Persónuvernd telur víðtæka birtingu hluthafalista fara gegn lögum

Vegna nýlegra lagabreytinga hefur verið hægt að nálgast heildarhluthafalista skráðra félaga í Kauphöllinni í samstæðureikningum á vef Skattsins. Persónuvernd telur þessa víðtæku birtingu fara gegn lögum.

Upplýsingar um alla hluthafa og hversu mikið þeir eiga í skráðum félögum hafa legið fyrir á opinberum vettvangi undanfarið. Þetta telur Persónuvernd stríða gegn lögum.
Upplýsingar um alla hluthafa og hversu mikið þeir eiga í skráðum félögum hafa legið fyrir á opinberum vettvangi undanfarið. Þetta telur Persónuvernd stríða gegn lögum.
Auglýsing

Per­sónu­vernd telur að víð­tæk birt­ing heild­ar­hlut­haf­alista margra stærstu fyr­ir­tækja lands­ins, sem nú má nálg­ast í sam­stæðu­reikn­ingum félaga á vef Skatts­ins, sé ekki heimil lögum sam­kvæmt. Helga Þór­is­dóttir for­stjóri Per­sónu­verndar segir í skrif­legu svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans að málið hafi verið tekið fyrir á stjórn­ar­fundi hjá stofn­un­inni í síð­ustu viku og álit þessa efnis hafi verið sent til Rík­is­skatt­stjóra á mið­viku­dag­inn.

Álitið hefur nú verið birt á vef Per­sónu­verndar, en með ákvörðun stofn­un­ar­innar er Skatt­inum gef­inn mán­uður til þess að hætta birt­ingu þess­ara upp­lýs­inga.

Hægt að sjá eign allra hlut­hafa í skráðum félögum

Heild­ar­hlut­haf­alistar stórra félaga, þar á meðal allra fyr­ir­tækja sem skráð eru í Kaup­höll­ina, hafa að und­an­förnu verið aðgengi­legir með sam­stæðu­reikn­ingum sem nálg­ast má end­ur­gjalds­laust á vef Skatts­ins.

Auglýsing

Laga­breyt­ingar sem gerðar voru á Alþingi á síð­asta ári leiddu til þess að þessi víð­tæka birt­ing Skatts­ins hóf­st, en þar var um að ræða stjórn­ar­frum­varp ferða­mála-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra um breyt­ingar á lögum um árs­reikn­inga og lögum um end­ur­skoð­endur og end­ur­skoð­un, sem átti að stuðla að auknu gagn­sæi stærri kerf­is­lega mik­il­vægra félaga.

Eftir að þessi lög tóku gildi fóru að birt­ast heild­ar­hlut­haf­alistar opin­ber­lega með sam­stæðu­reikn­ingum allra skráðra félaga, en þess er skemmst að minn­ast að fyrir nokkrum árum fetti Per­sónu­vernd fingur út í það að Kaup­höllin sjálf birti reglu­lega upp­færðar upp­lýs­ingar um 20 stærstu hlut­hafa skráðra félaga á vef sín­um.

Nú er hægt að sjá upp­lýs­ingar um fjár­hags­lega hags­muni þús­unda ein­stak­linga með því að sækja sam­stæðu­reikn­inga skráðra félaga á vef Rík­is­skatt­stjóra. Þannig má sjá í sam­stæðu­reikn­ingi Icelandair Group, til dæm­is, nöfn og kenni­tölur allra ein­stak­linga og fyr­ir­tækja sem áttu hlut í félag­inu síð­ustu ára­mót og hversu marga hluti hver og einn átti þá. Hið sama gildir um öll önnur skráð félög.

For­stjóri Per­sónu­verndar sagði við Kjarn­ann í morgun að álit stofn­un­ar­innar myndi birt­ist í hádeg­inu og að meg­in­inn­tak þess væri að „lög heim­ili ekki þessa víð­tæku birt­ing­u.“ Nú þegar álitið er birt að ljóst er að svo sé.

Per­sónu­vernd segir að orða­lag í lögum um árs­reikn­inga feli að óbreyttu ekki í sér nægi­lega skýra heim­ild til birt­ingar lista yfir alla hlut­hafa félaga sem undir lögin falla með árs­reikn­ingum þeirra á opin­berum vef rík­is­skatt­stjóra.

Þá segir stofn­unin að lög­gjaf­anum hefði „verið í lófa lagið að orða það með þeim hætti að engum vafa yrði und­ir­orpið að slík upp­lýs­inga­miðlun rúm­að­ist innan orða­lags ákvæð­is­ins,“ en að óbreyttu sam­rým­ist birt­ing hluta­fjár­eignar ein­stak­linga ekki lögum um per­sónu­vernd og vinnslu per­sónu­upp­lýs­inga.

Athuga­semd rit­stjórn­ar: Fréttin var upp­færð eftir að álit Per­sónu­verndar um málið var birt opin­ber­lega.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Kynferðisleg áreitni og ofbeldi í álverunum og verklag þeirra
Alls hafa 27 tilkynningar borist álfyrirtækjunum þremur, Fjarðaáli, Norðuráli og Rio Tinto á síðustu fjórum árum. Kjarninn kannaði þá verkferla sem málin fara í innan fyrirtækjanna.
Kjarninn 4. desember 2021
Inga Sæland er hæstánægð með nýja vinnuaðstöðu Flokks fólksins og ljóst er á henni að það skemmir ekki fyrir að Miðflokkurinn neyðist til að kveðja vinnuaðstöðuna vegna mjög dvínandi þingstyrks.
Inga Sæland tekur yfir skrifstofur Miðflokksins og kallar það „karma“
„Hvað er karma, ef það er ekki þetta?“ segir Inga Sæland um flutninga þingflokks Flokks fólksins yfir í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem níu manna þingflokkur Miðflokksins, sem í dag er einungis tveggja manna, var áður til húsa.
Kjarninn 3. desember 2021
Pawel Bartoszek
Samráðið er raunverulegt
Kjarninn 3. desember 2021
Ásmundur Einar Daðason mun taka við málinu gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur af Lilju Alfreðsdóttur. Hér eru þau saman á kosningavöku Framsóknarflokksins í september.
Ásmundur Einar tekur við málarekstri Lilju gegn Hafdísi
Nýr mennta- og barnamálaráðherra Framsóknarflokksins hefur fengið í fangið mál sem varðar brot forvera hans í embætti og samflokkskonu gegn jafnréttislögum. Það bíður hans að taka ákvörðun um hvort málarekstri fyrir Landsrétti skuli haldið til streitu.
Kjarninn 3. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent