Persónuvernd telur víðtæka birtingu hluthafalista fara gegn lögum

Vegna nýlegra lagabreytinga hefur verið hægt að nálgast heildarhluthafalista skráðra félaga í Kauphöllinni í samstæðureikningum á vef Skattsins. Persónuvernd telur þessa víðtæku birtingu fara gegn lögum.

Upplýsingar um alla hluthafa og hversu mikið þeir eiga í skráðum félögum hafa legið fyrir á opinberum vettvangi undanfarið. Þetta telur Persónuvernd stríða gegn lögum.
Upplýsingar um alla hluthafa og hversu mikið þeir eiga í skráðum félögum hafa legið fyrir á opinberum vettvangi undanfarið. Þetta telur Persónuvernd stríða gegn lögum.
Auglýsing

Persónuvernd telur að víðtæk birting heildarhluthafalista margra stærstu fyrirtækja landsins, sem nú má nálgast í samstæðureikningum félaga á vef Skattsins, sé ekki heimil lögum samkvæmt. Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar segir í skriflegu svari við fyrirspurn Kjarnans að málið hafi verið tekið fyrir á stjórnarfundi hjá stofnuninni í síðustu viku og álit þessa efnis hafi verið sent til Ríkisskattstjóra á miðvikudaginn.

Álitið hefur nú verið birt á vef Persónuverndar, en með ákvörðun stofnunarinnar er Skattinum gefinn mánuður til þess að hætta birtingu þessara upplýsinga.

Hægt að sjá eign allra hluthafa í skráðum félögum

Heildarhluthafalistar stórra félaga, þar á meðal allra fyrirtækja sem skráð eru í Kauphöllina, hafa að undanförnu verið aðgengilegir með samstæðureikningum sem nálgast má endurgjaldslaust á vef Skattsins.

Auglýsing

Lagabreytingar sem gerðar voru á Alþingi á síðasta ári leiddu til þess að þessi víðtæka birting Skattsins hófst, en þar var um að ræða stjórnarfrumvarp ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um breytingar á lögum um ársreikninga og lögum um endurskoðendur og endurskoðun, sem átti að stuðla að auknu gagnsæi stærri kerfislega mikilvægra félaga.

Eftir að þessi lög tóku gildi fóru að birtast heildarhluthafalistar opinberlega með samstæðureikningum allra skráðra félaga, en þess er skemmst að minnast að fyrir nokkrum árum fetti Persónuvernd fingur út í það að Kauphöllin sjálf birti reglulega uppfærðar upplýsingar um 20 stærstu hluthafa skráðra félaga á vef sínum.

Nú er hægt að sjá upplýsingar um fjárhagslega hagsmuni þúsunda einstaklinga með því að sækja samstæðureikninga skráðra félaga á vef Ríkisskattstjóra. Þannig má sjá í samstæðureikningi Icelandair Group, til dæmis, nöfn og kennitölur allra einstaklinga og fyrirtækja sem áttu hlut í félaginu síðustu áramót og hversu marga hluti hver og einn átti þá. Hið sama gildir um öll önnur skráð félög.

Forstjóri Persónuverndar sagði við Kjarnann í morgun að álit stofnunarinnar myndi birtist í hádeginu og að megininntak þess væri að „lög heimili ekki þessa víðtæku birtingu.“ Nú þegar álitið er birt að ljóst er að svo sé.

Persónuvernd segir að orðalag í lögum um ársreikninga feli að óbreyttu ekki í sér nægilega skýra heimild til birtingar lista yfir alla hluthafa félaga sem undir lögin falla með ársreikningum þeirra á opinberum vef ríkisskattstjóra.

Þá segir stofnunin að löggjafanum hefði „verið í lófa lagið að orða það með þeim hætti að engum vafa yrði undirorpið að slík upplýsingamiðlun rúmaðist innan orðalags ákvæðisins,“ en að óbreyttu samrýmist birting hlutafjáreignar einstaklinga ekki lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

Athugasemd ritstjórnar: Fréttin var uppfærð eftir að álit Persónuverndar um málið var birt opinberlega.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands tók við af Matt Hancock fyrr í sumar.
Biðst afsökunar á að hafa sagt fólki að hætta að „hnipra sig saman“ andspænis veirunni
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands segist hafa notað óheppilegt orðfæri til að lýsa því hvernig landar hans þyrftu að fara að lifa með veirunni, í ljósi útbreiddra bólusetninga.
Kjarninn 25. júlí 2021
DÓTTIR er stuttmynd um ást, þráhyggju og brotna sjálfsmynd.
Stuttmyndin DÓTTIR er „ástarbréf til Íslands“
Sofia Novakova, leik- og kvikmyndagerðarkona frá Slóvakíu, er þessa dagana að taka upp stuttmyndina DÓTTIR hér á landi. Safnað er fyrir útgáfu myndarinnar á Karolina Fund.
Kjarninn 25. júlí 2021
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent