Einn reykskynjari en án rafhlöðu fannst í rústum hússins

Við rannsókn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar á brunarústunum að Bræðraborgarstíg fannst einn reykskynjari. Engin björgunarop voru á rishæð líkt og áttu að vera samkvæmt teikningu. „Björgunarop hefðu mögulega getað bjargað mannslífum í þessu tilfelli.“

Karlmaður hangir út um glugga á rishæðinni. Hann stökk út þar sem reykur hafði fyllt herbergi hans.
Karlmaður hangir út um glugga á rishæðinni. Hann stökk út þar sem reykur hafði fyllt herbergi hans.
Auglýsing

Þegar elds­voð­inn varð á Bræðra­borg­ar­stíg 1 í sumar var her­bergja­skipan í hús­inu allt önnur en á þeim teikn­ingum sem bygg­inga­full­trúi Reykja­víkur sam­þykkti án athuga­semda árið 2000. Í atvinnu­hús­næði á  jarð­hæð­inni var búið að útbúa her­bergi óleyfi og í stað tveggja íbúða á efri hæð­unum tveimur höfðu ýmsar breyt­ingar verið gerðar til að leigja út fleiri her­bergi en voru á teikn­ing­un­um. Loka­út­tekt bygg­ing­ar­full­trúa vegna þess­ara breyt­inga um alda­mótin náði aðeins til fyrstu hæðar húss­ins. Efri hæðir þess voru ekki skoð­að­ar. Þá var ekki kallað eftir sér­stakri bruna­hönnun eins og hefði átt að gera en slíkt hefði að öllum lík­indum leitt til breyt­inga á fyr­ir­komu­lagi á annarri hæð og ris­hæð húss­ins.

Við ítar­lega rann­sókn Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­unar (HMS) á elds­voð­anum sem varð í júní kom fjöl­margt athuga­vert í ljós og ein helsta nið­ur­staðan er sú að bruna­vörnum hafi verið veru­lega ábóta­vant og þær ekki í sam­ræmi við lög. Bruna­varnir eru á ábyrgð eig­anda húss­ins og eiga að vera í sam­ræmi við þá notkun sem í því er.

Auglýsing

Engin björg­un­arop voru til staðar líkt og fram hafði komið á teikn­ingum og þá var hús­næð­inu nær ekk­ert skipt niður í bruna­hólf sem tak­marka útbreiðslu elds milli rýma. HMS segir óvíst að þær bruna­varnir sem sýndar eru á nýj­ustu sam­þykktu teikn­ingum af hús­næð­inu hafi yfir höfuð nokkurn tím­ann verið til stað­ar.

­Þrír lét­ust í elds­voð­anum og tveir slös­uð­ust alvar­lega. Yfir 20 manns bjuggu í hús­inu í fjöl­mörgum her­bergjum sem þar voru leigð út, aðal­lega til erlendra verka­manna. Hópur fólks varð hús­næð­is­laus í kjöl­far elds­voð­ans og þar sem lög­heim­il­is­skrán­ing var í engum takti við raun­veru­lega búsetu í hús­inu náð­ist ekki að hafa uppi á þeim öllum til að bjóða þá aðstoð sem þeir eiga rétt á. Þá undrað­ist einn eft­ir­lif­enda í við­tali við Kjarn­ann hversu lítil aðstoðin var og sagði hana hafa verið til­vilj­ana­kennda. Fólkið hafði margt hvert tak­markað tengsla­net hér á landi og vissi ekki hvert það ætti að leita.

 HMS telur að um íkveikju hafi verið að ræða en að margir aðrir þættir hefðu svo orðið til þess að elds­voð­inn varð jafn mann­skæður og raun bar vitn­i. 

Bruna­hólfun aldrei upp­færð

Síð­ustu sam­þykktu teikn­ingar af hús­inu á horni Bræðra­borg­ar­stígs og Vest­ur­götu eru frá árinu 2000 er versl­un­ar­rými á jarð­hæð var breytt í leik­skóla. Húsið var þá skil­greint sem nokkur bruna­hólf sam­kvæmt sam­þykktum teikn­ingum en það virð­ist sem bruna­hólfun á milli hæða hafi aldrei verið upp­færð til sam­ræmis við bygg­ing­ar­reglu­gerð, að minnsta kosti ekki milli 2. hæðar og ris­hæð­ar, segir í rann­sókn­ar­skýrslu HMS sem kom út á föstu­dag, tæp­lega hálfu ári eftir að elds­voð­inn varð. 

Þegar talað er um bruna­hólf er átt við: Lokað rými í bygg­ingu sem er aðskilið frá öðrum rýmum með bruna­hólfandi bygg­ing­ar­ein­ingum sem hafa við­un­andi bruna­mót­stöðu í til­skil­inn tíma og varna því að eld­ur, hiti og reykur breið­ist út frá rým­inu eða til þess frá öðrum nær­liggj­andi rým­um. Ekki liggur fyrir hvernig skipu­lagið var á 2. og ris­hæð eftir að teikn­ing­arnar voru sam­þykktar þar sem engin loka­út­tekt fór fram á þessum hæð­u­m. 

Engin raf­hlaða til staðar

Eldtungur út um gluggann á herberginu á 2. hæðinni sem kveikt var í og slökkviliðsmenn að störfum á norðurhlið hússins. Mynd: AðsendSkoðun á staðnum eftir brun­ann sýndi að bruna­við­vör­un­ar­kerfi var á 1. hæð húss­ins en upp­lýs­ingar um virkni þess liggja ekki fyr­ir. Á 2. hæð fannst einn reyk­skynj­ari á gangi þó HMS segi ekki hægt að úti­loka að fleiri skynjarar hafi verið í hús­inu. „Engin raf­hlaða var til stað­ar,“ segir um þennan eina reyk­skynjara sem fannst. 

Fólk sem flúði brenn­andi húsið varð ekki vart við hljóð frá reyk­skynj­urum líkt og fram kom í við­tölum við eft­ir­lif­endur í greina­flokki Kjarn­ans um brun­ann á Bræðra­borg­ar­stíg. Tveir karl­menn sem bjuggu í ris­inu átt­uðu sig ekki á því að kviknað væri í fyrr en þeir heyrðu hróp nágranna sinna utan af gangi.

Engin slökkvi­tæki

Þá fund­ust engin hand­slökkvi­tæki við skoðun HMS á 2. hæð, þeirri hæð þar sem eld­ur­inn kom upp. Bruna­hólfun að stiga­húsi sem sýnd er á nýj­ustu sam­þykktu teikn­ingum var heldur ekki til stað­ar, hvorki bruna­hólfandi veggir né bruna­hólfandi hurð­ir. Þar að auki var ekki annar inn­gangur upp á 2. hæð eins og sýnt var á teikn­ingu frá 2000 heldur búið að koma þar upp bað­her­bergi. Þá þykir HMS það sér­kenni­legt að á sam­þykktri teikn­ingu af 1. hæð frá árinu 2000 hafi bíslag verið merkt sem geymsla en á sömu teikn­ingu sem upp­ganga í íbúð­ina á efri hæð. HMS segir ekki hægt að segja til um hvort að þær bruna­varnir sem sýndar eru á sam­þykktum teikn­ingum hafi nokkurn tím­ann verið til stað­ar. „Það er hins vegar hægt að full­yrða að bíslagið hefur verið inn­gangur á 2. hæð­ina á ein­hverjum tíma­punkti og því hefur verið lokað með nei­kvæðum afleið­ing­um, þar sem flótta­leið frá hæð­inni var nú aðeins ein í stað tveggja,“ segir í skýrslu HMS. 

Engin björg­un­arop

Enn­fremur sýna sam­þykktar teikn­ingar björg­un­arop á her­bergjum og á nokkrum stöð­um. Í flestum til­fellum voru hins vegar ekki nein björg­un­arop til stað­ar, ein­ungis lítil opn­an­leg fög í glugg­um. „Það eitt og sér hafði mjög nei­kvæð áhrif óháð því að ekki hafi verið felli­stig­ar, svalir eða annar bún­aður til björg­un­ar,“ segir í rann­sókn­ar­skýrsl­unni. „Björg­un­arop hefðu mögu­lega getað bjargað manns­lífum í þessu til­felli.“

Á 1. hæð þar sem áður var atvinnu­starf­semi (leik­skóli) var búið að koma fyrir her­bergjum til útleigu og því um óleyf­is­bú­setu að ræða þar sem ekki var til staðar leyfi til að breyta atvinnu­hús­næði í íbúð­ar­hús­næði eða gisti­heim­ili.

Ekk­ert eft­ir­litBræðraborgarstígur 1 var byggt árið 1906. Rústir þess standa enn, huldar gráu neti. Mynd: Bára Huld Beck

Sam­kvæmt ákvæðum laga um bruna­varnir er það hlut­verk slökkvi­liða að hafa eft­ir­lit með því að fram­fylgt sé ákvæðum laga og reglna um bruna­varn­ir. Ekki er áskilið í lögum að fram­kvæma eld­varn­ar­eft­ir­lit í íbúð­ar­hús­næði og því átti Slökkvi­lið höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins ein­ungis að sinna eld­varna­eft­ir­liti á 1. hæð húss­ins þar sem skil­greind var atvinnu­starf­semi. Slík skoðun var hins vegar aldrei gerð en að því er fram kemur í skýrslu HMS reyndu eld­varna­eft­ir­lits­menn í þrí­gang að fram­kvæma eft­ir­lit en komu alltaf að læstum dyr­um. 

Íbúar í nágrenni Bræðra­borg­ar­stígs 1 höfðu oft kvartað undan ástandi þess og umgengni við það við borg­ar­yf­ir­völd í gegnum árin. Þeir höfðu m.a. vakið athygli á því að þeir teldu hús­inu hafa verið breytt í gisti­heim­ili í óleyfi og bentu á að þar byggi hópur erlendra verka­manna. Þó að sumum kvört­unum nágranna hafi verið fylgt eftir á síð­ustu árum, m.a. vegna umgengni á lóð­inni, var ekk­ert aðhafst hvað varðar ábend­ingar um mögu­lega breytta notkun húss­ins. 

Reynd­ist vera bruna­gildra

„Það er óásætt­an­legt fyrir okkar sam­fé­lag að aðstæður íbúa húss­ins skuli hafa verið þeim hætti sem lýst er í skýrsl­unn­i,“ segir Her­mann Jón­as­son, for­stjóri Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar. Hann segir bruna­varnir á Bræðra­borg­ar­stíg 1 ekki hafa verið í sam­ræmi við lög. Erlent verka­fólk er hópur sem lengi hafi verið vitað að væri í einna verstu stöð­unni á hús­næð­is­mark­aði á Íslandi. „Þessi skýrsla þarf að verða upp­haf­s­punktur úrbóta og til þess þurfa margir ólíkir aðilar að koma að borð­inu. [...] Nú liggur þessi skýrsla fyrir og birtir okkur veru­leika fólks sem býr í ósam­þykktu leigu­hús­næði en sem reyn­ist svo vera bruna­gildra. Við skuldum bæði þeim sem lét­ust og þeim sem búa í óvið­un­andi hús­næði í dag að bregð­ast við.“Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsóknir eru þegar hafnar á virkni og öryggi bóluefnis AstraZeneca fyrir börn og segir Jóhanna það mikið fagnaðarefni.
Ef börn verði ekki bólusett gæti faraldur brotist út á meðal þeirra
Þegar faraldur fær að ganga óáreittur um ákveðna næma hópa fara sjaldgæfir atburðir að eiga sér stað. „Sjaldgæfir alvarlegir atburðir sem við viljum ekki sjá,“ segir Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Samherji Holding hefur enn ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2019
Hálfu ári eftir að lögboðinn frestur til að skila inn ársreikningum rann út þá hefur félagið sem heldur utan um erlenda starfsemi Samherja, meðal annars allt sem snýr að Namibíuumsvifum þess, ekki skilað inn sínum fyrir árið 2019.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Langflest hagsmunagæslusamtök landsins, sem reyna að hafa áhrif á hvernig löggjöf og aðrar ákvarðanir innan stjórnmála og stjórnsýslu þróast, eru til heimilis í Hús atvinnulífsins við Borgartún 35.
Búið að skrá 27 hagsmunaverði og birta vefsvæði með upplýsingum um þá
Tilkynningum á hagsmunaverði sem reyna að hafa áhrif á stjórnmál og stjórnsýslu í starfi sínu, og áttu samkvæmt lögum að berast um áramót, hefur rignt inn síðustu daga eftir að forsætisráðuneytið sendi ítrekun.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, er ein þeirra sem skráð voru sem hagsmunaverðir á vegum samtakanna.
Hagsmunasamtök heimilanna þau einu sem hafa tilkynnt hagsmunaverði
Ekkert stóru hagsmunasamtakanna í landinu hefur tilkynnt starfsmenn sína sem vinna við að hafa áhrif á ákvarðanir stjórnvalda sem hagsmunaverði, þrátt fyrir að lög sem krefjist þess hafi tekið gildi fyrir tveimur mánuðum.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Þorsteinn Vilhjálmsson
Sprautur, siður og réttur
Kjarninn 26. febrúar 2021
Símon Sigvaldason
Dómsmálaráðherra gerir tillögu um að skipa Símon Sigvaldason í Landsrétt
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vill að Símon Sigvaldason verði skipaður í eina lausa stöðu við Landsrétt. Það þýðir að Jón Finnbjörnsson, sem er í leyfi og sótti um endurskipun, fær hana ekki.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum.
Býst við að Viaplay hækki verðið þegar íþróttapakkinn stækkar
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum býst við því að Viaplay hækki verðið á áskriftum sínum þegar íþróttapakkinn þeirra stækkar. „Annað væri bara skaðleg undirverðlagning,“ sagði Magnús í nýjum þætti af Tæknivarpinu.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Sambærilegum smáhýsum hefur þegar verið komið upp í Gufunesi.
Smáhýsi fyrir heimilislausa í Laugardalnum þokast nær
Áform um smáhýsi fyrir heimilislausa á borgarlandi milli Suðurlandsbrautar og Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa verið samþykkt í skipulags- og samgönguráði. Íþróttafélög, fasteignafélagið Reitir og fleiri lögðust gegn þessari staðsetningu smáhýsanna.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar