Delta-afbrigðið á fleygiferð á Bretlandseyjum

Tilfellum af COVID-19 fjölgaði um 50 prósent í Bretlandi á einum mánuði frá 5. maí til 7. júní. Smitum af völdum Delta-afbrigðisins svokallaða fjölgaði um tæp 80 prósent milli vikna. Ný bylgja segja sumir en aðrir benda á að hún verði aldrei skæð.

Kona gengur fram hjá minningarvegg um fórnarlömb COVID-19 í London.
Kona gengur fram hjá minningarvegg um fórnarlömb COVID-19 í London.
Auglýsing

Smitum af Delta-af­brigði kór­ónu­veirunnar fjölgar enn hratt í Bret­landi. Á einni viku greindust tæp­lega 34 þús­und til­felli og var aukn­ingin því um 78 pró­sent á milli vikna. Í heild hafa nú tæp­lega 76 þús­und manns þar í landi greinst með afbrigðið sem upp­götv­að­ist fyrst á Ind­landi og er mun meira smit­andi en önnur og jafn­vel talið hættu­legra. Um miðjan júní höfðu rúm­lega 800 manns í Bret­landi þurft að leggj­ast inn á sjúkra­hús vegna sýk­ingar af völdum Delta-af­brigð­is­ins. Af þeim var mik­ill meiri­hluti, eða um 65 pró­sent, óbólu­sett­ur. 84 voru full­bólu­settir en í fréttum bæði Guar­dian og BBC segir ekki ljóst hversu löngu eftir síð­ari sprautu þeir greindust.

Auglýsing

Yfir­völd bjóða nú öll­um, átján ára og eldri, að bóka tíma í bólu­setn­ingu. Boris John­son, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, segir þar með stórum áfanga náð, innan við 200 dögum eftir að bólu­setn­ing­ar­her­ferðin í land­inu hófst. Á sama tíma er talað um að enn ein bylgja COVID-19 sé í raun hafin – þó að hún verði ekki nándar nærri eins ban­væn og þær fyrri.

„Til­fellum er að fjölga hratt víða um landið og Delta-af­brigðið er ráð­and­i,“ hefur Guar­dian eftir Jenny Harries, fram­kvæmda­stjóra bresku heilsu­stofn­un­ar­inn­ar. Aukn­ingin er að hennar sögn að mestu bundin við yngri ald­urs­hópa. Hún segir góðu frétt­irnar þær að inn­lögnum á sjúkra­hús og dauðs­föllum sé ekki að fjölga í takti við smit­in. Bólu­setn­ingar meðal yngra fólks í Bret­landi eru í fullum gangi. Tæp­lega helm­ingur Breta er nú full­bólu­settur og vel yfir 60 pró­sent hafa fengið að minnsta kosti fyrri skammt bólu­efn­is. Staðan nú, líkt og víð­ast hvar í Evr­ópu, er því allt önnur en síð­asta sumar þegar veiran náði að skjóta sér niður víða yfir sum­ar­tím­ann sem end­aði í stórri bylgju far­ald­urs­ins um haust­ið.

Til stóð að aflétta sam­komu­tak­mörk­unum í Bret­landi í júní en því var frestað um fjórar vikur eða til 19. júlí. Þrátt fyrir útbreiddar bólu­setn­ingar vör­uðu sér­fræð­ing­ar, m.a. þeir sem starfa við Imper­ial Col­lege í London, við því að fara of hratt í aflétt­ing­ar. Ekki síst í ljósi þess að Delta-af­brigðið breidd­ist gríð­ar­lega hratt út og þurrk­aði nán­ast út smit af völdum fyrri afbrigða sem þó voru meira smit­andi en þau sem heims­byggðin glímdi við fyrir ári síð­an.

Hvað ger­ist í haust?

Þýsk yfir­völd sjá fram á svip­aðan vanda og Bretar hafa glímt við vegna hins bráðsmit­andi Delta-af­brigð­is. Smitum tók að fjölda á ný í land­inu um miðjan maí sem og inn­lögnum á sjúkra­hús. Sér­fræð­ingar þar í landi hafa minnt á að í Bret­landi hafi þriðj­ungur þeirra sem lagðir hafa verið inn á sjúkra­hús í Bret­landi með COVID af völdum afbrigð­is­ins höfðu fengið að minnsta kosti aðra sprautu bólu­efn­is. Um 60 pró­sent íbúa Þýska­lands eru nú bólu­settir og far­alds­fræð­ing­ur­inn og þing­mað­ur­inn Karl Lauter­bach segir enga ástæðu til að ótt­ast hið versta – að minnsta kosti ekki enn­þá. Hann hefur þó áhyggjur af haustinu og óbólu­settum hóp­um, m.a. börn­um.

Danir ákváðu í gær að hefja bólu­setn­ingar meðal barna á aldr­inum 12-15 ára síðar á þessu ári. Skiptar skoð­anir eru um þá ákvörðun meðal sér­fræð­inga sem sumir vilja bíða og sjá nið­ur­stöður frek­ari rann­sóknar áður en slík her­ferð hefst. Í flestum löndum er enn miðað við sextán eða átján ára ald­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Milljónir barna búa við hrikalegar aðstæður á átakasvæðum.
Pyntuð. Nauðgað. Drepin.
Börn á átakasvæðum eru ekki óhult á leiðinni í skólann. Ekki heldur á leiðinni á heilsugæslustöðina. Eða inni á heimilum sínum. Ofbeldi er kerfisbundið beitt gegn þeim. Þau eru látin bera sprengjur, þvinguð í hjónabönd. Svipt öryggi og vernd.
Kjarninn 28. júní 2022
Sigrún Huld Þorgrímsdóttir
Það er líf eftir greiningu
Kjarninn 28. júní 2022
Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra Skotlands.
Stefnir á atkvæðagreiðslu um sjálfstætt Skotland í október 2023
Nicola Sturgeon leiðtogi Skoska þjóðarflokksins stefnir á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands á ný næsta haust – með eða án leyfis bresku ríkisstjórnarinnar.
Kjarninn 28. júní 2022
Guðmundur Andri Thorsson
Ráfað um í Keflavíkurgöngu
Kjarninn 28. júní 2022
Samkvæmt tilkynningu frá Borgarlínu er gert ráð fyrir því að vagnar Borgarlínunnar byrji að ganga á milli Hamraborgar og Háskóla Íslands árið 2025, þrátt fyrir að framkvæmdum á þeim kafla verði ekki að fullu lokið þá.
Tímalínu framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu seinkað
Endurskoðuð tímaáætlun framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu gerir ráð fyrir því að framkvæmdalok verði á árunum 2026 og 2027, en ekki 2024 eða 2025 eins og lagt var upp með. Samstilling við aðrar framkvæmdir, eins og Sæbrautarstokk, spila inn í.
Kjarninn 28. júní 2022
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands hefur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Meira úr sama flokkiErlent