Twitter festir kaup á Ueno

Fyrirtækið Ueno, sem var stofnað utan um verkefnavinnu vefhönnuðarins Haraldar Þorleifssonar árið 2014, verður brátt hluti af Twitter. Kaupverðið hefur ekki verið gefið upp.

Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno.
Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno.
Auglýsing

Samfélagsmiðlarisinn Twitter hefur fest kaup á íslenska tækni- og hönnunarfyrirtækinu Ueno, sem Haraldur Þorleifsson stofnaði utan um verkefnavinnu sína árið 2014. Dantley Davis, hönnunarstjóri Twitter, greindi frá þessu í tilkynningu á miðlinum í dag. 

Samkvæmt tilkynningu Davis munu Haraldur og aðrir starfsmenn Ueno nú ganga til liðs við hönnunar- og rannsóknadeild Twitter, eftir að hafa áður sinnt verkefnum fyrir samskiptamiðilinn sem verktakar.

Davis segir í tilkynningu sinni á miðlinum að Twitter hafi fengið að sjá frá fyrstu hendi hversu framsæknir starfsmenn Ueno hafi verið í vinnu sinni fyrir Twitter og að Twitter hlakki til að fá þau í hópinn.

Kaupverðið í þessum viðskiptum hefur ekki verið gefið upp, en Ueno velti yfir tveimur milljörðum króna árið 2019. 

Auglýsing

Í frétt tæknimiðilsins TechCrunch er haft eftir talsmanni Twitter að Ueno muni ljúka verkefnum sínum fyrir aðra viðskiptavini á næstu vikum. 

Síðan muni Twitter hitta alla núverandi starfsmenn Ueno til þess að kynnast þeim og sjá hvar og hvort þeir muni passa inn í starfsemi Twitter.

Ueno hefur verið með starfsemi í San Fransiskó, New York og Los Angeles, auk skrifstofu í Reykjavík, og hefur stækkað hratt á síðustu árum.

Fyrirtækið hefur sinnt verkefnum fyrir fjölmörg stórfyrirtæki, til dæmis Google, Apple og Facebook, auk AirBnB, Slack, Uber og fjölda annarra.

Haraldur gefur í skyn, í léttum tóni á Twitter-síðu sinni, að nú þurfi hann og Jack Dorsey forstjóri Twitter að fara að skoða hvort ekki sé hægt að gera eitthvað varðandi það að kynna til leiks edit-takka, sem notendur samfélagsmiðilsins hafa ítrekað óskað eftir á undanförnum árum.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent