Seðlabankastjóri segir að Íslandi sé að miklu leyti stjórnað af hagsmunahópum

Ásgeir Jónsson er mjög ósáttur með það að Samherji hafi kært fimm starfsmenn bankans og skilur ekki af hverju málinu sé ekki vísað frá. Hann segir að peningastefna Seðlabanka Íslands sé velferðarstefna.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Auglýsing

„Ís­landi er að miklu leyti stjórnað af hags­muna­hópum og það er meiri háttar mál að lenda uppi á kant við þá.“ Þetta segir Ásgeir Jóns­son seðla­banka­stjóri í við­tali við Stund­ina sem kom út í dag. 

Þar segir hann að sú pen­inga­stefna sem Seðla­banki Íslands reki sé vel­ferð­ar­stefna og mark­mið hennar sé að tryggja öryggi fyrir venju­legt fólk, ekki sér­hags­muna­að­ila. Stöð­ug­leiki í gengi, sem næst með inn­gripum bank­ans á gjald­eyr­is­mark­að, sé þar lyk­il­breyta. „Góð pen­inga­stefna skiptir þá tekju­lægstu mestu máli; þeir tapa mestu á verð­bólgu­skoti eða ein­hverri slíkri koll­steypu eða umsnún­ingi. Þetta skiptir mig mjög miklu máli. Ég lít á þetta sem vel­ferð­ar­stefnu. Ég vil tryggja lága verð­bólgu og lága vexti. Þetta eru grund­vall­ar­at­riði fyrir góð lífs­kjör á Ísland­i.[...]Við erum lítil þjóð, Ísland, en ef við sýnum sam­stöðu og sam­fé­lags­lega ábyrgð þá getum við gert ansi marg­t.“

Ásgeir, sem starf­aði hjá Kaup­þingi fyrir banka­hrun, segir í við­tal­inu að það sé alveg skýrt að á meðan að hann gegnir starfi seðla­banka­stjóra þá fái fjár­mála­kerfið aldrei að fara í þá átt aftur sem það fór þá. „Að við séum að sjá að stjórn lands­ins sé komin í hend­urnar á ein­hverjum svona mógúl­u­m.“ Á meðal þess sem hann kallar eftir er aukn­ing á heim­ildum fyrir fjár­mála­eft­ir­litið til að sinna eft­ir­liti með fjár­mála­kerf­inu. Það þurfi að vera miklu harð­ar­a. 

Auglýsing

Mjög ósáttur við aðfarir Sam­herja að starfs­mönnum

Í við­tal­inu fjallar Ásgeir einnig um aðfarir Sam­herja gagn­vart fimm starfs­mönnum Seðla­banka Íslands, en fyr­ir­tækið kærði starfs­menn­ina fimm, þar á meðal Má Guð­munds­son fyrr­ver­andi Seðla­banka­stjóra, til lög­reglu vorið 2019 eftir að Seðla­bank­inn hafn­aði því að greiða Sam­herja bætur vegna hins svo­kall­aða Seðla­banka­máls. Það mál hefur til skoð­unar hjá lög­reglu­stjór­anum á Vest­fjörð­um.

Ás­geir seg­ist ekki skilja „hvern and­skot­ann þessi lög­reglu­stjóri þarf að rann­saka og af hverju þessu er ekki bara vísað frá. Ég ótt­ast það að mörgu leyti, í svona eft­ir­lits­stofnun eins og Seðla­bank­inn er, að við lendum í því að við verðum hund­elt per­sónu­lega eins og farið var á eftir þessu starfs­fólki.“ 

Greint var frá því opin­ber­lega eftir að við­talið við Ásgeir birt­ist að kæru Sam­herja til lög­reglu hefði verið vísað frá í mars, en að Sam­herji hefði kært þá nið­ur­stöðu til rík­is­sak­sókn­ara.

Ásgeir segir í við­tal­inu að það sé ótækt að einka­fyr­ir­tæki eins og alþjóð­legi útgerð­ar­ris­inn Sam­herji geti ráð­ist per­sónu­lega að rík­is- og emb­ætt­is­mönnum með þeim hætti sem hann telur að hafi átt sér stað. „Þetta starfs­fólk var kært fyrir eitt­hvað sem við vitum ekki enn þá hvað. Þetta er ákveð­inn vandi; lög­gjaf­inn hefur ekki enn veitt okkur vernd fyrir svona ásókn. Seðla­bank­inn mun að sjálf­sögðu standa straum af máls­kostn­aði vegna þess­ara mála. En ég er mjög ósáttur við þetta, að þessar kærur hafi ekki verið afgreiddar og það hafi ekki verið gengið frá þessu. Og ég er mjög ósáttur við þennan anga af þessu Sam­herj­a­máli: Að farið hafi verið svona per­sónu­lega á eftir þessu fólki.[...]Eitt er að fara gegn stofn­un­inni, það er hægt að berja á þess­ari stofnun eða mér sem fram­kvæmda­stjóra henn­ar. En ég er mjög ósáttur við að farið sé á eftir ein­staka starfs­mönnum með þessum hætti. Það má alveg berja á þess­ari stofn­un, hún er virki, en það má ekki gera þetta svona per­sónu­lega gegn fólki.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir er ritstjóri Stundarinnar, en Jón Trausti Reynisson er framkvæmdastjóri útgáfufélagsins auk þess að vera blaðamaður á miðlinum.
Útgáfufélag Stundarinnar tapaði rúmlega milljón krónum á síðasta ári
Tekjur útgáfufélags Stundarinnar námu 233,9 milljónum króna á síðasta ári og jukust þær um fjögur prósent á milli ára. Tapið af rekstrinum nam 1,2 milljónum króna í fyrra, samanborið við rúmlega sjö milljóna hagnað árið 2020.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Inga Hrefna nýr aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar
Utanríkisráðherra er nú komin með tvo aðstoðarmenn. Alls má ríkisstjórnin ráða 27 aðstoðarmenn. Laun og starfs­­kjör aðstoð­­ar­­manna ráð­herra mið­­ast við kjör skrif­­stofu­­stjóra í ráðu­­neytum sam­­kvæmt ákvörð­unum kjara­ráðs.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Leggur til að sameina héraðsdómstóla landsins í eina stofnun
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með áform um að sameina þá átta héraðsdómstóla sem eru í landinu í eina stofnun. Forsenda sameiningarinnar er að sameinaður dómstóll hafi starfsstöðvar á landsbyggðinni.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent