu sama og aug­lýs­ingin á mbl.is vísar inn á. Þar sagði meðal ann­ars: „Frétta­menn RÚV lýsa yfir ein­dregnum stuðn­ingi við Helga í þess­ari ófræg­ing­ar­her­ferð Sam­herja á hendur honum sem er for­dæma­laus í sögu fjöl­miðl­unar á Íslandi. Sam­herji hefur und­an­farin miss­eri valið þá leið að veit­ast að blaða- og frétta­mönnum frekar en að svara efn­is­lega spurn­ingum um starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins og ásak­anir um lög­brot. Þetta hefur fyr­ir­tækið meðal ann­ars gert með fjar­stæðu­kenndum dylgjum í færslum á vef sínum og með því að borga fyrir dreif­ingu áróð­urs­mynd­banda þar sem gróf­lega er vegið að fjöl­miðl­um, einkum og sér í lagi að frétta­mann­inum Helga Selj­an[...]Of­beldi á sér margar birt­ing­ar­mynd­ir. Fram­koma Sam­herja í garð þeirra fréttamanna sem unnið hafa að umfjöllun um fyr­ir­tækið getur ekki talist annað en ofbeldi og skipu­lögð aðför að upp­lýstri umræðu og gagn­rýnum en ábyrgum frétta­flutn­ingi. Frétta­menn RÚV munu þrátt fyrir það hér eftir sem hingað til halda áfram hlut­lægri og mál­efna­legri umfjöllun um Sam­herja og láta árásir fyr­ir­tæk­is­ins ekki hafa áhrif á frétta­flutn­ing.“

Fjöl­margir starfs­menn RÚV deildu svo yfir­lýs­ing­unni í eigin nafni á sam­fé­lags­miðl­um.

Yfir­lýs­ing frá Félagi frétta­manna og starfs­mönnum frétta­stofu RÚV. ,,­Fé­lagar í Félagi frétta­manna og starfs­menn...

Posted by Bogi Agusts­son on Wed­nes­day, April 21, 2021

Seðla­banka­stjóri varpar sprengju inn í umræð­una

Á föstu­dag birt­ist svo við­tal við Ásgeir Jóns­son seðla­banka­stjóra í Stund­inni. Þar tjáði hann sig um annað Sam­herj­a­mál, þá sem bank­inn rann­sak­aði á hendur fyr­ir­tæk­inu á sínum tíma.

Ásgeir fór sér­stak­lega yfir aðfarir Sam­herja gagn­vart fimm starfs­­mönnum Seðla­­banka Íslands, en fyr­ir­tækið kærði starfs­­menn­ina fimm, þar á meðal Má Guð­­munds­­son fyrr­ver­andi Seðla­­banka­­stjóra, til lög­­­reglu vorið 2019 eftir að Seðla­­bank­inn hafn­aði því að greiða Sam­herja bætur vegna hins svo­­kall­aða Seðla­­banka­­máls.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Mynd: Bára Huld Beck

Ásgeir segir í við­tal­inu að það sé ótækt að einka­­fyr­ir­tæki eins og alþjóð­­legi útgerð­­ar­ris­inn Sam­herji geti ráð­ist per­­són­u­­lega að rík­­is- og emb­ætt­is­­mönnum með þeim hætti sem hann telur að hafi átt sér stað. „Þetta starfs­­fólk var kært fyrir eitt­hvað sem við vitum ekki enn þá hvað. Þetta er ákveð­inn vandi; lög­­gjaf­inn hefur ekki enn veitt okkur vernd fyrir svona ásókn. Seðla­­bank­inn mun að sjálf­­sögðu standa straum af máls­­kostn­aði vegna þess­­ara mála. En ég er mjög ósáttur við þetta, að þessar kærur hafi ekki verið afgreiddar og það hafi ekki verið gengið frá þessu. Og ég er mjög ósáttur við þennan anga af þessu Sam­herj­­a­­máli: Að farið hafi verið svona per­­són­u­­lega á eftir þessu fólki.[...]Eitt er að fara gegn stofn­un­inni, það er hægt að berja á þess­­ari stofnun eða mér sem fram­­kvæmda­­stjóra henn­­ar. En ég er mjög ósáttur við að farið sé á eftir ein­staka starfs­­mönnum með þessum hætti. Það má alveg berja á þess­­ari stofn­un, hún er virki, en það má ekki gera þetta svona per­­són­u­­lega gegn fólki.“

Dregið úr fjöl­miðla­frelsi

Í kjöl­farið bætt­ist Íslands­deild Tran­sparency International við gagn­rýniskór­inn. Í til­kynn­ingu sam­tak­anna sagði að fram­ganga ­Sam­herja vegna frétta og eft­ir­lits með starf­semi félags­ins væri langt út fyrir ramma eðli­legra starfs­hátta. „Allt frá árinu 2012 þegar rann­sókn ­Seðla­bank­ans á starf­semi Sam­herja hófst vegna gruns um brot á gjald­eyr­is­lögum hefur fyr­ir­tækið háð víð­tæka her­ferð gegn stofn­un­un­um, ­fjöl­miðlum og ein­staka fólki. Fyr­ir­tækið hefur fjár­magnað áróð­urs­þætt­i til birt­inga, fjár­magnað bóka­skrif í áróð­ur­stil­gangi og haldið úti­ ­for­dæma­lausu túlk­un­ar­stríði á sög­unni. Jafn­vel á nefnd­ar­fundum Alþing­is hafa full­trúar fyr­ir­tæk­is­ins sýnt af sér hegðun sem engum er sæm­andi. Í Na­mib­íu­mál­inu hefur fyr­ir­tækið brugð­ist við með sams­konar hætti og raunar gefið í.  Full­trúar fyr­ir­tæk­is­ins hafa ógnað og njósnað um ein­stak­linga sem fjallað hafa um mál­ið, kostað áróð­urs­mynd­bönd til­ al­mennings þar sem hreinum og klárum ósann­indum er haldið fram og ít­rekað hafa verið leið­rétt. Fram­ganga fyr­ir­tæk­is­ins getur ekki talist innan eðli­legra marka. Hér er um að ræða langvar­andi stríðs­rekstur gegn ­sam­fé­lag­inu í krafti arðs vegna þess sér­staka aðgangs sem félagið hef­ur að nýt­ingu auð­linda almenn­ings. Nú er mál að linn­i.“

Helgi Seljan. Mynd: RÚV/Kveikur

Í síð­ustu viku var greint frá því að Ísland hefði fall­ið um eitt sæti í árlegri fjöl­miðla­frelsi­vísi­tölu sam­tak­anna Blaða­­manna án landamæra og situr nú í 16. sæti, eftir að hafa verið í 15. sæti í fyrra. Her­­ferð sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tæk­is­ins Sam­herja gegn blaða- og frétta­­mönnum sem fjallað hafa um mál­efni fyr­ir­tæk­is­ins var sér­­stak­­lega nefnd í umfjöllun sam­tak­anna um stöðu fjöl­miðla á Íslandi.

Þetta var fjórða árið í röð sem Ísland fellur niður list­ann, eftir að hafa verið í 10. sæti árið 2017, en hin nor­rænu ríkin raða sér efst á lista.

„Komin útá ystu brún lýð­ræðis og tómið blasir við“

Tón­list­ar­mað­ur­inn Bubbi Morthens bætt­ist í hóp­inn um helg­ina þegar hann birti harð­orða stöðu­upp­færslu á Face­book sem vakti mikla athygli. Þar sagði hann árásir Sam­herja vera for­dæm­is­lausar og þegar að fyr­ir­tækið hafi verið afhjúpað þannig að nak­inn sann­leik­ur­inn blasi við þá séu við­brögð þess að fara í her­ferð gegn Helga Selj­an. „Við erum að tala um millj­arða fyr­ir­tæki sem er risi meðal risa á landi hér. Það sem slær mann sér­stak­lega er þögn þing­manna þjóð­ar­innar sem klár­lega heyra og sjá það sem er að ger­ast. Er það þetta sem við almenn­ingur vilj­um? Að það sé ráð­ist á frétta­fólk sem er að vinna sína vinnu? Það eru gerðir sjón­varps­þættir til þess að taka Helga niður og settir á netið þannig að þeir blasa við öll­um, börnum jafnt sem full­orðn­um. Efnið er ískaldur áróður þar sem ham­ast er á Helga og ekk­ert til spar­að. Mán­uðum sam­an.“

Bubbi spurði svo hvers konar sam­fé­lag Íslend­ingar vildu. „Þing­menn horfa annað þegar aðför Sam­herja gegn Helga Seljan blasir öllum við. Það tekur Sam­herji sem grænt ljós yfir sið­ferð­is­þrösk­uld­inn. Ef fólk þorir ekki að tjá sig af ótta við að það hafi afleið­ingar sem geti ógnað afkomu þess þá erum við komin útá ystu brún lýð­ræðis og tómið blasir við.“

Árásir Sam­herja eru for­dæm­is­laus­ar. Fyr­ir­tækið hefur verið staðið að hlutum sem væg­ast sagt eru þess­legir að fólk verð­ur­...

Posted by Bubbi Morthens on Sat­ur­day, April 24, 2021

Árásir sem taka hlut­ina á nýtt og áður óþekkt stig

Stjórn­mála­menn hafa sumir hverjir brugð­ist við um helg­ina, eftir að við­talið við Ásgeir var birt og gagn­rýni Bubba var sett fram. Hall­dóra Mog­en­sen, þing­maður Pírata, kom inn á her­ferð Sam­herja gegn RÚV og Helga Seljan í Silfr­inu á RÚV í gær. Þar sagði hún að henni þætti ógeð­fellt að verið væri að nýta hagn­að­inn af sam­eig­in­legri auð­lind lands­manna væri varið í „árásir á fjöl­miðla­fólk og einn okkar sterkasta rann­sókn­ar­blaða­mann og til að grafa undan þess­ari stofnun hér líka, sem að er RÚV. Þetta er mjög alvar­leg­t.“

Í gær­kvöldi birt­ist stöðu­upp­færsla á Face­book frá Loga Ein­ars­syni, for­manni Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Logi er frá Akur­eyri, sama sveit­ar­fé­lagi og Sam­herji. Í stöðu­upp­færsl­unni sagði Logi: „Þegar ég var að alast upp á Akur­eyri fyrir nokkrum ára­tugum átt­aði maður sig vissu­lega á að ein­staka fjöl­skyldur voru efn­aðri en restin af bæj­ar­bú­um. Þetta birt­ist aðal­lega í ein­býl­is­húsi, Volvo og lítilli auka bif­reið. Jú svo fóru þessar fjöl­skyldur stundum í utan­lands­ferðir sem var frekar sjald­gæft þá. Að öðru leyti tók maður lítið eftir þessu. Börn þessa efna­fólks gengu með manni í skóla og strák­arnir spil­uðu með manni fót­bolta. Hugs­an­lega hafa þau átt Mil­let úlpur eða flott­ari takka­skó en ég tók þá að minnsta kosti ekki eftir því.“

Auglýsing
Síðan þá hafi hins vegar gríð­ar­legur auður safn­ast á enn færri hendur og örfáir ein­stak­lingar orðið rík­ari en hægt sé að átta sig á. „Ein ástæðan er aðgangur þeirra að sam­eig­in­legum auð­lindum þjóð­ar­inn­ar. Hluti þessa auðs hefur síðan leitað í aðrar greinar og sömu aðilar hreiðrað um sig í orku­geir­an­um, trygg­inga- og banka­starf­semi, mat­vöru­keðj­um, flutn­inga­starf­semi, húsnæð­is­mark­aði og jafn­vel fjölmiðl­um. Þetta eitt og sér er hættu­leg þróun og endar að lokum í því að lýð­ræðið lætur í minni­pok­ann fyrir auð­ræð­inu. Og við þurfum virki­lega að taka það alvar­lega þegar seðla­banka­stjóri lands­ins seg­ir: „Ís­landi er að miklu leyti stjórnað af hags­muna­hóp­um.”“­Logi sagði suma þessa „st­ur­t­ríku manna“ haga sér eins og um þá eigi að gilda önnur lög og aðrir mannasið­ir. „Við­brögð stjórnenda Sam­herja í kjölfar Seðla­bankamáls­ins og Namibíu­skjal­anna gefa t.d. til­efni til að ætla að þeir telji sig lúta öðrum lög­málum og annað fólk[...]Árásir Sam­herja á ein­staka emb­ætt­is- og blaða­menn taka svo hlut­ina alveg á nýtt og áður óþekkt stig og grafa undan því að fólk sem sinnir eft­ir­liti og aðhaldi geti sinnt störfum sínum óhrætt.“

Þegar ég var að alast upp á Akur­eyri fyrir nokkrum ára­tugum átt­aði maður sig vissu­lega á að ein­staka fjöl­skyld­ur...

Posted by Logi Ein­ars­son on Sunday, April 25, 2021

Kol­beini verður illt að fylgj­ast með aðförum Sam­herja

Í morgun steig svo fram þing­maður úr stjórn­ar­lið­inu, fyrr­ver­andi blaða­mað­ur­inn Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé úr Vinstri græn­um, og tók undir gagn­rýn­ina. Í stöðu­upp­færslu á Face­book sagði hann að for­svars­menn Sam­herja væru nú að nýta auð sinn í „enda­lausar árásir gegn frétta­manni sem þeim finnst hafa verið sér óþægur ljár í þúfu. Og í leið­inni að allri frétta­stofu RÚV. Auð sem þeir hafa öðl­ast við að nýta sam­eig­in­lega auð­lind þjóð­ar­inn­ar. Og sækja að ein­staka starfs­mönnum Seðla­bank­ans. Þetta er ljótt. Smá­sál­ar­legt. Þrá­hyggjan er slík að manni verður ein­fald­lega illt að fylgj­ast með þessu.“

Þing­mað­ur­inn segir að hann velti því oft fyrir sér hvort for­svars­menn Sam­herja séu algjör­lega úr takti við sam­fé­lag­ið. „Mér fannst hegðun sumra þeirra á nefnd­ar­sviði Alþing­is, þar sem þeir veitt­ust að þáver­andi seðla­banka­stjóra, benda til þess. Gaf ákveðna til­ætl­un­ar­semi til kynna, elítu­hugsun um að vera yfir þetta allt haf­inn og reglur sam­fé­lags­ins giltu ekki um þá. Þegar ég steig á milli voru það ósjálf­ráð við­brögð við því að ungur og krafta­legur maður veitt­ist að eldri manni. En þetta var svo miklu meira en það; það hvernig þú bregst við fólki sem þér finnst vera þér mót­drægt segir nefni­lega allt um þig sem mann­eskju. Og við­brögðin þarna voru að það ætti bara að öskra þetta óþægi­lega í burt­u.“

Enn séu for­svars­menn Sam­herja við sama hey­garðs­hornið og hiki ekki við að nýta for­rétt­inda­stöðu sína til reyna að öskra það óþægi­lega í burtu, að mati Kol­beins. Hann hvetur þá frekar til að líta í eigin barm og þroskast af þess­ari lífs­reynslu. „Ég vona að Helgi Selj­an, fólkið á frétta­stofu RÚV og þeir starfs­menn Seðla­bank­ans sem undir eru hafi það eins gott og hægt er undir þessum ömur­legu kring­um­stæð­um. Hugur minn er allt­ént hjá þeim.“

Árásir auð­manna ­For­svars­menn Sam­herja nýta nú auð sinn í enda­lausar árásir gegn frétta­manni sem þeim finnst hafa ver­ið...

Posted by Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé on Monday, April 26, 2021

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar