Sex flokka kosningabandalag til höfuðs Orbán

Sex stærstu flokkarnir í ungversku stjórnarandstöðunni ætla sér að bjóða sameinaðir fram krafta sína gegn Fidesz-flokki Viktors Orbán í komandi þingkosningum. Skoðanakannanir gefa til kynna að engu muni á kosningabandalagi andstöðunnar og flokki Orbáns.

Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands.
Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands.
Auglýsing

Útlit er fyrir að Viktor Orbán, for­sæt­is­ráð­herra Ung­verja­lands og leið­togi Fidesz-­flokks­ins, fái snar­aukna sam­keppni í þing­kosn­ing­unum sem fram fara í land­inu á næsta ári.

Stjórn­ar­and­staðan hefur tekið sig saman og myndað sex flokka kosn­inga­banda­lag, sem mun bjóða fram gegn Orbán og flokki hans í öllum kjör­dæmum lands­ins. Vonir stjórn­ar­and­stöð­unnar standa til þess að sam­einuð nái hún nægum slag­krafti til þess að velta Fidesz-­flokknum og leið­toga hans úr sessi, í fyrsta sinn síðan 2010.

Jafn­vel þrátt fyrir að það myndi ekki takast standa vonir stjórn­ar­and­stöð­unnar til þess að sam­einað fram­boð myndi minnka ægi­vald Fidesz-­flokks­ins á þing­inu. Þrátt fyrir að flokkur Orbáns hafi „ein­ung­is“ fengið rúm 49 pró­sent atkvæða á lands­vísu fékk hann 133 þing­sæti af þeim 199 sem eru í boði á þjóð­þing­inu í Búda­pest og þar með auk­inn meiri­hluta.

Flokk­arnir sex sem bjóða fram gegn stjórn­ar­flokknum fengu um 46 pró­sent atkvæða, en það skil­aði þeim litlu. Skoð­ana­kann­anir sýna að nær eng­inn munur er á fylgi kosn­inga­banda­lags­ins og Fidesz-­flokks­ins um þessar mund­ir.

Sveigja kosn­inga­kerfið sér í vil

Stjórn­ar­and­stæð­ingar hafa und­an­farin ár gagn­rýnt þær breyt­ingar sem stjórn Orbáns hefur gert á kosn­inga­kerf­inu í land­inu á umliðnum ára­tug og sagt þær veita hlut­falls­lega of mörg þing­sæti til ráð­andi afla.

Sam­ein­uðu fram­boði stjórn­ar­and­stæð­inga er ætlað að reyna að jafna leik­inn, en ein­ungis einn fram­bjóð­andi verður val­inn fyrir hönd stjórn­ar­and­stöð­unnar í öllum 106 ein­menn­ings­kjör­dæmum lands­ins til þess að bjóða fram gegn fram­bjóð­endum stjórn­ar­flokks­ins.

Auglýsing

Fyrir kosn­ing­arnar árið 2018 kom upp umræða í Ung­verja­landi um hvort mögu­legt væri að ná auknum árangri á lands­vísu með sam­einaðri stjórn­ar­and­stöðu, en for­dæmi eru fyrir því að stjórn­ar­and­staðan hafi sam­ein­ast í borg­ar­stjóra­kosn­ingum og haft bet­ur, jafn­vel í borgum þar sem Fidesz er alla jafna langstærsti flokk­ur­inn, rétt eins og á lands­vísu.

Á síð­asta ári ræddu flokk­arnir sex mán­uðum saman um sam­starf í kosn­ingum næsta árs og lögðu þeir síðan í upp­hafi þessa árs fram grunn að kosn­inga­stefnu sinni.

Núna er ferli farið af stað til að velja for­sæt­is­ráð­herra­efni sam­einaðrar stjórn­ar­and­stöðu.

Fyrri umferðin fór fram dag­ana 18.-28. sept­em­ber og þar hlaut Klára Dobrev, vara­for­seti Evr­ópu­þings­ins og full­trúi tveggja frjáls­lyndra flokka í stjórn­ar­and­stöð­unni, flest atkvæði eða tæp 35 pró­sent.

Klára Dobrev er varaforseti Evrópuþingsins. Ef hún yrði leiðtogi stjórnarandstöðunnar og hefði betur gegn Orbán yrði hún fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Ungverjalands. Mynd: EPA

Til stóð að hún myndi etja kappi við þá Gerg­ely Karác­sony, sem er full­trúi þriggja flokka sós­í­alde­mókrata og græn­ingja og Péter Már­ki-Zay, sem býður sig óháður fram, í síð­ari umferð for­vals stjórn­ar­and­stöð­unn­ar, sem fram fer dag­ana 10.-16. októ­ber.

Að morgni dags þann 8. októ­ber bár­ust þó fréttir um að Karác­sony, sem er borg­ar­stjóri í Búda­pest, væri hættur við að fara fram og hefði lýst yfir stuðn­ingi við Már­ki-Zay, sem verður því einn í fram­boði gegn Dobrev.

Karác­sony og Már­ki-Zay fengu 27 og 20 pró­sent atkvæða í fyrri umferð for­vals­ins, þar sem alls fimm val­kostir voru í boði.

Val um meira af Orbán eða góð tengsl við Evr­ópu

Dobrev ræddi við frétta­menn um hið sam­ein­aða fram­boð stjórn­ar­and­stöð­unnar á dög­unum og í frétt Reuters er haft eftir henni að kosn­ing­arnar í apríl á næsta ári muni snú­ast um val á milli „Or­bán eða Evr­ópu“ – ef kjós­endur vilji að Ung­verja­land haldi góðum tengslum við Evr­ópu­sam­bandið þurfi þeir að greiða sam­einaðri stjórn­ar­and­stöð­unni atkvæði sitt.

Dobrev sagði enn­fremur að ef Orbán héldi áfram deilum sínum við Evr­ópu­sam­band­ið, sem meðal ann­ars snúa að frelsi fjöl­miðla og mál­efnum fólks að flótta, myndi einn dag­inn koma að því að Ung­verjar yrðu sviptir styrk­veit­ingum úr sam­eig­in­legum sjóðum sam­bands­ins.

Fréttin var upp­færð með nýjum upp­lýs­ingum um brott­hvarf Karác­sony úr for­vals­bar­átt­unni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fyrstu meðalhraðamyndavélarnar hér á landi voru settar upp í fyrra. Ávinningurinn af þeim, í formi lægri slysakostnaðar, er sagður geta verið tífaldur á við kostnaðinn við að halda úti kerfunum.
Meðalhraðaeftirlit gæti verið „arðbærasta“ umferðaröryggismálið
Drög að nýrri umferðaröryggisáætlun stjórnvalda hafa verið birt. Þar segir að innleiðing meðalhraðaeftirlits á vegum landsins gæti talist arðbærasta umferðaröryggisframkvæmdin sem völ er á og að innleiðing slíks eftirlits verði forgangsmál næstu árin.
Kjarninn 26. september 2022
Kallað var eftir auknum kaupmætti í kröfugöngu verkalýðsins 1. maí síðastliðinn.
Kaupmáttur hefur rýrnað um 4,2 prósent á þessu ári og hefur ekki verið minni síðan 2020
Í júní síðastliðnum lauk tólf ára samfelldu skeiði þar sem kaupmáttur launa jókst, sé horft til breytinga milli ára. Á síðasta ári hefur kaupmátturinn himns vegar rýrnað um 1,6 prósent og hefur ekki verið minni síðan í lok árs 2020.
Kjarninn 26. september 2022
Guðmundur Ingi Guðbrandsson er félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Vill lengja tímabil endurhæfingarlífeyris úr þremur árum í fimm
Stjórnvöld vilja gera fólki kleift að fá greiddan endurhæfingarlífeyri í lengri tíma en nú er gert ráð fyrir í lögum. Tilgangurinn er að reyna að fækka þeim sem fara á örorku og fjölga þeim sem snúa aftur til vinnu.
Kjarninn 26. september 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Google Analytics bann og GTA6 myndbroti lekið
Kjarninn 26. september 2022
„Lukkuriddararnir“ í bakgarðinum
Þrír fyrrverandi þingmenn, fjögur erlend stórfyrirtæki, félag í eigu svokallaðs hrunverja og fólk úr sveitum Vesturlands koma við sögu í frásögn Sunnu Óskar Logadóttur af fundi þar sem vindorkufyrirtæki kynntu áform sín.
Kjarninn 26. september 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, var stödd í Kúrdistan þegar Jina Amini, kúrdísk 22 ára kona, lést í haldi lögreglu. Hún ákvað að vera um kyrrt og leggja byltingunni sem þar er hafin lið.
Vögguvísa úr barnæsku sannfærði Lenyu um að vera um kyrrt í Kúrdistan
Baráttusöngur mótmælenda í Íran er kúrdísk vögguvísa sem móðir Lenyu söng fyrir hana sem barn. Það er meðal ástæðna þess að hún ákvað að vera um kyrrt í Kúrdistan og leggja byltingunni lið sem þar er hafin eftir dauða Jina Amini.
Kjarninn 26. september 2022
Adnan Syed var tekið fagnandi þegar hann var leystur úr haldi á mánudag eftir nærri 23 ára fangelsisvist. SJálfur sagði hann ekki orð en brosti út í annað.
Spilaði sakamálahlaðvarp stórt hlutverk í lausn Syed?
Hann er stjarna vinsælasta sakamálahlaðvarps heimsins. En það þurfti meira til en „Serial“ til að leysa Adnan Syed úr haldi eftir 22 ára fangelsisvist.
Kjarninn 25. september 2022
Vilja klára síðustu plötu Eika Einars og koma öllum plötunum hans á Spotify
Síðasta plata tónlistarmannsins Eika Einars var tekin upp rétt áður en hann lést árið 2021. Hópur fólks sem tengdist Eika vill halda minningu hans á lofti, klára plötuna og koma öllum plötunum hans á Spotify. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina Fund.
Kjarninn 25. september 2022
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar