Svona nærðu í ársreikninga frítt

Samkvæmt nýjum lögum sem tóku gildi í ársbyrjun má nú nálgast ársreikninga íslenskra fyrirtækja án endurgjalds á vef ríkisskattsstjóra.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- og nýsköpunarráðherra.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- og nýsköpunarráðherra.
Auglýsing

Nú er hægt að nálgast ársreikninga íslenskra fyrirtækja án endurgjalds, eftir að ný lög þess, sem voru samþykkt í fyrra, tóku gildi í byrjun árs. 

Hægt er að nálgast alla ársreikninga í fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra með því að smella á körfu við hliðina á ársreikningi valins félags líkt og sést á mynd hér að neðan.

Skjáskot af fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra.

Þegar ársreikningur er valinn þarf svo að smella á gráan kassa sem myndast efst á síðunni og stendur „Karfa“ á, eins og stendur á myndinni hér til hliðar. Skjáskot af fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra.

Frumvarpið til laganna var flutt af Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, nýsköpunar- og ferðamálaráðherra, en Björn Leví Gíslason þingmaður Pírata hefur endurtekið flutt sambærileg frumvörp á síðustu þremur árum þar sem afnám gjalddtöku á upplýsingum úr ársreikningum var lagt til. 

Dó í nefnd og mótmælt af Creditinfo

Björn Leví flutti frumvarp um afnám gjaldtöku fyrir aðgang að ársreikningum í september árið 2017 og svo aftur í desember sama ár. Það frumvarp fór í fyrstu umræðu í efnahags- og viðskiptanefnd sem kallaði eftir umsögnum um málið, en rataði svo aldrei þaðan. 

Creditinfo, sem er stærsta fyrirtækið á þeim markaði sem selur upplýsingar úr ársreikningaskrá, mótmælti því frumvarpi í umsögn sinni til nefndarinnar snemma árs 2017. Þar sagði fyrirtækið meðal annars að upplýsingarnar væru fyrst og fremst nýttar af atvinnulífinu og taldi það eðlilegt að fólk og fyrirtæki greiði fyrir þær í stað þess að „almannafé verði nýtt til að standa straum af kostnaði við rekstrur skránna.“

Ríkisskattsstjóri líka á móti

Embætti ríkisskattstjóra skrifaði einnig umsögn um frumvarpið og sagði það kippa fótum undan rekstri þess. Enn fremur líkti embættið afnámi gjaldtökunnar við það að gera aðgang að söfnum landsins ókeypis.

Auglýsing

Rík­is­skatt­stjóri sagði að ef fyr­ir­hug­aðar laga­breyt­ingar fram að ganga þá væri æski­legt að veitt yrði heim­ild til að setja reglu­gerð um afmörkun þeirra upp­lýs­inga sem veita ætti gjald­frjálst aðgengi að og fram­kvæmd hins raf­ræna aðgeng­is. „Hvort heldur átt er við ein­stakar upp­flett­ingar almenn­ings eða aðgang fyr­ir­tækja að gagna­grunnum eða afritun ein­stakra skráa vegna úrvinnslu upp­lýs­inga.“

Þórdís Kolbrún með nýtt frumvarp

Björn Leví endurflutti sama frumvarpið þrisvar sinnum á árunum 2017-2019, en það komst aldrei úr nefnd. Í apríl í fyrra, rúmu hálfu ári eftir þriðja endurflutning Björns Levís kom Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýsköpunar- og ferðamálaráðherra, svo fram með eigið frumvarp sem sneri að ársreikningum og endurskoðun á þeim, en í því var lagt til að aðgengi að ársreikningum yrði gjaldfrjálst. Frumvarpið var samþykkt í fyrrasumar, en lögin tóku gildi við upphaf þessa árs. 

Aðgengilegt í nágrannalöndum

Líkt og Kjarninn benti fyrst á fyrir þremur árum síðan eru upplýsingar um fyrirtæki aðgengilegar almenningi í nágrannalöndum Íslands. Þar eru starfs­­ræktar sér­­stakar vef­­síður þar sem hægt er að nálg­­ast grunn­­upp­­lýs­ingar um fyr­ir­tæki á borð við eig­end­­ur, stjórn­­endur og lyk­il­­tölur úr rekstri fyr­ir­tækj­anna.

Vef­­síð­an Alla­­bolag í Sví­­þjóð þjónar til að mynda þessum til­­­gangi, en þar er að finna helstu upp­­lýs­ingar um fyr­ir­tæki þar í landi. Hægt er að nálg­­ast grunn­­upp­­lýs­ingar án kosn­­aðar en ef þörf er á þá er hægt að greiða fyrir frek­­ari upp­­lýs­ing­­ar. Sam­­kvæmt síð­­unni er hún upp­­­færð dag­­lega með upp­­lýs­ingum frá yfir­­völdum þar í landi.

Sam­­bæri­­legar síður eru í Dan­­mörku og Nor­egi, þar sem hægt er að fletta upp grunn­­upp­­lýs­ingum um dönsk og norsk fyr­ir­tæki.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skriður á rannsókn saksóknara og skattayfirvalda á meintum brotum Samherja
Bæði embætti héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóri hafa yfirheyrt stjórnendur Samherja. Embættin hafa fengið aðgang að miklu magni gagna, meðal annars frá fyrrverandi endurskoðanda Samherja og úr rannsókn Seðlabanka Íslands á starfsemi fyrirtækisins.
Kjarninn 23. júní 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Eðlilegt að draga þá ályktun að verðið hafi hækkað vegna áhuga á útboðinu“
Forsætisráðherra segir að það bíði næstu ríkisstjórnar að ákveða hvort selja eigi fleiri hluti í Íslandsbanka. Salan hafi verið vel heppnuð aðgerð.
Kjarninn 23. júní 2021
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent