Vandræðin í Venstre flokknum

Danski Venstre flokkurinn er í miklum vanda. Varaformaðurinn Inger Støjberg var neydd til afsagnar og Lars Løkke Rasmussen fyrrverandi forsætisráðherra hefur sagt sig úr flokknum.

Inger Støjberg er ekki lengur varaformaður Venstre.
Inger Støjberg er ekki lengur varaformaður Venstre.
Auglýsing

Flestir þekkja máls­hátt­inn „oft veltir lítil þúfa þungu hlassi“. Hann á vel við upp­haf atburða­rásar sem end­aði með afsögn Inger Støjberg sem vara­for­manns Ven­stre sl. þriðju­dags­kvöld. 

„Litla þúfan“ var stutt­orð frétta­til­kynn­ing, sem danska inn­flytj­enda­ráðu­neytið sendi frá sér 10. febr­úar 2016. 

Í til­kynn­ing­unni var lagt bann við því að pör, þar sem annar aðil­inn, væri yngri en 18 ára, byggju saman í búðum hæl­is­leit­enda í Dan­mörku. Án und­an­tekn­inga.Til­kynn­ingin var, eins og áður sagði, stutt­orð, og danska Útlend­inga­stofn­unin fékk aldrei nein fyr­ir­mæli, né leið­bein­ing­ar, um hvernig þessu banni skyldi fram­fylgt. Ýmsir urðu til að gagn­rýna bannið sem sagt var brot á barna­sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna. Inger Støjberg, ráð­herra inn­flytj­enda­mála, stóð fast á sínu og sagði bannið gert í þeim til­gangi að forða barn­ungum stúlkum úr þving­uðum hjóna­bönd­um.

Umdeild harð­línu­kona

Inger Støjberg var fyrst kjörin á þing fyrir Ven­stre (sem er hægri miðju­flokk­ur) árið 2001 og varð strax nokkuð áber­andi innan flokks­ins. Hún var um skeið ráð­herra atvinnu­mála í rík­is­stjórn Lars Løkke Rasmus­sen sem hafði tekið við for­sæt­is­ráðu­neyt­inu af And­ers Fogh Rasmus­sen þegar sá síð­ar­nefndi sagði af sér þing­mennsku árið 2009. Stjórn Ven­stre féll í kosn­ing­unum árið 2011. Á næstu árum var mik­ill straumur flótta­fólks til Evr­ópu, einkum frá Sýr­landi og Eritreu. Mörg hund­ruð þús­und manns leit­uðu eftir land­vist­ar­leyfi í löndum Evr­ópu­sam­bands­ins en stjórn­mála­menn stóðu nær ráð­þrota gegn vand­an­um.

Eftir þing­kosn­ingar í Dan­mörku árið 2015 varð Inger Støjberg ráð­herra inn­flytj­enda­mála í rík­is­stjórn Lars Løkke Rasmus­sen. Hún taldi að flótta­fólk og hæl­is­leit­endur hefðu alltof greiðan aðgang að Dan­mörku „flótta­manna­gátt­irnar galopn­ar“ eins og hún komst að orði. Inger Støjberg vildi harð­ari stefnu, en fylgt var í rík­is­stjórn Helle Thorn­ing-Schmidt, á árunum 2011 – 2015, og lét ekki sitja við orðin tóm. Í mars árið 2017 fagn­aði hún því sér­stak­lega, með rjóma­tertu, að síðan hún varð ráð­herra, eftir kosn­ing­arnar 2015, hefði hún 50 sinnum hert reglur um mál­efni hæl­is­leit­enda og flótta­fólks. Til­kynn­ingin frá 10. febr­úar 2016 var liður í þess­ari hertu stefnu.

Að ganga, eða ekki að ganga, í takt

Í lok ágúst árið 2019 sagði Lars Løkke Rasmus­sen af sér sem for­maður Ven­stre. Krist­ian Jen­sen vara­for­maður sagði af sér sama dag. Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi formaður Venstre. Mynd: EPA

Þessir tveir höfðu átt erfitt með að finna „sam­vinnu­takt­inn“ og skyndi­legt brott­hvarf þeirra kall­aði á nýja for­ystu í flokkn­um. Á flokks­þingi Ven­stre þrem vikum síðar var Jacob Ellem­ann- Jen­sen kjör­inn for­maður og Inger Støjberg vara­for­mað­ur. Ekki voru allir trú­aðir á að þau tvö gætu unnið sam­an, en Ven­stre fólk von­aði hið besta. Lars Løkke hafði áður en til afsagnar hans kom viðrað þá hug­mynd að rétt væri að flokk­arnir á hægri væng stjórn­mál­anna, bláa blokkin svo­nefnda, íhug­uðu sam­starf við flokk­ana vinstra megin miðj­unn­ar, rauðu blokk­ina.  

Skýrslan og Lands­dómur

Í nýrri skýrslu (14.12.2020) vegna emb­ætt­is­færslna Inger Støjberg kom fram að hún hefði brotið lög með fyr­ir­skip­unum sínum var­andi mál­efni hæl­is­leit­enda (til­kynn­ingin frá 10.­febr­úar 2016) og auk þess logið að þing­inu. Margir þing­menn vilja að málið fari fyrir lands­dóm (rigs­ret) sem er dóm­stóll sem dæmir ein­göngu í málum sem varða starf­andi, eða fyrr­ver­andi, ráð­herra. Þingið ákvað á end­anum að fá sér­staka ráð­gjaf­ar­nefnd til að meta hvort leggja skuli mál Inger Støjberg fyrir lands­dóm. Jacob Ellem­ann- Jen­sen lýsti jafn­framt yfir að yrði nið­ur­staða ráð­gjaf­ar­nefnd­ar­innar sú að málið eigi erindi fyrir lands­dóm muni hann styðja það. Þessi yfir­lýs­ing for­manns­ins und­ir­strik­aði ágrein­ing for­manns og vara­for­manns.

Auglýsing
Síðastliðinn þriðju­dag, 29.12.2020, var hald­inn fundur í 25 manna flokks­stjórn Ven­stre. Þar lýsti Jacob Ellem­ann- Jen­sen því yfir að Inger Støjberg yrði að hætta sem vara­for­mað­ur. Hann hefði hvatt hana til að segja af sér, ágrein­ingur þeirra væri alltof djúp­stæð­ur, fyrir utan hugs­an­legt lands­dóms­mál. Nokkrir full­trúar á fund­inum vildu að Inger Støjberg færi í leyfi, sem vara­for­mað­ur, en Jacob Ellem­ann- Jen­sen tók þeirri hug­mynd illa, Inger Støjberg yrði að hætta. Ljóst var að meiri­hluti flokks­stjórn­ar­innar var á sama máli. Engin ákvörðun var tekin á þessum fundi, önnur en sú að flokks­stjórnin myndi hitt­ast aftur eftir nokkra daga. Eftir fund­inn birti Inger Støjberg færslu á Face­book þar sem hún til­kynnti afsögn sína. Þar sagði hún að Jacob Ellem­ann- Jen­sen hefði beðið sig að hætta og hún yrði við þeirri beiðn­i. 

Nýárs­bomban frá Lars Løkke Rasmus­sen

Vegna kór­ónu­veirunnar var minna um flug­elda og gamlárs­kvölds­bombur í Dan­mörku en venjan er. En Lars Løkke Rasmus­sen bætti það upp svo um mun­að­i. 

Að kvöldi nýárs­dags kastaði hann, á Face­book, stórri bombu inn í danskt sam­fé­lag. Þar lýsti hann yfir að hann segði sig úr Ven­stre og yrði þing­maður utan flokka. „At­burðir sein­ustu daga hafa sann­fært mig um að ég eigi ekki lengur sam­leið með flokknum sem ég hef til­heyrt í 40 ár. Þetta var ekki auð­veld ákvörðun en sú rétta”. Hann nefnir einnig nauð­syn þess að Ven­stre horfi ekki ein­ungis til hægri í dönskum stjórn­mál­um, en slíkum hug­myndum hafði Jacob Ellem­ann- Jen­sen algjör­lega hafn­að.

Nýr flokk­ur?

Danskir stjórn­mála­skýrendur segja að þótt mjög óvenju­legt sé að fyrr­ver­andi flokks­for­menn og for­sæt­is­ráð­herra segi sig úr stjórn­mála­flokki sem þeir hafa helgað póli­tískt líf sitt, hafi ákvörðun Lars Løkke Rasmus­sen ekki komið bein­línis á óvart. Christine Cordsen, stjórn­mála­skýr­andi DR, danska útvarps­ins, telur ómögu­legt að spá hvað Lars Løkke Rasmus­sen ætlist fyr­ir. Ljóst sé að úrsögn hans úr Ven­stre valdi mörgum þar á bæ miklum áhyggj­um. Ef hann ákveði að stofna nýjan flokk geti það haft mikil áhrif á gengi Ven­stre í næstu kosn­ing­um. „Áhyggjur flokks­manna voru þó ærnar fyr­ir” segir Christine Cord­sen. Hans Eng­ell, fyrr­ver­andi for­maður danska Íhalds­flokks­ins og núver­andi stjórn­mála­skýr­andi TV2 sjón­varps­stöðv­ar­inn­ar, segir brott­hvarf Lars Løkke Rasmus­sen úr Ven­stre þungt högg fyrir flokk­inn og bætir við „eng­inn veit hvað Inger Støjberg ætl­ast fyr­ir­”.  

Kjör­tíma­bilið í Dan­mörku er fjögur ár. Síð­ast var kosið 5. júní 2019 og að óbreyttu fara næstu þing­kosn­ingar fram árið 2023.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Seðlabankinn hafnar því að aflétta leynd um ESÍ á grundvelli almannahagsmuna
Árið 2019 var ákvæði bætt við lög um Seðlabanka Íslands sem veitir bankanum heimild til að víkja frá þagnarskylduákvæði ef hagsmunir almennings af birtingu gagna vega þyngra en hagsmunir sem mæla með leynd.
Kjarninn 6. október 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Komdu í leirkerið 请君入瓮
Kjarninn 6. október 2022
Jón Björnsson, forstjóri Origo.
Eigið fé Origo margfaldast við söluna í Tempo fyrir 28 milljarða króna
Árið 2009 stofnuðu starfsmenn TM Software lítið hugbúnaðarfyrirtæki, sem nefnt var Tempo. Í dag er það metið á 85,4 milljarða króna og Origo var að selja hlut sinn í því á 28 milljarða króna. Við það fer eigið fé Origo úr níu milljörðum í 31 milljarða.
Kjarninn 6. október 2022
Kjartan Magnússon borgarfulltrúi bar tillöguna fram í borgarstjórn.
Borgarhverfi framtíðarinnar eða loftslagsskógur á Geldinganesi?
Tillögu sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur um að skipuleggja Geldinganes undir íbúabyggð var hafnað á fundi borgarstjórnar á þriðjudag. Afar mismunandi sjónarmið komu fram um það hvernig skyldi nýta nesið til framtíðar.
Kjarninn 5. október 2022
Jón Daníelsson
Ósvífinn endurupptökudómur
Kjarninn 5. október 2022
Samkeppniseftirlitinu falið að kortleggja stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi
Matvælaráðuneytið mun fá skýrslu um stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi afhenta fyrir lok næsta árs. Þar verða eignatengsl sjávarútvegsfyrirtækja sem hafa fengið ákveðið umfang aflaheimilda úthlutað, og áhrifavald eigenda þeirra, kortlögð.
Kjarninn 5. október 2022
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og formaður Sósíaldemókrataflokksins.
Kosið til þings í Danmörku 1. nóvember – Frederiksen vill mynda breiða ríkisstjórn
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti á blaðamannafundi í morgun að þingkosningar yrðu haldnar í landinu 1. nóvember, eða eftir tæpar fjórar vikur.
Kjarninn 5. október 2022
Heiðrún Jónsdóttir.
Heiðrún ráðin framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja
Katrín Júlíusdóttir hætti skyndilega sem framkvæmdastjóri SFF um síðustu mánaðamót. Nú hefur nýr framkvæmdastjóri verið ráðinn og hún hefur þegar hafið störf.
Kjarninn 5. október 2022
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar