Golli

Húsið að Bræðraborgarstíg 1 var „óbyggilegt“

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun kemst að þeirri niðurstöðu að út frá brunatæknilegu sjónarhorni hafi húsið að Bræðraborgarstíg 1, þar sem þrjár manneskjur fórust í eldsvoða í sumar, verið óbyggilegt.

Meg­in­á­stæða þess að elds­voð­inn á Bræðra­borg­ar­stíg 1 í júní varð jafn skæður og raunin varð var ástand húss­ins og hversu lélegar bruna­varnir voru í því. Breyt­ingar höfðu verið fram­kvæmdar á hús­inu sem ekki voru til sam­ræmis við sam­þykktar teikn­ing­ar. 

Teikn­ingar af hús­inu voru lagðar fram hjá bygg­ing­ar­full­trúa sem sam­þykkti þær árið 2000. Ekki var kallað eftir sér­stakri bruna­hönnun eins og hefði átt að gera en slík hönnun hefði að öllum lík­indum leitt til breyt­inga á fyr­ir­komu­lagi íbúð­ar­hæða á 2. og ris­hæð húss­ins. Þá voru þær litlu bruna­varnir sem þó komu fram á sam­þykktum teikn­ingum frá árinu 2000 ekki til staðar þegar elds­voð­inn átti sér stað. Það gerði húsið óbyggi­legt frá bruna­tækni­legu sjón­ar­horni.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í nið­ur­stöðum rann­sóknar Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­unar á elds­voð­anum að Bræðra­borg­ar­stíg en rann­sókn­ar­skýrsla stofn­un­ar­innar kom út í dag.  Í skýrsl­unni er fjallað um elds­voð­ann, bygg­ing­una, aðkomu og aðgerðir slökkvi­liðs í þeim til­gangi að auka þekk­ingu á orsökum og afleið­ingum elds­voða. Talið er að kveikt hafi verið í hús­inu, fyrst í her­bergi á 2. hæð og svo á öðrum stað á sömu hæð. 

Auglýsing

Í skýrsl­unni kemur einnig fram að teikn­ingar húss­ins geri ráð fyrir að á 2. hæð og í risi hefðu verið íbúð­ir. Raun­veru­leg notkun var önn­ur. For­sendur gagn­vart bruna­ör­yggi voru því allt aðr­ar. Húsið var í raun notað af fjölda ein­stak­linga sem hver hafði sitt her­bergi og sam­eig­in­legan aðgang að eld­húsi og baði en ekki sem tvær íbúð­ir. Fjöldi her­bergja var meiri en á teikn­ingum og því hefði hús­eig­andi átt að sækja um bygg­ing­ar­leyfi fyrir breyttri notkun húss­ins. Breytt notkun kall­aði á breyttar bruna­varnir og eld­varna­eft­ir­lit.

Í ljósi aðstæðna  var ekki hægt að bjarga þeim sem lét­ust

Nið­ur­staða rann­sóknar HMS á slökkvi­starfi var að vel hafi geng­ið, eftir að vett­vang­ur­inn var full­mann­að­ur. Ekki hafi verið hægt, eins og aðstæður voru, að bjarga þeim þremur mann­eskjum sem létu lífið í elds­voð­an­um. Full mönnun á vett­vangi innan sjö mín­útna frá því að sím­talið barst Neyð­ar­línu hefði ekki breytt neinu þar um. En á útkalls­svæði 1 er miðað við að slökkvi­starf sé hafið á vett­vangi innan 10 mín­útna frá boðun slökkvi­liðs. Í ljósi þess mikla álags sem almennt er í sjúkra­flutn­ingum á svæði SHS telur HMS þörf á að íhuga vand­lega mögu­leika á efl­ingu mann­afla liðs­ins. Þetta þyrfti að gera sam­hliða árlegri end­ur­skoðun á mann­afla­þörf í bruna­varna­á­ætlun SHS.

Þrír ungir Pól­verjar fór­ust í brun­an­um. Allir bjuggu þeir í her­bergjum á ris­hæð húss­ins. Karl og kona urðu inn­lyksa í eld­haf­inu en önnur kona, unnusta manns­ins sem lést, greip til þess örþrifa­ráðs að stökkva út um glugga. Hún lést skömmu síð­ar. 

Tveir slös­uð­ust alvar­lega. Ungur karl­maður stökk einnig út um glugga her­bergis síns á ris­hæð­inni. Hann hafði vaknað við öskur fram af gangi, opn­aði hurð­ina en mætti þá reyk og eldi. Í við­tali við Kjarn­ann sagð­ist hann ekki hafa átt ann­arra kosta völ en að stökkva út um glugg­ann þar sem reyk­ur­inn kom inn í her­bergi hans úr öllum áttum og hann átti erfitt með að ná and­an­um. Hann skarst mikið bæði á höndum og fótum og hlaut mörg höf­uð­kúpu­brot, fékk blóð­tappa í slagæð í lunga, stað­bundna heila­á­verka og reyk­eitr­un.

Maður sem leigði her­bergi á annarri hæð­inni hlaut alvar­leg bruna­sár á stórum hluta lík­am­ans og þurfti að gang­ast undir margar aðgerðir á Land­spít­al­an­um, m.a. húð­á­græðslu. 

Kjarn­inn birti nýverið ítar­lega umfjöllun um brun­ann á Bræðra­borg­ar­stíg, mann­skæð­asta elds­voða sem orðið hefur í höf­uð­borg­inni, þar sem m.a. var rætt við eft­ir­lif­end­ur. Í við­tölum við þá kom fram að eng­inn reyk­skynj­ari hefði farið í gang í hús­inu er eld­ur­inn kvikn­að­i. 

Eldurinn kom upp síðdegis þann 25. júní. Hann var orðinn útbreiddur er slökkvilið kom á vettvang.
Aðsend mynd

Húsið að Bræðra­borg­ar­stíg 1 var byggt árið 1910. Það var í ára­tugi í eigu sömu fjöl­skyldu. Í kjall­ar­anum hefur lengst af verið atvinnu­starf­semi, bak­arí lengi vel, einnig versl­anir og um síð­ustu alda­mót var þar rek­inn leik­skóli. 

Síð­ustu ár hafa her­bergi húss­ins verið leigð út, fyrst og fremst til erlendra verka­manna. Fjögur her­bergi voru leigð út á ris­hæð­inni og fimm á annarri hæð­inni, þar sem eld­ur­inn kom upp. Í ljós hefur svo komið að á jarð­hæð­inni hafð­ist við fólk og svaf en slík notkun er ekki í sam­ræmi við bygg­ing­ar­leyfi hús­næð­is­ins. 

Bræðra­borg­ar­stígur 1 er í eigu HD verks ehf. Það félag á einnig húsið að Bræðra­borg­ar­stíg 3. Bygg­inga­full­trúi fór fram á það í októ­ber við eig­and­ann að bruna­rúst­irnar yrðu rifnar og fjar­lægð­ar. HD verk sætti sig hins vegar ekki við mat trygg­inga­fé­lags síns á tjón­inu og höfð­aði mál á hendur því. Það aftur segir félagið koma í veg fyrir að hægt sé að rífa bruna­rúst­irnar þar sem þær séu „sönn­un­ar­gögn“ í vátrygg­ing­ar­mál­inu og sagði lög­maður þess í sam­tali við Kjarn­ann að ef borgin vildi rífa húsið myndi HD verk sækja bætur til henn­ar. 

Þorpið vist­fé­lag fékk nýverið sam­þykkt kauptil­boð í bæði Bræðra­borg­ar­stíg 1 og 3. Það hefur áhuga á að hefja bygg­ing­ar­reit­inn aftur til fyrri vegs og virð­ing­ar, rífa rúst­irnar og byggja nýtt hús á horni Bræðra­borg­ar­stígs og Vest­ur­götu.

Rík­is­sak­sókn­ari ákærði í haust Marek Moszczynski, sem var íbúi í hús­inu, fyrir íkveikju, mann­dráp og til­raun til mann­dráps. Marek er pólskur rík­is­borg­ari en hefur verið búsettur á Íslandi í nokkur ár. Sam­kvæmt geð­mati sem geð­læknir fram­kvæmdi í haust var hann ósak­hæfur á verkn­að­ar­stundu. Tveir geð­læknar til við­bót­ar, svo­kall­aðir yfir­mats­menn, voru fengnir til að fara yfir geð­mat­ið. Enn er beðið nið­ur­stöðu þeirra og er hennar ekki að vænta á þessu ári. Því hefur dag­setn­ing aðal­með­ferðar máls­ins ekki verið ákveð­in.

Verj­andi Mar­eks fór fram á að þing­haldið yrði lok­að, að minnsta kosti að hluta. Dóm­stjóri Hér­aðs­dóms Reykja­víkur ákvað hins vegar í nóv­em­ber að það yrði opið. Þeirri ákvörðun var áfrýjað til Lands­réttar og nið­ur­staða hans liggur enn ekki fyr­ir.

Auglýsing

Í heild­ina bjuggu yfir tutt­ugu manns í hús­inu þegar elds­voð­inn átti sé stað þann 25. júní. Þar af voru fimm heima í her­bergjum sínum á ris­hæð­inni og  þrír ein­stak­lingar í her­bergjum sínum á 2. hæð húss­ins. Grunur leikur á að sá fjórði hafi verið heima og yfir­gefið 2. hæð fljótt eftir að eld­ur­inn kvikn­aði. Í íbúð­unum tveimur á 2. hæð og á ris­hæð­inni bjuggu 13 manns, þar af sex á ris­hæð­inni í fjórum aðskildum her­bergjum með sam­eig­in­legt eld­hús og bað­her­berg­i. 

Á 2. hæð bjuggu átta manns í sex aðskildum her­bergjum með sam­eig­in­legt eld­hús og bað­her­bergi. Á 2. hæð í við­bygg­ing­unni og á 1. hæð bjuggu lík­lega um 10 manns en það var ekki kannað sér­stak­lega í rann­sókn Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar.

Upp­haf­s­punktur úrbóta

„Brun­inn á Bræðra­borg­ar­stíg er mik­ill harm­leik­ur,“ er haft eftir Her­manni Jónassyni, for­stjóra HMS, í frétta­til­kynn­ingu sem fylgdi útgáfu skýrsl­unnar í dag.

 „Það er óásætt­an­legt fyrir okkar sam­fé­lag að aðstæður íbúa húss­ins skuli hafa verið þeim hætti sem lýst er í skýrsl­unni. Erlent verka­fólk er hópur sem við höfum lengi vitað að er í einna verstu stöð­unni á hús­næð­is­mark­aði. Á Bræðra­borg­ar­stíg voru bruna­varnir ekki í sam­ræmi við lög. Þessi skýrsla þarf að verða upp­haf­s­punktur úrbóta og til þess þurfa margir ólíkir aðilar að koma að borð­inu. Við höfum verið með óleyf­is­bú­setu, sem við köllum það þegar fólk býr í hús­næði sem ekki er ætlað sem íbúð­ar­hús­næði, í sér­stakri skoðun að und­an­förnu, í sam­vinnu við borg­ar­yf­ir­völd, slökkvi­lið og verka­lýðs­hreyf­ing­una. Nú liggur þessi skýrsla fyrir og birtir okkur veru­leika fólks sem býr í ósam­þykktu leigu­hús­næði en sem reyn­ist svo vera bruna­gildra. Við skuldum bæði þeim sem lét­ust og þeim sem búa í óvið­un­andi hús­næði í dag að bregð­ast við. Að ósk ráð­herra þá munum við vinna þetta hratt og skila til­lögum innan fimm til sex vikna. Við ætlum að eiga sam­tal við alla hlut­að­eig­andi. Það verður að taka betur utan um þessi mál en hefur verið gert hingað til, svo tryggja megi að hræði­legir atburðir eins og þessi end­ur­taki sig ekki.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar