Vandræðin í Venstre flokknum

Danski Venstre flokkurinn er í miklum vanda. Varaformaðurinn Inger Støjberg var neydd til afsagnar og Lars Løkke Rasmussen fyrrverandi forsætisráðherra hefur sagt sig úr flokknum.

Inger Støjberg er ekki lengur varaformaður Venstre.
Inger Støjberg er ekki lengur varaformaður Venstre.
Auglýsing

Flestir þekkja máls­hátt­inn „oft veltir lítil þúfa þungu hlassi“. Hann á vel við upp­haf atburða­rásar sem end­aði með afsögn Inger Støjberg sem vara­for­manns Ven­stre sl. þriðju­dags­kvöld. 

„Litla þúfan“ var stutt­orð frétta­til­kynn­ing, sem danska inn­flytj­enda­ráðu­neytið sendi frá sér 10. febr­úar 2016. 

Í til­kynn­ing­unni var lagt bann við því að pör, þar sem annar aðil­inn, væri yngri en 18 ára, byggju saman í búðum hæl­is­leit­enda í Dan­mörku. Án und­an­tekn­inga.Til­kynn­ingin var, eins og áður sagði, stutt­orð, og danska Útlend­inga­stofn­unin fékk aldrei nein fyr­ir­mæli, né leið­bein­ing­ar, um hvernig þessu banni skyldi fram­fylgt. Ýmsir urðu til að gagn­rýna bannið sem sagt var brot á barna­sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna. Inger Støjberg, ráð­herra inn­flytj­enda­mála, stóð fast á sínu og sagði bannið gert í þeim til­gangi að forða barn­ungum stúlkum úr þving­uðum hjóna­bönd­um.

Umdeild harð­línu­kona

Inger Støjberg var fyrst kjörin á þing fyrir Ven­stre (sem er hægri miðju­flokk­ur) árið 2001 og varð strax nokkuð áber­andi innan flokks­ins. Hún var um skeið ráð­herra atvinnu­mála í rík­is­stjórn Lars Løkke Rasmus­sen sem hafði tekið við for­sæt­is­ráðu­neyt­inu af And­ers Fogh Rasmus­sen þegar sá síð­ar­nefndi sagði af sér þing­mennsku árið 2009. Stjórn Ven­stre féll í kosn­ing­unum árið 2011. Á næstu árum var mik­ill straumur flótta­fólks til Evr­ópu, einkum frá Sýr­landi og Eritreu. Mörg hund­ruð þús­und manns leit­uðu eftir land­vist­ar­leyfi í löndum Evr­ópu­sam­bands­ins en stjórn­mála­menn stóðu nær ráð­þrota gegn vand­an­um.

Eftir þing­kosn­ingar í Dan­mörku árið 2015 varð Inger Støjberg ráð­herra inn­flytj­enda­mála í rík­is­stjórn Lars Løkke Rasmus­sen. Hún taldi að flótta­fólk og hæl­is­leit­endur hefðu alltof greiðan aðgang að Dan­mörku „flótta­manna­gátt­irnar galopn­ar“ eins og hún komst að orði. Inger Støjberg vildi harð­ari stefnu, en fylgt var í rík­is­stjórn Helle Thorn­ing-Schmidt, á árunum 2011 – 2015, og lét ekki sitja við orðin tóm. Í mars árið 2017 fagn­aði hún því sér­stak­lega, með rjóma­tertu, að síðan hún varð ráð­herra, eftir kosn­ing­arnar 2015, hefði hún 50 sinnum hert reglur um mál­efni hæl­is­leit­enda og flótta­fólks. Til­kynn­ingin frá 10. febr­úar 2016 var liður í þess­ari hertu stefnu.

Að ganga, eða ekki að ganga, í takt

Í lok ágúst árið 2019 sagði Lars Løkke Rasmus­sen af sér sem for­maður Ven­stre. Krist­ian Jen­sen vara­for­maður sagði af sér sama dag. Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi formaður Venstre. Mynd: EPA

Þessir tveir höfðu átt erfitt með að finna „sam­vinnu­takt­inn“ og skyndi­legt brott­hvarf þeirra kall­aði á nýja for­ystu í flokkn­um. Á flokks­þingi Ven­stre þrem vikum síðar var Jacob Ellem­ann- Jen­sen kjör­inn for­maður og Inger Støjberg vara­for­mað­ur. Ekki voru allir trú­aðir á að þau tvö gætu unnið sam­an, en Ven­stre fólk von­aði hið besta. Lars Løkke hafði áður en til afsagnar hans kom viðrað þá hug­mynd að rétt væri að flokk­arnir á hægri væng stjórn­mál­anna, bláa blokkin svo­nefnda, íhug­uðu sam­starf við flokk­ana vinstra megin miðj­unn­ar, rauðu blokk­ina.  

Skýrslan og Lands­dómur

Í nýrri skýrslu (14.12.2020) vegna emb­ætt­is­færslna Inger Støjberg kom fram að hún hefði brotið lög með fyr­ir­skip­unum sínum var­andi mál­efni hæl­is­leit­enda (til­kynn­ingin frá 10.­febr­úar 2016) og auk þess logið að þing­inu. Margir þing­menn vilja að málið fari fyrir lands­dóm (rigs­ret) sem er dóm­stóll sem dæmir ein­göngu í málum sem varða starf­andi, eða fyrr­ver­andi, ráð­herra. Þingið ákvað á end­anum að fá sér­staka ráð­gjaf­ar­nefnd til að meta hvort leggja skuli mál Inger Støjberg fyrir lands­dóm. Jacob Ellem­ann- Jen­sen lýsti jafn­framt yfir að yrði nið­ur­staða ráð­gjaf­ar­nefnd­ar­innar sú að málið eigi erindi fyrir lands­dóm muni hann styðja það. Þessi yfir­lýs­ing for­manns­ins und­ir­strik­aði ágrein­ing for­manns og vara­for­manns.

Auglýsing
Síðastliðinn þriðju­dag, 29.12.2020, var hald­inn fundur í 25 manna flokks­stjórn Ven­stre. Þar lýsti Jacob Ellem­ann- Jen­sen því yfir að Inger Støjberg yrði að hætta sem vara­for­mað­ur. Hann hefði hvatt hana til að segja af sér, ágrein­ingur þeirra væri alltof djúp­stæð­ur, fyrir utan hugs­an­legt lands­dóms­mál. Nokkrir full­trúar á fund­inum vildu að Inger Støjberg færi í leyfi, sem vara­for­mað­ur, en Jacob Ellem­ann- Jen­sen tók þeirri hug­mynd illa, Inger Støjberg yrði að hætta. Ljóst var að meiri­hluti flokks­stjórn­ar­innar var á sama máli. Engin ákvörðun var tekin á þessum fundi, önnur en sú að flokks­stjórnin myndi hitt­ast aftur eftir nokkra daga. Eftir fund­inn birti Inger Støjberg færslu á Face­book þar sem hún til­kynnti afsögn sína. Þar sagði hún að Jacob Ellem­ann- Jen­sen hefði beðið sig að hætta og hún yrði við þeirri beiðn­i. 

Nýárs­bomban frá Lars Løkke Rasmus­sen

Vegna kór­ónu­veirunnar var minna um flug­elda og gamlárs­kvölds­bombur í Dan­mörku en venjan er. En Lars Løkke Rasmus­sen bætti það upp svo um mun­að­i. 

Að kvöldi nýárs­dags kastaði hann, á Face­book, stórri bombu inn í danskt sam­fé­lag. Þar lýsti hann yfir að hann segði sig úr Ven­stre og yrði þing­maður utan flokka. „At­burðir sein­ustu daga hafa sann­fært mig um að ég eigi ekki lengur sam­leið með flokknum sem ég hef til­heyrt í 40 ár. Þetta var ekki auð­veld ákvörðun en sú rétta”. Hann nefnir einnig nauð­syn þess að Ven­stre horfi ekki ein­ungis til hægri í dönskum stjórn­mál­um, en slíkum hug­myndum hafði Jacob Ellem­ann- Jen­sen algjör­lega hafn­að.

Nýr flokk­ur?

Danskir stjórn­mála­skýrendur segja að þótt mjög óvenju­legt sé að fyrr­ver­andi flokks­for­menn og for­sæt­is­ráð­herra segi sig úr stjórn­mála­flokki sem þeir hafa helgað póli­tískt líf sitt, hafi ákvörðun Lars Løkke Rasmus­sen ekki komið bein­línis á óvart. Christine Cordsen, stjórn­mála­skýr­andi DR, danska útvarps­ins, telur ómögu­legt að spá hvað Lars Løkke Rasmus­sen ætlist fyr­ir. Ljóst sé að úrsögn hans úr Ven­stre valdi mörgum þar á bæ miklum áhyggj­um. Ef hann ákveði að stofna nýjan flokk geti það haft mikil áhrif á gengi Ven­stre í næstu kosn­ing­um. „Áhyggjur flokks­manna voru þó ærnar fyr­ir” segir Christine Cord­sen. Hans Eng­ell, fyrr­ver­andi for­maður danska Íhalds­flokks­ins og núver­andi stjórn­mála­skýr­andi TV2 sjón­varps­stöðv­ar­inn­ar, segir brott­hvarf Lars Løkke Rasmus­sen úr Ven­stre þungt högg fyrir flokk­inn og bætir við „eng­inn veit hvað Inger Støjberg ætl­ast fyr­ir­”.  

Kjör­tíma­bilið í Dan­mörku er fjögur ár. Síð­ast var kosið 5. júní 2019 og að óbreyttu fara næstu þing­kosn­ingar fram árið 2023.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hallgrímur Hróðmarsson
Arðrán Auðmanna – Fjölgun Öreiga
Kjarninn 22. janúar 2021
Marínó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku
Kvika búin að kaupa Netgíró
Kvika banki hefur lokið við kaup sín á öllu hlutafé í Netgíró, þremur mánuðum á eftir áætlun.
Kjarninn 22. janúar 2021
Ekki hefur enn komið til þess að einhverjir ferðamenn gjörsamlega harðneiti að fara í skimun.
Hvað má valdstjórnin gera ef fólk harðneitar að fara í landamæraskimun?
Sannfæringarkraftur landamæravarða um nauðsyn sýnatöku á landamærum hefur reynst nægur. Ekki hefur þurft að beita þvingunarúrræðum eða vísa fólki rakleiðis úr landi. Þær heimildir eru þó til staðar í sóttvarnalögum og útlendingalögum.
Kjarninn 22. janúar 2021
Skoðanir kjósenda stjórnarflokkanna eru mjög mismunandi. Einungis á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokks er meirihlutastuðningur við söluáformin.
Könnun: Innan við fjórðungur hlynnt sölu Íslandsbanka
Ný könnun frá Gallup sýnir fram á að tæp 56 prósent landsmanna leggjast gegn sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka á næstu mánuðum. Væntir kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru langlíklegastir til að vera fylgjandi söluáformunum.
Kjarninn 22. janúar 2021
Línan á að teygja sig 170 kílómetra inn í eyðimörkina.
Sádi-Arabía áformar að byggja 170 kílómetra langa bíllausa borg
Engir vegir, ekkert vesen. Krónprins Sádi-Arabíu hefur kynnt áform um byggingu 170 kílómetra langrar borgar þar sem enginn íbúi mun þurfa að ganga lengur en 5 mínútur eftir allri nauðsynlegri þjónustu og öll ferðalög fara fram neðanjarðar.
Kjarninn 22. janúar 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir sækist eftir efsta sæti hjá Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi.
Rósa Björk sækist eftir oddvitasæti í Suðvesturkjördæmi
Nýjasti þingmaður Samfylkingar sækist eftir því að leiða lista flokksins í Suðvesturkjördæmi, sem Guðmundur Andri Thorsson leiddi í kosningunum árið 2017. Rósa Björk fer því ekki fram í Reykjavík, þrátt fyrir að hafa tekið þátt í skoðanakönnun þar.
Kjarninn 22. janúar 2021
Sjónvarpið var árið 2019 sem fyrr sá miðill sem tekur til sín stærstan hluta tekna á íslenskum fjölmiðlamarkaði, eða rúmlega 12,6 milljarða af alls 25 milljarða tekjum íslenskra fjölmiðla.
Fjórar af hverjum tíu auglýsingakrónum virðast hafa runnið úr landi árið 2019
Tekjur íslenskra fjölmiðla drógust saman um sjö prósent á milli áranna 2018 og 2019. Um 7,8 milljarðar af auglýsingafé innlendra aðila eru taldir hafa runnið úr landi, stór hluti til Facebook og Google. Hlutdeild RÚV á auglýsingamarkaði var 17 prósent.
Kjarninn 22. janúar 2021
Leikarnir áttu að fara fram í Tókýó síðasta sumar en var frestað til sumarsins 2021. Hálft ár er nú til stefnu.
Hafna því að búið sé að ákveða að aflýsa Ólympíuleikunum
Þetta er ekki rétt. Þetta er ekki rétt. Þannig hafa svör japanskra stjórnvalda sem og aðstandenda Ólympíuleikanna í Tókýó verið í dag vegna frétta um að þegar sé búið að ákveða að aflýsa leikunum. „Ólympíueldurinn verður kveiktur 23. júlí.“
Kjarninn 22. janúar 2021
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar