Delta-afbrigðið á fleygiferð á Bretlandseyjum

Tilfellum af COVID-19 fjölgaði um 50 prósent í Bretlandi á einum mánuði frá 5. maí til 7. júní. Smitum af völdum Delta-afbrigðisins svokallaða fjölgaði um tæp 80 prósent milli vikna. Ný bylgja segja sumir en aðrir benda á að hún verði aldrei skæð.

Kona gengur fram hjá minningarvegg um fórnarlömb COVID-19 í London.
Kona gengur fram hjá minningarvegg um fórnarlömb COVID-19 í London.
Auglýsing

Smitum af Delta-af­brigði kór­ónu­veirunnar fjölgar enn hratt í Bret­landi. Á einni viku greindust tæp­lega 34 þús­und til­felli og var aukn­ingin því um 78 pró­sent á milli vikna. Í heild hafa nú tæp­lega 76 þús­und manns þar í landi greinst með afbrigðið sem upp­götv­að­ist fyrst á Ind­landi og er mun meira smit­andi en önnur og jafn­vel talið hættu­legra. Um miðjan júní höfðu rúm­lega 800 manns í Bret­landi þurft að leggj­ast inn á sjúkra­hús vegna sýk­ingar af völdum Delta-af­brigð­is­ins. Af þeim var mik­ill meiri­hluti, eða um 65 pró­sent, óbólu­sett­ur. 84 voru full­bólu­settir en í fréttum bæði Guar­dian og BBC segir ekki ljóst hversu löngu eftir síð­ari sprautu þeir greindust.

Auglýsing

Yfir­völd bjóða nú öll­um, átján ára og eldri, að bóka tíma í bólu­setn­ingu. Boris John­son, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, segir þar með stórum áfanga náð, innan við 200 dögum eftir að bólu­setn­ing­ar­her­ferðin í land­inu hófst. Á sama tíma er talað um að enn ein bylgja COVID-19 sé í raun hafin – þó að hún verði ekki nándar nærri eins ban­væn og þær fyrri.

„Til­fellum er að fjölga hratt víða um landið og Delta-af­brigðið er ráð­and­i,“ hefur Guar­dian eftir Jenny Harries, fram­kvæmda­stjóra bresku heilsu­stofn­un­ar­inn­ar. Aukn­ingin er að hennar sögn að mestu bundin við yngri ald­urs­hópa. Hún segir góðu frétt­irnar þær að inn­lögnum á sjúkra­hús og dauðs­föllum sé ekki að fjölga í takti við smit­in. Bólu­setn­ingar meðal yngra fólks í Bret­landi eru í fullum gangi. Tæp­lega helm­ingur Breta er nú full­bólu­settur og vel yfir 60 pró­sent hafa fengið að minnsta kosti fyrri skammt bólu­efn­is. Staðan nú, líkt og víð­ast hvar í Evr­ópu, er því allt önnur en síð­asta sumar þegar veiran náði að skjóta sér niður víða yfir sum­ar­tím­ann sem end­aði í stórri bylgju far­ald­urs­ins um haust­ið.

Til stóð að aflétta sam­komu­tak­mörk­unum í Bret­landi í júní en því var frestað um fjórar vikur eða til 19. júlí. Þrátt fyrir útbreiddar bólu­setn­ingar vör­uðu sér­fræð­ing­ar, m.a. þeir sem starfa við Imper­ial Col­lege í London, við því að fara of hratt í aflétt­ing­ar. Ekki síst í ljósi þess að Delta-af­brigðið breidd­ist gríð­ar­lega hratt út og þurrk­aði nán­ast út smit af völdum fyrri afbrigða sem þó voru meira smit­andi en þau sem heims­byggðin glímdi við fyrir ári síð­an.

Hvað ger­ist í haust?

Þýsk yfir­völd sjá fram á svip­aðan vanda og Bretar hafa glímt við vegna hins bráðsmit­andi Delta-af­brigð­is. Smitum tók að fjölda á ný í land­inu um miðjan maí sem og inn­lögnum á sjúkra­hús. Sér­fræð­ingar þar í landi hafa minnt á að í Bret­landi hafi þriðj­ungur þeirra sem lagðir hafa verið inn á sjúkra­hús í Bret­landi með COVID af völdum afbrigð­is­ins höfðu fengið að minnsta kosti aðra sprautu bólu­efn­is. Um 60 pró­sent íbúa Þýska­lands eru nú bólu­settir og far­alds­fræð­ing­ur­inn og þing­mað­ur­inn Karl Lauter­bach segir enga ástæðu til að ótt­ast hið versta – að minnsta kosti ekki enn­þá. Hann hefur þó áhyggjur af haustinu og óbólu­settum hóp­um, m.a. börn­um.

Danir ákváðu í gær að hefja bólu­setn­ingar meðal barna á aldr­inum 12-15 ára síðar á þessu ári. Skiptar skoð­anir eru um þá ákvörðun meðal sér­fræð­inga sem sumir vilja bíða og sjá nið­ur­stöður frek­ari rann­sóknar áður en slík her­ferð hefst. Í flestum löndum er enn miðað við sextán eða átján ára ald­ur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halyna Hutchins fæddist í Úkraínu, ólst upp á herstöð á norðurslóðum og nam kvikmyndatökustjórn í Los Angeles.
Halyna Hutchins – Mögnuð listakona sem var á hraðri uppleið
Hún var elskuleg, hlý, fyndin, heillandi á hraðri uppleið. Og dásamleg móðir. Með þessum hætti er kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins minnst. Hún varð fyrir skoti úr leikmunabyssu á tökustað kvikmyndarinnar Rust í gær.
Kjarninn 22. október 2021
Eggert Gunnþór Jónsson er hér til vinstri í leik gegn Hvíta-Rússlandi á Evrópumóti U-21 landsliða árið 2011.
Eggert Gunnþór segist saklaus
Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hafnar ásökunum um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn árið 2010 og segist fullkomlega saklaus.
Kjarninn 22. október 2021
Ingrid Kuhlman
Munurinn á dánaraðstoð og sjálfsvígi er mikill
Kjarninn 22. október 2021
Sérfræðingar frá Syndis og Advania hafa tekið þátt í að skoða málið undanfarna daga.
Hætta á að tölvuþrjótar hafi komist yfir tölvupósta frá starfsmönnum HR
Rektor HR tilkynnti starfsfólki skólans það eftir hádegi í dag að möguleiki væri á því að tölvupóstar, jafnvel ár aftur í tímann, væru í höndum tölvuþrjóta. Ekki er þó ljóst hvort svo sé eða ekki, eða hvort afleiðingar af því verði einhverjar.
Kjarninn 22. október 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Rafmagnað Grænland og Ísland?
Kjarninn 22. október 2021
Biður hagsmunasamtök að tjá sig ekki um verðhækkanir
Samkeppniseftirlitið brýnir fyrir forsvarsmönnum hagsmunasamtaka að taka ekki þátt í umfjöllunum um hækkandi vöruverð, þar sem samtökin eiga að fara gætilega þegar kemur að umræðu sem hefur áhrif á verðlagningu fyrirtækja.
Kjarninn 22. október 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 44. þáttur: Drukkni sjóguninn
Kjarninn 22. október 2021
Samherji hf. er á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki og raunar einnig Samherji Ísland ehf. og fleiri dótturfélög Samherja. Hins vegar er Samherji Holding ehf. ekki á lista, líklega þar sem félagið hefur ekki enn skilað ársreikningi fyrir árið 2019.
Bæði Samherji og Init ofarlega á listum yfir „framúrskarandi fyrirtæki“ ársins
Alls eru 878 fyrirtæki á lista CreditInfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki árið 2021. Sum þeirra sem skipa efstu sætin á listum hafa verið til umfjöllunar undanfarin misseri fyrir hátterni sem erfitt er að tengja við það að skara fram úr.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiErlent