Heimild til að skylda ferðamenn í sóttvarnarhús samþykkt á Alþingi

Einn þingmaður Sjálfstæðisflokksins greiddi atkvæði gegn frumvarpi um heimild til að skikka fólk sem hingað kemur frá útlöndum í sóttvarnahús. Tveir ráðherrar ríkisstjórnarinnar voru fjarverandi atkvæðagreiðsluna sem fór fram á fimmta tímanum í nótt.

22 þingmenn sátu hjá og ellefu voru fjarverandi atkvæðagreiðsluna í nótt.
22 þingmenn sátu hjá og ellefu voru fjarverandi atkvæðagreiðsluna í nótt.
Auglýsing

Lög sem heim­ila heil­brigð­is­ráð­herra með reglu­gerð, að feng­inni til­lögu sótt­varna­lækn­is, að skylda ferða­mann sem kemur frá háá­hættu­svæði kór­ónu­veirunnar um að dvelja í sótt­kví eða ein­angrun í sótt­varna­húsi voru sam­þykkt á Alþingi á fimmta tím­anum í nótt með 28 atkvæð­um. Einn þing­maður greiddi atkvæði gegn frum­varp­inu, Sig­ríður Á. And­er­sen, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins. 23 þing­menn greiddu ekki atkvæði.

Í þeim hópi var Birgir Ármanns­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Ell­efu þing­menn voru fjar­ver­andi atkvæða­greiðsl­una, m.a. tveir ráð­herr­ar, þau Þór­dís Kol­brún Gylfa­dóttir Reyk­fjörð, ráð­herra ferða­mála, og Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, utan­rík­is­ráð­herra. Full­trúar minni­hlut­ans lögðu fram breyt­inga­til­lögur sem allar voru felldar í atkvæða­greiðslu. Fundur vel­ferð­ar­nefndar vegna máls­ins dróst mjög á lang­inn í gær. Til stóð að hefja aðra umræðu kl. 21.30 en af því varð ekki og hófst hún ekki fyrr en hálf þrjú í nótt. Sú þriðja og síð­asta hófst svo 4.18 og lauk með atkvæða­greiðslu um klukkan hálf fimm í morg­un.

Sam­kvæmt lög­unum er sótt­varna­lækni heim­ilt að veita und­an­þágu frá því að skylda ferða­mann í sótt­kví sýni hann með full­nægj­andi hætti fram á að hann muni upp­fylla öll skil­yrði sótt­kvíar eða ein­angr­unar í hús­næði á eigin veg­um.

Auglýsing

Að feng­inni til­lögu sótt­varna­læknis skal ráð­herra í reglu­gerð skil­greina háá­hættu­svæði og við skil­grein­ing­una er m.a. heim­ilt að líta til for­sendna um nýgengi smita á til­teknu svæði og til útbreiðslu mis­mun­andi afbrigða kórór­un­veirunn­ar. Einnig er heim­ilt að skil­greina til­tekið land sem háá­hættu­svæði enda þótt ein­ungis afmark­aður hluti þess upp­fylli skil­greind skil­yrði í reglu­gerð.

Þá er dóms­mála­ráð­herra heim­ilt með reglu­gerð með að feng­inni til­lögu sótt­varna­lækn­is, að kveða á um að útlend­ingum sem koma frá eða dvalið hafa á háá­hættu­svæði, eða svæði sem full­nægj­andi upp­lýs­ingar liggja ekki fyrir um, sé óheim­ilt að koma til lands­ins þrátt fyrir að þeir upp­fylli almenn komu­skil­yrði lag­anna og reglu­gerðar um för yfir landa­mæri. Í reglu­gerð­inni er heim­ilt að kveða á um und­an­þágur frá banni við komu til lands­ins, m.a. vegna búsetu hér á landi og brýnna erinda­gjörða.

Báðar laga­breyt­ing­arnar eru til bráða­birgða og gilda frá deg­inum í dag og til 30. júní.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bækur spila stórt hlutverk í lífi margra um jólahátíðina.
Rýnt í bækur og stjörnur
Bókahúsið er hlaðvarpsþáttur þar sem rætt er við rithöfunda og ýmsa sem koma að bókaútgáfu. Í sjötta þætti er spjallað um himingeiminn, ný skáldverk og ljóðabækur.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Teikning af mögulegri framtíðarsýn fyrir svæði Háskóla Íslands.
Fólk og mannlíf í forgangi í framtíðarsýn Háskóla Íslands
Háskóli Ísland og Reykjavíkurborg hafa í sameiningu dregið upp mynd af svæði HÍ til framtíðar með tilliti til legu Borgarlínu. Suðurgata breytist úr hraðbraut í borgargötu og gert er ráð fyrir að bílastæði færist í miðlæg bílastæðahús.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Unnþór Jónsson
Upplýsingaóreiða er vandamál
Kjarninn 26. nóvember 2021
Nýtt COVID-afbrigði orsakar svartan föstudag í Kauphöllinni
Fjárfestar um allan heim brugðust illa við fréttum af nýju afbrigði kórónuveirunnar í morgun. Ekkert félag á aðalmarkaði hækkaði í virði við lokun markaða, en hlutabréfaverð í Icelandair og Play lækkaði um rúm 4 prósent yfir daginn.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Vínbúðin stefnir nú út á Granda, þar sem fjöldi stórmarkaða er staðsettur.
Vínbúðin stefnir á Fiskislóð
ÁTVR segist ætla að ganga til samninga við eigendur húsnæðis að Fiskislóð 10 á Granda um leigu á plássi undir nýja Vínbúð. Ekki er búið að taka endanlega ákvörðun um lokun Vínbúðar í Austurstræti.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent