Greiða háar fjárhæðir til að fá að vernda regnskóg

Þeir fá hvorki timbur, jarðefni né uppskeru af fjárfestingu sinni. Það eina sem þeir fá fyrir að setja 1 milljarð bandaríkjadala í verkefnið er heiður og virðing og vonandi bjartari framtíð fyrir sig og sína.

Amazon-frumskógurinn er stærsti regnskógur veraldar.
Amazon-frumskógurinn er stærsti regnskógur veraldar.
Auglýsing

Norð­menn hafa í um tólf ár unnið að og nú hleypt af stokk­unum áætlun sem hefur það að mark­miði að fyr­ir­tæki og jafn­vel ríki geti greitt fyrir að regn­skógar fái að standa óhreyfð­ir. Áætl­unin hefur verið unnin innan norskra ráðu­neyta og er hugsuð sem ný leið í bar­átt­unni við lofts­lags­vánna. Banda­ríkin og Bret­land eru þegar orðin þátt­tak­endur sem og fjöldi fyr­ir­tækja á borð við Amazon, Air­bnb, lyfja­fyr­ir­tækið GSK.

Í frétt norska rík­is­sjón­varps­insum málið segir að þeir sem vilji taka þátt þurfi að skuld­binda sig til að greiða að minnsta kosti einn millj­arð banda­ríkja­dala, um 125 millj­arða króna. Með fénu er ákveðið svæði í regn­skógi varið og þannig dregið úr losun 100 millj­óna tonna af koltví­sýr­ing út and­rúms­loft­ið.

Erna Sol­berg, for­sæt­is­ráð­herra Nor­egs, sagði í dag, er verk­efn­inu var form­lega hleypt af stað, að um sögu­legt augna­blik væri að ræða sem Norð­menn gætu verið stoltir af. Hún sagði verk­efnið hafa áhrif á heims­mæli­kvarða í bar­átt­unni við hlýnun jarðar af manna völd­um. Bæði skuld­binda þátt­tak­endur í verk­efn­inu sig til að draga úr eigin losun og einnig að tryggja vernd regn­skóga.

Auglýsing

Umhverf­is­ráð­herra Nor­egs segir verk­efnið ekki eiga að virka sem synda­af­lausn fyrir þá sem menga mik­ið. Með því að ger­ast aðili að regn­skóga­verk­efn­inu þurfi þátt­tak­endur að upp­fylla strong skil­yrði og mun þriðji aðili votta að þeir fari að þeim. Þau ríki sem taka þátt geta t.d. ekki verndað regn­skóg á einum stað en stuðlað að eyð­ingu hans ann­ars stað­ar, segir umhverf­is­ráð­herr­ann Svein­ung Rot­e­vatn. Hinir tveir þættir verk­efn­is­ins þurfi að fara sam­an; að draga úr eigin losun og vernda sam­tímis regn­skóg. Þá verður því þannig farið að landið þar sem regn­skóg­inn er að finna fær frá­drátt í los­un­ar­bók­hald sitt – ekki ríkið eða fyr­ir­tækið sem greiðir fyrir vernd­ina.

Ráð­herr­arnir vona að verk­efnið veki áhuga fleiri landa og fyr­ir­tækja sem ákveði svo að taka þátt.

Eyð­ing regn­skóga heims­ins jókst um 12 pró­sent milli áranna 2019 og 2020. Sam­tals voru um tíu millj­ónir hekt­ara regn­skóga hita­belt­is­ins felldir eða ruddir í fyrra.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Maria Witteman og kollegar að störfum í skógum Rúanda.
Regnskógar gætu illa ráðið við loftslagsbreytingar
Það getur verið heitt og rakt í regnskógunum en þeir þola þó ekki langvarandi hátt hitastig og þurrka. Þannig gætu loftslagsbreytingar haft áhrif á hina náttúrulegu kolefnisbindingu þeirra.
Kjarninn 1. október 2022
Jina Amini, 22 ára Kúrdi, lést í haldi írönsku siðgæðislögreglunnar í síðasta mánuði. Mótmæli hafa staðið yfir í Íran, og víðar, frá því að hún lést.
Kona, líf, frelsi
Mannréttindasamtök segja að minnsta kosti 83 látna í mótmælum í Íran. Yfirvöld segja töluna mun lægri, 41 í mesta lagi. Þingmaður Pírata hvetur fólk til að segja nafn konunnar sem kom mómæltunum af stað: Jina Amini.
Kjarninn 1. október 2022
Tækninni á sviði snjallgreiðslna fleygir fram og Íslendingar hafa tileinkað sér það hratt að nota síma og önnur snjalltæki til þess að greiða fyrir verslun og þjónustu.
Plastkort enn mest notaða greiðslulausnin en snjallgreiðslur sækja á
Í hópi þess þorra fólks sem greiðir fyrir vörur eða þjónustu einu sinni í viku að lágmarki eru nú hátt í fjörutíu prósent byrjuð að nota snjalltæki af einhverju tagi til þess að inna greiðslur að hendi, að jafnaði. Vægi reiðufjár minnkar sífellt.
Kjarninn 1. október 2022
Sjö molar um efnahags- og stjórnmálastorm í Bretlandi
Er Bretar leyfðu sér loks að líta upp úr langdreginni erfidrykkju Elísabetar drottningar tók ekki skárra við. Ný ríkisstjórn Liz Truss virðist búin að skapa sér djúpa efnahagslega og pólitíska krísu, ofan á orkukrísuna.
Kjarninn 1. október 2022
Líffræðileg fjölbreytni er grunnþáttur í viðhaldi vistkerfa í sjó, á landi, í vatni og lofti.
Landeigendur fái meiri hvata til endurheimtar vistkerfa
Loftslagsbreytingar, mengun, ágengar tegundir, eyðing búsvæða og bein nýting mannsins eru helstu áskoranir varðandi hnignun líffræðilegrar fjölbreytni á Íslandi. Neysla er t.d. drifkraftur framleiðslu sem oft leiðir til ósjálfbærrar nýtingar auðlinda.
Kjarninn 1. október 2022
Þeir skipta þúsundum, tannburstarnir í norska skóginum.
Tannburstarnir í skóginum
Jordan, tannburstaframleiðandinn þekkti, hefur auglýst eftir notuðum tannburstum sem áhugi er á að reyna að endurvinna. Í norskum skógi hafa fleiri þúsund tannburstar frá Jordan legið í áratugi og rifist er um hver beri ábyrgð á að tína þá upp.
Kjarninn 30. september 2022
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Síminn vill greiða hluthöfum 31,5 milljarða vegna sölunnar á Mílu – og svo sennilega meira
Franska fyrirtækið Ardian er búið að gera upp við Símann vegna kaupanna á Mílu. Síminn ætlar að leggja tillögu um að greiða hluthöfum 31,5 milljarða króna af söluandvirðinu fyrir hluthafafund í lok október.
Kjarninn 30. september 2022
Á fjórum stöðum streymir gas upp af leiðslunni í Eystrasalti.
„Um viljaverk var að ræða“
Götin á Nord Stream-gasleiðslunum er mjög stór og gríðarlegt magn metans streymir enn út í andrúmsloftið. Danir og Svíar ætla að gæta þess að á fundi öryggisráðs Sþ í kvöld verði fjallað um staðreyndir, „nefnilega þær að um viljaverk var að ræða“.
Kjarninn 30. september 2022
Meira úr sama flokkiErlent