Íslendingar eyddu minna á ferðalögum innanlands í fyrra heldur en árið 2019

Heildarútgjöld íslenskra ferðamanna innanlands námu 122 milljörðum króna í fyrra og drógust saman um 14 prósent frá 2019. Hlutfall ferðaþjónustu í landsframleiðslu dróst saman um rúmlega helming á tímabilinu, fór úr átta prósentum niður í 3,9 prósent.

Komum erlendra ferðamanna til landsins fækkaði um 81 prósent milli 2019 og 2020.
Komum erlendra ferðamanna til landsins fækkaði um 81 prósent milli 2019 og 2020.
Auglýsing

Í fyrra námu heildarútgjöld íslenskra ferðamanna á ferðalögum innanlands 122 milljörðum króna og drógust þau saman um 14 prósent frá árinu 2019, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Þrátt fyrir samdrátt hefur hlutfall útgjalda Íslendinga af heildarútgjöldum ferðamanna ekki mælst svo hátt síðan Hagstofan hóf að taka saman þessa tölfræði. Útgjöld íslenskra ferðamanna námu 56 prósentum af heildarútgjöldum ferðamanna árið 2020 en þau námu 27 prósentum af heildarútgjöldum ferðamanna árið áður.

Heildarútgjöld erlendra ferðamanna náum aftur á móti 98 milljörðum króna árið 2020 og drógust þau saman um 75 prósent milli ára. Stærstur hluti útgjalda erlendra ferðamanna var vegna gistiþjónustu eða um fimmtungur. Útgjöld erlendra ferðamanna í þeim flokki drógust engu að síður saman um 76 prósent milli ára.

Alls námu útgjöld erlendra ferðamanna 98 milljörðum króna árið 2020 og er það samdráttur um 75 prósent milli ára. Stærstur hluti útgjalda erlendra ferðamanna var vegna gistiþjónustu eða um fimmtungur. Útgjöld erlendra ferðamanna vegna gistiþjónustu drógust engu að síður saman um 76 prósent milli ára.

Auglýsing

Starfsfólki í ferðaþjónustu fækkaði um 31 prósent

Hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu rúmlega helmingaðist á milli áranna 2019 og 2020. Hlutfallið fór úr því að vera átta prósent árið 2019 niður í 3,9 prósent árið 2020. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands en í þeim er bæði tekið tillit til útgjalda innlendra sem og erlendra ferðamanna á Íslandi. Útgjöld ferðamanna, bæði íslenskra og erlendra, námu 220 milljörðum króna árið 2020 samanborið við um 520 milljarða árið áður og drógust því saman um 58 prósent milli ára.

Samkvæmt tölum Hagstofunnar taldist ferðaþjónustan þriðja stærsta atvinnugreinin á Íslandi, sem hlutfall landsframleiðslu, á eftir heilbrigðis- og félagsþjónustu og heild- og smásöluverslun. Á árinu 2020 hrapar ferðaþjónustan hins vegar niður listann. Tölurnar eru þó birtar með ákveðnum fyrirvara á vef Hagstofunnar: „Þegar hlutdeild ferðaþjónustu í landsframleiðslu er borin saman við aðrar atvinnugreinar þarf að hafa í huga að ferðaþjónusta er ekki skilgreind sem atvinnugrein í hefðbundinni atvinnugreinaflokkun heldur er hún samsett grein þar sem lagt er saman tiltekið hlutfall af starfsemi annarra atvinnugreina.“

Þá fækkaði starfandi einstaklingum í ferðaþjónstu um 31 prósent árið 2020 samanborið við árið 2019, úr 30.800 í 21.000. Enn meiri samdráttur varð í vinnustundum í ferðaþjónustu. Þær drógust saman um 39 prósent milli ára, úr 41,2 milljónum vinnustunda árið 2019 niður í 25,3 milljónir árið 2020.

Spár bankanna gera ráð fyrir fleiri erlendum ferðamönnum

Samkvæmt tilkynningu Hagstofunnar fækkaði komum erlendra ferðamanna til landsins um 81 prósent á tímabilinu sem um ræðir en alls komu tæplega 490 þúsund ferðamenn til landsins árið 2020.

Vonir standa til að með auknum bólusetningum víða um heim muni fleiri ferðamenn leggja leið sína til landsins í ár en í fyrra. Í nýjasta hefti Peningamála sem Seðlabanki Íslands gefur út er því spáð að á árinu muni hingað koma 660 þúsund ferðamenn. Sú spá er að vísu ögn svartsýnni en fyrri spá bankans frá í febrúar sem hljóðaði upp á 700 þúsund ferðamenn. Ástæðan fyrir lækkaðri spá er sú að faraldurinn reyndist þrálátari í helstu viðskiptalöndum Íslands heldur en útlit var fyrir þegar fyrri spá var gerð.

Landsbankinn sendi einni frá sér uppfærða hagspá í maí. Í henni er gert ráð fyrir að væntur fjöldi ferðamanna á árinu 2021 verði 800 þúsund, það er nokkur hækkun frá fyrri spá bankans sem gerði ráð fyrir 650 þúsund ferðamönnum.

Spá Íslandsbanka er staðsett á milli hinna spánna tveggja. Í þjóðhagsspá bankans frá því í maí er gert ráð fyrir að 700 þúsund erlendir ferðamenn muni heimsækja Ísland á árinu 2021.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands tók við af Matt Hancock fyrr í sumar.
Biðst afsökunar á að hafa sagt fólki að hætta að „hnipra sig saman“ andspænis veirunni
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands segist hafa notað óheppilegt orðfæri til að lýsa því hvernig landar hans þyrftu að fara að lifa með veirunni, í ljósi útbreiddra bólusetninga.
Kjarninn 25. júlí 2021
DÓTTIR er stuttmynd um ást, þráhyggju og brotna sjálfsmynd.
Stuttmyndin DÓTTIR er „ástarbréf til Íslands“
Sofia Novakova, leik- og kvikmyndagerðarkona frá Slóvakíu, er þessa dagana að taka upp stuttmyndina DÓTTIR hér á landi. Safnað er fyrir útgáfu myndarinnar á Karolina Fund.
Kjarninn 25. júlí 2021
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent