Mynd:Pexels

Hlutabréfaviðskipti hafa ekki verið fleiri á Íslandi frá hrunárinu 2008

Markaðsvirði skráðra félaga í Kauphöll Íslands jókst um 312 milljarða króna í fyrra. Eftir sögulega dýfu í upphafi kórónuveirufaraldursins þá náði hlutabréfamarkaðurinn sér verulega á strik þegar leið á árið. Frá botninum, sem náð var í mars, og til áramóta hækkaði úrvalsvísitalan um meira en 60 prósent.

Frá 21. febr­úar til 9. mars í fyrra lækk­aði úrvals­vísi­tala íslensku Kaup­hall­­ar­inn­­ar, sem er saman sett úr gengi þeirra tíu félaga á mark­aði sem hafa mestan selj­an­­leika, um 22,5 pró­sent. Síð­ar­nefndi dag­ur­inn var svart­asti dagur í íslensku Kaup­höll­inni frá því að íslenskur hluta­bréfa­mark­aður var end­ur­reistur eftir banka­hrun. Á honum einum saman lækk­aði úrvals­vísi­talan um 8,44 pró­sent. Á þessum rúmu tveimur vikum lækk­aði virði þeirra félaga sem skráð eru á markað um rúm­lega 281 millj­arð króna.

Þetta var ástand sem var út um allan heim. Ástæðan var útbreiðsla COVID-19.

Staðan átti eftir að versna umtals­vert næstu daga. Þann 12. mars til­kynnti Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, um ferða­bann og í kjöl­farið lok­uð­ust landa­mæri víða um heim. Óvíssan var algjör og hrun á hluta­bréfa­mörk­uðum end­ur­spegl­aði það. Í ljósi þess óróa sem skap­að­ist beitti Nas­daq Iceland hf., sem rekur íslensku kaup­höll­ina, svoköll­uðum sveiflu­vörðum fyrir öll hluta­bréf, kaup­hall­­ar­­sjóð og skulda­bréf sem skráð eru. Slíkt er afar óvenju­legt og gert til að draga úr væntum sveiflum á hluta­bréfa­verð­i. 

Auglýsing

Þann 23. mars náði úrvals­vísi­talan botni árs­ins. Hún hafði þá lækkað um 37,1 pró­sent á rúmum mán­uði. Yfir þriðj­ungur af öllu mark­aðsvirði skráðra fyr­ir­tækja hafði horf­ið.

En þá tók landið að rísa. 

Lægri vextir og efna­hags­að­gerðir sköp­uðu súr­efni

Umfangs­miklar efna­hags­gerðir þjóð­ríkja sneru stöð­unni við. Vextir lækk­uðu sem gerðu fjár­magn ódýr­ara og pen­ingum var bók­staf­lega dælt inn í hag­kerfi heims til að halda þeim gang­andi á meðan að heims­far­ald­ur­inn gengur yfir. 

Afleið­ing­arnar voru skýrar hér­lendis sem ann­ars­stað­ar, sér­stak­lega á hluta­bréfa­mark­að­in­um. Frá 23. mars og til loka árs hækk­aði úrvals­vísi­talan um 61,4 pró­sent. Af þeim 19 félögum sem skráð eru á Aðal­markað Kaup­hallar Íslands hækk­uðu 17 í virði á síð­asta ári. 

Alls eru 19 félög skráð á aðalmarkað Kauphallar Íslands.
Mynd: Nasdaq Iceland

Úrvals­vísi­talan, sem er saman sett úr gengi þeirra tíu félaga á mark­aði sem hafa mestan selj­an­leika, hækk­aði um 20,5 pró­sent á árinu 2020, sem er næst mesta hækkun innan árs í ára­ráð­ir. Frá 2012 hefur hún ein­ungis hækkað meira á tveimur árum: árið 2015, þegar hún hækk­aði um 43,4 pró­sent, og árið 2019 þegar hún hækk­aði um 31,4 pró­sent. 

Til við­bótar við þessa hækkun öfl­uðu skráð félög sér 29 millj­arða króna á mark­aði, en þar bar hluta­fjár­út­boð Icelandair Group hæst, enda þriðja stærsta hluta­fjár­út­boð í sögu íslenska hluta­bréfa­mark­að­ar­ins. Sam­hliða varð tvö­földun á fjölda ein­stak­linga sem áttu bréf skráð á mark­aðn­um, enda þátt­taka almenn­ings í hluta­fjár­út­boði Icelandair Group mik­il. 

Auglýsing

Fjöldi við­skipta jókst mikið á síð­asta ári þegar þau voru 56.337, eða 226 á dag. Það eru 58 pró­sent fleiri við­skipti en voru á árinu 2019 og mesti fjöldi við­skipta á hluta­bréfa­mark­aði í tólf ár, eða frá hru­nár­inu 2008. Íslenskur hluta­bréfa­mark­aður nær þurrk­að­ist út eftir banka­hrunið í októ­ber það ár og því má segja að árið í fyrra sé metár hins end­ur­reista hluta­bréfa­mark­aðar þegar kemur að fjölda við­skipta. 

Icelandair Group í sér­flokki

Ein­ungis tvö félög hefja árið 2021 minna virði en þau voru í byrjun síð­asta árs; áður­nefnt Icelandair Group en bréf í félag­inu lækk­uðu um 78,3 pró­sent á árinu 2020, og fast­eigna­fé­lagið Reit­ir, sem lækk­aði um 2,9 pró­sent.

Verð hluta­bréfa í Kviku banka, sem skráður var á aðal­markað vorið 2019, hækk­uðu mest allra á síð­asta ári, eða um 63,5 pró­sent. Í öðru sæti yfir þau bréf sem hækk­uðu mest voru hluta­bréf í trygg­inga­fé­lag­inu TM, sem hækk­uðu um 53,6 pró­sent. Í lok nóv­em­ber var til­kynnt um að Kvika myndi sam­ein­ast TM og Lykli.Auglýsing

Í þriðja sæti yfir mestu hækk­anir voru bréf í Origo sem hækk­uðu um 50,9 pró­sent á árinu 2020. Á First North mark­aðnum hækk­uðu verð bréfa Hamp­iðj­unnar um 75 pró­sent. 

Mark­aðsvirði skráðra hluta­bréfa var í árs­lok 1.563 millj­arðar sam­an­borið við 1.251 millj­arð í lok árs 2019 sem er 24 pró­sent hækkun milli ára. Í lok árs voru 23 félög skráð, þar af 4 á Nas­daq First North. Eitt félag, Heima­vell­ir, var afskráð á árinu 2020. Nokkrir hlut­hafar í Skelj­ungi hafa sömu­leiðis gert yfir­tökutil­boð í félagið og ætla að afskrá það gangi áform þeirra eft­ir. Það mun koma í ljós á næstu dögum hvort svo verði.

Stærstu eig­endur skráðra hluta­bréfa á Íslandi eru áfram sem áður íslenskir líf­eyr­is­sjóð­ir. Þeir eiga um helm­ing skráðra bréfa, annað hvort beint eða óbeint í gegnum hluta­bréfa­sjóði sjóðs­stýr­inga­fyr­ir­tækja. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar