Heimild til að skylda ferðamenn í sóttvarnarhús samþykkt á Alþingi

Einn þingmaður Sjálfstæðisflokksins greiddi atkvæði gegn frumvarpi um heimild til að skikka fólk sem hingað kemur frá útlöndum í sóttvarnahús. Tveir ráðherrar ríkisstjórnarinnar voru fjarverandi atkvæðagreiðsluna sem fór fram á fimmta tímanum í nótt.

22 þingmenn sátu hjá og ellefu voru fjarverandi atkvæðagreiðsluna í nótt.
22 þingmenn sátu hjá og ellefu voru fjarverandi atkvæðagreiðsluna í nótt.
Auglýsing

Lög sem heim­ila heil­brigð­is­ráð­herra með reglu­gerð, að feng­inni til­lögu sótt­varna­lækn­is, að skylda ferða­mann sem kemur frá háá­hættu­svæði kór­ónu­veirunnar um að dvelja í sótt­kví eða ein­angrun í sótt­varna­húsi voru sam­þykkt á Alþingi á fimmta tím­anum í nótt með 28 atkvæð­um. Einn þing­maður greiddi atkvæði gegn frum­varp­inu, Sig­ríður Á. And­er­sen, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins. 23 þing­menn greiddu ekki atkvæði.

Í þeim hópi var Birgir Ármanns­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Ell­efu þing­menn voru fjar­ver­andi atkvæða­greiðsl­una, m.a. tveir ráð­herr­ar, þau Þór­dís Kol­brún Gylfa­dóttir Reyk­fjörð, ráð­herra ferða­mála, og Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, utan­rík­is­ráð­herra. Full­trúar minni­hlut­ans lögðu fram breyt­inga­til­lögur sem allar voru felldar í atkvæða­greiðslu. Fundur vel­ferð­ar­nefndar vegna máls­ins dróst mjög á lang­inn í gær. Til stóð að hefja aðra umræðu kl. 21.30 en af því varð ekki og hófst hún ekki fyrr en hálf þrjú í nótt. Sú þriðja og síð­asta hófst svo 4.18 og lauk með atkvæða­greiðslu um klukkan hálf fimm í morg­un.

Sam­kvæmt lög­unum er sótt­varna­lækni heim­ilt að veita und­an­þágu frá því að skylda ferða­mann í sótt­kví sýni hann með full­nægj­andi hætti fram á að hann muni upp­fylla öll skil­yrði sótt­kvíar eða ein­angr­unar í hús­næði á eigin veg­um.

Auglýsing

Að feng­inni til­lögu sótt­varna­læknis skal ráð­herra í reglu­gerð skil­greina háá­hættu­svæði og við skil­grein­ing­una er m.a. heim­ilt að líta til for­sendna um nýgengi smita á til­teknu svæði og til útbreiðslu mis­mun­andi afbrigða kórór­un­veirunn­ar. Einnig er heim­ilt að skil­greina til­tekið land sem háá­hættu­svæði enda þótt ein­ungis afmark­aður hluti þess upp­fylli skil­greind skil­yrði í reglu­gerð.

Þá er dóms­mála­ráð­herra heim­ilt með reglu­gerð með að feng­inni til­lögu sótt­varna­lækn­is, að kveða á um að útlend­ingum sem koma frá eða dvalið hafa á háá­hættu­svæði, eða svæði sem full­nægj­andi upp­lýs­ingar liggja ekki fyrir um, sé óheim­ilt að koma til lands­ins þrátt fyrir að þeir upp­fylli almenn komu­skil­yrði lag­anna og reglu­gerðar um för yfir landa­mæri. Í reglu­gerð­inni er heim­ilt að kveða á um und­an­þágur frá banni við komu til lands­ins, m.a. vegna búsetu hér á landi og brýnna erinda­gjörða.

Báðar laga­breyt­ing­arnar eru til bráða­birgða og gilda frá deg­inum í dag og til 30. júní.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Óskar Guðmundsson
Hugmynd að nýju launakerfi öryrkja
Kjarninn 29. júní 2022
Þau Auður Arnardóttir og Þröstu Olaf Sigurjónsson hafa rannsakað hvaða áhrif kynjakvóti í stjörnum hefur haft á starfsemi innan þeirra.
Kynjakvóti leitt til betri stjórnarhátta og bætt ákvarðanatöku
Rannsókn á áhrifum kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja bendir til að umfjöllunarefnin við stjórnarborðið séu fjölbreyttari en áður. Stjórnarformenn eru almennt jákvæðari í garð kynjakvóta en almennir stjórnarmenn.
Kjarninn 29. júní 2022
KR-svæði framtíðarinnar?
Nágrannar töldu sumir þörf á 400 bílastæðum í kjallara undir nýjum KR-velli
Íþróttasvæði KR í Vesturbænum mun taka stórtækum breytingum samkvæmt nýsamþykktu deiliskipulagi, sem gerir ráð fyrir byggingu hundrað íbúða við nýjan knattspyrnuvöll félagsins. Nágrannar hafa sumir miklar áhyggjur af bílastæðamálum.
Kjarninn 29. júní 2022
Landsvirkjun áformar að stækka þrjár virkjanir á Þjórsár-Tungnaársvæðinu: Sigölduvirkjun, Vatnsfellsvirkjun og Hrauneyjafossvirkjun.
Landsvirkjun afhendir ekki arðsemismat
Landsvirkjun segir að þrátt fyrir að áformaðar stækkanir virkjana á Þjórsársvæði muni ekki skila meiri orku séu framkvæmdirnar arðbærar. Fyrirtækið vill hins vegar ekki afhenda Kjarnanum arðsemisútreikningana.
Kjarninn 29. júní 2022
Húsnæðiskostnaður er stærsti áhrifaþátturinn í hækkun verðbólgunnar á milli mánaða, en án húsnæðisliðsins mælist verðbólga nú 6,5 prósent.
Verðbólgan mælist 8,8 prósent í júní
Fara þarf aftur til októbermánaðar árið 2009 til þess að finna meiri verðbólgu en nú mælist á Íslandi. Hækkandi húsnæðiskostnaður og bensín- og olíuverð eru helstu áhrifaþættir hækkunar frá fyrri mánuði, er verðbólgan mældist 7,6 prósent.
Kjarninn 29. júní 2022
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 26. þáttur: Stjórnvaldstækni ríkisvaldsins og „vofa“ móðurinnar móta karlmennskuvitund ungra flóttamanna
Kjarninn 29. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent