Auglýsing

Árið 2020 átti að vera ár hinnar mjúku lend­ing­ar. Eftir sam­fellt hag­vaxt­ar­skeið frá 2011 á Íslandi, og röð efna­hags­á­falla á árinu 2019 með gjald­þroti WOW air, kyrr­setn­ingu MAX-­véla Icelandair og loðnu­bresti, var búist við krefj­andi en vel við­ráð­an­legu ári í fyrra. 

Fyr­ir­liggj­andi var að aðlögun yrði í ferða­þjón­ustu eftir mikla skuld­setn­ingu og skýja­borga­smíðar áranna á und­an, þar sem oft var byggt á algjör­lega óraun­hæfum vænt­ingum um áfram­hald­andi fjölgun ferða­manna. Senni­leg­ast var talið að sú aðlögun myndi ekki fara á fullt fyrr en um haustið 2020 þar sem margir ætl­uðu að reyna að bjarga sér fyrir horn um sum­ar­ið. 

Allar tölur voru þrátt fyrir allt þokka­leg­ar. Við end­ur­reikn­ing hafði komið í ljós að smá­vægi­legur hag­vöxtur hafði verið 2019, alls 0,6 pró­sent, og spár Seðla­bank­ans gerðu ráð fyrir að hann yrði 0,8 pró­sent í fyrra. Atvinnu­leysi mæld­ist reyndar hátt, 4,3 pró­sent, og þótti það mikið áhyggju­efni enda ekki verið hærra síðan vorið 2013. Á móti hafði tek­ist að ljúka við kjara­samn­inga á vinnu­mark­aði til lengri tíma sem tryggði fyr­ir­sjá­an­leika. 

Góð staða rík­is­sjóðs og sögu­lega risa­vax­inn gjald­eyr­is­vara­forði fjölg­uðu líka verk­fær­unum í áhalda­kistu efna­hags­mála. Seðla­bank­inn lækk­aði auk þess stýri­vexti úr 4,5 í 2,75 pró­sent sem voru lægstu vextir í Íslands­sög­unni. Og rík­is­stjórnin til­kynnti að rík­is­sjóði yrði beitt til að takast á við krefj­andi stöðu. Til stóð að reka hann í tíu millj­arða króna halla sam­kvæmt sam­þykktum fjár­lögum árs­ins 2020. 

Í lok febr­úar 2020 kom svo COVID-19 til Íslands. Og allt breytt­ist. 

Mjúka lend­ingin sem stefnt var að varð að draum­sýn og ein sú harð­asta í sög­unni blasti þess í stað við.

Hin þungu högg

Ein­hæft atvinnu­líf, þar sem þrjár stoðir (fisk­veið­ar, orku­sala og ferða­þjón­usta) halda að meg­in­uppi­stöðu uppi efna­hags­kerf­inu, og við­kvæmur örgjald­mið­ill sem sveifl­ast mik­ið, ýkja efna­hags­legu áhrif áfalla hér­lend­is. COVID-19 kreppan var ekki und­an­tekn­ing þar á. Ein helsta birt­ing­ar­mynd hennar var algjört hrun í þjón­ustu­við­skipt­u­m. 

Á síð­asta ári heim­sóttu 479 þús­und ferða­menn Ísland. Það er fjórð­ungur þess fjölda sem það hafði gert árið áður og svip­aður fjöldi og heim­sótti landið árið 2010. Við fórum því ára­tug aftur í tím­ann þegar kemur að komu ferða­manna á síð­asta ári. Mun­ur­inn er sá að störfum í þeim geira hafði fjölgað um mörg þús­und, fjár­fest­ing í honum auk­ist um tugi ef ekki hund­ruð millj­arða króna og ferða­þjón­ustan var orðin stærsta stoðin undir íslenska efna­hags­kerf­in­u. 

Auglýsing
COVID-19 leiddi til þrenns konar sýni­legs efna­hags­legs skaða fyrir þá sem stunda þjón­ustu­við­skipti.

Í fyrsta lagi lok­að­ist að mestu fyrir komu ferða­manna hingað til lands. 

Í öðru lagi hafa sótt­varna­ráð­staf­anir gert mörgum þjón­ustu­að­ilum ókleift að reka sína starf­semi jafn­vel fyrir inn­an­lands­markað þannig að rekstr­ar­hæfi náist. Þar má nefna veit­inga­staði, bari, aðra sam­komu­staði og svo fram­veg­is. 

Í þriðja lagi hafa allskyns fyr­ir­tæki og ein­yrkjar nán­ast þurft að leggja niður störf vegna sótt­varna­ráð­stafanna, eins og t.d. þeir sem starfa við fram­komu eða list­sköp­un.

Gripið til aðgerða

Rík­is­sjóði hefur verið beitt af miklum krafti gegn þess­ari stöðu. Fjöl­margir aðgerð­ar­pakkar hafa verið kynntir til leiks. 

Sumir hafa virkað vel, eins og hluta­bóta­leið­in, en aðrir síð­ur, eins og stuðn­ings- og brú­ar­lán sem nán­ast engin eft­ir­spurn hefur verið eft­ir. Heild­ar­um­fang pakk­anna hefur verið sagt vera vel á fjórða hund­rað millj­arða króna og er þá ótalin sá aukni kostn­aður sem hlot­ist hefur af beinu atvinnu­leysi, sem hleypur á tugum millj­arða króna. Áherslan hefur verið sér­stak­lega á fyr­ir­tæki í ferða­þjón­ustu og tengdri starf­sem­i. 

Sam­an­lagður halli á rík­is­sjóði í fyrra var fyrir vik­ið, og vegna lægri tekna, lang­leið­ina í 300 millj­arða króna og hann er áætl­aður 320 millj­arðar króna í ár. 

Seðla­banki Íslands hefur líka beitt sér af krafti, lækkað vexti niður í 0,75 pró­sent og afnumið sveiflu­jöfn­un­ar­auka. Það hefur skilað gríð­ar­legri aukn­ingu í hús­næð­is­lánum en nán­ast engu í fyr­ir­tækja­lán­um. Bank­arnir eru ein­fald­lega fullir af pen­ingum og ekki að lána til fyr­ir­tækja.

Íslenska banka­­kerfið lán­aði atvinn­u­­fyr­ir­tækjum lands­ins alls 809 millj­­ónir króna á fyrstu ell­efu mán­uðum árs­ins 2020 í nýjum útlán­um, að frá­­­dregnum upp­­greiðslum og umfram­greiðsl­u­m. 

Til sam­an­­burðar lán­uðu bank­­arnir tæp­­lega 209 millj­­arða króna til atvinn­u­­fyr­ir­tækja árið 2018, eða 258falt það sem þeir lán­uðu á ell­efu mán­uðum í fyrra. 

Þeir sem aðgerð­irnar beindust að

Í nýlegri úttekt VR kom fram að sér­fræð­ingar stétt­ar­fé­lags­ins töldu að um 300 millj­arðar af 340 millj­örðum króna sem lofað hafði verið í allskyns aðgerðir hefðu farið í að styðja við fyr­ir­tæki. Það sem eftir stæði ætti að fara beint til heim­ila, en að það hafi ein­ungis skilað sér að litlu leyti enn sem komið er. Um átta millj­arðar króna hafa nú runnið til þeirra í formi sér­stakra barna­bóta, end­ur­greiðslu á virð­is­auka­skatti og ferða­gjafar en á móti hafa greitt tæp­lega níu millj­arða króna í skatt fyrir að leysa út sér­eign­ar­sparnað sinn. Heim­ili lands­ins hefðu því í raun greitt meira inn í rík­is­sjóð en þau hefðu tekið úr úr honum vegna aðgerða sem ráð­ist var í vegna far­ald­urs­ins.

Þorri þeirra pen­inga sem deilt hefur verið út hafa farið í að styðja við fyr­ir­tæki í ferða­þjón­ustu, eða í tengdum geir­um. Ýmsir hafa gagn­rýnt þá aðferð­ar­fræði og segja hana merki um skamm­sýni. Betra væri að fjár­festa í mennt­un, innvið­um, nýsköpun og betra starfs­um­hverfi fyrir fyr­ir­tæki til fram­tíðar frekar en að leggja allt undir á eina atvinnu­grein, sem skapar mörg störf en er með litla arð­semi í sam­an­burði við aðr­ar. 

Á meðal þeirra sem það hafa gert er Sig­urður Hann­es­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka iðn­að­ar­ins, sem sagði í við­tali við Kjarn­ann í sept­em­ber að atvinnu­stefnan hér gengi út á að velja sig­ur­veg­ara. Aðgerðir stjórn­valda mið­uðu fyrst og síð­ast að því að bjarga ferða­þjón­ust­unni í stað þess að fjár­festa frekar til fram­tíð­ar. 

Þeir sem tapa

Helstu afleið­ing­arnar af þessu ástandi hafa verið fjölda­at­vinnu­leysi. Í lok nóv­em­ber voru 26.354 án atvinnu að öllu leyti eða hluta og sam­an­lagt atvinnu­leysi mæld­ist 12 pró­sent. Lang­tímat­vinnu­lausum hefur fjölgað um 150 pró­sent. 

Sam­kvæmt skýrslu sér­fræð­inga­hóps ASÍ, BSRB og BHM vann mun kreppan koma verst niður á erlendum rík­is­borg­unum (40 pró­sent atvinnu­lausra), ungu fólki (at­vinnu­lausum á aldr­inum 18-24 ára hefur fjölgað um 123 pró­sent á einu ári) og konum í lág­launa­störf­um. Verst er staðan á Suð­ur­nesjum, þar sem atvinnu­leysi er 23 pró­sent. 

Auglýsing
Síðustu mán­uði hafa margir klárað bóta­rétt sinn, og þeim mun fjölga mikið í nán­ustu fram­tíð. Þá fara þeir á félags­lega fram­færslu sveit­ar­fé­laga. Tölu­vert fleiri þurftu til að mynda á fjár­­hags­að­­stoð Reykja­vík­­­ur­­borgar til fram­­færslu að halda á fyrstu tíu mán­uðum árs­ins 2020 en allt árið á und­an. Í júlí einum saman fengu yfir 1.400 manns slíka aðstoð en fjöld­inn hafði ekki verið meiri í þeim mán­uði í fimm ár. Fjórð­ungi fleiri fengu fjár­­hags­að­­stoð í októ­ber en á sama tíma árið 2019. 

Þetta verða tap­arar kór­ónu­veiru­krepp­unn­ar.

Skattur á verst settu, skatt­leysi fyrir hina

Það blasir við að lík­leg­ast er að tekju­lágt fólk eða þeir sem lenda í atvinnu­missi eða öðrum áföllum vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins séu að leysa út sér­eigna­sparn­að­inn sinn, og greiða þessa skatta. Þetta er líka fólkið sem er lík­leg­ast til að eiga ekki eigið hús­næði og búa þannig við óör­yggi leigu­mark­að­ar, sem hefur ekki lækkað í verði sem neinu nemur þrátt fyrir að þús­undir íbúða sem áður hýstu ferða­menn hafi bæst við flóru hans síð­ast­liðið ár.

Á sama tíma býðst þeim sem eiga hús­næði, halda vinnu, geta unnið að heiman, eru að jafn­aði með hærri og hafa séð kjör sín batna veru­lega í far­aldr­in­um, að nota sér­eign­ar­sparnað sinn skatt­frjálst til að greiða inn á hús­næð­is­lán sín. 

Þeir sem eru verst settir og leysa út sér­eign­ar­sparnað til að draga fram lífið og standa undir skuld­bind­ingum þurfa að borga skatt af fyr­ir­framnýt­ingu á sér­eign­ar­sparn­aði. Þeir sem eru mun betur sett­ir, eiga eignir og leysa út sér­eign­ar­sparnað til að fjár­festa í fast­eign þurfa þess ekki. 

Þeir sem sigra

Við skulum bara segja það upp­hátt: stór hópur Íslend­inga mun koma vel út úr þess­ari kreppu, og mun hafa styrkt sig fjár­hags­lega á meðan að á henni stóð. Allir mæli­kvarðar benda til þess. Sparn­aður hefur auk­ist veru­lega vegna minni neyslu­út­gjalda. Launa­hækk­anir hafa skilað þeim sem halda vinnu og geta stundað hana að heiman auknum kaup­mætti. Beinar greiðslu­að­gerðir stjórn­valda (al­mennar barna­bætur og ferða­gjöf) hafa gagn­ast þessum hópi til jafns við þá sem hafa farið illa út úr krepp­unni og end­ur­greiðslur á virð­is­auka­skatti lenda fyrst og síð­ast hjá fólki sem á eigið hús­næði og hefur ráð­ist í end­ur­bætur á því (3,3 millj­arðar af 4,3 millj­örðum króna í virð­is­auka­skatt­send­ur­greiðslur hafa farið til hús­næð­is­eig­enda), hús­næð­is­verð hefur hækkað og lána­kjör eru nú þau bestu í lýð­veld­is­sög­unni, sem þýðir minni fjár­magns­kostnað þeirra sem skuld­setja sig. 

Þá er ótaldir þeir fjár­magns­eig­endur sem eiga hluta­bréf. Úrvals­vísi­tala íslensku Kaup­hall­ar­innar hækk­aði um 22,5 pró­sent í fyrra. Ein­ungis tvö félög á mark­aði lækk­uðu og annað þeirra, Icelandair Group, hefur náð sér í meiri pen­ing en nokkuð annað fyr­ir­tæki – tugi millj­arða króna – í hlutafé og rík­is­að­stoð frá því að far­ald­ur­inn skall á.

Þetta verða sig­ur­veg­arar kór­ónu­veiru­krepp­unn­ar.

Afleið­ing­arnar

Það verður hægt að takast enda­laust á um hvort gripið hafi verið til réttra aðgerða til að takast á við efna­hags­legar afleið­ingar kór­ónú­veirunn­ar. Margt gott hefur verið gert, og margt er afar umdeilt. Hvort við­un­andi árangri verður náð mun tím­inn einn leiða í ljós.

Auglýsing
Það liggur þó skýrt fyrir að alvar­leg­ustu efna­hags­legu afleið­ingar kór­ónu­veiru­krepp­unnar verða ekki tapað hlutafé eða minnkað eigið fé hluta fyr­ir­tækja­eig­enda, heldur sú staða sem á þriðja tug þús­und íbúa lands­ins eru í vegna atvinnu­miss­is. Lang­tíma­at­vinnu­leysi leiðir af sér fjár­hags­vanda, eykur líkur á and­legum erf­ið­leikum og félags­legum vanda­mál­u­m. 

Það að sá hluti lands­manna sem hélt vinnu mun að uppi­stöðu fara mun betur fjár­hags­lega út úr krepp­unni mun til við­bótar leiða til auk­ins ójöfn­uð­ar. Aukin ójöfn­uður leiðir til frek­ari jað­ar­setn­ingar hópa. Frek­ari jað­ar­setn­ing leiðir af sér sundr­ungu og sam­fé­lags­lega erf­ið­leika. Og svo fram­veg­is.

Tæki­færi sem fara for­görðum

Spurn­ingin sem stjórn­mála­menn, og við sem sam­fé­lag, stöndum frammi fyrir er hvað við ætlum að gera við allt þetta fólk? Ætlum við að von­ast til að þetta leys­ist allt að sjálfu sér þegar landið tekur að rísa eða er nú tím­inn til að grípa til rót­tækra aðgerða? Eru mögu­lega tæki­færi í áfall­inu til að hugsa hlut­ina upp á nýtt?

Til að mæta þessu mikla atvinnu­leysi, lang­vinni jað­ar­setn­ingu öryrkja, hluta líf­eyr­is­þegar og ann­arra lág­tekju­hópa og þeim áskor­unum sem fylgja sjálf­virkni­væð­ingu fjórðu iðn­bylt­ing­ar­inn­ar, þarf að laga flókin og órétt­lát fram­færslu­kerfi. Það þarf að fjölga eggj­unum í íslensku efna­hags­kröf­unni með stór­auk­inni fjár­fest­ingu í nýsköpun og sprota­starf­semi. Það þarf að ráð­ast hratt í stór inn­viða­verk­efni sem skapa mörg störf og styðja við fram­tíð­ar­upp­bygg­ingu hins nýja efna­hags­hags, t.d. hvað varðar orku­skipti. Það þarf að breyta rík­inu úr valda­fyr­ir­bæri, sem mylur undir fáa útvalda, í þjón­ustu­fyr­ir­bæri, sem bætir sam­fé­lagið fyrir flesta. 

Og það þarf að tryggja því fólki sem vill vera að gera eitt­hvað virkni, í stað þess að borga tugum þús­unda fyrir að vera heima hjá sér af hættu við að fram­færsla þeirra skerð­ist.

Þetta er stærsta við­fangs­efni stjórn­mál­anna í dag, þegar örfáir mán­uðir eru í næstu kosn­ing­ar. 

Nið­ur­stöður þeirra ættu ráð­ast á þeim lausnum sem fram verða settar á ofan­greindri stöðu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari