Íslendingar eyddu minna á ferðalögum innanlands í fyrra heldur en árið 2019

Heildarútgjöld íslenskra ferðamanna innanlands námu 122 milljörðum króna í fyrra og drógust saman um 14 prósent frá 2019. Hlutfall ferðaþjónustu í landsframleiðslu dróst saman um rúmlega helming á tímabilinu, fór úr átta prósentum niður í 3,9 prósent.

Komum erlendra ferðamanna til landsins fækkaði um 81 prósent milli 2019 og 2020.
Komum erlendra ferðamanna til landsins fækkaði um 81 prósent milli 2019 og 2020.
Auglýsing

Í fyrra námu heild­ar­út­gjöld íslenskra ferða­manna á ferða­lögum inn­an­lands 122 millj­örðum króna og dróg­ust þau saman um 14 pró­sent frá árinu 2019, sam­kvæmt tölum Hag­stofu Íslands. Þrátt fyrir sam­drátt hefur hlut­fall útgjalda Íslend­inga af heild­ar­út­gjöldum ferða­manna ekki mælst svo hátt síðan Hag­stofan hóf að taka saman þessa töl­fræði. Útgjöld íslenskra ferða­manna námu 56 pró­sentum af heild­ar­út­gjöldum ferða­manna árið 2020 en þau námu 27 pró­sentum af heild­ar­út­gjöldum ferða­manna árið áður.

Heild­ar­út­gjöld erlendra ferða­manna náum aftur á móti 98 millj­örðum króna árið 2020 og dróg­ust þau saman um 75 pró­sent milli ára. Stærstur hluti útgjalda erlendra ferða­manna var vegna gisti­þjón­ustu eða um fimmt­ung­ur. Útgjöld erlendra ferða­manna í þeim flokki dróg­ust engu að síður saman um 76 pró­sent milli ára.

Alls námu útgjöld erlendra ferða­manna 98 millj­örðum króna árið 2020 og er það sam­dráttur um 75 pró­sent milli ára. Stærstur hluti útgjalda erlendra ferða­manna var vegna gisti­þjón­ustu eða um fimmt­ung­ur. Útgjöld erlendra ferða­manna vegna gisti­þjón­ustu dróg­ust engu að síður saman um 76 pró­sent milli ára.

Auglýsing

Starfs­fólki í ferða­þjón­ustu fækk­aði um 31 pró­sent

Hlutur ferða­þjón­ustu í lands­fram­leiðslu rúm­lega helm­ing­að­ist á milli áranna 2019 og 2020. Hlut­fallið fór úr því að vera átta pró­sent árið 2019 niður í 3,9 pró­sent árið 2020. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hag­stofu Íslands en í þeim er bæði tekið til­lit til útgjalda inn­lendra sem og erlendra ferða­manna á Íslandi. Útgjöld ferða­manna, bæði íslenskra og erlendra, námu 220 millj­örðum króna árið 2020 sam­an­borið við um 520 millj­arða árið áður og dróg­ust því saman um 58 pró­sent milli ára.

Sam­kvæmt tölum Hag­stof­unnar tald­ist ferða­þjón­ustan þriðja stærsta atvinnu­greinin á Íslandi, sem hlut­fall lands­fram­leiðslu, á eftir heil­brigð­is- og félags­þjón­ustu og heild- og smá­sölu­versl­un. Á árinu 2020 hrapar ferða­þjón­ustan hins vegar niður list­ann. Töl­urnar eru þó birtar með ákveðnum fyr­ir­vara á vef Hag­stof­unn­ar: „Þegar hlut­deild ferða­þjón­ustu í lands­fram­leiðslu er borin saman við aðrar atvinnu­greinar þarf að hafa í huga að ferða­þjón­usta er ekki skil­greind sem atvinnu­grein í hefð­bund­inni atvinnu­greina­flokkun heldur er hún sam­sett grein þar sem lagt er saman til­tekið hlut­fall af starf­semi ann­arra atvinnu­greina.“

Þá fækk­aði starf­andi ein­stak­lingum í ferða­þjónstu um 31 pró­sent árið 2020 sam­an­borið við árið 2019, úr 30.800 í 21.000. Enn meiri sam­dráttur varð í vinnu­stundum í ferða­þjón­ustu. Þær dróg­ust saman um 39 pró­sent milli ára, úr 41,2 millj­ónum vinnu­stunda árið 2019 niður í 25,3 millj­ónir árið 2020.

Spár bank­anna gera ráð fyrir fleiri erlendum ferða­mönnum

Sam­kvæmt til­kynn­ingu Hag­stof­unnar fækk­aði komum erlendra ferða­manna til lands­ins um 81 pró­sent á tíma­bil­inu sem um ræðir en alls komu tæp­lega 490 þús­und ferða­menn til lands­ins árið 2020.

Vonir standa til að með auknum bólu­setn­ingum víða um heim muni fleiri ferða­menn leggja leið sína til lands­ins í ár en í fyrra. Í nýjasta hefti Pen­inga­mála sem Seðla­banki Íslands gefur út er því spáð að á árinu muni hingað koma 660 þús­und ferða­menn. Sú spá er að vísu ögn svart­sýnni en fyrri spá bank­ans frá í febr­úar sem hljóð­aði upp á 700 þús­und ferða­menn. Ástæðan fyrir lækk­aðri spá er sú að far­ald­ur­inn reynd­ist þrá­lát­ari í helstu við­skipta­löndum Íslands heldur en útlit var fyrir þegar fyrri spá var gerð.

Lands­bank­inn sendi einni frá sér upp­færða hag­spá í maí. Í henni er gert ráð fyrir að væntur fjöldi ferða­manna á árinu 2021 verði 800 þús­und, það er nokkur hækkun frá fyrri spá bank­ans sem gerði ráð fyrir 650 þús­und ferða­mönn­um.

Spá Íslands­banka er stað­sett á milli hinna spánna tveggja. Í þjóð­hags­spá bank­ans frá því í maí er gert ráð fyrir að 700 þús­und erlendir ferða­menn muni heim­sækja Ísland á árinu 2021.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent