Keyptu hús og rústir á Bræðraborgarstíg á 270 milljónir og sækja um niðurrif eftir helgi

Loks hillir undir að brunarústirnar á Bræðraborgarstíg 1 verði rifnar. Nýir eigendur, sem gengið hafa frá kaupsamningi, vilja gera eitthvað gott og fallegt á staðnum í kjölfar harmleiksins sem kostaði þrjár ungar manneskjur lífið síðasta sumar.

Bræðraborgarstígur 1 brann í sumar. Þorpið hefur keypt rústirnar og húsið við hliðina, Bræðraborgarstíg 3.
Bræðraborgarstígur 1 brann í sumar. Þorpið hefur keypt rústirnar og húsið við hliðina, Bræðraborgarstíg 3.
Auglýsing

Gengið hefur verið frá kaupum Þorps­ins vist­fé­lags á Bræðra­borg­ar­stíg 1 og 3 af HD Verki. Kaup­verðið er 270 millj­ónir króna. „Þetta er krefj­andi verk­efn­i,“ segir Run­ólfur Ágústs­son, verk­efna­stjóri Þorps­ins, um upp­bygg­ing­una framund­an, „og við ætlum okkur tölu­vert langan tíma í hönnun og skipu­lag.“ 

Engu að síður er stefnt að því að verk­efn­inu verði lokið innan tveggja og hálfs árs. Þá munu, ef allt gengur eft­ir, á þriðja tug kvenna á besta aldri flytja í jafn margar smá­í­búðir nýrra og upp­gerðra húsa og deila þvotta­húsi, vinnu­að­stöðu, jóga­sal og risa­stórum bak­garði með heitum potti, saunu og gróð­ur­húsi – og jafn­vel bíl. Femínistar yfir sex­tugt vilja vera í nábýli hver við annan og sækja sér þannig stuðn­ing og félags­skap.

Auglýsing

Hug­mynd að kjarna­sam­fé­lagi sem þessu kann að hljóma útópísk, að minnsta kosti á Íslandi. Er til dæmis nóg af ein­hleyp­um, eldri kven­kyns femínistum á Íslandi til að fylla 26 íbúðir sem til stendur að gera? Og eru þeir virki­lega til­búnir að deila einum bíl?

Svarið við báðum þessum spurn­ingum er já. Frum­kvæðið að fyr­ir­komu­lag­inu kom frá félag­inu Femínistar 60+ og eftir að málið komst í fréttir hafa margar konur til við­bótar lýst áhuga sínum á að vera með. Þær vilja búa sam­an, jafn­vel elda sam­an. Spjalla svo sam­an. Og alveg örugg­lega hlæja sam­an. 

Frá 25. júní er horn­húsið að Bræðra­borg­ar­stíg 1 brann og þrír íbúar þess lét­ust bjó djúpur harmur þar um sig. Þar sem fjöldi fólks hafði búið í litlum leigu­her­bergjum þessa áður mikla fjöl­skyldu­húss  standa nú brunnar rústir undir gráu neti. Allir vilja þær burt. Helst í gær. En þarna standa þær enn og bjóða hætt­unni heim. Eru slysa­gildra í hjarta borg­ar­inn­ar.

Nýir eig­endur segja ekki eftir neinu að bíða. Stefnt er að því að sækja um leyfi til nið­ur­rifs strax eftir helgi. Ein­hver bið verður þó á því þar sem heil­brigð­is­eft­ir­lit Reykja­víkur þarf fyrst að aug­lýsa starfs­leyfi verk­tak­ans sem tekur nið­ur­rifið að sér í fjórar vik­ur. „Auð­vitað myndum við helst vilja hefj­ast handa við að hreinsa strax,“ segir Run­ólf­ur. En svona eru regl­urnar og eftir þeim verður að fara.

Hér má sjá fyrstu hugmyndir að grófu skipulagi byggingareitsins. Mynd: Yrki arkitektar

Þorpið vist­fé­lag fer ekki hefð­bundnar leiðir þegar kemur að upp­bygg­ingu hús­næð­is. Í Gufu­nesi, fyrsta verk­efni félags­ins, er nú hafin bygg­ing ann­ars áfanga í hverfi þar sem sam­fé­lags­leg og umhverf­is­leg gildi verða í for­grunni. Þar verður boðið upp á vel skipu­lagðar og ódýrar íbúð­ir. Þær hafa reynst svo vin­sælar að þrír hafa sótt um hverja þeirra. Íbúð­irn­ar, sem verða 140 tals­ins, eru seldar á föstu verði en ekki hæst­bjóð­anda og hefur því þurft að draga úr nöfnum áhuga­samra kaup­enda. Í Gufu­nesi er verið að byggja fyrir unga fólk­ið. Á Bræðra­borg­ar­stíg er upp­bygg­ingin hugsuð fyrir eldri kon­ur. 

„Það sem okkur langar að gera er að búa til eitt­hvað gott og fal­legt á þessum stað eftir þennan hræði­lega atburð,“ segir Run­ólfur um Bræðra­borg­ar­stíg­inn. Því hafi Þorpið heill­ast af hug­myndum kvenna­hóps­ins. Að auki telur hann að hug­mynda­fræði kvenn­anna, sem kall­ast baba yaga, rými vel við hug­mynda­fræði Þorps­ins vist­fé­lags­.  

Innra skipulag jarðhæðar húsanna að Bræðraborgarstíg 1 og 3 samkvæmt fyrstu hugmyndum Þorpsins. Mynd: Yrki arkitektar

Baba yaga-­systra­húsin eru alþjóð­leg hreyf­ing sem upp­runin er í Frakk­landi. Fyrsta húsið var byggt í París árið 1992 að frum­kvæði franska femínist­ans og aðgerða­sinnanns Thér­èse Clerc (1927-2016). Slík hús hafa síðan verið byggð víða um hinn vest­ræna heim. 

Hug­mynda­fræði Baba yaga er sú að eldri konur taki sig saman og byggi sitt sam­eig­in­lega hús „til að fá að eld­ast innan eigin veggja, þar sem lögð er áhersla á femín­is­ma, gagn­kvæma umönnun og sam­bæri­leg lífs­við­horf,“ segir í sam­an­tekt Þorps­ins og félags­ins Femínistar 60+. „Per­sónu­legir hags­munir og einka­líf hverrar konu eru að fullu virt en um leið skuld­binda þær sig til að veita hver annarri styrk og stuðn­ing í lífs­ins ólgu sjó.“

Bræðraborgarstígur 1 árið 1920. Mynd: Jafet Hjartarson

Mark­miðið með upp­bygg­ing­unni verður einnig að sögn Run­ólfs að hefja reit­inn til vegs og virð­ingar á ný. Gera hann að þeim segli og þeirri mið­stöð sem hann var áður í Vest­ur­bæn­um. Því er stefnt að því að á jarð­hæð horn­húss­ins verði kaffi­hús og jafn­vel hand­verks­hús. Að sá hluti þess verði aftur sam­of­inn nær­sam­fé­lag­inu sem og íbúum húss­ins. Á efri hæð­unum yrðu svo litlar íbúð­ir, um 45 fer­metr­ar. „Okkar mark­mið er að ná ákveðnum fjölda íbúða til að það geti borið þessa miklu sam­eign,“ bendir Run­ólfur á. „Ann­ars verða íbúð­irnar of dýrar fyrir kon­urn­ar.“

Bræðra­borg­ar­stígur 1 var byggður árið 1906 og nokkrum árum síðar keyptu hjónin Sveinn Hjart­ar­son og Stein­unn Sig­urð­ar­dóttir það. Þau stofn­uðu og ráku þar bak­arí sem Vest­ur­bæ­ingar lögðu leið sína í í ára­tugi. Kaffi- og hand­verks­hús yrði því einnig fram­hald af sögu húss­ins, segir Run­ólf­ur. Sam­komu­staður nágranna.

Fyrstu hugmyndum að uppbyggingunni var skilað til skipulagsyfirvalda í desember. Mynd: Úr skýrslu Þorpsins

En það eru einnig per­sónu­legar ástæður fyrir því að hug­mynd kvenna­hóps­ins hreif Run­ólf. Þegar Sveinn og Stein­unn áttu húsið var ekki búið að finna upp hug­takið „sam­fé­lags­leg ábyrgð“ en hana skorti ekki hjá þeim hjón­um. Þau gáfu af sér og sínu, tóku að sér börn tveggja systra Stein­unnar sem lét­ust úr spönsku veik­inni og réttu fjöl­mörgum vanda­lausum einnig hjálp­ar­hönd. 

Amma og nafna Áslaugar Guð­rún­ar­dótt­ur, konu Run­ólfs, naut góðs af gæsku hjón­anna því hún hóf sinn búskap að Bræðra­borg­ar­stíg 1. Sveinn og Stein­unn leyfðu unga fólk­inu að búa þar án end­ur­gjalds í fjögur ár. Faðir Áslaugar fædd­ist svo í hús­inu. Sam­kennd, sam­vinna og hjálp­semi voru þættir í fari einna fyrstu íbú­anna og við­eig­andi að þeir verði það nú aft­ur. 

Horft yfir bakgarðinn stóra að húsunum samkvæmt fyrstu hugmyndum Þorpsins. Mynd: Yrki arkitektar

Áhersla verður að sögn Run­ólfs lögð á að vinna að skipu­lagi lóð­anna og hönnun hús­anna í góðu sam­starfi við skipu­lags­yf­ir­völd og nágranna. Þorpið leggur til að lóð­irnar verði sam­ein­að­ar, að húsið að Bræðra­borg­ar­stíg 3 verði end­ur­byggt í anda síns tíma, að nýtt bak­hús verði byggt sem og nýtt horn­hús að Bræðra­borg­ar­stíg 1.   

Þar sem hörmu­legir atburðir áttu sér þarna stað er fólki ekki sama hvað tekur við. Yfir umgengni og við­haldi hús­anna að Bræðra­borg­ar­stíg 1 og 3 hafði oft verið kvartað til yfir­valda í gegnum árin. Það voru svo nágrannar sem komu með þeim fyrstu á vett­vang elds­voð­ans síð­asta sumar og hafa þurft að ganga fram hjá bruna­rúst­unum mán­uðum sam­an. Sumir þeirra hafa lýst erf­iðum til­finn­ingum vegna elds­voð­ans í sam­tali við Kjarn­ann sem vann ítar­legar frétta­skýr­ingar um harm­leik­inn, orsakir hans og afleið­ing­ar, og birti í nóv­em­ber.

Bræðraborgarstígur alelda þann 25. júní. Mynd: Aðsend

Run­ólfur segir að var­lega þurfi að stíga til jarðar í allri hönnun hús­anna og skipu­lagi, m.a. vegna þess að um gamla götu­mynd er að ræða sem að hluta til nýtur sér­stakrar vernd­ar. Því verður að engu óðs­lega farið í því ferli sem framundan er og mun lík­lega standa næsta árið. Sá hluti verk­efn­is­ins er þegar að fullu fjár­magn­að­ur. Þorpið stofn­aði sér­stakt dótt­ur­fé­lag um Bræðra­borg­ar­stígs­verk­efn­ið, líkt og það hefur gert fyrir alla fjóra bygg­ing­ar­á­fang­anna í Gufu­nesi. Í stjórn hins nýja dótt­ur­fé­lags sitja þrjár kon­ur: Anna Mar­grét Jóns­dótt­ir, Lilja Ein­ars­dóttir og Áslaug Guð­rún­ar­dótt­ir.

Gengið var end­an­lega frá kaup­samn­ingi við HD Verk fyrr í vik­unni. Þorpið tekur yfir tölu­vert af áhvílandi lánum og mun svo fá greiddar út trygg­inga­bætur vegna brun­ans þegar sam­komu­lag næst við trygg­inga­fé­lag­ið. „Við gerum ráð fyrir að ljúka því máli mjög fljót­lega,“ segir Run­ólf­ur. Hann hefur enga trú á því að dóm­stóla­leiðin verði farin eins og fyrri eig­endur ætl­uðu sér. „Það er ekki okkar stíll.“

Spenn­andi úrlausn­ar­verk­efni

Nágrannar og skipu­lags­yf­ir­völd hafa tekið hug­myndum Þorps­ins og kvenna­hóps­ins vel þó að ákveðin atriði eins bygg­ing­ar­magn í hverju hús­anna fyrir sig og stað­setn­ingar á lóð­inni þurfi að ræða bet­ur. „Við munum fara bil beggja,“ segir Run­ólfur og ítrekar enn og aftur að reynt verði að vinna áfram að verk­efn­inu í sam­vinnu og sátt við sem flesta. Við­brögð Minja­stofn­unar við frum­til­lögum voru mjög jákvæð og Run­ólfur segir umsögn skipu­lags­full­trúa einnig hafa verið jákvæða að mörgu leyti þó að yfir­völd vilji fara aðeins aðrar leiðir en Þorpið lagði upp­haf­lega til. En þetta er ekki vanda­mál í huga Run­ólfs. „Við lögum okkur ein­fald­lega að þessu.“ 

Þannig er t.d. lík­legt að hluti bygg­ing­anna verði lækk­aður um eina hæð frá fyrstu til­lög­um. Þá vilja skipu­lags­yf­ir­völd að götu­horn­inu verði haldið í sem næst þeirri mynd sem það var í og á því seg­ist Run­ólfur hafa skiln­ing. „Ég lít bara á þetta sem spenn­andi úrlausn­ar­efni og sam­starfs­verk­efni okk­ar, borg­ar­innar og Minja­stofn­un­ar.“Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent