Persónuvernd telur víðtæka birtingu hluthafalista fara gegn lögum

Vegna nýlegra lagabreytinga hefur verið hægt að nálgast heildarhluthafalista skráðra félaga í Kauphöllinni í samstæðureikningum á vef Skattsins. Persónuvernd telur þessa víðtæku birtingu fara gegn lögum.

Upplýsingar um alla hluthafa og hversu mikið þeir eiga í skráðum félögum hafa legið fyrir á opinberum vettvangi undanfarið. Þetta telur Persónuvernd stríða gegn lögum.
Upplýsingar um alla hluthafa og hversu mikið þeir eiga í skráðum félögum hafa legið fyrir á opinberum vettvangi undanfarið. Þetta telur Persónuvernd stríða gegn lögum.
Auglýsing

Per­sónu­vernd telur að víð­tæk birt­ing heild­ar­hlut­haf­alista margra stærstu fyr­ir­tækja lands­ins, sem nú má nálg­ast í sam­stæðu­reikn­ingum félaga á vef Skatts­ins, sé ekki heimil lögum sam­kvæmt. Helga Þór­is­dóttir for­stjóri Per­sónu­verndar segir í skrif­legu svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans að málið hafi verið tekið fyrir á stjórn­ar­fundi hjá stofn­un­inni í síð­ustu viku og álit þessa efnis hafi verið sent til Rík­is­skatt­stjóra á mið­viku­dag­inn.

Álitið hefur nú verið birt á vef Per­sónu­verndar, en með ákvörðun stofn­un­ar­innar er Skatt­inum gef­inn mán­uður til þess að hætta birt­ingu þess­ara upp­lýs­inga.

Hægt að sjá eign allra hlut­hafa í skráðum félögum

Heild­ar­hlut­haf­alistar stórra félaga, þar á meðal allra fyr­ir­tækja sem skráð eru í Kaup­höll­ina, hafa að und­an­förnu verið aðgengi­legir með sam­stæðu­reikn­ingum sem nálg­ast má end­ur­gjalds­laust á vef Skatts­ins.

Auglýsing

Laga­breyt­ingar sem gerðar voru á Alþingi á síð­asta ári leiddu til þess að þessi víð­tæka birt­ing Skatts­ins hóf­st, en þar var um að ræða stjórn­ar­frum­varp ferða­mála-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra um breyt­ingar á lögum um árs­reikn­inga og lögum um end­ur­skoð­endur og end­ur­skoð­un, sem átti að stuðla að auknu gagn­sæi stærri kerf­is­lega mik­il­vægra félaga.

Eftir að þessi lög tóku gildi fóru að birt­ast heild­ar­hlut­haf­alistar opin­ber­lega með sam­stæðu­reikn­ingum allra skráðra félaga, en þess er skemmst að minn­ast að fyrir nokkrum árum fetti Per­sónu­vernd fingur út í það að Kaup­höllin sjálf birti reglu­lega upp­færðar upp­lýs­ingar um 20 stærstu hlut­hafa skráðra félaga á vef sín­um.

Nú er hægt að sjá upp­lýs­ingar um fjár­hags­lega hags­muni þús­unda ein­stak­linga með því að sækja sam­stæðu­reikn­inga skráðra félaga á vef Rík­is­skatt­stjóra. Þannig má sjá í sam­stæðu­reikn­ingi Icelandair Group, til dæm­is, nöfn og kenni­tölur allra ein­stak­linga og fyr­ir­tækja sem áttu hlut í félag­inu síð­ustu ára­mót og hversu marga hluti hver og einn átti þá. Hið sama gildir um öll önnur skráð félög.

For­stjóri Per­sónu­verndar sagði við Kjarn­ann í morgun að álit stofn­un­ar­innar myndi birt­ist í hádeg­inu og að meg­in­inn­tak þess væri að „lög heim­ili ekki þessa víð­tæku birt­ing­u.“ Nú þegar álitið er birt að ljóst er að svo sé.

Per­sónu­vernd segir að orða­lag í lögum um árs­reikn­inga feli að óbreyttu ekki í sér nægi­lega skýra heim­ild til birt­ingar lista yfir alla hlut­hafa félaga sem undir lögin falla með árs­reikn­ingum þeirra á opin­berum vef rík­is­skatt­stjóra.

Þá segir stofn­unin að lög­gjaf­anum hefði „verið í lófa lagið að orða það með þeim hætti að engum vafa yrði und­ir­orpið að slík upp­lýs­inga­miðlun rúm­að­ist innan orða­lags ákvæð­is­ins,“ en að óbreyttu sam­rým­ist birt­ing hluta­fjár­eignar ein­stak­linga ekki lögum um per­sónu­vernd og vinnslu per­sónu­upp­lýs­inga.

Athuga­semd rit­stjórn­ar: Fréttin var upp­færð eftir að álit Per­sónu­verndar um málið var birt opin­ber­lega.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einar S. Hálfdánarson
Meðreiðarsveinar Pútíns
Kjarninn 24. maí 2022
Indriði H. Þorláksson
Allt orkar tvímælis þá gert er
Kjarninn 24. maí 2022
Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Húsnæði ætti ekki að vera uppspretta ávöxtunar – heldur heimili fólks
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að húsnæðismarkaðurinn eigi ekki að vera fjárfestingarmarkaður. Það sé eitt að fjárfesta í eigin húsnæði til að eiga samastað og búa við húsnæðisöryggi, annað þegar íbúðarkaup séu orðin fjárfestingarkostur fyrir ávöxtun.
Kjarninn 24. maí 2022
Kalla eftir hækkun atvinnuleysisbóta
Í umsögn sinni við frumvarp um mótvægisaðgerðir vegna verðbólgu segir ASÍ að nokkrir hópar séu viðkvæmastir fyrir hækkandi verðlagi og vaxtahækkunum. ASÍ styður þá hugmyndafræði að ráðast í sértækar aðgerðir í stað almennra aðgerða.
Kjarninn 24. maí 2022
Meirihlutaviðræður Viðreisnar, Framsóknar, Pírata og Samfylkingar í Reykjavík eru hafnar.
Málefnin rædd fyrst og verkaskipting í lokin
Oddvitar Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar í Reykjavík lýsa öll yfir ánægju með viðræður um myndun meirihluta í Borgarstjórn Reykjavíkur sem eru formlega hafnar. Öll áhersla verður lögð á málefni áður en verkaskipting verður rædd.
Kjarninn 24. maí 2022
Emil Dagsson.
Emil tekinn við sem ritstjóri Vísbendingar
Ritstjóraskipti hafa orðið hjá Vísbendingu. Jónas Atli Gunnarsson kveður og Emil Dagsson tekur við. Kjarninn hefur átt Vísbendingu í fimm ár.
Kjarninn 24. maí 2022
Einar Þorsteinsson og Þordís Lóa Þórhallsdóttir leiða tvö af þeim fjórum framboðum sem munu ræða saman um myndun meirihluta.
Framsókn býður Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn til viðræðna um myndun meirihluta
Bandalag þriggja flokka mun ræða við Framsókn um myndun meirihluta í Reykjavík sem myndi hafa 13 af 23 borgarfulltrúum á bakvið sig. Boðað hefur verið til blaðamannafundar klukkan 11 til að svara spurningum fjölmiðla um málið.
Kjarninn 24. maí 2022
„Á meðan helvítis eftirspurnin er þá er framboð“
Vændi venst ekki og verður bara verra með tímanum, segir viðmælandi í nýrri bók þar sem rætt er við sex venjulegar konur sem hafa verið í vændi. Þær lýsa m.a. ástæðum þess af hverju þær fóru út í vændi og þeim skelfilegu afleiðingum sem það hafði á þær.
Kjarninn 24. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent