„Ég get ekki grátið fyrir innan afgreiðsluborðið“

„Ég upplifi þessar bætur sem áverka ofan á áfallið sem við, þau sem lifðum af, vorum þegar að ganga í gegnum,“ segir Vasile Tibor Andor sem lifði eldsvoðann á Bræðraborgarstíg af. „Flest okkar misstu allt sem við eigum og heilsu okkar, von og framtíð.“

Tibor starfar á Kaffibrennslunni á Laugavegi í Reykjavík.
Tibor starfar á Kaffibrennslunni á Laugavegi í Reykjavík.
Auglýsing

„Á morgun kemur í ljós hvort að ég geti fagnað hverjum degi aft­ur,“ sagði Vasile Tibor Andor við blaða­mann Kjarn­ans dag­inn áður en dómur var kveð­inn upp í mann­dráps­mál­inu á Bræðra­borg­ar­stíg. Tibor hefur vart litið glaðan dag frá því 25. júní í fyrra, frá deg­inum sem kveikt var í heim­ili hans, hann varð inn­lyksa í eld­haf­inu í þrettán mín­útur og ótt­að­ist allan þann tíma um líf sitt. Hann horfði líka á nágranna­konu sína deyja í eld­in­um. Og sá á eftir vini sínum stökkva út um glugg­ann til að bjarga lífi sínu. Sá slas­að­ist alvar­lega. Auk ungu kon­unnar sem Tibor sá falla örenda í gólfið á her­berg­is­gang­inum á ris­hæð­inni að Bræðra­borg­ar­stíg 1 lét­ust tveir.

Auglýsing

Fjöl­skip­aður hér­aðs­dómur komst að þeirri nið­ur­stöðu að Marek Moszczynski, sem ákærður var fyrir að hafa kveikt í og valda dauða unga fólks­ins, hefði sann­ar­lega kveikt í en að hann hefði verið ósak­hæfur á verkn­að­ar­stundu. Hann mun því ekki fara í fang­elsi heldur sæta gæslu á við­eig­andi stofn­un. Á þeirri dvöl eru engin tíma­mörk. Líkt og með aðra sjúk­dóma verður hann útskrif­aður þegar hann þykir hafa náð nægi­lega góðri heilsu.

Fjöl­skyldum fórn­ar­lambanna og íbúum húss­ins sem voru inn­an­dyra er eld­ur­inn kvikn­aði og lifðu af, voru dæmdar miska­bæt­ur. Í til­felli Tibors var farið fram á 5 millj­ónir króna. Nið­ur­staða dóm­ar­anna er hins vegar sú að bætur til hans þyki „hæfi­lega ákveðn­ar“, eins og það er orð­að, 500 þús­und krón­ur.

Tibor missti allt sitt í elds­voð­an­um. Hann missti heim­ili sitt. Hann hlaut reyk­eitrun og bruna­sár. Það eru hins vegar afleið­ingar á hans and­legu líðan sem hann glímir enn við. Það er því ekki jafn mikil bjart­sýni og von í orðum hans nú og dag­inn fyrir dóms­upp­kvaðn­ing­una.

Tibor var innlyksa í eldhafinu í þrettán mínútur. Á myndinni sést hvar sjúkraflutningamaður og slökkviliðsmaður bjarga honum út. Mynd: Aðsend

Það er ár liðið frá brun­an­um. „Að lifa elds­voð­ann af hefur haft gríð­ar­leg áhrif á mitt líf,“ segir hann í yfir­lýs­ingu til rétt­ar­gæslu­manns síns sem hann hefur leyft Kjarn­anum að vitna til. Allt frá því elds­voð­inn mann­skæði varð hefur hann átt erfitt með að fóta sig frá degi til dags – að finna eitt­hvað jafn­vægi í líf­inu sem gæti talist „eðli­leg­t“.

En ég get samt ekki sofnað

Tibor sagði ítar­lega frá hinum örlaga­ríka degi, 25. júní 2020, í við­tali við Kjarn­ann í haust. Hann end­ur­tók svo reynslu sína sem vitni fyrir hér­aðs­dómi í vor. Þá, líkt og nú, sagð­ist hann eiga erfitt með svefn. „Ég fæ enn end­ur­teknar martraðir um að húsið standi í ljósum logum en að eng­inn sé vak­andi til að heyra í reyk­skynjar­an­um,“ segir hann um líðan sína í dag. Þess vegna sefur hann ekki á nótt­unni. Hann leggur sig frekar í nokkra tíma yfir dag­inn og svo aftur á milli 3 og 5 á nótt­unni áður en hann fer í vinn­una á kaffi­hús­inu á Lauga­veg­inum þar sem hann hefur starfað í nokkur ár. Hann segir svefn­leysið taka mik­inn toll af lífs­gæðum hans. Læknir hafi ávísað honum svefn­lyfj­um. „Skammt­ur­inn er ein tafla fyrir svefn,“ segir hann. „Ég tek tvær, þrjár, fjórar og jafn­vel fimm. En ég get samt ekki sofn­að.“

Tibor á sjúkrabörum eftir björgun úr brennandi húsinu. Mynd: Aðsend

Tibor var inni í her­bergi sínu á ris­hæð Bræðra­borg­ar­stígs 1 er hann heyrði öskur fram af gangi og fann skyndi­lega reykj­ar­lykt. Hann opn­aði hurð­ina og þá mætti honum þykkt, svart reyk­ský og eld­tungur við enda gangs­ins. Stig­inn niður á næstu hæð, eina útgöngu­leið­in, var alelda. „Ég á mjög erfitt í hvert skipti sem ég opna hurð­ina úr her­bergi mínu fram á gang,“ segir hann um líðan sína í íbúð­inni sem hann leigir núna. Það sem hann sá einnig er hann opn­aði her­berg­is­hurð­ina á Bræðra­borg­ar­stíg var nágranna­kona hans. Eld­ur­inn hafði læst sig í hana og hún hljóp eftir gang­inum þar til hún féll hreyf­ing­ar­laus á gólf­ið. „Þessi sjón hefur grafið um sig í huga mér og ég sé hana fyrir mér í hvert skipti sem ég opna hurð,“ segir Tibor. „Stundum sækir að mér sú til­finn­ing að það sé ein­hver í ljósum logum fyrir utan her­bergið mitt og ég verð að opna til að athuga hvort að það sé rétt.“

Tibor seg­ist stöðugt berj­ast við grát­inn. „Ég get ekki grátið fyrir innan afgreiðslu­borðið á kaffi­hús­inu þar sem ég vinn. Og ég get ekki grátið á almanna­færi. Svo að ég finn mér afsökun til að vera einn og hleypi sorg­inni og ótt­anum út eins lengi og ég get. Svo set ég upp grímuna og fer aftur að vinna.“

Tibor hefur leitað til sál­fræð­ings og fyrst í stað fannst honum það hjálpa. Í dag seg­ist hann ekki vera í slíkri með­ferð en gjarnan vilja hafa ein­hvern til að tala við þegar svart­nættið verður hvað mest.

„Ég finn fyrir reiði og von­leysi þegar ég hugsa um stöðu mína og hinna tutt­ugu „út­lend­ing­ana“ sem lifðu elds­voð­ann af,“ skrifar Tibor í yfir­lýs­ingu sinni. Að Bræðra­borg­ar­stíg 1 bjuggu fyrst og fremst erlendir verka­menn sem höfðu þó margir hverj­ir, ef ekki flest­ir, búið og unnið á Íslandi árum sam­an. Ástæðan fyrir því að hann setur orðið „út­lend­ing­ur“ innan gæsalappa er að hans sögn sú að eft­ir­lif­endum brun­ans hafi mætt annað við­horf þar sem þeir eigi ættir að rekja til ann­arra landa en Íslands. Við­brögðin við ofan­flóðum síð­asta vetrar hafi til dæmis að hans mati verið allt önn­ur. „Þar misstu sumir heim­ili sín og urðu fyrir gríð­ar­legu áfalli vegna nátt­úru­ham­far­anna og sam­fé­lagið tók þeim opnum örmum með fullt af kær­leik og skiln­ingi og bauð þeim aðstoð.“ Honum finnst sam­an­burð­ur­inn á við­brögð­unum við þessum tveimur harm­leikjum slá­andi. „Ég sé ekki lengur eðli­lega fram­tíð fyrir mig á Ísland­i.“ Hann viti þó að skuggi áfalls­ins muni fylgja sér hvert sem hann fari.

Hver ber ábyrgð?

Þar sem Marek hafi verið dæmdur ósak­hæfur finnst Tibor eins og eng­inn eigi að bera ábyrgð. Hann hafi von­ast til að finna létti, geta skilið við hinar erf­iðu til­finn­ingar en nið­ur­staðan bjóði ekki upp á það. Hvers­dags­legar kveikj­ur, sem minna hann stöðugt á harm­leik­inn, sækja stöðugt að hon­um. „Í hvert skipti sem sím­inn hringir og ég stekk upp og held að þetta sé reyk­skynj­ari. Að finna stöðugt reykj­ar­lykt sem engin er. Að bregða við að heyra í slökkvi­liðs­bíl eða sjúkra­bíl í fjar­lægð. Áður en dóm­ur­inn var kveð­inn upp hafði ég sann­fært sjálfan mig um að dóm­ar­arnir myndu sak­fella brennu­varg­inn og að þar með myndi mál­inu ljúka. En nú sé ég ekki fyrir end­ann á neinu. Eng­inn ber ábyrgð, engar afleið­ingar fyrir brennu­varg­inn. Dóms­kerfið yppir bara öxlum og lífið á að halda áfram eins og ekk­ert hafi í skorist.“

„Ég finn fyrir reiði og vonleysi þegar ég hugsa um stöðu mína og hinna tuttugu „útlendingana“ sem lifðu eldsvoðann af,“ skrifar Tibor í yfirlýsingu sinni.  Mynd: Bára Huld Beck

Sam­hliða saka­mál­inu var farið fram á miska­bætur fyrir Tibor og hin fórn­ar­lömb­in. Hann seg­ist hafa gert sér grein fyrir því að þær yrðu ekki háar. Líkt og framar greinir var farið fram á 5 millj­ónir króna fyrir hans hönd. 500 þús­und þykja hins vegar hæfi­legar bætur að mati dóm­ar­anna. „Þegar lög­fræði­kostn­aður og skattar – já þetta er ekki prent­villa – skattar – hafa verið dregnir frá munu bæt­urnar jafn­ast á við tveggja vikna laun,“ skrifar Tibor í yfir­lýs­ingu sinni. „Hið flókna kerfi að baki því að reikna út hvað er „rétt­látt“ er, að mínu mati, órétt­látt kerfi sem þjónar fyrst og fremst stjórn­völdum til að spara skatt­greið­endum pen­ing. Ég upp­lifi þessar bætur sem áverka ofan á áfallið sem við, þau sem lifðum af, vorum þegar að ganga í gegn­um. Flest okkar misstu allt sem við eigum og heilsu okk­ar, von og fram­tíð að auki.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist hafa lært marg af Partygate en sé nú tilbúinn til að horfa fram á veginn.
Drykkjumenning í Downingstræti afhjúpuð í lokaskýrslunni um Partygate
Stjórnmálaleiðtogar og háttsettir embættismenn verða að axla ábyrgð á drykkjumenningunni sem hefur viðgengst innan bresku ríkisstjórnarinnar. Lokaskýrsla um „Partygate“ hefur loks verið birt, fjórum mánuðum eftir að forsætisráðherra baðst fyrst afsökunar.
Kjarninn 25. maí 2022
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 24. þáttur: Innflytjendur ekki viðurkenndir sem hluti af íslensku samfélagi
Kjarninn 25. maí 2022
Örn Bárður Jónsson
Orðbólga
Kjarninn 25. maí 2022
Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ
Einstaklingar sem eru til rannsóknar skuli stíga til hliðar
Stjórn KSÍ hefur samþykkt að ef mál einstaklings er til meðferðar hjá rannsóknar- eða ákæruvaldi skuli hann stíga til hliðar hjá KSÍ á meðan meðferð máls stendur yfir. Aron Einar Gunnarsson kemur því ekki til greina í landsliðshópinn á næstunni.
Kjarninn 25. maí 2022
Kristrún Frostadóttir og Jóhann Páll Jóhannsson hafa bæði velt fyrir sér greiðslum til LOGOS vegna vinnu fyrir Bankasýslu ríkisins.
Vill fá að vita hvað fjármálaráðuneytið og Bankasýslan hafa borgað LOGOS frá 2017
Þingmaður hefur lagt fram fyrirspurn um greiðslu til lögmannsstofu sem vann minnisblað fyrir Bankasýsluna um að jafnræði hafi ríkt við söluna á 22,5 prósent hlut í Íslandsbanka. Sama lögmannsstofa var lögfræðilegur ráðgjafi Bankasýslunnar við söluna.
Kjarninn 25. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Sumir útlendingar eru æskilegri en aðrir
Kjarninn 25. maí 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Ung vinstri græn: Rík­is­stjórn­ar­sam­starfið má aldrei verða mik­il­væg­ara en mann­úð
Landsstjórn Ungra vinstri grænna hvetur ríkisstjórn Íslands eindregið til að draga til baka ákvörðun sína um endursendingar flóttafólks og líta til mannúðarsjónarmiða og félagslegs ávinnings fyrir samfélagið.
Kjarninn 25. maí 2022
Muhammad
„Íslensk stjórnvöld sjá mig ekki“
Muhammad Gambari, 23 ára Afgani, hefur verið á flótta frá því hann var 16 ára gamall. Eftir um fimm ára dvöl í Grikklandi kom hann til Íslands í ársbyrjun 2021 en er nú hópi tæplega 300 umsækjenda um alþjóðlega vernd sem vísa á úr landi á næstunni.
Kjarninn 25. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent