Um ellefu þúsund manns hafa verið atvinnulaus í hálft ár eða lengur

26.437 manns eru atvinnulaus að öllu leyti eða hluta. Langtímaatvinnuleysi hefur stóraukist og þeir sem hafa verið án atvinnu í eitt ár eða lengur eru nú 156 prósent fleiri en fyrir ári.

Kórónuveirufaraldurinn leiddi af sér gríðarlega aukningu á atvinnuleysi.
Kórónuveirufaraldurinn leiddi af sér gríðarlega aukningu á atvinnuleysi.
Auglýsing

Alls voru 26.437 atvinnu­lausir að öllu leyti eða hluta í des­em­ber­mán­uði. Af þeim voru 21.365 atvinnu­lausir að öllu leyti en 5.108 voru á hluta­bóta­leið­inni. Þetta kemur fram í nýrri mán­aða­skýrslu Vinnu­mála­stofn­unar um vinnu­mark­að­inn. 

Þar kemur einnig fram að ein­ungis 20 pró­sent þeirra sem hafa fengið hluta­bætur á árinu 2020 hafa komið aftur inn á atvinn­leys­is­skrá sem bendir til þess að leiðin hafi nýst vel til að við­halda vinnu­sam­bandi milli fyr­ir­tækja sem lentu í tíma­bundnum rekstr­ar­vand­ræðum vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins og starfs­manna þeirra. 

Kostn­aður rík­is­sjóðs vegna hluta­bóta á árinu 2020 var 21,3 millj­arðar króna, en vegna almennra atvinnu­leys­is­bóta alls 30,8 millj­arðar króna, sam­kvæmt tölum sem birtar eru á vef stjórn­ar­ráðs­ins

Lang­tíma­at­vinnu­leysi auk­ist mikið

Lang­tíma­at­vinnu­leysi hefur auk­ist gríð­ar­lega síð­ast­liðið ár. Alls höfðu 4.213 verið án atvinnu í meira en tólf mán­uði í lok des­em­ber­mán­aðar 2020, sem er 2.565 fleiri en voru í þeirri stöðu ári áður. Hlut­falls­lega hefur lang­tíma­at­vinnu­lausum því fjölgað um 156 pró­sent milli ára. 

Á tölum Vinnu­mála­stofn­unar má sjá að 6.705 til við­bótar hafa verið án atvinnu í hálft ár eða meira. Það þýðir að 10.918 manns hafa verið atvinnu­lausir í hálft ár eða leng­ur.  Sá hópur taldi 4.374 manns fyrir ári síðan og því hefur orðið 150 pró­sent aukn­ing innan hans. 

Auglýsing
Alls luku 87 ein­stak­lingar bóta­rétti sínum í des­em­ber 2020. Bóta­tíma­bil atvinnu­leys­is­bóta er 30 mán­uðir og mun því núver­andi atvinnu­á­stand ekki valda mik­illi sveiflu í fjölda þeirra sem ljúka bóta­rétti sínum til skemmri tíma lit­ið.

Suð­ur­nes í sér­flokki

Sem fyrr er atvinnu­leysi mest á meðal erlendra rík­is­borg­ara, en þeir voru 51.120 alls í lok sept­em­ber síð­ast­lið­ins. Innan þess hóps mælist nú 24 pró­sent atvinnu­leysi. 

Þegar horft er til svæða er atvinnu­leysið lang­mest á Suð­ur­nesj­unum þar sem það mælist 23,3 pró­sent. Næst mest mælist það á höf­uð­borg­ar­svæð­inu þar sem það var tólf pró­sent, eða rétt um helm­ingur þess hlut­falls sem mælist atvinnu­laus á Suð­ur­nesj­un­um. 

Atvinnu­leysi er hærra meðal kvenna en karla á flestum svæðum nema á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og á Norð­ur­landi eystra. Á Norð­ur­landi vestra er það svipað hjá körlum og kon­um.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Nú þurfa Íslendingar að gyrða sig í brók“
Fíknigeðlæknir segir að nú þurfi Íslendingar að gyrða sig í brók svo að hið sama verði ekki upp á teningnum á Íslandi og í Bandaríkjunum varðandi ofnotkun ópíóíða.
Kjarninn 26. október 2021
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
Kjarninn 26. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Gamla höfnin í Reykjavík, örverur, kombucha og súrdeig
Kjarninn 26. október 2021
Gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir ungmenni í Laugardalnum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ungmenni í Laugardal þurfi alvöru aðstöðu til íþróttaiðkunar „ekki fleiri vinnuhópa eða góðar hugmyndir á blaði“.
Kjarninn 26. október 2021
Stefán Jón Hafstein sendifulltrúi með orðið á veffundinum í dag.
Ísland lýsir yfir vilja til að halda áfram að styðja við úttekt FAO
Sendifulltrúi Íslands lýsti því yfir á veffundi Alþjóðamatvælastofnunarinnar (FAO) að Ísland vildi halda áfram að styðja við framkvæmd rannsóknarverkefnis sem lýtur að viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 25. október 2021
Rósa Bjarnadóttir
Enn eitt stefnulaust ár
Kjarninn 25. október 2021
Skortur er á steypu í landinu þessa stundina, samkvæmt framkvæmdastjóra Sementsverksmiðjunnar.
Sementsskortur á landinu
Hrávöruskortur í Evrópu hefur leitt til þess að innflutningur á sementi hefur dregist mikið saman á síðustu vikum. Framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar segir að það sé áskorun fyrir fyrirtækið að standa við skuldbindingarnar sínar.
Kjarninn 25. október 2021
Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, og Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis.
Framkvæmdastjóri Gildis neitar að mæta á fund um Init-málið
Framkvæmdastjóri Gildis hafði áður fallist á boð um að koma á fund Eflingar um Init-málið en samkvæmt stéttarfélaginu dró hann það til baka þegar honum var tilkynnt að Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður yrði fundarstjóri.
Kjarninn 25. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent