Persónuvernd telur víðtæka birtingu hluthafalista fara gegn lögum

Vegna nýlegra lagabreytinga hefur verið hægt að nálgast heildarhluthafalista skráðra félaga í Kauphöllinni í samstæðureikningum á vef Skattsins. Persónuvernd telur þessa víðtæku birtingu fara gegn lögum.

Upplýsingar um alla hluthafa og hversu mikið þeir eiga í skráðum félögum hafa legið fyrir á opinberum vettvangi undanfarið. Þetta telur Persónuvernd stríða gegn lögum.
Upplýsingar um alla hluthafa og hversu mikið þeir eiga í skráðum félögum hafa legið fyrir á opinberum vettvangi undanfarið. Þetta telur Persónuvernd stríða gegn lögum.
Auglýsing

Per­sónu­vernd telur að víð­tæk birt­ing heild­ar­hlut­haf­alista margra stærstu fyr­ir­tækja lands­ins, sem nú má nálg­ast í sam­stæðu­reikn­ingum félaga á vef Skatts­ins, sé ekki heimil lögum sam­kvæmt. Helga Þór­is­dóttir for­stjóri Per­sónu­verndar segir í skrif­legu svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans að málið hafi verið tekið fyrir á stjórn­ar­fundi hjá stofn­un­inni í síð­ustu viku og álit þessa efnis hafi verið sent til Rík­is­skatt­stjóra á mið­viku­dag­inn.

Álitið hefur nú verið birt á vef Per­sónu­verndar, en með ákvörðun stofn­un­ar­innar er Skatt­inum gef­inn mán­uður til þess að hætta birt­ingu þess­ara upp­lýs­inga.

Hægt að sjá eign allra hlut­hafa í skráðum félögum

Heild­ar­hlut­haf­alistar stórra félaga, þar á meðal allra fyr­ir­tækja sem skráð eru í Kaup­höll­ina, hafa að und­an­förnu verið aðgengi­legir með sam­stæðu­reikn­ingum sem nálg­ast má end­ur­gjalds­laust á vef Skatts­ins.

Auglýsing

Laga­breyt­ingar sem gerðar voru á Alþingi á síð­asta ári leiddu til þess að þessi víð­tæka birt­ing Skatts­ins hóf­st, en þar var um að ræða stjórn­ar­frum­varp ferða­mála-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra um breyt­ingar á lögum um árs­reikn­inga og lögum um end­ur­skoð­endur og end­ur­skoð­un, sem átti að stuðla að auknu gagn­sæi stærri kerf­is­lega mik­il­vægra félaga.

Eftir að þessi lög tóku gildi fóru að birt­ast heild­ar­hlut­haf­alistar opin­ber­lega með sam­stæðu­reikn­ingum allra skráðra félaga, en þess er skemmst að minn­ast að fyrir nokkrum árum fetti Per­sónu­vernd fingur út í það að Kaup­höllin sjálf birti reglu­lega upp­færðar upp­lýs­ingar um 20 stærstu hlut­hafa skráðra félaga á vef sín­um.

Nú er hægt að sjá upp­lýs­ingar um fjár­hags­lega hags­muni þús­unda ein­stak­linga með því að sækja sam­stæðu­reikn­inga skráðra félaga á vef Rík­is­skatt­stjóra. Þannig má sjá í sam­stæðu­reikn­ingi Icelandair Group, til dæm­is, nöfn og kenni­tölur allra ein­stak­linga og fyr­ir­tækja sem áttu hlut í félag­inu síð­ustu ára­mót og hversu marga hluti hver og einn átti þá. Hið sama gildir um öll önnur skráð félög.

For­stjóri Per­sónu­verndar sagði við Kjarn­ann í morgun að álit stofn­un­ar­innar myndi birt­ist í hádeg­inu og að meg­in­inn­tak þess væri að „lög heim­ili ekki þessa víð­tæku birt­ing­u.“ Nú þegar álitið er birt að ljóst er að svo sé.

Per­sónu­vernd segir að orða­lag í lögum um árs­reikn­inga feli að óbreyttu ekki í sér nægi­lega skýra heim­ild til birt­ingar lista yfir alla hlut­hafa félaga sem undir lögin falla með árs­reikn­ingum þeirra á opin­berum vef rík­is­skatt­stjóra.

Þá segir stofn­unin að lög­gjaf­anum hefði „verið í lófa lagið að orða það með þeim hætti að engum vafa yrði und­ir­orpið að slík upp­lýs­inga­miðlun rúm­að­ist innan orða­lags ákvæð­is­ins,“ en að óbreyttu sam­rým­ist birt­ing hluta­fjár­eignar ein­stak­linga ekki lögum um per­sónu­vernd og vinnslu per­sónu­upp­lýs­inga.

Athuga­semd rit­stjórn­ar: Fréttin var upp­færð eftir að álit Per­sónu­verndar um málið var birt opin­ber­lega.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Spilamiðstöð sem eflir félagsleg tengsl og sköpunarkraft
Framkvæmdaglaðir Norðlendingar safna fyrir rekstri spilasalarins Goblin á Akureyri þar sem þau vilja bjóða upp á aðstöðu fyrir skapandi spilamennsku þar sem lögð er áhersla á skjálausa skemmtun.
Kjarninn 4. desember 2022
Signý Sigurðardóttir
Vinnumarkaður hins sterka
Kjarninn 4. desember 2022
Fólk sem ann Siglunesi
Áfram Siglunes – ævintýrið er þarna úti!
Kjarninn 4. desember 2022
Stefán Jón Hafstein
Árásin á vistkerfin
Kjarninn 4. desember 2022
Sigurður Ingi Friðleifsson, sviðsstjóri loftslagsmála, orkuskipta og nýsköpunar hjá Orkustofnun
Loftslagsmarkmið Íslands nást með „norsku leiðinni“
Markmið um samdrátt í losun frá vegasamgöngum á Íslandi nást ef við förum sömu leið og Norðmenn þegar kemur að rafbílavæðingu. „Við státum okkur af silfurverðlaunum, sem ég er orðinn hundleiður á,“ segir sviðsstjóri loftslagsmála hjá Orkustofnun.
Kjarninn 4. desember 2022
Fjölskyldustund í uppnámi?
Í 31 ár hafa danskar fjölskyldur sest saman við sjónvarpið á föstudagskvöldum og horft á dagskrárliðinn Disney Sjov og borðað vikuskammtinn af sælgæti. Nú hverfa Disney myndirnar af skjánum en nýr þáttur kemur í staðinn. Ekki eru allir jafn spenntir.
Kjarninn 4. desember 2022
Frá undirritun samninganna í dag.
Samningar SGS og SA í höfn: Kauptaxtar hækka um að lágmarki 35 þúsund
Kauptaxtar hækka frá 1. nóvember í ár um að lágmarki 35.000 krónur á mánuði. Hagvaxtarauka sem átti að koma til greiðslu 1. maí verður flýtt. Samningar hafa náðst milli Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins.
Kjarninn 3. desember 2022
Sigrún Guðmundsdóttir
Leyfið okkur að njóta jarðhitans áhyggjulaus
Kjarninn 3. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent