Svona nærðu í ársreikninga frítt

Samkvæmt nýjum lögum sem tóku gildi í ársbyrjun má nú nálgast ársreikninga íslenskra fyrirtækja án endurgjalds á vef ríkisskattsstjóra.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- og nýsköpunarráðherra.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- og nýsköpunarráðherra.
Auglýsing

Nú er hægt að nálg­ast árs­reikn­inga íslenskra fyr­ir­tækja án end­ur­gjalds, eftir að ný lög þess, sem voru sam­þykkt í fyrra, tóku gildi í byrjun árs. 

Hægt er að nálg­ast alla árs­reikn­inga í fyr­ir­tækja­skrá rík­is­skatt­stjóra með því að smella á körfu við hlið­ina á árs­reikn­ingi val­ins félags líkt og sést á mynd hér að neð­an.

Skjáskot af fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra.

Þegar árs­reikn­ingur er val­inn þarf svo að smella á gráan kassa sem mynd­ast efst á síð­unni og stendur „Karfa“ á, eins og stendur á mynd­inni hér til hlið­ar. Skjáskot af fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra.

Frum­varpið til lag­anna var flutt af Þór­dísi Kol­brúnu Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ur, nýsköp­un­ar- og ferða­mála­ráð­herra, en Björn Leví Gísla­son þing­maður Pírata hefur end­ur­tekið flutt sam­bæri­leg frum­vörp á síð­ustu þremur árum þar sem afnám gjald­d­töku á upp­lýs­ingum úr árs­reikn­ingum var lagt til. 

Dó í nefnd og mót­mælt af Credit­info

Björn Leví flutti frum­varp um afnám gjald­töku fyrir aðgang að árs­reikn­ingum í sept­em­ber árið 2017 og svo aftur í des­em­ber sama ár. Það frum­varp fór í fyrstu umræðu í efna­hags- og við­skipta­nefnd sem kall­aði eftir umsögnum um mál­ið, en rataði svo aldrei það­an. 

Credit­in­fo, sem er stærsta fyr­ir­tækið á þeim mark­aði sem selur upp­lýs­ingar úr árs­reikn­inga­skrá, mót­mælti því frum­varpi í umsögn sinni til nefnd­ar­innar snemma árs 2017. Þar sagði fyr­ir­tækið meðal ann­ars að upp­lýs­ing­arnar væru fyrst og fremst nýttar af atvinnu­líf­inu og taldi það eðli­legt að fólk og fyr­ir­tæki greiði fyrir þær í stað þess að „al­mannafé verði nýtt til að standa straum af kostn­aði við rekstrur skránna.“

Rík­is­skatts­stjóri líka á móti

Emb­ætti rík­is­skatt­stjóra skrif­aði einnig umsögn um frum­varpið og sagði það kippa fótum undan rekstri þess. Enn fremur líkti emb­ættið afnámi gjald­tök­unnar við það að gera aðgang að söfnum lands­ins ókeyp­is.

Auglýsing

Rík­­is­skatt­­stjóri sagði að ef fyr­ir­hug­aðar laga­breyt­ingar fram að ganga þá væri æski­­legt að veitt yrði heim­ild til að setja reglu­­gerð um afmörkun þeirra upp­­lýs­inga sem veita ætti gjald­frjálst aðgengi að og fram­­kvæmd hins raf­­ræna aðgeng­­is. „Hvort heldur átt er við ein­stakar upp­­flett­ingar almenn­ings eða aðgang fyr­ir­tækja að gagna­grunnum eða afritun ein­stakra skráa vegna úrvinnslu upp­­lýs­inga.“

Þór­dís Kol­brún með nýtt frum­varp

Björn Leví end­ur­flutti sama frum­varpið þrisvar sinnum á árunum 2017-2019, en það komst aldrei úr nefnd. Í apríl í fyrra, rúmu hálfu ári eftir þriðja end­ur­flutn­ing Björns Levís kom Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, nýsköp­un­ar- og ferða­mála­ráð­herra, svo fram með eigið frum­varp sem sneri að árs­reikn­ingum og end­ur­skoðun á þeim, en í því var lagt til að aðgengi að árs­reikn­ingum yrði gjald­frjálst. Frum­varpið var sam­þykkt í fyrra­sum­ar, en lögin tóku gildi við upp­haf þessa árs. 

Aðgengi­legt í nágranna­löndum

Líkt og Kjarn­inn benti fyrst á fyrir þremur árum síðan eru upp­lýs­ingar um fyr­ir­tæki aðgengi­legar almenn­ingi í nágranna­löndum Íslands. Þar eru starfs­­­ræktar sér­­­stakar vef­­­síður þar sem hægt er að nálg­­­ast grunn­­­upp­­­lýs­ingar um fyr­ir­tæki á borð við eig­end­­­ur, stjórn­­­endur og lyk­il­­­tölur úr rekstri fyr­ir­tækj­anna.

Vef­­­síð­­an Alla­­­bolag í Sví­­­þjóð þjónar til að mynda þessum til­­­­­gangi, en þar er að finna helstu upp­­­lýs­ingar um fyr­ir­tæki þar í landi. Hægt er að nálg­­­ast grunn­­­upp­­­lýs­ingar án kosn­­­aðar en ef þörf er á þá er hægt að greiða fyrir frek­­­ari upp­­­lýs­ing­­­ar. Sam­­­kvæmt síð­­­unni er hún upp­­­­­færð dag­­­lega með upp­­­lýs­ingum frá yfir­­­völdum þar í landi.

Sam­­­bæri­­­legar síður eru í Dan­­­mörku og Nor­egi, þar sem hægt er að fletta upp grunn­­­upp­­­lýs­ingum um dönsk og norsk fyr­ir­tæki.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent