Golli

Eitt stærsta manndrápsmál sögunnar loks fyrir dóm

Fyrir 305 dögum var eldur kveiktur í 115 ára gömlu timburhúsi í hjarta Reykjavíkur með þeim afleiðingum að þrír ungir íbúar þess létust. Í dag, mánudag, hefjast réttarhöld yfir manninum sem grunaður er um íkveikjuna. Hann er ákærður fyrir brennu, manndráp og tilraun til manndráps. Þrír geðlæknar hafa komist að því að hann hafi verið ósakhæfur á verknaðarstundu. Verði hann sakfelldur er það hins vegar dómara að kveða endanlega upp úr með það.

Marek Moszczynski er fæddur í Pól­landi í des­em­ber árið 1957. Hann flutti til Íslands fyrir nokkrum árum til að vinna og bjó, að minnsta kosti um hríð, í leigu­her­bergi í stóra timb­ur­hús­inu á horni Bræðra­borg­ar­stígs og Vest­ur­götu. Húsi sem þar hafði stað­ið, lengi vel til mik­illar prýði, frá árinu 1906. Í því bjó hann síð­asta sum­ar, þá orð­inn atvinnu­laus. En 64. afmæl­is­degi sín­um, um hálfu ári seinna, eyddi hann í fanga­klefa á Litla-Hrauni.

Síð­degis síð­asta fimmtu­dags júní­mán­aðar í fyrra, í þeirri himnesku lægð sem þá ríkti í far­aldri kór­ónu­veirunnar hér á landi, bár­ust tvær alvar­legar til­kynn­ingar til neyð­ar­lín­unnar nær sam­tím­is: Það var mik­ill eldur í húsi á Bræðra­borg­ar­stíg og karl­maður lét ófrið­lega við rúss­neska sendi­ráðið í Garða­stræti. Á milli þess­ara tveggja húsa er ekki löng leið, aðeins um 500 metr­ar. Og fljót­lega var ljóst að atburð­irnir tveir tengd­ust. Sá sem lög­reglan hand­tók við sendi­ráðið bjó að Bræðra­borg­ar­stíg – í hús­inu sem stóð í björtu báli að því er virt­ist á örskots­stundu.

Auglýsing

Hinn hand­tekni var Mar­ek. Þegar vakn­aði grunur um að hann hefði kveikt eld í hús­inu og notað til þess bens­ín, yfir­gefið það svo strax og lagt leið sína að sendi­ráð­inu í Garða­stræti.

Hann hefur verið í varð­haldi síðan eða í 304 daga. Hér­aðs­sak­sókn­ari ákærði hann í haust fyrir brennu, mann­dráp og til­raun til mann­dráps sem og fyrir brot gegn vald­stjórn­inni. Þá neit­aði hann sök.

Í þessa sömu 304 daga hafa ást­vinir þriggja ungra mann­eskja syrgt.

Á Íslandi til að vinna að bjart­ari fram­tíð

Þau voru öll frá Pól­landi en höfðu komið til Íslands til að vinna. Unnu við þrif og á mat­sölu­stað. Annað parið hafði búið á annarri hæð húss­ins fyrst í stað. En aðeins nokkrum vikum áður en það varð eldi að bráð hafði það flutt sig á ris­hæð­ina. Í stærra og bjart­ara her­bergi.

Þeir sem bjuggu í hús­inu, voru heima er eld­ur­inn kom upp en sluppu út, sumir slas­aðir og í áfalli, hafa einnig átt erfitt. Vakna enn á nótt­unni og finna bruna­lykt. Þó að eng­inn sé eld­ur­inn. Glíma við lík­am­lega áverka, meðal ann­ars afleið­ingar alvar­legra bruna­sára á stórum hluta lík­am­ans. Misstu allar sínar ver­ald­legu eig­ur. Heim­ili sitt. Og vini sína.

Blóm eru enn reglulega lögð fyrir utan rústirnar að Bræðraborgarstíg 1.
Golli

Allt þetta fólk mun bera vitni í rétt­ar­höld­unum yfir Marek sem hefj­ast í fyrra­málið í Hér­aðs­dómi Reykja­víkur og standa fram á föstu­dag. Og þar sem íbúar húss­ins voru af mörgum þjóð­ern­um, hafa ólík móð­ur­mál, verða rétt­ar­höldin túlk­uð, ýmist að hluta eða í heild, á þrjú tungu­mál: Pólsku, rúm­ensku og farsi.

Það er fleira sem er óvenju­legt við rétt­ar­höld­in. Í brun­anum lét­ust þrír. Marek er ákærður fyrir að vera valdur að dauða þeirra allra. Að því leyt­inu til er þetta því lík­lega stærsta mann­dráps­mál sem komið hefur fyrir íslenska dóm­stóla, segir Kol­brún Bene­dikts­dótt­ir, vara­hér­aðs­sak­sókn­ari sem mun sækja málið fyrir hönd ákæru­valds­ins.

En fyrir hvað er Marek ákærð­ur?

Brennu:

Í 164. grein almennra hegn­ing­ar­laga segir að hafi sá sem veldur elds­voða séð fram á að mönnum mundi vera af því ber­sýni­legur lífs­háski búinn, skuli refs­ing ekki vera lægri en tveggja ára fang­elsi.

Mann­dráp:

Í 211. Grein segir að „hver sem sviptir annan mann lífi skal sæta fang­elsi, ekki skemur en 5 ár, eða ævi­lang­t“.

Til­raun til mann­dráps:

Varðar við 20. grein almennra hegn­ing­ar­laga þar sem seg­ir: Hver sá, sem tekið hefur ákvörðun um að vinna verk, sem refs­ing er lögð við í lögum þessum, og ótví­rætt sýnt þann ásetn­ing í verki, sem miðar eða er ætlað að miða að fram­kvæmd brots­ins, hef­ur, þegar brotið er ekki full­komn­að, gerst sekur um til­raun til þess.

Ákæru­valdið krefst þess að Marek verði dæmdur til refs­ingar og greiðslu alls sak­ar­kostn­að­ar. Til vara er þess kraf­ist að honum verði gert að sæta örygg­is­gæslu á við­eig­andi stofnun eða væg­ari örygg­is­ráð­stöf­unum og til greiðslu alls sak­ar­kostn­að­ar.

Tilkynning um eldinn barst síðdegis þann 25. júní. Húsið varð fljótt alelda og margt fólk inni.
Aðsend

Sekt eða sýkna – sak­hæfi eða ósak­hæfi

Er málið var þing­fest fyrir Hér­aðs­dómi Reykja­víkur í lok sept­em­ber í fyrra lagði verj­andi Mar­eks, Stefán Karl Krist­jáns­son, fram mat geð­læknis um að hann hefði verið ósak­hæfur á verkn­að­ar­stundu. Stefán Karl fór einnig fram á það að þing­haldið yrði lokað þar sem lýs­ingar sem fram myndu koma í dóms­sal gætu reynst mikil þol­raun og ættu ekki erindi við almenn­ing. Dóm­stjóri hér­aðs­dóms­ins synj­aði þeirri beiðni í lok nóv­em­ber. Aðal­með­ferð máls­ins skyldi opin.

Þegar var farið fram á yfir­mat tveggja ann­arra geð­lækna á heilsu Mar­eks sem er eðli­legt í jafn umfangs­miklu og alvar­legu saka­máli og hér er á ferð­inni. Um sex mán­uðir liðu áður en nið­ur­staða yfir­mats­ins lág fyr­ir: Marek var að mati geð­lækn­anna tveggja ósak­hæfur á verkn­að­ar­stundu. Slík nið­ur­staða felur í sér að refs­ing, þ.e. fang­els­is­vist, komi til henn­ar, þjóni að mati lækn­anna ekki til­gangi í ljósi alvar­legra mein­semda á geði.

Geð­mat­ið, sem er í raun og veru geð­rann­sókn, breytir engu um fram­gang aðal­með­ferðar máls­ins í sjálfu sér þó að það verði þar til umfjöll­un­ar. Komi hins vegar til sak­fell­ingar munu dóm­ar­arnir þrír kveða upp úr með sak­hæfi eða ósak­hæfi. Því það er þeirra að vega og meta, og þá m.a. í ljósi nið­ur­staðna geð­rann­sóknar geð­lækn­anna þriggja, hvort að Marek væri fær um að taka út refs­ingu.

Verði hann sak­felldur fyrir eitt eða fleiri þeirra brota sem hann er ákærður fyrir og eru refsi­verð sam­kvæmt hegn­ing­ar­lög­um, og svo fund­inn ósak­hæf­ur, yrði hann dæmdur til að sæta örygg­is­gæslu sem að öllum lík­indum færi fram á rétt­ar­geð­deild. Lengd slíkrar örygg­is­gæslu fer eftir sjúk­dómi við­kom­andi og á hana eru ekki sett tíma­mörk.

Allt snýst þetta um hvort að dóm­ar­arnir munu telja Marek hafa vitað hvað hann var að gera þegar hann kveikti í, verði það sann­að. Vissi hann að með íkveikju ógn­aði hann lífi fólks? Eða var ástand hans með þeim hætti á verkn­að­ar­stundu að hann gerði sér ekki grein fyrir afleið­ingum gjörða sinna?

Stefán Karl verj­andi segir að Marek verði að minnsta kosti við­staddur upp­haf rétt­ar­hald­anna. Hvort hann verði í rétt­ar­sal allan þann tíma sem þau munu standa eigi eftir að koma í ljós. Stefán Karl fór fram á það við fyr­ir­töku máls­ins um miðjan mars að í rétt­ar­höld­unum yrðu lagðar fram lög­reglu­skýrslur tveggja ein­stak­linga sem hand­teknir voru á vett­vangi elds­voð­ans fyrir að tor­velda störf lög­reglu- og slökkvi­liðs svo kanna mætti hvernig þeir teng­ist mál­inu. „Já, ég vil vekja athygli á því,“ sagði Stefán Karl um þetta í sam­tali við Kjarn­ann fyrir helgi. Hann vildi hins vegar ekki upp­lýsa frekar um hver hann telji mögu­leg tengsl ein­stak­ling­anna tveggja vera við mál­ið. „Ég ætla bara að geyma það fyrir dóm­inn.“

Ákæru­valdið mun leiða um 35 vitni fyrir dóm­inn. Auk íbúa Bræðra­borg­ar­stígs 1 sem voru heima er elds­voð­inn varð verða lög­reglu­menn, full­trúi Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar, lækn­ar, geð­læknar og aðrir sem komu að rann­sókn máls­ins meðal vitna. Aðstand­endur þeirra sem lét­ust eru ekki kall­aðir fyrir dóm og ekki heldur Krist­inn Jón Gísla­son, eig­andi HD verks, sem átti húsið síð­asta sumar og leigði her­bergi þess út, fyrst og fremst til erlendra verka­manna. Hús­næð­is- og mann­virkja­stofnun komst að því við rann­sókn sína á elds­voð­an­um, sem birt var í des­em­ber, að húsið á Bræðra­borg­ar­stíg 1 hefði verið „óbyggi­legt“ og að meg­in­á­stæða þess að elds­voð­inn varð jafn skæður og raunin varð var ástand húss­ins og hversu lélegar bruna­varnir í því voru. Þá höfðu verið gerðar breyt­ingar á því sem ekki voru til sam­ræmis við sam­þykktar teikn­ing­ar.

Allir sem lét­ust í elds­voð­anum bjuggu á þriðju hæð húss­ins, í ris­inu, og voru þar er eld­ur­inn kom upp. Tvö þeirra urðu inn­lyksa í eld­haf­inu en önnur kvenn­anna greip til þess örþrifa­ráðs að stökkva út um glugga her­bergis síns. Tveir af þeim sem komust lífs af slös­uð­ust alvar­lega. Annar þeirra bjó á annarri hæð húss­ins og hlaut alvar­leg bruna­sár á stórum hluta lík­am­ans. Hann hefur þurft að gang­ast undir fjölda aðgerða, m.a. húð­á­græðslu, síð­ustu mán­uði.

Hinn bjó í ris­hæð­inni og var sof­andi er eld­ur­inn kom upp. Hann lýsti því í við­tali við Kjarn­ann í vetur hvernig hann hrökk upp við öskur, hvernig her­bergið fyllt­ist af reyk og hvernig hann sá sér ekki aðra leið færa en að stökkva út um glugg­ann. Hann slas­að­ist alvar­lega í fall­inu, skarst á bæði höndum og fót­um, hlaut mörg höf­uð­kúpu­brot, fékk blóð­tappa í slagæð í lunga, stað­bundna heila­á­verka og reyk­eitr­un.

Sá fimmti sem var staddur á ris­hæð­inni þennan dag, Vasile Tibor And­or, var nýkom­inn heim eftir vakt á kaffi­húsi í mið­bæn­um. Hann var inni í her­bergi sínu að borða er hann heyrði öskur framan af gangi. Hann opn­aði hurð­ina og sá þykkt reyk­ský koma á móti sér og svo nágranna­konu sína koma út úr svörtum reykn­um. Hann sá hana falla í gólf­ið, hreyf­ing­ar­lausa. Enn meiri reykur og eld­tungur æddu á móti honum svo hann varð að hörfa. Í skýrslu HMS um brun­ann kom fram að Tibor hafi beðið í yfir þrettán mín­útur eftir björgun úr eld­haf­inu.

Í frétta­skýr­ingum Kjarn­ans um brun­ann á Bræðra­borg­ar­stíg, sem birtar voru í nóv­em­ber í fyrra, kom fram, m.a. í við­tölum við eft­ir­lif­end­ur, að bruna­varnir í hús­inu hefðu verið í skötu­líki. Eng­inn reyk­skynj­ari fór í gang, engin neyð­ar­út­gangur var af ris­hæð­inni og ekk­ert inni á her­bergjum til að brjóta sér leið út um glugg­ana. Þetta er í sam­ræmi við þá nið­ur­stöðu sem HMS komst að í rann­sókn sinni. Þar kom fram að það hafi verið eig­and­ans að tryggja bruna­varnir en að þær hafi ekki reynst í sam­ræmi við lög.

Aðeins einn reyk­skynj­ari fannst í rústum húss­ins. Hann var án raf­hlöðu.

Í dóms­mál­inu sem hefst á morgun er það í raun ekki undir hvert ástand húss­ins var. Það snýst um íkveikj­una. Lög­reglan á höf­uð­borg­ar­svæð­inu er hins vegar með meint brot fyrr­ver­andi eig­anda á bygg­ing­ar­reglu­gerð til rann­sóknar og mun á næst­unni yfir­heyra eig­anda HD verks og aðra í tengslum við þá rann­sókn.

HD verk á ekki lengur horn­húsið á Bræðra­borg­ar­stíg og Vest­ur­götu. Það er komið í eigu Þorps­ins vist­fé­lags sem hefur uppi áform um upp­bygg­ingu á reitn­um. Félagið keypti húsið að Bræðra­borg­ar­stíg 3 og rúst­irnar á lóð númer 1 á 270 millj­ónir króna í byrjun árs.

Auglýsing

Run­ólfur Ágústs­son, verk­efna­stjóri Þorps­ins, sagði í sam­tali við Kjarn­ann um miðjan jan­úar að „auð­vitað myndum við helst vilja hefj­ast handa við að hreinsa strax“ og stefnt væri að því að sækja sem allra fyrst um leyfi til nið­ur­rifs­ins. En þarna standa rúst­irnar enn, vett­vangur mann­skæð­asta elds­voða sem orðið hefur í höf­uð­borg­inni, nágrönnum til mik­ils ama og óþæg­inda.

„Nýir eig­endur hafa ekki viljað hrófla við þessu á meðan þeir stóðu í samn­inga­við­ræðum við trygg­inga­fé­lag, vegna bóta og því sem reisa á í stað bruna­rúst­anna,“ segir Niku­lás Úlfar Más­son, bygg­inga­full­trúi Reykja­vík­ur, í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans. „Bygg­ing­ar­leyfi fyrir nið­ur­rifi hefur verið sam­þykkt og því beint til eig­enda að hefja nið­ur­rif sem allra fyrst.“

Nöfn þeirra sem lét­ust í brun­anum hafa verið fjar­lægð úr umfjöll­un­inni að ósk ætt­ingja þeirra. Nöfnin voru birt opin­ber­lega í ákæru­skjali í mál­inu og komu ítrekað fram við opna máls­með­ferð fyrir dómi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar