Seðlabankastjóri segir að Íslandi sé að miklu leyti stjórnað af hagsmunahópum

Ásgeir Jónsson er mjög ósáttur með það að Samherji hafi kært fimm starfsmenn bankans og skilur ekki af hverju málinu sé ekki vísað frá. Hann segir að peningastefna Seðlabanka Íslands sé velferðarstefna.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Auglýsing

„Ís­landi er að miklu leyti stjórnað af hags­muna­hópum og það er meiri háttar mál að lenda uppi á kant við þá.“ Þetta segir Ásgeir Jóns­son seðla­banka­stjóri í við­tali við Stund­ina sem kom út í dag. 

Þar segir hann að sú pen­inga­stefna sem Seðla­banki Íslands reki sé vel­ferð­ar­stefna og mark­mið hennar sé að tryggja öryggi fyrir venju­legt fólk, ekki sér­hags­muna­að­ila. Stöð­ug­leiki í gengi, sem næst með inn­gripum bank­ans á gjald­eyr­is­mark­að, sé þar lyk­il­breyta. „Góð pen­inga­stefna skiptir þá tekju­lægstu mestu máli; þeir tapa mestu á verð­bólgu­skoti eða ein­hverri slíkri koll­steypu eða umsnún­ingi. Þetta skiptir mig mjög miklu máli. Ég lít á þetta sem vel­ferð­ar­stefnu. Ég vil tryggja lága verð­bólgu og lága vexti. Þetta eru grund­vall­ar­at­riði fyrir góð lífs­kjör á Ísland­i.[...]Við erum lítil þjóð, Ísland, en ef við sýnum sam­stöðu og sam­fé­lags­lega ábyrgð þá getum við gert ansi marg­t.“

Ásgeir, sem starf­aði hjá Kaup­þingi fyrir banka­hrun, segir í við­tal­inu að það sé alveg skýrt að á meðan að hann gegnir starfi seðla­banka­stjóra þá fái fjár­mála­kerfið aldrei að fara í þá átt aftur sem það fór þá. „Að við séum að sjá að stjórn lands­ins sé komin í hend­urnar á ein­hverjum svona mógúl­u­m.“ Á meðal þess sem hann kallar eftir er aukn­ing á heim­ildum fyrir fjár­mála­eft­ir­litið til að sinna eft­ir­liti með fjár­mála­kerf­inu. Það þurfi að vera miklu harð­ar­a. 

Auglýsing

Mjög ósáttur við aðfarir Sam­herja að starfs­mönnum

Í við­tal­inu fjallar Ásgeir einnig um aðfarir Sam­herja gagn­vart fimm starfs­mönnum Seðla­banka Íslands, en fyr­ir­tækið kærði starfs­menn­ina fimm, þar á meðal Má Guð­munds­son fyrr­ver­andi Seðla­banka­stjóra, til lög­reglu vorið 2019 eftir að Seðla­bank­inn hafn­aði því að greiða Sam­herja bætur vegna hins svo­kall­aða Seðla­banka­máls. Það mál hefur til skoð­unar hjá lög­reglu­stjór­anum á Vest­fjörð­um.

Ás­geir seg­ist ekki skilja „hvern and­skot­ann þessi lög­reglu­stjóri þarf að rann­saka og af hverju þessu er ekki bara vísað frá. Ég ótt­ast það að mörgu leyti, í svona eft­ir­lits­stofnun eins og Seðla­bank­inn er, að við lendum í því að við verðum hund­elt per­sónu­lega eins og farið var á eftir þessu starfs­fólki.“ 

Greint var frá því opin­ber­lega eftir að við­talið við Ásgeir birt­ist að kæru Sam­herja til lög­reglu hefði verið vísað frá í mars, en að Sam­herji hefði kært þá nið­ur­stöðu til rík­is­sak­sókn­ara.

Ásgeir segir í við­tal­inu að það sé ótækt að einka­fyr­ir­tæki eins og alþjóð­legi útgerð­ar­ris­inn Sam­herji geti ráð­ist per­sónu­lega að rík­is- og emb­ætt­is­mönnum með þeim hætti sem hann telur að hafi átt sér stað. „Þetta starfs­fólk var kært fyrir eitt­hvað sem við vitum ekki enn þá hvað. Þetta er ákveð­inn vandi; lög­gjaf­inn hefur ekki enn veitt okkur vernd fyrir svona ásókn. Seðla­bank­inn mun að sjálf­sögðu standa straum af máls­kostn­aði vegna þess­ara mála. En ég er mjög ósáttur við þetta, að þessar kærur hafi ekki verið afgreiddar og það hafi ekki verið gengið frá þessu. Og ég er mjög ósáttur við þennan anga af þessu Sam­herj­a­máli: Að farið hafi verið svona per­sónu­lega á eftir þessu fólki.[...]Eitt er að fara gegn stofn­un­inni, það er hægt að berja á þess­ari stofnun eða mér sem fram­kvæmda­stjóra henn­ar. En ég er mjög ósáttur við að farið sé á eftir ein­staka starfs­mönnum með þessum hætti. Það má alveg berja á þess­ari stofn­un, hún er virki, en það má ekki gera þetta svona per­sónu­lega gegn fólki.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Helgason
Aukið vægi útstrikana í komandi sveitarstjórnarkosningum
Kjarninn 22. janúar 2022
Ráðherrar þeirrar ríkisstjórnarinnar sem sat að völdum þegar eftirlaunalögin voru samþykkt.
Tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir kostnað vegna eftirlauna ráðherra og þingmanna
257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar fá eftirlaun á grundvelli umdeildra eftirlaunalaga sem voru í gildi á árunum 2003 til 2009. Alls kostaði þetta 876 milljónir króna í fyrra. Hér eru tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir það fé á ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Tímasetning uppsagnar tilfallandi og greiðslur til hluthafa „eðlilegur hluti af fyrirtækjarekstri“
Sjóvá vísar því á bug að samningi við FÍB um vegaþjónustu hafi verið sagt upp í hefndarskyni. Tímasetningin hafi verið tilfallandi. Markaðsstjóri Sjóvá segir greiðslur til hluthafa „eðlilegan hluta af fyrirtækjarekstri“.
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent