Greiða háar fjárhæðir til að fá að vernda regnskóg

Þeir fá hvorki timbur, jarðefni né uppskeru af fjárfestingu sinni. Það eina sem þeir fá fyrir að setja 1 milljarð bandaríkjadala í verkefnið er heiður og virðing og vonandi bjartari framtíð fyrir sig og sína.

Amazon-frumskógurinn er stærsti regnskógur veraldar.
Amazon-frumskógurinn er stærsti regnskógur veraldar.
Auglýsing

Norð­menn hafa í um tólf ár unnið að og nú hleypt af stokk­unum áætlun sem hefur það að mark­miði að fyr­ir­tæki og jafn­vel ríki geti greitt fyrir að regn­skógar fái að standa óhreyfð­ir. Áætl­unin hefur verið unnin innan norskra ráðu­neyta og er hugsuð sem ný leið í bar­átt­unni við lofts­lags­vánna. Banda­ríkin og Bret­land eru þegar orðin þátt­tak­endur sem og fjöldi fyr­ir­tækja á borð við Amazon, Air­bnb, lyfja­fyr­ir­tækið GSK.

Í frétt norska rík­is­sjón­varps­insum málið segir að þeir sem vilji taka þátt þurfi að skuld­binda sig til að greiða að minnsta kosti einn millj­arð banda­ríkja­dala, um 125 millj­arða króna. Með fénu er ákveðið svæði í regn­skógi varið og þannig dregið úr losun 100 millj­óna tonna af koltví­sýr­ing út and­rúms­loft­ið.

Erna Sol­berg, for­sæt­is­ráð­herra Nor­egs, sagði í dag, er verk­efn­inu var form­lega hleypt af stað, að um sögu­legt augna­blik væri að ræða sem Norð­menn gætu verið stoltir af. Hún sagði verk­efnið hafa áhrif á heims­mæli­kvarða í bar­átt­unni við hlýnun jarðar af manna völd­um. Bæði skuld­binda þátt­tak­endur í verk­efn­inu sig til að draga úr eigin losun og einnig að tryggja vernd regn­skóga.

Auglýsing

Umhverf­is­ráð­herra Nor­egs segir verk­efnið ekki eiga að virka sem synda­af­lausn fyrir þá sem menga mik­ið. Með því að ger­ast aðili að regn­skóga­verk­efn­inu þurfi þátt­tak­endur að upp­fylla strong skil­yrði og mun þriðji aðili votta að þeir fari að þeim. Þau ríki sem taka þátt geta t.d. ekki verndað regn­skóg á einum stað en stuðlað að eyð­ingu hans ann­ars stað­ar, segir umhverf­is­ráð­herr­ann Svein­ung Rot­e­vatn. Hinir tveir þættir verk­efn­is­ins þurfi að fara sam­an; að draga úr eigin losun og vernda sam­tímis regn­skóg. Þá verður því þannig farið að landið þar sem regn­skóg­inn er að finna fær frá­drátt í los­un­ar­bók­hald sitt – ekki ríkið eða fyr­ir­tækið sem greiðir fyrir vernd­ina.

Ráð­herr­arnir vona að verk­efnið veki áhuga fleiri landa og fyr­ir­tækja sem ákveði svo að taka þátt.

Eyð­ing regn­skóga heims­ins jókst um 12 pró­sent milli áranna 2019 og 2020. Sam­tals voru um tíu millj­ónir hekt­ara regn­skóga hita­belt­is­ins felldir eða ruddir í fyrra.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
Kjarninn 20. maí 2022
Ingrid Kuhlman og Bjarni Jónsson
Læknar og hjúkrunarfræðingar styðja dánaraðstoð
Kjarninn 20. maí 2022
Frá utanríkisráðuneytinu við Rauðarárstíg.
Neita að upplýsa um fjölda útgefinna neyðarvegabréfa
Nýlega var reglugerð samþykkt í dómsmálaráðuneyti sem veitir utanríkisráðherra heimild til að óska eftir því að ÚTL gefi út vegabréf til útlendings ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi. Utanríkisráðuneytið upplýsir ekki um fjölda útgefinna vegabréfa.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndin er fengin úr kerfisáætlun Landsnets 2016-2025. „DC-strengur á Sprengisandsleið hefur jákvæð áhrif á mögulega lengd jarðstrengja á Norðurlandi,“ segir í myndatexta.
Sprengisandskapall „umfangsmikil og dýr“ framkvæmd fyrir „fáa kílómetra“ af jarðstreng í Blöndulínu
Landsnet tekur ekki undir þau sjónarmið Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi að skynsamlegt sé að leggja jarðstreng yfir Sprengisand til að auka möguleika á því að leggja hluta Blöndulínu 3 í jörð.
Kjarninn 20. maí 2022
Hersir Sigurgeirsson
Segir sig frá úttektinni á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins sendi bréf til ríkisendurskoðanda með ábendingu um að Hersir Sigurgeirsson hefði sett „like“ á tiltekna færslu á Facebook sem varðaði útboðið. „Ég kann ekki við slíkt eftirlit,“ segir Hersir.
Kjarninn 20. maí 2022
Hvernig gengur að koma úkraínskum flóttabörnum inn í skólakerfið?
Langfæst börn sem flúið hafa stríðið í Úkraínu með foreldrum sínum á síðustu vikum og mánuðum eru komin inn í skólakerfið hér á landi og spila þar inn margir þættir. Samstarf á milli stærstu sveitarfélaganna hefur þó gengið vel.
Kjarninn 20. maí 2022
Jarðskjálftahrinur ollu mikilli hræðslu meðal barna og engar upplýsingar voru veittar til fólksins, sem margt glímir við áfallastreituröskun. Ásbrú er því ekki ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir fólk sem flúið hefur stríðsátök, að mati UN Women.
Konur upplifi sig ekki öruggar á Ásbrú – og erfitt að koma óskum á framfæri
UN Women á Íslandi gera alvarlegar athugasemdir við svör Útlendingastofnunar varðandi útbúnað og aðstæður fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiErlent