Svona féllu atkvæði þingmanna um breytingar á sóttvarnalögum í nótt

Þingmenn tveggja flokka, Vinstri grænna og Framsóknar, greiddu allir atkvæði með tímabundnum lagabreytingum er tengjast landamærum þegar atkvæðagreiðsla fór fram í nótt. Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokks sögðu já, einn sagði nei og þrír voru fjarverandi.

28 þingmenn sögðu já.
28 þingmenn sögðu já.
Auglýsing

Allir þingmenn Vinstri grænna og Framsóknarflokks greiddu atkvæði með tímabundinni lagabreytingu á sóttvarna- og útlendingalögum sem samþykkt var í nótt. Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokks sögðu já, einn sagði nei, einn greiddi ekki atkvæði og þrír voru fjarverandi atkvæðagreiðsluna, þar af tveir ráðherrar, þau Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.

Auglýsing

Sjö þingmenn Samfylkingarinnar sátu hjá við atkvæðagreiðsluna og einn var fjarverandi. Allir þingmenn Viðreisnar sátu hjá. Sjö þingmenn Miðflokks sátu hjá og tveir voru fjarverandi. Þrír þingmenn Pírata sátu hjá og fjórir voru fjarverandi. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins greiddi ekki atkvæði og hinn þingmaður flokksins, Guðmundur Ingi Kristinsson, var fjarverandi.

Skjáskot af vef Alþingis um niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar í nótt.

Lagabreytingarnar sem samþykktar voru í nótt voru annars vegar á sóttvarnalögum og hins vegar á lögum um útlendinga. Báðar eru þær tímabundnar og gilda til 30. júní. Þær heimila heilbrigðisráðherra að skylda fólk sem er að koma frá hááhættusvæðum faraldursins til að dvelja í sóttkví eða einangrun í sóttvarnahúsi. Enn á eftir að birta reglugerð um skilgreiningar á hááhættusvæðum. Sóttvarnalækni verður einnig samkvæmt lögunum heimilt að veita undanþágur frá þessari skyldu ef ferðamaður getur sýnt fram á að hann geti verið í sóttkví eða einangrun í húsnæði á eigin vegum uppfylli það öll skilyrði slíks.

Þá getur dómsmálaráðherra, samkvæmt breytingu á útlendingalögum, með reglugerð kveðið á um að útlendingum sem koma frá eða dvalið hafa á hááhættusvæði sé óheimilt að koma til landsins.

Frumvarpið var lagt fram á Alþingi í gær og var rætt fram á nótt. Atkvæðagreiðslan fór fram á fimmta tímanum. 28 þingmenn greiddu atkvæði með því, einn sagði nei og 23 sátu hjá.

Þingmenn sem sögðu já:

Ari Trausti Guðmundsson, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Ásmundur Einar Daðason, Ásmundur Friðriksson, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Bjarni Benediktsson, Bryndís Haraldsdóttir, Brynjar Níelsson, Halla Signý Kristjánsdóttir, Haraldur Benediktsson, Jón Gunnarsson, Katrín Jakobsdóttir, Kolbeinn Óttarsson Proppé, Kristján Þór Júlíusson, Lilja Alfreðsdóttir, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir, Ólafur Þór Gunnarsson, Óli Björn Kárason, Páll Magnússon, Sigurður Ingi Jóhannsson, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Steinunn Þóra Árnadóttir, Svandís Svavarsdóttir, Vilhjálmur Árnason, Willum Þór Þórsson og Þórarinn Ingi Pétursson.

Þingmenn sem sögðu nei:

Sigríður Á. Andersen.

Þingmenn sem greiddu ekki atkvæði:

Bergþór Ólason, Birgir Ármannsson, Birgir Þórarinsson, Guðjón S. Brjánsson, Guðmundur Andri Thorsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Hanna Katrín Friðriksson, Helga Vala Helgadóttir, Helgi Hrafn Gunnarsson, Inga Sæland, Jón Þór Ólafsson, Jón Steindór Valdimarsson, Karl Gauti Hjaltason, Logi Einarsson, María Hjálmarsdóttir, Oddný G. Harðardóttir, Olga Margrét Cilia, Ólafur Ísleifsson, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, Þorgerður K. Gunnarsdóttir og Þorsteinn Sæmundsson.

Þingmenn sem voru fjarverandi atkvæðagreiðsluna:

Andrés Ingi Jónsson, Anna Kolbrún Árnadóttir, Ágúst Ólafur Ágústsson, Björn Leví Gunnarsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Guðmundur Ingi Kristinsson, Halldóra Mogensen, Njáll Trausti Friðbertsson, Sigurður Páll Jónsson, Smári McCarthy og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í dómsal í dag.
„Hér er ekki um leikaraskap, slysni eða eitthvað grín að ræða“
Það er mat ákæruvaldsins að Marek sé ekki að segja nákvæmlega allt sem hann muni frá deginum sem bruninn á Bræðraborgarstíg varð. Verjandi fer fram á að ef hann verði fundinn sekur og ósakhæfur verði hann ekki dæmdur til öryggisgæslu.
Kjarninn 5. maí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir ljóst að spennandi tímar séu framundan, vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka.
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars. Bankastjórinn segir spennandi tíma framundan, í ljósi þess að stefnt sé að skráningu bankans á verðbréfamarkað að undangengnu útboði á hluta af hlut ríkisins í honum.
Kjarninn 5. maí 2021
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúninu
Arion hagnast um 6 milljarða á þremur mánuðum
Þrátt fyrir lága vexti og efnahagssamdrátt var hagnaður Arion banka á fyrsta fjórðungi þessa árs mun meiri en á sama tímabili í fyrra.
Kjarninn 5. maí 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Þeirra er ævintýralega ósanngjarna lýðræðið sem við búum við“
Björn Leví segir að skipting sæta milli þingflokka sé mjög ójöfn. Auðveldasta lausnin til að leysa vandamálið sé að fjölga jöfnunarsætum – það sé ekki flókið né ósanngjarnt.
Kjarninn 5. maí 2021
Samkvæmt því sem segir í nafnlausum skoðanadálki Morgunblaðsins í dag „gæti orðið bið á því“ að blaðið sendi fulltrúa sinn á fund félaga í BÍ til þess að ræða umdeilda skoðanaauglýsingu Samherja sem beindist gegn fréttamanninum Helga Seljan.
Morgunblaðsmenn ekki spenntir fyrir því að ræða auglýsingu Samherja við félagsmenn BÍ
Í ritstjórnardálki í Morgunblaðinu segir að það „gæti orðið bið á því“ að yfirmenn blaðsins þekkist boð um að mæta á fund félaga í Blaðamannafélaginu til að ræða siðferðileg álitaefni í tengslum við birtingu umdeildrar auglýsingar frá Samherja á mbl.is.
Kjarninn 5. maí 2021
Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG.
Umræða um málefni innflytjenda gengur fram af þingmanni – Skömm að tala málið niður
Þingmaður Vinstri grænni segir að Íslendingar eigi að sýna þann þroska að geta sinnt útlendingamálum með almennilegum hætti og gera það sem best – „við sem rík þjóð“. Umræða Miðflokksmanna hafi gengið fram af henni í gær.
Kjarninn 5. maí 2021
Þriðjungur fyrstu ferðagjafarinnar fór til tíu fyrirtækja
Nú stendur til að endurnýja ferðagjöf stjórnvalda til að örva eftirspurn innanlands. Rúmur helmingur þeirra sem áttu rétt fyrstu ferðagjöfinni hafa nýtt hana. Á meðal þeirra sem fengu mest í sinn hlut voru eldsneytissalar og skyndibitakeðjur.
Kjarninn 5. maí 2021
Hluti þingliðs Miðflokksins á björtum og fallegum sumardegi fyrr á kjörtímabilinu.
Stillt upp á lista hjá Miðflokknum í öllum kjördæmum
Fimm manna uppstillingarnefndir munu setja saman framboðslista Miðflokksins í öllum kjördæmum landsins fyrir komandi kosningar, en ekki kosið í sæti á lista á félagsfundum. Fylgi flokksins hefur verið í nokkurri lægð að undanförnu.
Kjarninn 5. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent