„Brasilíska afbrigðið“: Bretar herða reglur og súrefnið klárast í stórborg í Amazon

Faraldsfræðingur í Manaus í Brasilíu segir borgina að verða sögusvið eins sorglegasta kafla COVID-19 faraldursins hingað til. Súrefni skortir og nýburar eru fluttir í burtu. Á sama tíma grípa Bretar til hertra aðgerða til að verjast nýjum afbrigðum.

Frá spítala í Manaus í gær. Þar skortir súrefni, sem hefur valdið ónauðsynlegum dauðsföllum bæði COVID-sjúklinga og annarra.
Frá spítala í Manaus í gær. Þar skortir súrefni, sem hefur valdið ónauðsynlegum dauðsföllum bæði COVID-sjúklinga og annarra.
Auglýsing

Bresk stjórn­völd kynntu í gær við­tækt ferða­bann. Allir sem hafa verið í ríkjum Suð­ur­-Am­er­íku, í Portú­gal eða á Græn­höfða­eyjum eða milli­lent þar und­an­farna 10 daga mega ekki lengur koma til Bret­lands, að breskum eða írskum rík­is­borg­urum og öðrum sem hafa land­vist­ar­leyfi í Bret­landseyjum und­an­skild­um.

Í dag bættu Bretar um betur og sögðu að frá og með mánu­degi þyrfti hver einn og ein­asti flug­far­þegi á leið til Bret­lands að fram­vísa nei­kvæðu COVID-­prófi áður en hann fengi að setj­ast upp í flug­vél. Sam­kvæmt frá­sögn BBC af blaða­manna­fundi Borisar John­son verða þessar reglur í gildi til 15. febr­ú­ar. Þetta á líka við um flug frá Íslandi.

Ástæð­urnar fyrir þessum hertu aðgerðum eru sagðar ný og óþekkt afbrigði kór­ónu­veirunn­ar, á borð við eitt sem greinst hefur í Bras­ilíu og vís­inda­menn hafa áhyggjur af að gæti mögu­lega leitt til þess að þau bólu­efni sem hafa verið þróuð gagn­vart kór­ónu­veirunni virki síð­ur. Ein af nokkrum stökk­breyt­ingum sem hefur orðið á þessu til­tekna afbrigði mun vera svipuð og sú sem er til staðar í því afbrigði sem kennt hefur verið við Suð­ur­-Afr­ík­u. 

Auglýsing

Grant Shapps, sam­göngu­mála­ráð­herra Bret­lands, ræddi þessar nýju tak­mark­anir við BBC í morgun og sagði að um var­úð­ar­ráð­stöfun væri að ræða. Bret­land, sem væri komið af stað með bólu­setn­ing­ar­her­ferð sína, mætti ekki við frek­ari vand­kvæð­um. Hann sagði ekki talið að þetta til­tekna „brasil­íska afbrigð­i“, sem greind­ist fyrst þar í landi í júlí, hefði fund­ist í Bret­landi.

Hert á reglum þvers og kruss

Bretar hafa hins vegar verið að glíma við mikla og hraða útbreiðslu svo­kall­aðs „bresks afbrigð­is“ veirunn­ar, sem greind­ist fyrst þar í landi í októ­ber og talið er meira smit­andi en önnur afbrigði sem náð hafa fót­festu. Strangar sótt­varn­ar­ráð­staf­anir eru í gildi í land­inu, skólar lok­aðir og fólki sagt að halda sig sem mest heima.  

Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands kynnti hertar ferðatakmarkanir til sögunnar í dag.

Á sama tíma og Bretar herða á landa­mærum sínum til að verj­ast utan­að­kom­andi nýjum afbrigðum veirunnar hafa mörg ríki hert tak­mark­anir sínar á landa­mærum til þess að lág­marka áhætt­una á að afbrigðið sem þar er í mestri útbreiðslu ber­ist til sín.

Jap­anir greindu afbrigðið sem fyrst sást í Amazonas

Fréttir um þetta nýja  „brasil­íska afbrigð­i“ hafa sprottið upp und­an­farna daga, eftir að smit­sjúk­dóma­stofnun Jap­ans greindi frá því í til­kynn­ingu 12. jan­úar að það hefði fund­ist í fjórum ein­stak­lingum sem komu til lands­ins 2. jan­úar eftir dvöl í Amazona­s-­fylk­inu í Bras­il­íu.

Jap­anska stofn­unin benti á að stökk­breyt­ing­arnar sem væri að finna í afbrigð­inu væru að hluta þær sömu og í þeim sem greinst hafa og valdið áhyggjum í Bret­landi og Suð­ur­-Afr­íku. Rann­sóknir á þessu standa yfir.

Súr­efn­is­skortur í Manaus

Und­an­farna daga hafa fjöl­miðlar sagt fregnir af skelf­ing­ar­á­standi sem skap­ast hefur á sjúkra­húsum í Amazona­s-­fylki og þá helst í fylk­is­höf­uð­borg­inni Manaus. Fjöldi inn­lagna vegna COVID-19 hefur auk­ist hratt að í borg­inni, þar sem um tvær millj­ónir manna búa.

Súr­efni skortir til­finn­an­lega. Sam­kvæmt umfjöllun New York Times hefur þörf spít­al­anna í rík­inu fyrir súr­efni farið yfir 70 þús­und rúmmetra á sól­ar­hring. Þegar fyrsta bylgja far­ald­urs­ins reið yfir í mars fór súr­efn­is­þörfin hæst í 30 þús­und rúmmetra á sól­ar­hring.

Brasil­íski her­inn er byrj­aður að flytja súr­efni með flug­vélum til Manaus. Til þessa hefur þurft að vísa fólki frá og sjúk­lingar sem þurfa önd­un­ar­að­stoð hafa verið fluttir til ann­arra fylkja lands­ins. 

Margir eru þegar sagðir hafa lát­ist vegna súr­efn­is­skorts­ins og sumum deildum á sjúkra­húsum í Manaus hefur hrein­lega verið lýst sem „köfn­un­ar­klef­um“, þar sem sjúk­lingar lát­ast án þess að örþreytt heil­brigð­is­starfs­fólk fái ráðið við stöð­una. Heil­brigð­is­starfs­fólk hefur þurft að grípa til þess ráðs halda lífi í fólki með hand­virkum súr­efn­isp­ump­um.

Neyð­ar­kall vegna fyr­ir­bura

CNN í Bras­ilíu sagði frá því í dag að fylk­is­yf­ir­völd hefðu óskað eftir því að 60 fyr­ir­burar yrðu fluttir með frá spít­ölum í Amazonas og til ann­arra fylkja Bras­il­íu. Það eru nefni­lega ekki bara COVID-­sjúk­lingar sem þurfa súr­efn­ið.

„Hér eru engin laus rúm, engir súr­efn­iskút­ar, ekk­ert. Það eina sem við eigum eftir er trú­in,“ hefur AFP frétta­stofan eftir íbúa í Manaus.

Breska blaðið Guar­dian ræðir við Jesem Orell­ana, far­alds­fræð­ing í Manaus, sem segir for­dæma­lausar hörm­ungar vera að ríða yfir í borg­inni. „Á næstu klukku­stundum verður Manaus sögu­svið eins sorg­leg­asta kafla COVID-19 far­ald­urs­ins sem heim­ur­inn hefur séð.“Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Nú þurfa Íslendingar að gyrða sig í brók“
Fíknigeðlæknir segir að nú þurfi Íslendingar að gyrða sig í brók svo að hið sama verði ekki upp á teningnum á Íslandi og í Bandaríkjunum varðandi ofnotkun ópíóíða.
Kjarninn 26. október 2021
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
Kjarninn 26. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Gamla höfnin í Reykjavík, örverur, kombucha og súrdeig
Kjarninn 26. október 2021
Gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir ungmenni í Laugardalnum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ungmenni í Laugardal þurfi alvöru aðstöðu til íþróttaiðkunar „ekki fleiri vinnuhópa eða góðar hugmyndir á blaði“.
Kjarninn 26. október 2021
Stefán Jón Hafstein sendifulltrúi með orðið á veffundinum í dag.
Ísland lýsir yfir vilja til að halda áfram að styðja við úttekt FAO
Sendifulltrúi Íslands lýsti því yfir á veffundi Alþjóðamatvælastofnunarinnar (FAO) að Ísland vildi halda áfram að styðja við framkvæmd rannsóknarverkefnis sem lýtur að viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 25. október 2021
Rósa Bjarnadóttir
Enn eitt stefnulaust ár
Kjarninn 25. október 2021
Skortur er á steypu í landinu þessa stundina, samkvæmt framkvæmdastjóra Sementsverksmiðjunnar.
Sementsskortur á landinu
Hrávöruskortur í Evrópu hefur leitt til þess að innflutningur á sementi hefur dregist mikið saman á síðustu vikum. Framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar segir að það sé áskorun fyrir fyrirtækið að standa við skuldbindingarnar sínar.
Kjarninn 25. október 2021
Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, og Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis.
Framkvæmdastjóri Gildis neitar að mæta á fund um Init-málið
Framkvæmdastjóri Gildis hafði áður fallist á boð um að koma á fund Eflingar um Init-málið en samkvæmt stéttarfélaginu dró hann það til baka þegar honum var tilkynnt að Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður yrði fundarstjóri.
Kjarninn 25. október 2021
Meira úr sama flokkiErlent