„Brasilíska afbrigðið“: Bretar herða reglur og súrefnið klárast í stórborg í Amazon

Faraldsfræðingur í Manaus í Brasilíu segir borgina að verða sögusvið eins sorglegasta kafla COVID-19 faraldursins hingað til. Súrefni skortir og nýburar eru fluttir í burtu. Á sama tíma grípa Bretar til hertra aðgerða til að verjast nýjum afbrigðum.

Frá spítala í Manaus í gær. Þar skortir súrefni, sem hefur valdið ónauðsynlegum dauðsföllum bæði COVID-sjúklinga og annarra.
Frá spítala í Manaus í gær. Þar skortir súrefni, sem hefur valdið ónauðsynlegum dauðsföllum bæði COVID-sjúklinga og annarra.
Auglýsing

Bresk stjórn­völd kynntu í gær við­tækt ferða­bann. Allir sem hafa verið í ríkjum Suð­ur­-Am­er­íku, í Portú­gal eða á Græn­höfða­eyjum eða milli­lent þar und­an­farna 10 daga mega ekki lengur koma til Bret­lands, að breskum eða írskum rík­is­borg­urum og öðrum sem hafa land­vist­ar­leyfi í Bret­landseyjum und­an­skild­um.

Í dag bættu Bretar um betur og sögðu að frá og með mánu­degi þyrfti hver einn og ein­asti flug­far­þegi á leið til Bret­lands að fram­vísa nei­kvæðu COVID-­prófi áður en hann fengi að setj­ast upp í flug­vél. Sam­kvæmt frá­sögn BBC af blaða­manna­fundi Borisar John­son verða þessar reglur í gildi til 15. febr­ú­ar. Þetta á líka við um flug frá Íslandi.

Ástæð­urnar fyrir þessum hertu aðgerðum eru sagðar ný og óþekkt afbrigði kór­ónu­veirunn­ar, á borð við eitt sem greinst hefur í Bras­ilíu og vís­inda­menn hafa áhyggjur af að gæti mögu­lega leitt til þess að þau bólu­efni sem hafa verið þróuð gagn­vart kór­ónu­veirunni virki síð­ur. Ein af nokkrum stökk­breyt­ingum sem hefur orðið á þessu til­tekna afbrigði mun vera svipuð og sú sem er til staðar í því afbrigði sem kennt hefur verið við Suð­ur­-Afr­ík­u. 

Auglýsing

Grant Shapps, sam­göngu­mála­ráð­herra Bret­lands, ræddi þessar nýju tak­mark­anir við BBC í morgun og sagði að um var­úð­ar­ráð­stöfun væri að ræða. Bret­land, sem væri komið af stað með bólu­setn­ing­ar­her­ferð sína, mætti ekki við frek­ari vand­kvæð­um. Hann sagði ekki talið að þetta til­tekna „brasil­íska afbrigð­i“, sem greind­ist fyrst þar í landi í júlí, hefði fund­ist í Bret­landi.

Hert á reglum þvers og kruss

Bretar hafa hins vegar verið að glíma við mikla og hraða útbreiðslu svo­kall­aðs „bresks afbrigð­is“ veirunn­ar, sem greind­ist fyrst þar í landi í októ­ber og talið er meira smit­andi en önnur afbrigði sem náð hafa fót­festu. Strangar sótt­varn­ar­ráð­staf­anir eru í gildi í land­inu, skólar lok­aðir og fólki sagt að halda sig sem mest heima.  

Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands kynnti hertar ferðatakmarkanir til sögunnar í dag.

Á sama tíma og Bretar herða á landa­mærum sínum til að verj­ast utan­að­kom­andi nýjum afbrigðum veirunnar hafa mörg ríki hert tak­mark­anir sínar á landa­mærum til þess að lág­marka áhætt­una á að afbrigðið sem þar er í mestri útbreiðslu ber­ist til sín.

Jap­anir greindu afbrigðið sem fyrst sást í Amazonas

Fréttir um þetta nýja  „brasil­íska afbrigð­i“ hafa sprottið upp und­an­farna daga, eftir að smit­sjúk­dóma­stofnun Jap­ans greindi frá því í til­kynn­ingu 12. jan­úar að það hefði fund­ist í fjórum ein­stak­lingum sem komu til lands­ins 2. jan­úar eftir dvöl í Amazona­s-­fylk­inu í Bras­il­íu.

Jap­anska stofn­unin benti á að stökk­breyt­ing­arnar sem væri að finna í afbrigð­inu væru að hluta þær sömu og í þeim sem greinst hafa og valdið áhyggjum í Bret­landi og Suð­ur­-Afr­íku. Rann­sóknir á þessu standa yfir.

Súr­efn­is­skortur í Manaus

Und­an­farna daga hafa fjöl­miðlar sagt fregnir af skelf­ing­ar­á­standi sem skap­ast hefur á sjúkra­húsum í Amazona­s-­fylki og þá helst í fylk­is­höf­uð­borg­inni Manaus. Fjöldi inn­lagna vegna COVID-19 hefur auk­ist hratt að í borg­inni, þar sem um tvær millj­ónir manna búa.

Súr­efni skortir til­finn­an­lega. Sam­kvæmt umfjöllun New York Times hefur þörf spít­al­anna í rík­inu fyrir súr­efni farið yfir 70 þús­und rúmmetra á sól­ar­hring. Þegar fyrsta bylgja far­ald­urs­ins reið yfir í mars fór súr­efn­is­þörfin hæst í 30 þús­und rúmmetra á sól­ar­hring.

Brasil­íski her­inn er byrj­aður að flytja súr­efni með flug­vélum til Manaus. Til þessa hefur þurft að vísa fólki frá og sjúk­lingar sem þurfa önd­un­ar­að­stoð hafa verið fluttir til ann­arra fylkja lands­ins. 

Margir eru þegar sagðir hafa lát­ist vegna súr­efn­is­skorts­ins og sumum deildum á sjúkra­húsum í Manaus hefur hrein­lega verið lýst sem „köfn­un­ar­klef­um“, þar sem sjúk­lingar lát­ast án þess að örþreytt heil­brigð­is­starfs­fólk fái ráðið við stöð­una. Heil­brigð­is­starfs­fólk hefur þurft að grípa til þess ráðs halda lífi í fólki með hand­virkum súr­efn­isp­ump­um.

Neyð­ar­kall vegna fyr­ir­bura

CNN í Bras­ilíu sagði frá því í dag að fylk­is­yf­ir­völd hefðu óskað eftir því að 60 fyr­ir­burar yrðu fluttir með frá spít­ölum í Amazonas og til ann­arra fylkja Bras­il­íu. Það eru nefni­lega ekki bara COVID-­sjúk­lingar sem þurfa súr­efn­ið.

„Hér eru engin laus rúm, engir súr­efn­iskút­ar, ekk­ert. Það eina sem við eigum eftir er trú­in,“ hefur AFP frétta­stofan eftir íbúa í Manaus.

Breska blaðið Guar­dian ræðir við Jesem Orell­ana, far­alds­fræð­ing í Manaus, sem segir for­dæma­lausar hörm­ungar vera að ríða yfir í borg­inni. „Á næstu klukku­stundum verður Manaus sögu­svið eins sorg­leg­asta kafla COVID-19 far­ald­urs­ins sem heim­ur­inn hefur séð.“Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einungis Tyrkir og Pólverjar máttu þola meiri verðhækkanir en Íslendingar í fyrra af löndunum sem Eurostat mælir
Verðbólgan á Íslandi hærri en í flestum Evrópulöndum
Verðhækkanir hérlendis voru langt umfram þróun flestra annarra Evrópulanda í fyrra, en verðbólgan í síðasta mánuði var aðeins hærri í Tyrkland og Póllandi, samkvæmt nýjum mælingum Eurostat.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Úrskurður um að afhenda héraðssaksóknara gögn frá endurskoðanda Samherja ómerktur
Landsréttur hefur ómerkt úrskurð um að embætti héraðssaksóknara eigi að fá gögn varðandi bókhald og reikningskil allra félaga Samherja frá KPMG, fyrrverandi endurskoðanda félagsins, og gert héraðsdómi að taka málið aftur fyrir.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Andrés Pétursson
Brexit er efnahagslegt högg fyrir Breta
Kjarninn 25. febrúar 2021
Guðjón Sigurbjartsson
Fæðuöryggi – Hvað á að gera við afa?
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tæplega 30 prósent aðspurðra í nýlegri könnun vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið.
Íslendingarnir sem vilja helst ganga í ESB
Lítil hreyfing er á afstöðu Íslendinga til inngöngu í Evrópusambandið á milli ára og enn eru fleiri andvígir en hlynntir þeirri vegferð, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu. En hvaða kjósendahópar á Íslandi vilja ganga í ESB? Kjarninn kíkti á það.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis lætur af störfum í lok apríl.
Tryggvi hættir sem umboðsmaður Alþingis eftir rúm 22 ár í starfi
Tryggvi Gunnarsson, sem skipaður var umboðsmaður Alþingis árið 1998, hefur beðist lausnar og forsætisnefnd Alþingis samþykkt beiðni hans. Nýr umboðsmaður verður kjörinn af Alþingi fyrir lok aprílmánaðar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Niðurstaðan ýmist sögð staðfesta „tilefnislausa aðför“ eða „kerfislægt misrétti“
Formaður stéttarfélagsins Eflingar og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru ekki sammála um hvernig túlka skuli niðurstöðu héraðsdóms í máli rúmenskra verkamanna gegn starfsmannaleigu og Eldum rétt. Frávísun málsins verður áfrýjað til Landsréttar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Talsvert um að fólk afþakki bólusetningu með bóluefni AstraZeneca
Sóttvarnalæknir telur enga ástæðu fyrir fólk til að afþakka eitt bóluefni umfram önnur líkt og talsverður hópur fólks hefur gert undanfarið.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiErlent