Einn reykskynjari en án rafhlöðu fannst í rústum hússins

Við rannsókn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar á brunarústunum að Bræðraborgarstíg fannst einn reykskynjari. Engin björgunarop voru á rishæð líkt og áttu að vera samkvæmt teikningu. „Björgunarop hefðu mögulega getað bjargað mannslífum í þessu tilfelli.“

Karlmaður hangir út um glugga á rishæðinni. Hann stökk út þar sem reykur hafði fyllt herbergi hans.
Karlmaður hangir út um glugga á rishæðinni. Hann stökk út þar sem reykur hafði fyllt herbergi hans.
Auglýsing

Þegar elds­voð­inn varð á Bræðra­borg­ar­stíg 1 í sumar var her­bergja­skipan í hús­inu allt önnur en á þeim teikn­ingum sem bygg­inga­full­trúi Reykja­víkur sam­þykkti án athuga­semda árið 2000. Í atvinnu­hús­næði á  jarð­hæð­inni var búið að útbúa her­bergi óleyfi og í stað tveggja íbúða á efri hæð­unum tveimur höfðu ýmsar breyt­ingar verið gerðar til að leigja út fleiri her­bergi en voru á teikn­ing­un­um. Loka­út­tekt bygg­ing­ar­full­trúa vegna þess­ara breyt­inga um alda­mótin náði aðeins til fyrstu hæðar húss­ins. Efri hæðir þess voru ekki skoð­að­ar. Þá var ekki kallað eftir sér­stakri bruna­hönnun eins og hefði átt að gera en slíkt hefði að öllum lík­indum leitt til breyt­inga á fyr­ir­komu­lagi á annarri hæð og ris­hæð húss­ins.

Við ítar­lega rann­sókn Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­unar (HMS) á elds­voð­anum sem varð í júní kom fjöl­margt athuga­vert í ljós og ein helsta nið­ur­staðan er sú að bruna­vörnum hafi verið veru­lega ábóta­vant og þær ekki í sam­ræmi við lög. Bruna­varnir eru á ábyrgð eig­anda húss­ins og eiga að vera í sam­ræmi við þá notkun sem í því er.

Auglýsing

Engin björg­un­arop voru til staðar líkt og fram hafði komið á teikn­ingum og þá var hús­næð­inu nær ekk­ert skipt niður í bruna­hólf sem tak­marka útbreiðslu elds milli rýma. HMS segir óvíst að þær bruna­varnir sem sýndar eru á nýj­ustu sam­þykktu teikn­ingum af hús­næð­inu hafi yfir höfuð nokkurn tím­ann verið til stað­ar.

­Þrír lét­ust í elds­voð­anum og tveir slös­uð­ust alvar­lega. Yfir 20 manns bjuggu í hús­inu í fjöl­mörgum her­bergjum sem þar voru leigð út, aðal­lega til erlendra verka­manna. Hópur fólks varð hús­næð­is­laus í kjöl­far elds­voð­ans og þar sem lög­heim­il­is­skrán­ing var í engum takti við raun­veru­lega búsetu í hús­inu náð­ist ekki að hafa uppi á þeim öllum til að bjóða þá aðstoð sem þeir eiga rétt á. Þá undrað­ist einn eft­ir­lif­enda í við­tali við Kjarn­ann hversu lítil aðstoðin var og sagði hana hafa verið til­vilj­ana­kennda. Fólkið hafði margt hvert tak­markað tengsla­net hér á landi og vissi ekki hvert það ætti að leita.

 HMS telur að um íkveikju hafi verið að ræða en að margir aðrir þættir hefðu svo orðið til þess að elds­voð­inn varð jafn mann­skæður og raun bar vitn­i. 

Bruna­hólfun aldrei upp­færð

Síð­ustu sam­þykktu teikn­ingar af hús­inu á horni Bræðra­borg­ar­stígs og Vest­ur­götu eru frá árinu 2000 er versl­un­ar­rými á jarð­hæð var breytt í leik­skóla. Húsið var þá skil­greint sem nokkur bruna­hólf sam­kvæmt sam­þykktum teikn­ingum en það virð­ist sem bruna­hólfun á milli hæða hafi aldrei verið upp­færð til sam­ræmis við bygg­ing­ar­reglu­gerð, að minnsta kosti ekki milli 2. hæðar og ris­hæð­ar, segir í rann­sókn­ar­skýrslu HMS sem kom út á föstu­dag, tæp­lega hálfu ári eftir að elds­voð­inn varð. 

Þegar talað er um bruna­hólf er átt við: Lokað rými í bygg­ingu sem er aðskilið frá öðrum rýmum með bruna­hólfandi bygg­ing­ar­ein­ingum sem hafa við­un­andi bruna­mót­stöðu í til­skil­inn tíma og varna því að eld­ur, hiti og reykur breið­ist út frá rým­inu eða til þess frá öðrum nær­liggj­andi rým­um. Ekki liggur fyrir hvernig skipu­lagið var á 2. og ris­hæð eftir að teikn­ing­arnar voru sam­þykktar þar sem engin loka­út­tekt fór fram á þessum hæð­u­m. 

Engin raf­hlaða til staðar

Eldtungur út um gluggann á herberginu á 2. hæðinni sem kveikt var í og slökkviliðsmenn að störfum á norðurhlið hússins. Mynd: AðsendSkoðun á staðnum eftir brun­ann sýndi að bruna­við­vör­un­ar­kerfi var á 1. hæð húss­ins en upp­lýs­ingar um virkni þess liggja ekki fyr­ir. Á 2. hæð fannst einn reyk­skynj­ari á gangi þó HMS segi ekki hægt að úti­loka að fleiri skynjarar hafi verið í hús­inu. „Engin raf­hlaða var til stað­ar,“ segir um þennan eina reyk­skynjara sem fannst. 

Fólk sem flúði brenn­andi húsið varð ekki vart við hljóð frá reyk­skynj­urum líkt og fram kom í við­tölum við eft­ir­lif­endur í greina­flokki Kjarn­ans um brun­ann á Bræðra­borg­ar­stíg. Tveir karl­menn sem bjuggu í ris­inu átt­uðu sig ekki á því að kviknað væri í fyrr en þeir heyrðu hróp nágranna sinna utan af gangi.

Engin slökkvi­tæki

Þá fund­ust engin hand­slökkvi­tæki við skoðun HMS á 2. hæð, þeirri hæð þar sem eld­ur­inn kom upp. Bruna­hólfun að stiga­húsi sem sýnd er á nýj­ustu sam­þykktu teikn­ingum var heldur ekki til stað­ar, hvorki bruna­hólfandi veggir né bruna­hólfandi hurð­ir. Þar að auki var ekki annar inn­gangur upp á 2. hæð eins og sýnt var á teikn­ingu frá 2000 heldur búið að koma þar upp bað­her­bergi. Þá þykir HMS það sér­kenni­legt að á sam­þykktri teikn­ingu af 1. hæð frá árinu 2000 hafi bíslag verið merkt sem geymsla en á sömu teikn­ingu sem upp­ganga í íbúð­ina á efri hæð. HMS segir ekki hægt að segja til um hvort að þær bruna­varnir sem sýndar eru á sam­þykktum teikn­ingum hafi nokkurn tím­ann verið til stað­ar. „Það er hins vegar hægt að full­yrða að bíslagið hefur verið inn­gangur á 2. hæð­ina á ein­hverjum tíma­punkti og því hefur verið lokað með nei­kvæðum afleið­ing­um, þar sem flótta­leið frá hæð­inni var nú aðeins ein í stað tveggja,“ segir í skýrslu HMS. 

Engin björg­un­arop

Enn­fremur sýna sam­þykktar teikn­ingar björg­un­arop á her­bergjum og á nokkrum stöð­um. Í flestum til­fellum voru hins vegar ekki nein björg­un­arop til stað­ar, ein­ungis lítil opn­an­leg fög í glugg­um. „Það eitt og sér hafði mjög nei­kvæð áhrif óháð því að ekki hafi verið felli­stig­ar, svalir eða annar bún­aður til björg­un­ar,“ segir í rann­sókn­ar­skýrsl­unni. „Björg­un­arop hefðu mögu­lega getað bjargað manns­lífum í þessu til­felli.“

Á 1. hæð þar sem áður var atvinnu­starf­semi (leik­skóli) var búið að koma fyrir her­bergjum til útleigu og því um óleyf­is­bú­setu að ræða þar sem ekki var til staðar leyfi til að breyta atvinnu­hús­næði í íbúð­ar­hús­næði eða gisti­heim­ili.

Ekk­ert eft­ir­litBræðraborgarstígur 1 var byggt árið 1906. Rústir þess standa enn, huldar gráu neti. Mynd: Bára Huld Beck

Sam­kvæmt ákvæðum laga um bruna­varnir er það hlut­verk slökkvi­liða að hafa eft­ir­lit með því að fram­fylgt sé ákvæðum laga og reglna um bruna­varn­ir. Ekki er áskilið í lögum að fram­kvæma eld­varn­ar­eft­ir­lit í íbúð­ar­hús­næði og því átti Slökkvi­lið höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins ein­ungis að sinna eld­varna­eft­ir­liti á 1. hæð húss­ins þar sem skil­greind var atvinnu­starf­semi. Slík skoðun var hins vegar aldrei gerð en að því er fram kemur í skýrslu HMS reyndu eld­varna­eft­ir­lits­menn í þrí­gang að fram­kvæma eft­ir­lit en komu alltaf að læstum dyr­um. 

Íbúar í nágrenni Bræðra­borg­ar­stígs 1 höfðu oft kvartað undan ástandi þess og umgengni við það við borg­ar­yf­ir­völd í gegnum árin. Þeir höfðu m.a. vakið athygli á því að þeir teldu hús­inu hafa verið breytt í gisti­heim­ili í óleyfi og bentu á að þar byggi hópur erlendra verka­manna. Þó að sumum kvört­unum nágranna hafi verið fylgt eftir á síð­ustu árum, m.a. vegna umgengni á lóð­inni, var ekk­ert aðhafst hvað varðar ábend­ingar um mögu­lega breytta notkun húss­ins. 

Reynd­ist vera bruna­gildra

„Það er óásætt­an­legt fyrir okkar sam­fé­lag að aðstæður íbúa húss­ins skuli hafa verið þeim hætti sem lýst er í skýrsl­unn­i,“ segir Her­mann Jón­as­son, for­stjóri Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar. Hann segir bruna­varnir á Bræðra­borg­ar­stíg 1 ekki hafa verið í sam­ræmi við lög. Erlent verka­fólk er hópur sem lengi hafi verið vitað að væri í einna verstu stöð­unni á hús­næð­is­mark­aði á Íslandi. „Þessi skýrsla þarf að verða upp­haf­s­punktur úrbóta og til þess þurfa margir ólíkir aðilar að koma að borð­inu. [...] Nú liggur þessi skýrsla fyrir og birtir okkur veru­leika fólks sem býr í ósam­þykktu leigu­hús­næði en sem reyn­ist svo vera bruna­gildra. Við skuldum bæði þeim sem lét­ust og þeim sem búa í óvið­un­andi hús­næði í dag að bregð­ast við.“Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar