Greiða háar fjárhæðir til að fá að vernda regnskóg

Þeir fá hvorki timbur, jarðefni né uppskeru af fjárfestingu sinni. Það eina sem þeir fá fyrir að setja 1 milljarð bandaríkjadala í verkefnið er heiður og virðing og vonandi bjartari framtíð fyrir sig og sína.

Amazon-frumskógurinn er stærsti regnskógur veraldar.
Amazon-frumskógurinn er stærsti regnskógur veraldar.
Auglýsing

Norðmenn hafa í um tólf ár unnið að og nú hleypt af stokkunum áætlun sem hefur það að markmiði að fyrirtæki og jafnvel ríki geti greitt fyrir að regnskógar fái að standa óhreyfðir. Áætlunin hefur verið unnin innan norskra ráðuneyta og er hugsuð sem ný leið í baráttunni við loftslagsvánna. Bandaríkin og Bretland eru þegar orðin þátttakendur sem og fjöldi fyrirtækja á borð við Amazon, Airbnb, lyfjafyrirtækið GSK.

Í frétt norska ríkissjónvarpsinsum málið segir að þeir sem vilji taka þátt þurfi að skuldbinda sig til að greiða að minnsta kosti einn milljarð bandaríkjadala, um 125 milljarða króna. Með fénu er ákveðið svæði í regnskógi varið og þannig dregið úr losun 100 milljóna tonna af koltvísýring út andrúmsloftið.

Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, sagði í dag, er verkefninu var formlega hleypt af stað, að um sögulegt augnablik væri að ræða sem Norðmenn gætu verið stoltir af. Hún sagði verkefnið hafa áhrif á heimsmælikvarða í baráttunni við hlýnun jarðar af manna völdum. Bæði skuldbinda þátttakendur í verkefninu sig til að draga úr eigin losun og einnig að tryggja vernd regnskóga.

Auglýsing

Umhverfisráðherra Noregs segir verkefnið ekki eiga að virka sem syndaaflausn fyrir þá sem menga mikið. Með því að gerast aðili að regnskógaverkefninu þurfi þátttakendur að uppfylla strong skilyrði og mun þriðji aðili votta að þeir fari að þeim. Þau ríki sem taka þátt geta t.d. ekki verndað regnskóg á einum stað en stuðlað að eyðingu hans annars staðar, segir umhverfisráðherrann Sveinung Rotevatn. Hinir tveir þættir verkefnisins þurfi að fara saman; að draga úr eigin losun og vernda samtímis regnskóg. Þá verður því þannig farið að landið þar sem regnskóginn er að finna fær frádrátt í losunarbókhald sitt – ekki ríkið eða fyrirtækið sem greiðir fyrir verndina.

Ráðherrarnir vona að verkefnið veki áhuga fleiri landa og fyrirtækja sem ákveði svo að taka þátt.

Eyðing regnskóga heimsins jókst um 12 prósent milli áranna 2019 og 2020. Samtals voru um tíu milljónir hektara regnskóga hitabeltisins felldir eða ruddir í fyrra.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það er erfitt að ímynda sér að það snjói í Brasilíu en snjókoma er eflaust algengari þar en ætla mætti. Þessi mynd er tekin eftir snjókomu í Brasilíu í ágúst árið 2020
Snjór fellur í Brasilíu
Sumir íbúar í syðsta héraði Brasilíu hafa tekið snjónum fagnandi enda ekki á hverjum degi sem þar snjóar. Bændur gætu aftur á móti átt von á lakari uppskeru og verð á hrávörumörkuðum hefur hækkað í kjölfar kuldakastsins.
Kjarninn 30. júlí 2021
Landspítalinn er á hættustigi vegna kórónuveirufaraldursins.
Sjúklingur á krabbameinsdeild reyndist ekki með COVID
Sjúklingur og starfsmaður á blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítalans, sem sagt var frá í gær að hefðu greinst með COVID-19 reyndust ekki smitaðir af kórónuveirunni.
Kjarninn 30. júlí 2021
Óli varð efstur í forvali VG í Norðausturkjördæmi en Bjarkey Olsen í öðru.
Óli Halldórsson hættur við að leiða lista VG í Norðausturkjördæmi
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir mun leiða lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi. Óli Halldórsson færist niður í þriðja sætið en hann stígur til hliðar úr oddvitasætinu vegna veikinda í fjölskyldunni.
Kjarninn 30. júlí 2021
Um 85 prósent Íslendinga sextán ára og eldri eru bólusett
Fjórðungur smitaðra óbólusettur
Að minnsta kosti 255 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með kórónuveiruna hér á landi á þremur vikum. Tæplega 750 smit, um 72 prósent, eru hjá fullbólusettum.
Kjarninn 30. júlí 2021
Þessir frambjóðendur skipa sjö efstu sæti Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi.
María Pétursdóttir og Þór Saari leiða sósíalista í Suðvesturkjördæmi
María hefur starfað innan Sósíalistaflokksins í fjögur ár sem formaður Málefnastjórnar. Raðað er á lista flokksins af hópi flokksfélaga sem hefur verið slembivalinn.
Kjarninn 30. júlí 2021
Ísland og Ísrael örva bólusetta
Á Íslandi og í Ísrael er bólusetningarhlutfall með því hæsta sem fyrirfinnst á jörðu. Bæði löndin sáu smit nær þurrkast út en rísa svo í hæstu hæðir á ný. Og nú hafa þau, sama daginn, ákveðið að gefa þegar bólusettum borgurum örvunarskammt.
Kjarninn 30. júlí 2021
Stóru bankarnir þrír fækkuðu allir í starfsliði sínu á fyrstu sex mánuðum ársins.
Starfsmönnum stóru bankanna fækkaði um rúmlega 80 á fyrri helmingi árs
Í lok júní störfuðu 2.167 manns hjá stóru viðskiptabönkunum þremur, Íslandsbanka, Landsbanka og Arion banka. Samanlagður hagnaður bankanna nam 37 milljörðum á fyrstu 6 mánuðum ársins.
Kjarninn 30. júlí 2021
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiErlent