Hvað á eiginlega að gera á landamærunum?

Margir hafa misskilið það sem ríkisstjórnin ætlar sér að gera á landamærunum. Enda hafa misvísandi upplýsingar komið fram. Stjórn Læknafélagsins gagnrýnir nýjar skilgreiningar stjórnvalda harðlega. En hvað hefur ríkisstjórnin boðað?

Ráðherrar fjölmenntu á blaðamannafund í Hörpu í gær til þess að kynna breytingar á landamæraaðgerðum vegna veirunnar. Mikill misskilningur hefur verið uppi um hvað stjórnvöld ætla sér í dag.
Ráðherrar fjölmenntu á blaðamannafund í Hörpu í gær til þess að kynna breytingar á landamæraaðgerðum vegna veirunnar. Mikill misskilningur hefur verið uppi um hvað stjórnvöld ætla sér í dag.
Auglýsing

Töluverðs misskilnings hefur gætt í samfélaginu, meðal annars hjá fjölmiðlafólki og þingmönnum, um þær aðgerðir á landamærum sem ríkisstjórnin boðaði að ráðist yrði í á blaðamannafundi sínum í Hörpu gær.

Margir ráðherrar ríkisstjórnarinnar voru viðstaddir fundinn, en virðast þó ekki hafa náð að miðla því skýrt út í samfélagið hver áætlunin er.

Orðalag í fréttatilkynningu stjórnvalda um aðgerðirnar, sem send var út eftir fundinn, var á skjön við það sem fram kom í glærukynningu á fundinum og það sem fram hefur komið í máli ráðherra síðan.

Á þingi í dag deildu formenn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks ekki skilningi á því sem boðað hefði verið. „Ég heyri að háttvirtur þingmaður telji að ég misskilji eitthvað. En ég tel að það sé öfugt farið,“ sagði Bjarni Benediktsson í andsvari við ræðu Loga Einarssonar í óundirbúnum fyrirspurnartíma.

Misræmið á milli glærukynningar og fréttatilkynningar

Ef til vill skal engan undra að margir misskilji. Í glærukynningu stjórnvalda á fundinum í gær sagði að miðað yrði við að þær reglur sem verið væri að herða tímabundið myndu eiga við um „lönd þar sem eru svæði með nýgengi smita“ yfir ákveðnu hlutfalli af hverjum 100 þúsund íbúum.

Í fréttatilkynningu stjórnvalda, sem var ekki send út fyrr en tæpum tveimur tímum eftir blaðamannafundinn í Hörpu, sagði hins vegar að nýjar reglur myndu ná til „farþega sem koma frá löndum þar sem nýgengi smita er yfir tilteknum mörkum“. Í tilkynningunni var ekkert talað um að miða skuli við svæði, eða héruð, innan tiltekinna landa.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir þurfti að leiðrétta misskilninginn, sem virðist sem áður segir nokkuð útbreiddur, er hann fékk spurningu á upplýsingafundi almannavarna í morgun sem byggði á röngum forsendum. Frekari útskýringar á þessu voru birtar á vef embættis landlæknis í dag og þá stuðst við þann skilning sem settur var fram í frumvarpinu sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra lagði fram á þingi.

„Sé löndum skipt upp í fleiri en eitt svæði þar sem nýgengi smita er ólíkt er allt landið miðað við það svæði þar sem nýgengi er hæst. Ef fullnægjandi upplýsingar um nýgengi smita liggja ekki fyrir um svæði getur það talist hááhættusvæði. Almennt er miðað við að listinn verði uppfærður í samræmi við upplýsingar frá Sóttvarnastofnun Evrópu (ECDC) á tveggja vikna fresti en fyrr að gefnu tilefni,“ segir í tilkynningu landlæknisembættisins.

Þetta er það sem ríkisstjórnin er að boða

14 daga nýgengi smita yfir 1.000/100.000 íbúa (Einn af hverjum 100 með greint virkt smit)

Allir komufarþegar frá löndum þar sem finnast svæði, eða héruð, þar sem 14 daga nýgengi smita er yfir 1.000 á hverja 100.000 íbúa munu þurfa að dvelja í fimm daga á sóttvarnarhóteli við komuna til landsins. Frá þessu verða ekki gerðar undantekningar. Nema auðvitað ef fólk er bólusett eða með vottorð um að það hafi þegar fengið COVID-19.

Þetta myndi í dag eiga við um farþega frá Póllandi, Hollandi, Ungverjalandi, Frakklandi og San Marinó. Ef við horfum út fyrir Evrópu bætast svo Úrúgvæ, Bermúda og Curacao við, eins og mál standa í dag.

Að auki mun dómsmálaráðherra fá, samkvæmt þeim lagabreytingum sem mælt var fyrir á Alþingi í dag, heimild til þess að banna ónauðsynleg ferðalög erlendra ríkisborgara frá þessum ríkjum hingað til lands.

14 daga nýgengi smita yfir 750/100.000 íbúa

Allir komufarþegar frá löndum þar sem finnast svæði, eða héruð, þar sem 14 daga nýgengi smita er yfir 750 á hverja 100 þúsund íbúa eiga að meginreglu að dvelja í fimm daga á sóttvarnahóteli. Hægt verður að sækja um undanþágu frá þessu ef fólk getur sýnt fram á að það hafi viðunandi aðstæður til að halda sóttkví, en undanþágubeiðni þarf að berast tveimur dögum fyrir komuna til landsins.

Þetta myndi í dag gilda um þá sem koma frá Svíþjóð, Litháen, Eistlandi, Króatíu, Andorra, Ítalíu, Kýpur, Serbíu og Tyrklandi. Ef horft er lengra út í heim mun þetta einnig gilda um þá sem koma frá Jórdaníu og Barein, eins og málin standa í dag.

Auglýsing

Listi yfir þau lönd sem þetta á við mun líklega taka breytingum strax á morgun, en þá verða birtar nýjar vikulegar tölur frá ECDC, sóttvarnastofnun Evrópu.

En bíddu, er ekki miðað við 14 daga nýgengi yfir 500/100.000 íbúa í dag?

Jú, nefnilega. Það er verið að hækka það viðmið um nýgengi smita sem í dag er nægilegt til þess að sú meginregla gildi að farþegar sem á annað borð þurfa að fara í sóttkví, fari í sóttkví í sóttvarnahúsi, eigi þeir ekki kost á því að vera í sóttkví í viðunandi húsnæði hér innanlands.

Allt í einu yrði 14 daga nýgengi smita upp á 500-750 á hverja 100 þúsund íbúa ekki nægilega hátt til þess að meginreglan um sóttvarnahús gildi. Til þess að setja þetta í samhengi hefur 14 daga nýgengi smita á Íslandi aldrei farið yfir 292 á hverja 100 þúsund íbúa landsins frá því að faraldurinn hófst.

Og hér á landi eru tekin mörg próf, miðað við höfðatölu.

Læknar botna lítið í þessu

Þetta hefur verið gagnrýnt í dag, meðal annars af Magnúsi Gottfreðssyni, yfirlækni á Landspítala og sérfræðingi í smitsjúkdómum, sem sagði við RÚV að hann teldi veikleika í útfærslu stjórnvalda. Hún væri án fordæma, eftir því sem hann best vissi og stjórnvöld virtust svolítið vera að „leika af fingrum fram.“

Læknafélag Íslands sendi síðdegis í dag frá sér umsögn um hinar nýju skilgreiningar stjórnvalda og segist gera „alvarlegar athugasemdir við þá fyrirætlan íslenskra stjórnvalda að ætla að endurskilgreina áhættumat sem alþjóðleg samstaða ríkir um og er viðmið í helstu nágrannalöndum okkar og grundvöllur sóttvarnaaðgerða innan Evrópska efnahagssvæðisins.“

Læknafélagið telur að ekki sé færður fram „nægjanlegur rökstuðningur fyrir slíkum breytingum“ og leggur til að stuðst verði áfram við hinar alþjóðlegu skilgreiningar á áhættumati sem ECDC styðst við og tekið verði mið af því í reglugerð ráðherra.

Félagið telur einnig vert að nefna, í umsögn sinni til velferðarnefndar vegna lagabreytinganna, að farsóttarfaraldrar lúti ekki óskhyggju.

Umræða um breytingar á sóttvarnalögum og útlendingalögum, sem eiga að skjóta stoðum undir þær breytingar sem ríkisstjórnin ætlar sér að gera, hefur staðið yfir á þingi í dag. Fjöldi gesta mun koma á fund velferðarnefndar til þess að fara yfir málið í kvöld.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Við mölunina eru notuð tæki sem eru búin hnífum eða löngum plastþráðum sem snúast hratt og sjálfvirkt. Afköstin skulu vera, að því er fram kemur í svari MAST við fyrirspurn Kjarnans, nægilega mikil til að tryggja að öll dýrin séu deydd samstundis.
Mölun karlkyns hænuunga „er hryllileg iðja“
Á Íslandi er heimilt að beita tveimur aðferðum við aflífun hænuunga; gösun og mölun. Báðum aðferðum er beitt á tugþúsundir unga á ári. „Allir karlkyns ungar sem fæðast í eggjaiðnaði eru drepnir eftir að þeir klekjast út,“ segir formaður Samtaka grænkera.
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent