Hvað á eiginlega að gera á landamærunum?

Margir hafa misskilið það sem ríkisstjórnin ætlar sér að gera á landamærunum. Enda hafa misvísandi upplýsingar komið fram. Stjórn Læknafélagsins gagnrýnir nýjar skilgreiningar stjórnvalda harðlega. En hvað hefur ríkisstjórnin boðað?

Ráðherrar fjölmenntu á blaðamannafund í Hörpu í gær til þess að kynna breytingar á landamæraaðgerðum vegna veirunnar. Mikill misskilningur hefur verið uppi um hvað stjórnvöld ætla sér í dag.
Ráðherrar fjölmenntu á blaðamannafund í Hörpu í gær til þess að kynna breytingar á landamæraaðgerðum vegna veirunnar. Mikill misskilningur hefur verið uppi um hvað stjórnvöld ætla sér í dag.
Auglýsing

Tölu­verðs mis­skiln­ings hefur gætt í sam­fé­lag­inu, meðal ann­ars hjá fjöl­miðla­fólki og þing­mönn­um, um þær aðgerðir á landa­mærum sem rík­is­stjórnin boð­aði að ráð­ist yrði í á blaða­manna­fundi sínum í Hörpu gær.

Margir ráð­herrar rík­is­stjórn­ar­innar voru við­staddir fund­inn, en virð­ast þó ekki hafa náð að miðla því skýrt út í sam­fé­lagið hver áætl­unin er.

Orða­lag í frétta­til­kynn­ingu stjórn­valda um aðgerð­irn­ar, sem send var út eftir fund­inn, var á skjön við það sem fram kom í glæru­kynn­ingu á fund­inum og það sem fram hefur komið í máli ráð­herra síð­an.

Á þingi í dag deildu for­menn Sam­fylk­ingar og Sjálf­stæð­is­flokks ekki skiln­ingi á því sem boðað hefði ver­ið. „Ég heyri að hátt­virtur þing­maður telji að ég mis­skilji eitt­hvað. En ég tel að það sé öfugt far­ið,“ sagði Bjarni Bene­dikts­son í and­svari við ræðu Loga Ein­ars­sonar í óund­ir­búnum fyr­ir­spurn­ar­tíma.

Mis­ræmið á milli glæru­kynn­ingar og frétta­til­kynn­ingar

Ef til vill skal engan undra að margir mis­skilji. Í glæru­kynn­ingu stjórn­valda á fund­inum í gær sagði að miðað yrði við að þær reglur sem verið væri að herða tíma­bundið myndu eiga við um „lönd þar sem eru svæði með nýgengi smita“ yfir ákveðnu hlut­falli af hverjum 100 þús­und íbú­um.

Í frétta­til­kynn­ingu stjórn­valda, sem var ekki send út fyrr en tæpum tveimur tímum eftir blaða­manna­fund­inn í Hörpu, sagði hins vegar að nýjar reglur myndu ná til „far­þega sem koma frá löndum þar sem nýgengi smita er yfir til­teknum mörk­um“. Í til­kynn­ing­unni var ekk­ert talað um að miða skuli við svæði, eða hér­uð, innan til­tek­inna landa.

Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir þurfti að leið­rétta mis­skiln­ing­inn, sem virð­ist sem áður segir nokkuð útbreidd­ur, er hann fékk spurn­ingu á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í morgun sem byggði á röngum for­send­um. Frek­ari útskýr­ingar á þessu voru birtar á vef emb­ættis land­læknis í dag og þá stuðst við þann skiln­ing sem settur var fram í frum­varp­inu sem Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra lagði fram á þingi.

„Sé löndum skipt upp í fleiri en eitt svæði þar sem nýgengi smita er ólíkt er allt landið miðað við það svæði þar sem nýgengi er hæst. Ef full­nægj­andi upp­lýs­ingar um nýgengi smita liggja ekki fyrir um svæði getur það talist háá­hættu­svæði. Almennt er miðað við að list­inn verði upp­færður í sam­ræmi við upp­lýs­ingar frá Sótt­varna­stofnun Evr­ópu (ECDC) á tveggja vikna fresti en fyrr að gefnu til­efn­i,“ segir í til­kynn­ingu land­lækn­is­emb­ætt­is­ins.

Þetta er það sem rík­is­stjórnin er að boða

14 daga nýgengi smita yfir 1.000/100.000 íbúa (Einn af hverjum 100 með greint virkt smit)

Allir komu­far­þegar frá löndum þar sem finn­ast svæði, eða hér­uð, þar sem 14 daga nýgengi smita er yfir 1.000 á hverja 100.000 íbúa munu þurfa að dvelja í fimm daga á sótt­varn­ar­hót­eli við kom­una til lands­ins. Frá þessu verða ekki gerðar und­an­tekn­ing­ar. Nema auð­vitað ef fólk er bólu­sett eða með vott­orð um að það hafi þegar fengið COVID-19.

Þetta myndi í dag eiga við um far­þega frá Pól­landi, Hollandi, Ung­verja­landi, Frakk­landi og San Mar­inó. Ef við horfum út fyrir Evr­ópu bæt­ast svo Úrúg­væ, Bermúda og Curacao við, eins og mál standa í dag.

Að auki mun dóms­mála­ráð­herra fá, sam­kvæmt þeim laga­breyt­ingum sem mælt var fyrir á Alþingi í dag, heim­ild til þess að banna ónauð­syn­leg ferða­lög erlendra rík­is­borg­ara frá þessum ríkjum hingað til lands.

14 daga nýgengi smita yfir 750/100.000 íbúa

Allir komu­far­þegar frá löndum þar sem finn­ast svæði, eða hér­uð, þar sem 14 daga nýgengi smita er yfir 750 á hverja 100 þús­und íbúa eiga að meg­in­reglu að dvelja í fimm daga á sótt­varna­hót­eli. Hægt verður að sækja um und­an­þágu frá þessu ef fólk getur sýnt fram á að það hafi við­un­andi aðstæður til að halda sótt­kví, en und­an­þágu­beiðni þarf að ber­ast tveimur dögum fyrir kom­una til lands­ins.

Þetta myndi í dag gilda um þá sem koma frá Sví­þjóð, Lit­há­en, Eist­landi, Króa­tíu, And­orra, Ítal­íu, Kýp­ur, Serbíu og Tyrk­landi. Ef horft er lengra út í heim mun þetta einnig gilda um þá sem koma frá Jórdaníu og Bar­ein, eins og málin standa í dag.

Auglýsing

Listi yfir þau lönd sem þetta á við mun lík­lega taka breyt­ingum strax á morg­un, en þá verða birtar nýjar viku­legar tölur frá ECDC, sótt­varna­stofnun Evr­ópu.

En bíddu, er ekki miðað við 14 daga nýgengi yfir 500/100.000 íbúa í dag?

Jú, nefni­lega. Það er verið að hækka það við­mið um nýgengi smita sem í dag er nægi­legt til þess að sú meg­in­regla gildi að far­þegar sem á annað borð þurfa að fara í sótt­kví, fari í sótt­kví í sótt­varna­húsi, eigi þeir ekki kost á því að vera í sótt­kví í við­un­andi hús­næði hér inn­an­lands.

Allt í einu yrði 14 daga nýgengi smita upp á 500-750 á hverja 100 þús­und íbúa ekki nægi­lega hátt til þess að meg­in­reglan um sótt­varna­hús gildi. Til þess að setja þetta í sam­hengi hefur 14 daga nýgengi smita á Íslandi aldrei farið yfir 292 á hverja 100 þús­und íbúa lands­ins frá því að far­ald­ur­inn hófst.

Og hér á landi eru tekin mörg próf, miðað við höfða­tölu.

Læknar botna lítið í þessu

Þetta hefur verið gagn­rýnt í dag, meðal ann­ars af Magn­úsi Gott­freðs­syni, yfir­lækni á Land­spít­ala og sér­fræð­ingi í smit­sjúk­dóm­um, sem sagði við RÚV að hann teldi veik­leika í útfærslu stjórn­valda. Hún væri án for­dæma, eftir því sem hann best vissi og stjórn­völd virt­ust svo­lítið vera að „leika af fingrum fram.“

Lækna­fé­lag Íslands sendi síð­degis í dag frá sér umsögn um hinar nýju skil­grein­ingar stjórn­valda og seg­ist gera „al­var­legar athuga­semdir við þá fyr­ir­ætlan íslenskra stjórn­valda að ætla að end­ur­skil­greina áhættu­mat sem alþjóð­leg sam­staða ríkir um og er við­mið í helstu nágranna­löndum okkar og grund­völlur sótt­varna­að­gerða innan Evr­ópska efna­hags­svæð­is­ins.“

Lækna­fé­lagið telur að ekki sé færður fram „nægj­an­legur rök­stuðn­ingur fyrir slíkum breyt­ing­um“ og leggur til að stuðst verði áfram við hinar alþjóð­legu skil­grein­ingar á áhættu­mati sem ECDC styðst við og tekið verði mið af því í reglu­gerð ráð­herra.

Félagið telur einnig vert að nefna, í umsögn sinni til vel­ferð­ar­nefndar vegna laga­breyt­ing­anna, að far­sótt­ar­far­aldrar lúti ekki ósk­hyggju.

Umræða um breyt­ingar á sótt­varna­lögum og útlend­inga­lög­um, sem eiga að skjóta stoðum undir þær breyt­ingar sem rík­is­stjórnin ætlar sér að gera, hefur staðið yfir á þingi í dag. Fjöldi gesta mun koma á fund vel­ferð­ar­nefndar til þess að fara yfir málið í kvöld.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent