Framtíðin kemur ekki af sjálfu sér

Alexandra Briem segir að henni líði að vissu leyti eins og heimurinn sé að vakna af dvala. „Við erum að rifja upp kraft samstöðunnar og við erum farin að sjá hugsanlegar afleiðingar þess að sofna á verðinum.“

Auglýsing

Á síð­ustu árum hefur margt gengið á, bæði í heim­inum og inn­an­lands sem getur grafið undan þess­ari von. Þar má nefna kosn­inga­sigra ein­angr­un­ar­sinna og öfga­afla í heim­inum og bakslag í rétt­inda­bar­áttu hinsegin fólks. Þar að auki má nefna heims­far­aldur og ótrú­legan upp­gang óvís­inda­legrar heim­sýnar og sam­sær­is­kenn­inga sem tor­tryggja lækna­vís­ind­in, en líka stað­reyndir er varða lofts­lags­breyt­ingar og fleira.

Myrkasti blett­ur­inn á árinu 2022 er hins vegar aug­ljós. Það er algjör­lega órétt­látt inn­rás­ar­stríð Rúss­lands í Úkra­ínu með það að mark­miði að inn­lima allt rík­ið, eða að minnsta kosti koma á þar lepp­stjórn og inn­lima héruð á landa­mær­un­um. Þar hefur rúss­neski her­inn farið fram með fádæma offorsi, gert árásir á íbúa og nauð­syn­lega inn­viði dag­legs lífs, þegar illa gekk í átökum við úkra­ínska her­inn, en bæði sá her og þjóðin bjuggu yfir marg­falt meira bar­áttu­þreki en inn­rás­ar­liðið hafði gert sér í hug­ar­lund. Þessi inn­rás hefur valdið ómældu tjóni. Þús­undir hafa lát­ist, enn fleiri slasast, verið mis­þyrmt eða nauðg­að, og millj­ónir hafa hrak­ist á flótta. Skýrar sann­anir um stríðs­glæpi hafa þegar komið fram á land­svæðum sem Úkra­ínu­her hefur end­ur­heimt.

Ég tel samt að á heild­ina lit­ið, þá sjáum við merki um ákveð­inn við­snún­ing í heim­inum á þessu ári.

Auglýsing

Þó að COVID sé ekki alfarið úr sög­unni, þá hafði það mjög jákvæð áhrif á mann­líf­ið, efna­hag og almenna líðan heims­ins að far­ald­ur­inn sé ekki met­inn lengur svo alvar­legur að þurfa þyki að loka öllu sam­fé­lag­inu.

Og þó svo að vest­an­hafs hafi öfga­maður farið með völd í fjögur ár, og gert til­raun til að hindra lög­leg vald­hafa­skipti, þá virð­ist sem atburðir síð­ast­lið­ins 6. jan­úar hafi hrist nægi­lega upp í þjóð­inni til þess að nú hefur hún ítrekað sent skýr skila­boð í kosn­ingum um að slíkir menn eigi ekki upp á pall­borðið hjá henn­i,þar sem Demókratar héldu t.d. merki­lega vel velli í kosn­ingum þar­lendis í haust, og juku raunar meiri­hluta sinn í efri deild þings­ins. Rauð alda sem Repúblikanar spáðu að myndi færa þeim aftur öll völd á þing­inu raun­gerð­ist aldrei og sér­stak­lega var fram­bjóð­endum sem Don­ald Trump hand­valdi og studdi hafnað af kjós­end­um.

Og eins hræði­legt og stríðið í Úkra­ínu hefur ver­ið, þá gefur það von að sjá hve ein­arður stuðn­ingur Vest­ur­landa hefur verið við úkra­ínsku þjóð­ina. Þau sem búa yfir slíku senda þeim her­gögn og þau sem búa að öðrum styrk hjálpa með öðrum hætti. Ísland hefur sent Úkra­ínu hlýjan vetr­ar­fatnað og opnað arma sína fyrir flótta­fólki.

Það er upp­lífg­andi að sjá að þvert á hið póli­tíska lands­lag, þá erum við öll sam­mála um þau við­brögð. Við höfum aldrei tekið á móti jafn mörgu fólki á flótta, og það er gíf­ur­lega mik­il­vægt að við gerum það vel.

Bakslagið gegn rétt­inda­bar­áttu hinsegin fólks er ennþá vanda­mál. Mjög mikið vanda­mál. Til eru sam­tök sem berj­ast af ein­urð og hörku fyrir því að aðgreina rétt­inda­bar­áttu trans­fólks frá sam­tökum sam- og tví­kyn­hneigðra, og beita til þess öllum ráð­um. Það fólk lítur á rétt­indi sem tak­mark­aða auð­lind, að rétt­indi eins hljóti að leiða til skerð­ingar á rétt­indum ann­arra. Þau eru kannski líka ótta­slegin og vilja ekki taka áhætt­una á að missa það sem áunn­ist hef­ur.

En versta hættan er að það tak­ist að reka fleyg á milli okk­ar, að það tak­ist að stöðva fram­farir í rétt­inda­málum og reka okkur þess í stað í vörn, sundruð, hvert í sínu horni.

Nýjasta vopn and­stæð­inga hinsegin fólks er svo að gelta að því og hlaupa burtu. Ég vil meina að þar krist­all­ist mál­efna­þurrðin og hug­mynda­leys­ið. Ef það skásta sem fólki dettur í hug til að mót­mæla því sem því mis­líkar er að gelta, þá er ekki mikið í það spunn­ið.

En við­brögðin við þessu bakslagi eru sterk og sam­fé­lagið hefur sýnt að það vill standa með rétt­inda­bar­átt­unni. Með ein­staka und­an­tekn­ingum hafa skila­boðin til þeirra sem vilja ýta okkur til baka verið að það sé ekki í boði.

Annað sem vekur mér von er nið­ur­staða sveit­ar­stjórn­ar­kosn­inga á Íslandi í vor. Gömul mynstur voru hrist upp og fólk og flokkar náðu saman yfir línur sem hefði þótt óhugs­andi fyrir nokkrum árum. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hefur gengið í gegnum tölu­verða end­ur­nýjun og bæði tóku kjós­endur því vel, og aðrir flokk­ar, sem hefðu ekki getað átt sam­starf við flokk­inn fyrir þá end­ur­nýj­un, sendu líka þau skila­boð að slík end­ur­nýjun væri metin að verð­leik­um.

Píratar héldu áfram að auka við fylgi sitt í þeim sveit­ar­stjórnum þar sem við eigum full­trúa, en það virð­ist vera að eftir því sem reynsla kjós­enda af því að hafa Pírata í sveit­ar­stjórn eykst, þeim mun betur lít­ist þeim á.

Meiri­hluta­sam­starfið í Reykja­vík er gott dæmi um öfl­ugt sam­starf ólíkra flokka yfir miðju stjórn­mál­anna, byggt á sam­tali og mála­miðl­un.

Það gefur mér von til þess að í fram­tíð­inni getum við saman kom­ist upp úr gömlum skot­gröfum og breytt raun­veru­lega póli­tíska lands­lag­inu á Íslandi.

Að vissu leyti líður mér eins og heim­ur­inn sé að vakna af dvala. Við erum að rifja upp kraft sam­stöð­unnar og við erum farin að sjá hugs­an­legar afleið­ingar þess að sofna á verð­in­um. Ef við viljum ekki missa rétt­indi sem hafa áunnist, ef við viljum ekki upp­gang öfga­fólks sem reisir múra milli ríkja og milli sam­fé­lags­hópa, sem dregur okkur í dilka og etur okkur hvert gegn öðru og ef við viljum ekki að sið­blindir ein­ræð­is­herrar vaði uppi og her­taki frjáls lýð­ræð­is­ríki, þá þurfum við vera vak­andi. Við þurfum að standa saman og ef við viljum að fram­tíðin sé rétt­lát, lýð­ræð­is­leg og opin, þá þarf að berj­ast fyrir því. Það ger­ist ekki af sjálfu sér.

Höf­undur er borg­ar­full­trúi Pírata.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit