Sex flokka kosningabandalag til höfuðs Orbán

Sex stærstu flokkarnir í ungversku stjórnarandstöðunni ætla sér að bjóða sameinaðir fram krafta sína gegn Fidesz-flokki Viktors Orbán í komandi þingkosningum. Skoðanakannanir gefa til kynna að engu muni á kosningabandalagi andstöðunnar og flokki Orbáns.

Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands.
Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands.
Auglýsing

Útlit er fyrir að Viktor Orbán, for­sæt­is­ráð­herra Ung­verja­lands og leið­togi Fidesz-­flokks­ins, fái snar­aukna sam­keppni í þing­kosn­ing­unum sem fram fara í land­inu á næsta ári.

Stjórn­ar­and­staðan hefur tekið sig saman og myndað sex flokka kosn­inga­banda­lag, sem mun bjóða fram gegn Orbán og flokki hans í öllum kjör­dæmum lands­ins. Vonir stjórn­ar­and­stöð­unnar standa til þess að sam­einuð nái hún nægum slag­krafti til þess að velta Fidesz-­flokknum og leið­toga hans úr sessi, í fyrsta sinn síðan 2010.

Jafn­vel þrátt fyrir að það myndi ekki takast standa vonir stjórn­ar­and­stöð­unnar til þess að sam­einað fram­boð myndi minnka ægi­vald Fidesz-­flokks­ins á þing­inu. Þrátt fyrir að flokkur Orbáns hafi „ein­ung­is“ fengið rúm 49 pró­sent atkvæða á lands­vísu fékk hann 133 þing­sæti af þeim 199 sem eru í boði á þjóð­þing­inu í Búda­pest og þar með auk­inn meiri­hluta.

Flokk­arnir sex sem bjóða fram gegn stjórn­ar­flokknum fengu um 46 pró­sent atkvæða, en það skil­aði þeim litlu. Skoð­ana­kann­anir sýna að nær eng­inn munur er á fylgi kosn­inga­banda­lags­ins og Fidesz-­flokks­ins um þessar mund­ir.

Sveigja kosn­inga­kerfið sér í vil

Stjórn­ar­and­stæð­ingar hafa und­an­farin ár gagn­rýnt þær breyt­ingar sem stjórn Orbáns hefur gert á kosn­inga­kerf­inu í land­inu á umliðnum ára­tug og sagt þær veita hlut­falls­lega of mörg þing­sæti til ráð­andi afla.

Sam­ein­uðu fram­boði stjórn­ar­and­stæð­inga er ætlað að reyna að jafna leik­inn, en ein­ungis einn fram­bjóð­andi verður val­inn fyrir hönd stjórn­ar­and­stöð­unnar í öllum 106 ein­menn­ings­kjör­dæmum lands­ins til þess að bjóða fram gegn fram­bjóð­endum stjórn­ar­flokks­ins.

Auglýsing

Fyrir kosn­ing­arnar árið 2018 kom upp umræða í Ung­verja­landi um hvort mögu­legt væri að ná auknum árangri á lands­vísu með sam­einaðri stjórn­ar­and­stöðu, en for­dæmi eru fyrir því að stjórn­ar­and­staðan hafi sam­ein­ast í borg­ar­stjóra­kosn­ingum og haft bet­ur, jafn­vel í borgum þar sem Fidesz er alla jafna langstærsti flokk­ur­inn, rétt eins og á lands­vísu.

Á síð­asta ári ræddu flokk­arnir sex mán­uðum saman um sam­starf í kosn­ingum næsta árs og lögðu þeir síðan í upp­hafi þessa árs fram grunn að kosn­inga­stefnu sinni.

Núna er ferli farið af stað til að velja for­sæt­is­ráð­herra­efni sam­einaðrar stjórn­ar­and­stöðu.

Fyrri umferðin fór fram dag­ana 18.-28. sept­em­ber og þar hlaut Klára Dobrev, vara­for­seti Evr­ópu­þings­ins og full­trúi tveggja frjáls­lyndra flokka í stjórn­ar­and­stöð­unni, flest atkvæði eða tæp 35 pró­sent.

Klára Dobrev er varaforseti Evrópuþingsins. Ef hún yrði leiðtogi stjórnarandstöðunnar og hefði betur gegn Orbán yrði hún fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Ungverjalands. Mynd: EPA

Til stóð að hún myndi etja kappi við þá Gerg­ely Karác­sony, sem er full­trúi þriggja flokka sós­í­alde­mókrata og græn­ingja og Péter Már­ki-Zay, sem býður sig óháður fram, í síð­ari umferð for­vals stjórn­ar­and­stöð­unn­ar, sem fram fer dag­ana 10.-16. októ­ber.

Að morgni dags þann 8. októ­ber bár­ust þó fréttir um að Karác­sony, sem er borg­ar­stjóri í Búda­pest, væri hættur við að fara fram og hefði lýst yfir stuðn­ingi við Már­ki-Zay, sem verður því einn í fram­boði gegn Dobrev.

Karác­sony og Már­ki-Zay fengu 27 og 20 pró­sent atkvæða í fyrri umferð for­vals­ins, þar sem alls fimm val­kostir voru í boði.

Val um meira af Orbán eða góð tengsl við Evr­ópu

Dobrev ræddi við frétta­menn um hið sam­ein­aða fram­boð stjórn­ar­and­stöð­unnar á dög­unum og í frétt Reuters er haft eftir henni að kosn­ing­arnar í apríl á næsta ári muni snú­ast um val á milli „Or­bán eða Evr­ópu“ – ef kjós­endur vilji að Ung­verja­land haldi góðum tengslum við Evr­ópu­sam­bandið þurfi þeir að greiða sam­einaðri stjórn­ar­and­stöð­unni atkvæði sitt.

Dobrev sagði enn­fremur að ef Orbán héldi áfram deilum sínum við Evr­ópu­sam­band­ið, sem meðal ann­ars snúa að frelsi fjöl­miðla og mál­efnum fólks að flótta, myndi einn dag­inn koma að því að Ung­verjar yrðu sviptir styrk­veit­ingum úr sam­eig­in­legum sjóðum sam­bands­ins.

Fréttin var upp­færð með nýjum upp­lýs­ingum um brott­hvarf Karác­sony úr for­vals­bar­átt­unni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Smitum og innlögnum fjölgað í Danmörku
Sjáanleg áhrif afléttinga sóttvarnaaðgerða í nágrannalöndunum eru misjöfn sem helgast m.a. af hlutfalli bólusettra og fjölda sýna sem tekin eru. Í Englandi og Danmörku, sem fyrst riðu á vaðið, eru blikur á lofti.
Kjarninn 19. október 2021
Árni Finnsson
Á vonarvöl?
Kjarninn 19. október 2021
Sjókvíareldi á Vestfjörðum.
Framleiðsla í fiskeldi jókst um 169 prósent milli 2016 og 2020
Tekjur fiskeldisfyrirtækja hafa tvöfaldast frá 2016 og útflutningsverðmæti afurða þeirra hafa þrefaldast. Launþegum í geiranum hefur hins vegar ekki fjölgað nálægt því jafn mikið, eða um 32 prósent á sama tímabili.
Kjarninn 19. október 2021
Bensínverð ekki verið hærra síðan 2012
Verðið á heimsmarkaði með olíu hefur margfaldast frá vorinu 2020. Það hefur skilað því að viðmiðunarverð á bensíni á Íslandi hefur einungis einu sinni verið hærra í krónum talið.
Kjarninn 19. október 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Öllum sóttvarnaraðgerðum innanlands verði aflétt eftir mánuð
Frá og með morgundeginum mega 2.000 manns koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartímar skemmtistaða lengjast um klukkustund. Svo er stefnt á afléttingu allra aðgerða eftir fjórar vikur.
Kjarninn 19. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Íslenskir fjárhundar og endurvinnsla textíls
Kjarninn 19. október 2021
Sjávarútvegurinn greiddi sér 21,5 milljarða króna í arð í fyrra
Hagur sjávarútvegsfyrirtækja landsins, samtala arðgreiðslna og aukins eigin fjár þeirra, hefur vænkast um meira en 500 milljarða króna frá bankahrun. Geirinn greiddi sér meira út í arð í fyrra en hann greiddi í öll opinber gjöld.
Kjarninn 19. október 2021
Ásýnd fyrirhugaðrar uppbyggingar á Orkureitnum séð frá Suðurlandsbraut.
Reitir selja uppbyggingarheimildir á Orkureit á hátt í fjóra milljarða
Félagið Íslenskar fasteignir ehf. mun taka við uppbyggingunni á hinum svokallaða Orkureit á milli Ármúla og Suðurlandsbrautar af Reitum. Áætlaður söluhagnaður Reita af verkefninu er um 1,3 milljarðar króna.
Kjarninn 19. október 2021
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar