Afdrifarík barátta í Georgíuríki

Demókratar virðast hafa hrifsað bæði öldungadeildarþingsætin af repúblikönum í Georgíu og þar með stjórn yfir öllum þremur örmum alríkisvaldsins í Bandaríkjunum. Repúblikanar bölva sumir Trump, en demókratar þakka Stacey Abrams.

Stacey Abrams hefur fengið mikið lof í dag, en hún og margir aðrir hafa barist fyrir kosningaþátttöku minnihlutahópa í Georgíu undanfarin ár.
Stacey Abrams hefur fengið mikið lof í dag, en hún og margir aðrir hafa barist fyrir kosningaþátttöku minnihlutahópa í Georgíu undanfarin ár.
Auglýsing

Demókratar virð­ast hafa náð að tryggja sér öld­unga­deild­ar­þing­sætin tvö sem keppst var um í kosn­ing­unum í Georgíu í gær. Þegar hafa sumir banda­rískir kosn­inga­vakt­arar og fjöl­miðlar lýst yfir sigri bæði Rap­h­ael Warnock og Jon Ossoff. Sjálfir hafa demókrat­arnir einnig báðir lýst yfir sigri.

Flestir fjöl­miðlar vest­an­hafs telja þó enn of mjótt á munum til að slá sigri Ossoff föst­um, en hafa þarf sigur með meira en 0,5 pró­sentu­stiga mun til þess að ekki sé farið sjálf­krafa í end­ur­taln­ingu atkvæða í rík­in­u. 

En það þarf eitt­hvað mikið – og veru­lega óvænt – að eiga sér stað svo hann hafi ekki betur gegn öld­unga­deild­ar­þing­manni Repúblikana­flokks­ins, David Per­due, þegar upp er stað­ið. 

Auglýsing

Ossoff er með for­ystu sem fer stækk­andi, þar sem þau fáu atkvæði sem á eftir að telja eru talin lík­legri til að falla honum í skaut en repúblikan­an­um, þegar horft er á sam­setn­ingu kjós­enda­hóps­ins sem stendur á bak við hin ótöldu atkvæði.

Báðar deildir þings­ins og fram­kvæmda­valdið í höndum demókrata

Ef nið­ur­staðan verður þessi þýðir það að Demókra­ta­flokk­ur­inn mun stjórna öld­unga­deild Banda­ríkja­þings með odda­at­kvæði Kamölu Harris vara­for­seta, en hvor flokkur um sig mun hafa 50 þing­menn. Demókra­ta­flokk­ur­inn er einnig með meiri­hluta í full­trúa­deild­inni og tekur síðan við for­seta­emb­ætt­inu 20. jan­ú­ar.

Ljóst er að með báðar þing­deild­irnar undir stjórn demókrata verður auð­veld­ara fyrir Joe Biden að koma hlutum á fyrsta ári sínu sem for­seti. Hann mun ekki þurfa að takast á það verk­efni að leita mála­miðl­ana gagn­vart repúblikönum í öld­unga­deild­inni um ýmsar áherslur sínar og skipan emb­ætt­is­manna á borð við dóm­ara. Þessi staða, sem er óvænt, gjör­breytir mynd­inni sem blasti við eftir kosn­ing­arnar í nóv­em­ber.

Repúblikana­flokk­ur­inn á nú í miklum vanda og telja margir að kenna megi for­set­anum Don­ald Trump að svo fór sem fór í Georg­íu. Í frétt Polit­ico kenna nokkrir nafn­lausir heim­ild­ar­menn innan flokks­ins honum um hvernig úrslitin virð­ast vera.

Síend­ur­teknar stað­lausar og hraktar full­yrð­ingar hans um kosn­inga­svik, í því ríki og öðrum, eru af ýmsum taldar hafa spillt fyrir sig­ur­vonum Repúblikana­flokks­ins í kosn­ingum gær­dags­ins í Georg­íu.

Stacey Abrams þakkað

Árangur demókrata í Georgíu er afar merki­leg­ur, en ríkið sveifl­að­ist naum­lega yfir til demókrata í for­seta­kosn­ing­unum í nóv­em­ber í fyrsta sinn síðan 1992 og hefur nú kosið sér fyrstu öld­unga­deild­ar­þing­menn­ina úr röðum demókrata á þess­ari öld. Rautt ríki er orðið blátt. Eða fjólu­blátt sveiflu­ríki, hið minnsta.

Árang­ur­inn má að margra mati þakka bar­áttu­kon­unni Stacey Abrams og ýmsum öðrum sem hafa unnið ötul­lega að því und­an­farin ár að fjölga kjós­endum úr minni­hluta­hópum á kjör­skrá rík­is­ins. A­brams er hluti af gras­rót­ar­hreyf­ingum sem hafa und­an­far­inn ára­tug og rúm­lega það tekið sig saman um að láta raddir svartra kjós­enda í Georgíu heyr­ast. 

Hún bauð sig fram til rík­is­stjóra Georgíu árið 2018 og tap­aði naum­lega og búist er við að hún reyni aftur á fram­boð til þess emb­ættis árið 2022. 

Frá tapi Adams árið 2018 og fram að for­seta­kosn­ing­unum í nóv­em­ber síð­ast­liðnum bætt­ust um 800 þús­und nýir kjós­endur við kjör­skrá rík­is­ins, sem telur í heild 7,7 millj­ónir manna. 

Mun­ur­inn á atkvæða­fjöld­anum í báðum kosn­ingum gær­dags­ins hleypur á örfáum tugum þús­unda.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stríðsleikurinn sem fór úr böndunum
Nýlega voru birt leyniskjöl um atburði sem tengjast heræfingum NATO og Bandaríkjanna árið 1983, þar sem munaði litlu að stigmögnun hefði geta leitt til kjarnorkustríðs.
Kjarninn 7. mars 2021
Svona á gangnamunnurinn að líta út frá Rødby
Gullöld á pönnukökueyjunni
Eftir mörg erfiðleikaár, og fólksflótta, sjá íbúar dönsku eyjunnar Lálands nú fram á betri tíð með þúsundum nýrra starfa. Ástæðan er Femern tengingin svonefnda milli Danmerkur og Þýskalands.
Kjarninn 7. mars 2021
Jörð hefur skolfið í grennd við Keili frá því í síðustu viku.
Vefur Veðurstofunnar tilbúinn í slaginn
Álagið á vef Veðurstofunnar hefur verið mikið frá því að jarðskjálftahrina hófst á Reykjanesskaga í síðustu viku. Einu sinni datt vefurinn alveg niður en nú er búið að efla þol hans til muna.
Kjarninn 6. mars 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Stefnuskráin
Kjarninn 6. mars 2021
Heimir Snorrason
Til varnar algóritmanum
Kjarninn 6. mars 2021
Mjólkurvörur frá MS
Segir yfirlýsingar MS „í besta falli hlægilegar“
Forsvarsmenn Mjólku gefa lítið fyrir yfirlýsingar Mjólkursamsölunnar, sem dæmd var fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína, um að aðgerðir hennar hefðu verið gerðar í góðri trú.
Kjarninn 6. mars 2021
Brugghúsafrumvarp Áslaugar Örnu vekur litla kátínu hjá Landlæknisembættinu og ÁTVR
Embætti landlæknis telur „góða sátt“ um núverandi fyrirkomulag áfengissölu, en lítil merki eru um það í þeim fjölmörgu umsögnum sem borist hafa Alþingi undanfarna daga vegna frumvarps dómsmálaráðherra um sölu bjórs beint frá brugghúsum.
Kjarninn 6. mars 2021
Tíu staðreyndir um Ásmundarsalsmálið og eftirmála þess
Ráðherra varð uppvís að því að vera viðstaddur viðburð/samkvæmi/listaverkasölu á Þorláksmessu, þegar strangar sóttvarnarreglur voru við lýði. Grunur var um brot á þeim. Síðan þá hefur málið tekið marga pólitíska snúninga. Hér eru helstu staðreyndir þess.
Kjarninn 6. mars 2021
Meira úr sama flokkiErlent