Bára Huld Beck Bræðraborgarstígur 1 – Mynd tekin þann 6. október 2021
Bára Huld Beck

Byggt verði af virðingu við fórnarlömb brunans og húsin í kring

Íbúar í Gamla Vesturbænum skora á borgaryfirvöld að eignast lóðina við Bræðraborgarstíg 1 og 3. Þeir segja reitinn ekki bera áformað byggingarmagn og vilja að þar verði reistur minnisvarði um fórnarlömb eldsvoðans og byggt í takti við hin sérstæðu timburhús í nágrenninu.

Fjöl­mennur hópur nágranna Bræðra­borg­ar­stígs 1-3 hefur sent áskorun á borg­ar­stjóra, borg­ar­stjórn og eig­endur bygg­ing­ar­reits­ins þar sem skorað er á yfir­völd að útvega eig­and­anum aðra lóð sem þolir meira bygg­ing­ar­magn. Reykja­vík­ur­borg taki síðan við lóð­inni og þrói hana með íbúum og nærum­hverfi.

Fyrir um átján mán­uðum varð mann­skæð­asti elds­voði i sögu höf­uð­borg­ar­innar í hús­inu að Bræðra­borg­ar­stíg 1. Þrír létu­st, allt ungt fólk. Nágrannar vilja að á lóð­inni verði minn­is­varði um brun­ann og reit­ur­inn byggður upp af virð­ingu við fórn­ar­lömbin og þá mik­il­vægu menn­ing­ar­arf­leifð sem felist í einu elsta byggða­mynstri borg­ar­inn­ar. Hóp­ur­inn leggur m.a. til að gömul hús sem áður stóðu á þessum slóðum verði flutt á reit­inn og hann verði sam­komu­staður fólks­ins í Gamla Vest­ur­bæn­um.

Auglýsing

„Þetta er hápólítískt mál sem snýst um menn­ingu okkar og sögu. Nú gefst borg­ar­yf­ir­völdum tæki­færi til að sýna í verki stefnu sína gagn­vart elsta hluta borg­ar­inn­ar,“ segir Frið­björg Ingi­mars­dótt­ir, sem búið hefur á svæð­inu í þrjá ára­tugi og er meðal þeirra rúm­lega fimm­tíu nágranna sem sendu áskor­un­ina. Hún segir að allt frá hinum skelfi­lega elds­voða hafi það blundað í nágrönn­unum að á reitnum yrði fórn­ar­lamba elds­voð­ans minnst. „Ást­vinir þeirra sem lét­ust og þeirra sem misstu allt sitt í elds­voð­anum komu hingað svo mán­uðum skipti og lögðu blóm við bruna­rúst­irn­ar,“ segir Frið­björg en hún býr að Vest­ur­götu 45, við hlið hús­anna sem ýmist brunnu eða skemmd­ust í elds­voð­an­um.

Nágrannar höfðu verið áhyggju­fullir vegna ástands Bræðra­borg­ar­stígs 1 í ára­tug og ítrekað vakið athygli yfir­valda á því. Þeir sem svo urðu vitni að elds­voð­anum urðu fyrir miklu áfalli sem þeir glímdu við lengi. „Það er því rétt hægt að ímynda sér áfallið og sorg­ina sem ást­vinir þeirra sem lét­ust hafa þurft að ganga í gegn­um.“

Núver­andi eig­endur lóð­ar­inn­ar, Þorpið vist­fé­lag, létu rífa bruna­rúst­irn­ar, Bræðra­borg­ar­stíg 1 og Vest­ur­götu 47, nýverið og áforma að byggja á reitnum hús með 26 íbúðum fyrir eldri, ein­stæðar kon­ur. Hin fem­iníska hug­mynda­fræði er fal­leg, segir Frið­björg, en bygg­ing­ar­magnið er hins vegar „óheyri­leg­t“.

Að hennar mati var horn­húsið að Bræðra­borg­ar­stíg 1 eitt af glæsi­legri og reisu­leg­ustu húsum Vest­ur­bæj­ar. Við­bygg­ingin sem seinna kom og stóð við Vest­ur­götu 47 hafi aldrei átt þar heima heldur stungið í stúf í götu­mynd­inni sem nýtur nú sér­stakrar verndar Minja­stofn­un­ar. Karakter horn­húss­ins hafi hins vegar verið mik­ill og ekki síður saga þess.

Á síð­ustu ára­tugum 19. aldar og og á önd­verðri tutt­ug­­ustu öld­inni voru timb­­ur- og stein­hús tekin að rísa í stað torf­bæja á þeim slóðum sem í dag kall­­ast Gamli Vest­­ur­­bær­inn. Á þessu fyrsta vaxt­ar­skeiði Reykja­víkur reis ný byggð við Bræðra­borg­ar­stíg og Fram­nes­veg í vest­urbæ og í norð­ur- og vest­ur­hluta Skóla­vörðu­holts í aust­ur­bæ. Þessi byggð reis fyrst í stað án skipu­lags og sökum þess er yfir­bragð hennar óvenju marg­breyti­legt með ýmis konar hús­gerð­um, stíl­brigðum og götu­mynd­um. Fjöl­breytni í efn­isvali setur ein­kenn­andi svip á útlit hús­anna, sem eiga það sam­merkt að vera áþekk að stærð, ýmist tví- eða þrí­lyft og fremur lítil um sig.

Eitt þeirra, Bræðra­borg­ar­stíg 1, byggði Otti Guð­­munds­­son árið 1906. Húsið átti síðar eftir að hýsa bak­arí og verslun sem urðu mið­­stöð hverf­is­ins í ára­tugi. En þetta var líka fjöl­­skyld­u­hús þar sem atorku­­mikið og hjálp­­­samt fólk bjó, elskaði, missti og sakn­að­i, líkt og rakið var í ítar­legri frétta­skýr­ingu Kjarn­ans fyrir tæpu ári. Horn­­húsið hans Otta á Bræðra­­borg­­ar­­stíg og Vest­­ur­­götu stóð í heila öld og fjórtán ár til, eða þar til það stóð í ljósum logum á júnídegi árið 2020.

Rústir hornhússins á Bræðraborgarstíg 1 stóðu mánuðum saman.
Bára Huld Beck
Búið er að rífa brunarústirnar.
Bára Huld Beck

„Vest­ur­gatan og næsta nágrenni er best varð­veitta götu­mynd Reykja­víkur með þessum gömlu timb­ur­hús­um,“ segir Frið­björg, „og okkur ber að vernda þessa ásýnd.“ Hún segir að „því mið­ur“ hafi nokkur hús við Vest­ur­göt­una verið rifin á sínum tíma og önnur byggð í stað­inn sem hefðu mátt passa betur inn í þetta ein­staka umhverfi. Af þeirri reynslu verði að læra og því ætti að staldra við þegar upp koma hug­myndir um að byggja stórt fjöl­býl­is­hús „í allt öðrum stíl“ á hinu sögu­fræga horni Vest­ur­götu og Bræðra­borg­ar­stígs. „Þetta gengur of lang­t,“ segir hún. „Svona ótrú­lega mikið bygg­ing­ar­magn myndi rjúfa þá stemn­ingu sem hér er og er ein­stök, hvernig sem á það er lit­ið.“

Frið­björg segir að vissu­lega hafi timb­ur­húsin í gamla Vest­ur­bænum þró­ast og breyst hvert með sínum hætti í tím­ans rás en að þau beri þó öll enn merki þess að vera frá þeim tíma er þetta fyrsta úthverfi Reykja­víkur varð til. Húsin sem liggja að Bræðra­borg­ar­stíg séu til að mynda flest vel yfir hund­rað ára göm­ul. „Í þessu fel­ast gríð­ar­leg menn­ing­ar­leg verð­mæt­i,“ segir hún og þess vegna hvetji íbú­arnir borg­ar­yf­ir­völd til að eign­ast bygg­ing­ar­reit­inn, annað hvort með kaupum eða með því að bjóða fjár­fest­unum aðra lóð í stað­inn.

Hér má sjá fyrstu hugmyndir Þorpsins vistfélags að grófu skipulagi byggingareitsins.
Mynd: Yrki arkitektar

Íbúa­hóp­ur­inn sér til dæmis fyrir sér að hægt verði að flytja eldri timb­ur­hús annað hvort af Árbæj­ar­safni eða ann­ars staðar frá á reit­inn, „hús sem myndu varpa ljósi á þennan gamla tíma og falla vel að þess­ari sér­stæðu götu­mynd. Það er ekki þar með sagt að það mætti ekki end­ur­byggja það glæsi­lega hús sem þarna stóð“.

Í áskorun íbú­anna eru raktar átta ástæður fyrir því að þeir telji að borgin ætti að ganga til samn­inga við lóð­ar­hafa með það að mark­miði að eign­ast lóð­irnar að Bræðra­borg­ar­stíg 1 og 3:

● Mik­il­vægi menn­ing­ar­arf­leifðar

● Varð­veisla eins elsta byggða­mynsturs borg­ar­innar

● Mögu­leika á að end­ur­heimta í hverfið horfið hús.

● Vöntun á grænu svæði fyrir íbúa

● Vöntun á leik­svæði fyrir börnin

● Teng­ing opinna svæða við þró­un­ar­svæði við höfn­ina

● Virð­ing við fórn­ar­lömb brun­ans á Bræðra­borg­ar­stíg 1

● Minn­is­varði fyrir mann­skæð­asta bruna í sögu Reykja­víkur

Svona leit Bræðraborgarstígur 1 út árið 1920.
Jafet Hjartarson

„Áskor­unin er komin til vegna þess að margir íbúar hér hafa áhyggjur af þróun hverf­is­ins,“ segir sagn­fræð­ing­ur­inn Astrid Lel­arge sem eins og Frið­björg býr við Vest­ur­göt­una. Hún hefur sér­hæft sig í skipu­lags­sögu og þekkir því vel til þess­ara mála. „Hér eru flest húsin úr timbri og mik­ill sam­hljómur í húsa­gerð­inni. Þess vegna hefur götu­myndin hlotið vernd Minja­stofn­un­ar.“

Núna eru hins vegar blikur á lofti að mati íbú­anna sem telja að með áform­aðri upp­bygg­ingu á reitnum yrði gríð­ar­leg breyt­ing á götu­mynd­inni sem er að sögn Astrid hluti af menn­ing­ar­arf­leifð Reykja­víkur og lands­ins alls.

Ef hægt að færa burt er hægt að færa til baka

Til­hneig­ing er að hennar sögn fyrir því í Reykja­vík að færa gömul hús í stað þess að varð­veita þau þar sem þau eru byggð til að rýma fyrir nýrri bygg­ing­um. Þannig hafi vissu­lega tek­ist að varð­veita mörg eldri hús en ekki að sama skapi götu­myndir þar sem litið er á hlut­ina í stærra sam­hengi. „Það góða er að ef það var hægt að færa til gömul hús þá ætti að vera hægt að færa þau aftur á sama stað eða svip­aðar slóð­ir.“

Þess vegna er lagt til í til­lögu íbúa­hóps­ins að það verði gert og fundin verði hús sem passi vel við götu­mynd Gamla Vest­ur­bæj­ar­ins. Telja þeir m.a. upp­lagt að flytja Ívars­sel, hús sem byggt var 1869 og stóð við Vest­ur­götu 66b en er nú á Árbæj­ar­safni, „aftur heim á Vest­ur­göt­una þar sem Vest­ur­gata 47 stóð“. Þar gætu fleiri fengið að njóta þess og það myndi auk þess styrkja götu­mynd­ina og gamla byggða­mynstr­ið.

Ívarssel stóð við Vesturgötu en var flutt á Árbæjarsafnið þar sem það er enn.

„Þegar við tölum um götu­mynd erum við ekki aðeins að tala um varð­veislu hvers húss fyrir sig heldur lands­lags og umhverfis sem hefur mikla sögu þeirra sem þar bjuggu og unn­u,“ minnir Astrid á. Hug­mynd íbú­anna gangi út á að standa vörð um sög­una og hennar gildi til fram­tíð­ar. „Mér finnst þær hug­myndir sem settar hafa verið fram um upp­bygg­ing­una á bygg­ing­ar­reitnum ekki vera við­eig­andi á þessum stað og að þær myndu eyði­leggja götu­mynd­ina.“

Eftir elds­voð­ann vill sam­fé­lagið í Gamla Vest­ur­bænum fá að taka þátt í að móta fram­tíð­ina í hjarta hverf­is­ins. Það er þeirra vilji að þarna verði sam­komu­stað­ur, grænt svæði, leik­svæði og lítið sam­komu­hús, sem allir geti not­ið. „Og það ætti að hlusta á raddir íbú­anna og hvað þeir hafa til mál­anna að leggja.“

Framkvæmdir á vegum borgarinnar við lóðina þar sem hornhúsið stóð að Bræðraborgarstíg 1.
Bára Huld Beck
Lágreist hús og há tré við lóðina að Bræðraborgarstíg.
Bára Huld Beck

Gefa þarf fólki tíma til að syrgja

Astrid segir að íbú­arnir og þeir sem misstu ást­vini sína í brun­anum þurfi líka að fá tíma til að syrgja og fyrir sárin að gróa. „Þetta var áfall fyrir marga, fyrst og fremst fyrir þá sem bjuggu þarna og ást­vini þeirra.“

Hún segir líka erfitt fyrir marga nágranna að horfa upp á það sem gerð­ist, sér­stak­lega eftir að ítrekað var varað við ástandi húss­ins. Sumir þeirra hafi svo orðið vitni að elds­voð­an­um. „Það sem er byggt upp í stað­inn, eftir svona áföll, skiptir miklu máli og hefur líka áhrif á fólk. Það verður að taka það með í reikn­ing­inn þegar farið er að huga að upp­bygg­ingu á ný á þessum stað.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiInnlent