Vandræðabarnið í Venstre

Í nýrri skýrslu kemur fram að Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra innflytjendamála í Danmörku, braut lög með fyrirskipunum sínum varðandi málefni hælisleitenda og laug að þinginu. Margir þingmenn vilja að landsdómur fjalli um málið.

Inger Støjberg, þáverandi ráðherra innflytjendamála, fylgist með umræðum um innflytjendamál í danska þinginu, Folketinget, í janúar 2016.
Inger Støjberg, þáverandi ráðherra innflytjendamála, fylgist með umræðum um innflytjendamál í danska þinginu, Folketinget, í janúar 2016.
Auglýsing

Skömmu eftir að rík­is­stjórn Mette Frederik­sen tók við völd­um, í júní á síð­asta ári, ákvað danska þing­ið, Fol­ket­in­get, að fram skyldi fara rann­sókn á emb­ætt­is­færslum Inger Støjberg fyrr­ver­andi ráð­herra og núver­andi vara­for­manns Ven­stre flokks­ins. Nánar til­tekið á einni ákvörðun frá árinu 2016 en þá var hún ráð­herra inn­flytj­enda­mála í rík­is­stjórn Lars Løkke Rasmus­sen. 

25. jan­úar 2016 greindu danskir fjöl­miðlar frá því að meðal þeirra sem byggju í búðum hæl­is­leit­enda í Dan­mörku væru að minnsta kosti nokkur pör, þar sem annar aðil­inn væri undir lög­aldri, sem í Dan­mörku er 18 ár. Þegar Inger Støjberg sá þessa frétt á net­inu var hún í bíl sem sat fastur í umferð­ar­teppu í Brus­sel. Hún varð hopp­andi ill og skrif­aði á Face­book að þessu yrði strax að breyta og hún myndi skipa Útlend­inga­stofnun að bregð­ast við, þegar í stað. Með ráð­herr­anum í bílnum var Lykke Søren­sen, þáver­andi yfir­lög­fræð­ingur ráðu­neyt­is­ins og helsti ráð­gjafi ráð­herr­ans, ásamt fleir­um.10. febr­úar 2016 sendi ráðu­neyti inn­flytj­enda­mála í Dan­mörku frá sér frétta­til­kynn­ingu vegna hæl­is­leit­enda og flótta­fólks. Í til­kynn­ing­unni sagði að sam­býl­is­fólk, eða hjón, þar sem annar aðil­inn væri yngri en 18 ára mættu ekki búa sam­an. Engu skipti þótt parið ætti barn. Án und­an­tekn­inga. Emb­ætt­is­menn í ráðu­neyt­inu sögðu ráð­herr­anum að þessi ákvörðun stæð­ist ekki lög því sam­kvæmt þeim bæri að meta hvert til­felli sjálf­stætt. Þar að auki væri þetta brot á barna­sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna. „Með þessu ert þú að taka ákveðna áhætt­u,“ sagði áður­nefndur yfir­lög­fræð­ing­ur, Lykke Søren­sen. „Þá áhættu er ég til­búin að taka,“ svar­aði Inger Støjberg. Vitni voru að þessum orða­skipt­um.

Auglýsing


Þegar málið var rætt í þing­inu, sem gerð­ist margoft, tal­aði ráð­herr­ann ætíð um frétta­til­kynn­ing­una sem til­skip­un. 24. febr­úar 2016, hálfum mán­uði eftir að til­kynn­ingin (til­skip­un­in) birt­ist sagð­ist ráð­herrann, á þing­fundi, hafa fyr­ir­skipað Útlend­inga­stofn­un­inni (Udlænd­ingestyrel­sen) að breyta vinnu­lagi þannig að eng­inn hæl­is­leit­andi, undir lög­aldri (18 ára) gæti búið með maka eða sam­býl­ingi. Þetta gilti um alla. Þetta svar ráð­herr­ans við spurn­ingu þing­manns liggur fyrir í þing­skjöl­um.Rann­sókn­ar­nefndin

Peter Mørk Thom­sen, dóm­ari við Eystri-Lands­rétt var for­maður þriggja manna rann­sókn­ar­nefnd­ar, sem skipuð var 20. jan­úar sl. Nefnd­inni var ætlað að athuga hvort ákvörðun ráð­herr­ans hafi farið á svig við lög. Í skip­un­ar­bréf­inu stóð að nefndin skyldi ljúka störfum innan 18 mán­aða frá skip­un­ar­degi. Umboðs­maður þings­ins hafði safnað saman öllum gögnum varð­andi málið og þau voru mikil að vöxt­um.Inger Støjberg hefur margoft setið fyrir svörum, bæði í þing­sal og hjá nefndum þings­ins. Ótal minn­is­blöð og álits­gerðir vegna áður­nefndrar ákvörð­unar ráð­herr­ans fékk nefndin í hendur ásamt öðrum gögn­um. Peter Mørk Thom­sen dóm­ari er ekki þekktur fyrir að liggja á melt­unni og hann og sam­starfs­menn hans í nefnd­inni hófust þegar handa. Rúm­lega hund­rað manns voru boð­aðir í skýrslu­töku.Inger Støjberg og kan­ínan úr hatt­inum

Rann­sókn­ar­nefndin hafði heim­ild til að kalla hvern sem henni þókn­að­ist til skýrslu­töku. Yfir­heyrslur nefnd­ar­innar hófust 14. maí og stóðu, með hléum fram á haust. Fremstir í yfir­heyrslu­röð­inni voru emb­ætt­is­menn úr ráðu­neytum og stofn­un­um. Yfir­heyrslur yfir Inger Støjberg stóðu í tvo daga og fyrri dag­inn dró hún upp skjal, sem eng­inn hafði áður séð, né heyrt minnst á. „Eins og kan­ínu úr hatti sjón­hverf­inga­manns“ var lýs­ing blaða­manns Berl­ingske á atvik­inu.„Kan­ín­an“, eins og blaða­mað­ur­inn orð­aði það, var minn­is­blað (notat) sem Inger Støjberg sagð­ist hafa sam­þykkt að kvöldi 9. febr­úar 2016, dag­inn áður en frétta­til­kynn­ingin var send út. Á minn­is­blað­inu stóð að hægt væri að skoða sér­stak­lega ein­stök mál (at der kunne ske en indi­vi­duel sags­behand­ling). Þetta skjal hafði hvorki Inger Støjberg, né nokkur annar nefnt. Því hafði heldur ekki verið skilað til umboðs­manns sem hafði farið fram á að fá afhent öll skjöl varð­andi mál­ið. ,,Af hverju fékk umboðs­maður ekki þetta skjal?“ var spurt.Inger Støjberg svar­aði að sam­skiptin við hann hefðu verið í höndum emb­ætt­is­manna. For­maður rann­sókn­ar­nefnd­ar­innar benti Inger Støjberg strax á að inni­hald skjals­ins væri í algjörri mót­sögn við það sem hún hefði áður sagt. Inger Støjberg end­ur­tók að þetta nýfram­komna skjal, sem hún kall­aði grund­vall­ar­skjal, sýndi og sann­aði að hún hefði farið að lög­um. 

Hér fagnar Inger Støjberg því að hafa,síðan hún tók við sem ráðherra innflytjendamála, 50 sinnum hert reglur varðandi málefni hælisleitenda og flóttaafólks.

Minn­is­blað á skúffu­botni 

Lykke Søren­sen, fyrr­ver­andi yfir­lög­fræð­ingur í ráðu­neyti inn­flytj­enda­mála, var nú aftur kölluð fyrir rann­sókn­ar­nefnd­ina. Hún sagð­ist ekk­ert muna eftir skjal­inu enda skipti minn­is­blað af þessu tagi ekki máli, með til­liti til laga. „Enda hefði Inger Støjberg marglýst yfir að frétta­til­kynn­ing­in, sem hún sjálf hefði und­ir­ritað væri til­skip­un.“

„Minn­is­blað á skúffu­botni getur ekki talist grund­vall­ar­skjal,“ bætti Lykke Søren­sen við. Útlend­inga­stofnun fór að fyr­ir­mælum ráð­herr­ans

Við yfir­heyrslur rann­sókn­ar­nefnd­ar­innar kom fram að Útlend­inga­stofn­unin fékk aldrei nein fyr­ir­mæli eða leið­bein­ingar frá ráðu­neyt­inu, aðrar en áður­nefnda frétta­til­kynn­ingu, frá 10. febr­ú­ar, en hófst þegar handa við að fram­fylgja því sem þar stóð. Frá 10. febr­úar 2016 til 25. apríl sama ár voru sam­tals 32 pör neydd til að flytja sund­ur. Á lista Útlend­inga­stofn­unar má lesa að mesti ald­urs­munur var 13 ár, mað­ur­inn 30 ára en stúlkan 17 ára, minnsti ald­urs­munur 1 ár. Yngstu stúlk­urnar á list­anum (6 tals­ins) voru 15 ára, yngstu pilt­arnir (3 tals­ins) 17 ára. Kvartað til Umboðs­manns þings­ins

25. apríl 2016 barst Útlend­inga­stofnun bréf frá Umboðs­manni þings­ins. Þar var spurt um fram­kvæmd „að­skiln­að­ar­fyr­ir­mæl­anna“. Þá hafði par, sem hafði verið neytt til að flytja í sund­ur, án þess að mál þess væri skoðað og metið sér­stak­lega, kvartað til Umboðs­manns og vísað í lög. Útlend­inga­stofnun til­kynnti að fram­kvæmd­inni yrði sam­stundis breytt. Kvörtunin var kveikjan að þeirri rann­sókn sem nú er lok­ið.Ráð­herr­ann ábyrgur fyrir laga­brotum og laug að þing­inu

Rann­sókn­ar­nefndin skil­aði skýrslu sinni sl. mánu­dag. Skýrslan er mikil að vöxt­um, sam­tals um 3500 síð­ur, auk fylgi­skjala upp á 1800 síð­ur. 

Nið­ur­staða nefnd­ar­innar eru afdrátt­ar­laus og gefur lítið fyrir skýr­ingar Inger Støjberg og segir þær hreint og klárt yfir­klór. Í vitn­is­burði hennar standi ekki steinn yfir steini og sama gildi um skýr­ingar þeirra emb­ætt­is­manna sem studdu skýr­ingar ráð­herr­ans fyrr­ver­andi. Leita þarf ára­tugi aftur í tím­ann til að finna jafn afdrátt­ar­lausan áfell­is­dóm yfir störfum dansks ráð­herra. Skipta má nið­ur­stöðu rann­sókn­ar­nefnd­ar­innar niður í þrjá meg­in­þætti:Í fyrsta lagi vildi Inger Støjberg að fylgt yrði reglum henn­ar, sem stöng­uð­ust á við lög, og lét sig í engu varða aðvar­anir emb­ætt­is­manna. „Minn­is­blaðið á skúffu­botn­in­um“ skipti þar engu þrátt fyrir yfir­lýs­ingar ráð­herr­ans fyrr­ver­andi.Í öðru lagi segir í skýrsl­unni að Lene Skytte Mørk Han­sen, deild­ar­stjóri í inn­flytj­enda­ráðu­neyt­inu, hafi hringt til Útlend­inga­stofn­un­ar­innar og upp­álagt starfs­fólki að fylgja til­kynn­ingu ráðu­neyt­is­ins um aðskilnað para. Við yfir­heyrslur hjá rann­sókn­ar­nefnd­inni sagð­ist Lene Skytte Mørk Han­sen aftur á móti hafa hringt til að segja að ekki ætti að fylgja til­mæl­unum í til­kynn­ing­unni til hins ýtrasta, heldur gera und­an­tekn­ing­ar. Þessar skýr­ingar taldi rann­sókn­ar­nefndin í meira lagi ótrú­verð­ugar enda gengu þær þvert á yfir­lýs­ingar þriggja starfs­manna Útlend­inga­stofn­un­ar, sem höfðu heyrt áður­nefnt sím­tal. Starfs­fólk Útlend­inga­stofn­un­ar­innar sagði að Lene Skytte Mørk Han­sen hefði sagt að ráð­herr­ann teldi mjög mik­il­vægt að til­mæl­unum yrði fylg­t,í öllum mál­um. Þar með eru til­mælin orðin til­skipun segir í skýrsl­unni.Í þriðja lagi hefði Inger Støjberg, að minnsta kosti sex sinn­um, bein­línis sagt ósatt við yfir­heyrslur þing­nefndar (sam­råd). Það að ljúga í þing­inu væri mjög alvar­legt. Enn­fremur hefðu svör og útskýr­ingar emb­ætt­is­manna í inn­flytj­enda­ráðu­neyt­inu við spurn­ingum umboðs­manns verið „út og suð­ur“ og fyrir þeim væri ráð­herr­ann ábyrg­ur.Rétt er að geta þess að eftir að skýrslan var birt til­kynnti Mattias Tes­faye, að Lene Skytte Mørk Han­sen hefði verið leyst frá störf­um, ótíma­bund­ið, en ráðu­neyt­is­stjór­inn sem sat á þeim tíma sem um ræðir er kom­inn á eft­ir­laun.Hvert verður fram­hald­ið?

Rann­sókn­ar­nefndin sem vann skýrsl­una er ekki dóm­stóll. Hlut­verk hennar var ein­ungis að skera úr um hvort ákvarð­anir og emb­ætt­is­færsla Inger Støjberg hafi brotið í bága við lög. Sú nið­ur­staða liggur nú fyr­ir, ráð­herr­ann braut lög. Nú er það þing­manna að ákveða fram­hald­ið. Full­trúar þriggja flokka vilja að málið fari fyrir lands­dóm (rigs­ret). Lands­dómur er dóm­stóll sem dæmir ein­göngu í málum sem varða starf­andi, eða fyrr­ver­andi, ráð­herra. Lands­dóm­stóll í Dan­mörku hefur aldrei komið saman á þess­ari öld. Á öld­inni sem leið gerð­ist það fjórum sinn­um, sein­ast árið 1993 í svo­nefndu Tamíla­máli. Um það hvort mál Inger Støjberg fari fyrir lands­dóm eru skoð­anir skipt­ar. Þing­menn í flokki Inger Støjberg, Ven­stre (sem er þrátt fyrir nafnið hægri miðju­flokk­ur) skipt­ast í tvær fylk­ing­ar: hluti þing­manna vilja gjarna sjá hana fá á bauk­inn og helst losna við hana úr flokkn­um, aðrir ótt­ast að þá myndu kjós­endur sem eru sam­mála Inger Støjberg yfir­gefa flokk­inn og færa sig ann­að. Kratar í vanda

Nú kann ein­hver að spyrja: styðja ekki Sós­í­alde­mókrat­ar, flokkur for­sæt­is­ráð­herr­ans kröf­una um lands­dóm, varla hafa þeir hag af því að hlífa Inger Støjberg? Svarið við því er að þótt kratar myndu gjarna vilja losna við Inger Støjberg hangir fleira á spýt­unni. Nefni­lega minka­málið svo­nefnda. Sumir þing­menn hafa nefnt að það klúður og ákvarð­an­ir, sem kannski voru teknar í trássi við lög, eigi að fara fyrir lands­dóm. Það yrði býsna erfitt fyrir Mette Frederik­sen og flokk hennar að sam­þykkja að mál Inger Støjberg fari fyrir lands­dóm en leggj­ast svo gegn því að sama gildi um minka­mál­ið. Á sama hátt yrði það erfitt fyrir Jakob Ellem­ann- Jen­sen og Ven­stre að styðja að minka­málið fari fyrir lands­dóm en leggj­ast gegn því að mál Inger Støjberg fari þang­að. Nefnd skoði skýrslu nefnd­ar­innar

Síð­ast­lið­inn fimmtu­dag, (17.12.) urðu Sós­í­alde­mókratar og stuðn­ings­flokkar þeirra (rauða blokkin svo­nefnda) sam­mála um hug­mynd. Hug­myndin var að fá utan­að­kom­andi ráð­gjaf­ar­nefnd til að meta hvort leggja skuli mál Inger Støjberg fyrir lands­dóm. Þessi hug­mynd var eins og himna­send­ing fyrir Ven­stre enda lýsti for­mað­ur­inn því strax yfir að flokkur sinn styddi þessa hug­mynd.Stjórn­mála­skýrendur dönsku blað­anna voru á einu máli um að þarna hefðu verið slegnar tvær flugur í sama högg­inu og Mette Frederik­sen og Jakob Ellem­ann- Jen­sen hefðu bæði haldið á flugna­spað­anum (orða­lag blaða­manns Politi­ken). Á meðan ráð­gjaf­ar­nefndin skoðar mál Inger Støjberg minn­ist eng­inn á lands­dóm í minka­mál­inu. Hvort það er rétt mat danskra blaða­manna er svo annað mál.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Kynferðisleg áreitni og ofbeldi í álverunum og verklag þeirra
Alls hafa 27 tilkynningar borist álfyrirtækjunum þremur, Fjarðaáli, Norðuráli og Rio Tinto á síðustu fjórum árum. Kjarninn kannaði þá verkferla sem málin fara í innan fyrirtækjanna.
Kjarninn 4. desember 2021
Inga Sæland er hæstánægð með nýja vinnuaðstöðu Flokks fólksins og ljóst er á henni að það skemmir ekki fyrir að Miðflokkurinn neyðist til að kveðja vinnuaðstöðuna vegna mjög dvínandi þingstyrks.
Inga Sæland tekur yfir skrifstofur Miðflokksins og kallar það „karma“
„Hvað er karma, ef það er ekki þetta?“ segir Inga Sæland um flutninga þingflokks Flokks fólksins yfir í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem níu manna þingflokkur Miðflokksins, sem í dag er einungis tveggja manna, var áður til húsa.
Kjarninn 3. desember 2021
Pawel Bartoszek
Samráðið er raunverulegt
Kjarninn 3. desember 2021
Ásmundur Einar Daðason mun taka við málinu gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur af Lilju Alfreðsdóttur. Hér eru þau saman á kosningavöku Framsóknarflokksins í september.
Ásmundur Einar tekur við málarekstri Lilju gegn Hafdísi
Nýr mennta- og barnamálaráðherra Framsóknarflokksins hefur fengið í fangið mál sem varðar brot forvera hans í embætti og samflokkskonu gegn jafnréttislögum. Það bíður hans að taka ákvörðun um hvort málarekstri fyrir Landsrétti skuli haldið til streitu.
Kjarninn 3. desember 2021
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar