Afdrifarík barátta í Georgíuríki

Demókratar virðast hafa hrifsað bæði öldungadeildarþingsætin af repúblikönum í Georgíu og þar með stjórn yfir öllum þremur örmum alríkisvaldsins í Bandaríkjunum. Repúblikanar bölva sumir Trump, en demókratar þakka Stacey Abrams.

Stacey Abrams hefur fengið mikið lof í dag, en hún og margir aðrir hafa barist fyrir kosningaþátttöku minnihlutahópa í Georgíu undanfarin ár.
Stacey Abrams hefur fengið mikið lof í dag, en hún og margir aðrir hafa barist fyrir kosningaþátttöku minnihlutahópa í Georgíu undanfarin ár.
Auglýsing

Demókratar virð­ast hafa náð að tryggja sér öld­unga­deild­ar­þing­sætin tvö sem keppst var um í kosn­ing­unum í Georgíu í gær. Þegar hafa sumir banda­rískir kosn­inga­vakt­arar og fjöl­miðlar lýst yfir sigri bæði Rap­h­ael Warnock og Jon Ossoff. Sjálfir hafa demókrat­arnir einnig báðir lýst yfir sigri.

Flestir fjöl­miðlar vest­an­hafs telja þó enn of mjótt á munum til að slá sigri Ossoff föst­um, en hafa þarf sigur með meira en 0,5 pró­sentu­stiga mun til þess að ekki sé farið sjálf­krafa í end­ur­taln­ingu atkvæða í rík­in­u. 

En það þarf eitt­hvað mikið – og veru­lega óvænt – að eiga sér stað svo hann hafi ekki betur gegn öld­unga­deild­ar­þing­manni Repúblikana­flokks­ins, David Per­due, þegar upp er stað­ið. 

Auglýsing

Ossoff er með for­ystu sem fer stækk­andi, þar sem þau fáu atkvæði sem á eftir að telja eru talin lík­legri til að falla honum í skaut en repúblikan­an­um, þegar horft er á sam­setn­ingu kjós­enda­hóps­ins sem stendur á bak við hin ótöldu atkvæði.

Báðar deildir þings­ins og fram­kvæmda­valdið í höndum demókrata

Ef nið­ur­staðan verður þessi þýðir það að Demókra­ta­flokk­ur­inn mun stjórna öld­unga­deild Banda­ríkja­þings með odda­at­kvæði Kamölu Harris vara­for­seta, en hvor flokkur um sig mun hafa 50 þing­menn. Demókra­ta­flokk­ur­inn er einnig með meiri­hluta í full­trúa­deild­inni og tekur síðan við for­seta­emb­ætt­inu 20. jan­ú­ar.

Ljóst er að með báðar þing­deild­irnar undir stjórn demókrata verður auð­veld­ara fyrir Joe Biden að koma hlutum á fyrsta ári sínu sem for­seti. Hann mun ekki þurfa að takast á það verk­efni að leita mála­miðl­ana gagn­vart repúblikönum í öld­unga­deild­inni um ýmsar áherslur sínar og skipan emb­ætt­is­manna á borð við dóm­ara. Þessi staða, sem er óvænt, gjör­breytir mynd­inni sem blasti við eftir kosn­ing­arnar í nóv­em­ber.

Repúblikana­flokk­ur­inn á nú í miklum vanda og telja margir að kenna megi for­set­anum Don­ald Trump að svo fór sem fór í Georg­íu. Í frétt Polit­ico kenna nokkrir nafn­lausir heim­ild­ar­menn innan flokks­ins honum um hvernig úrslitin virð­ast vera.

Síend­ur­teknar stað­lausar og hraktar full­yrð­ingar hans um kosn­inga­svik, í því ríki og öðrum, eru af ýmsum taldar hafa spillt fyrir sig­ur­vonum Repúblikana­flokks­ins í kosn­ingum gær­dags­ins í Georg­íu.

Stacey Abrams þakkað

Árangur demókrata í Georgíu er afar merki­leg­ur, en ríkið sveifl­að­ist naum­lega yfir til demókrata í for­seta­kosn­ing­unum í nóv­em­ber í fyrsta sinn síðan 1992 og hefur nú kosið sér fyrstu öld­unga­deild­ar­þing­menn­ina úr röðum demókrata á þess­ari öld. Rautt ríki er orðið blátt. Eða fjólu­blátt sveiflu­ríki, hið minnsta.

Árang­ur­inn má að margra mati þakka bar­áttu­kon­unni Stacey Abrams og ýmsum öðrum sem hafa unnið ötul­lega að því und­an­farin ár að fjölga kjós­endum úr minni­hluta­hópum á kjör­skrá rík­is­ins. A­brams er hluti af gras­rót­ar­hreyf­ingum sem hafa und­an­far­inn ára­tug og rúm­lega það tekið sig saman um að láta raddir svartra kjós­enda í Georgíu heyr­ast. 

Hún bauð sig fram til rík­is­stjóra Georgíu árið 2018 og tap­aði naum­lega og búist er við að hún reyni aftur á fram­boð til þess emb­ættis árið 2022. 

Frá tapi Adams árið 2018 og fram að for­seta­kosn­ing­unum í nóv­em­ber síð­ast­liðnum bætt­ust um 800 þús­und nýir kjós­endur við kjör­skrá rík­is­ins, sem telur í heild 7,7 millj­ónir manna. 

Mun­ur­inn á atkvæða­fjöld­anum í báðum kosn­ingum gær­dags­ins hleypur á örfáum tugum þús­unda.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Að rækta með sér von er lykillinn að farsælu lífi
Kjarninn 28. nóvember 2022
Isabel dos Santos er elsta dóttir fyrrverandi forseta Angóla.
Forríka forsetadóttirin: „Ég er ekki í felum“
Dóttir fyrrverandi forseta Angóla, milljarðamæringurinn Isabel dos Santos, segist ekki á flótta undan réttvísinni. Stjórnvöld í heimalandi hennar hafa beðið alþjóða lögregluna, Interpol, um aðstoð við að hafa uppi á henni.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hún skrifar undir umsögnina.
SFS styðja frumvarp Svandísar um að hækka veiðigjöld á næsta ári en lækka þau árin á eftir
Ríkisstjórnin setti inn heimild fyrir útgerðir til að fresta skattgreiðslum á meðan að á kórónuveirufaraldrinum stóð. Sjávarútvegur skilaði methagnaði á meðan. Allt stefndi í að veiðigjöld yrðu fyrir vikið mun lægri en fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Litla-Sandfell í Þrengslum myndaðist í gosi undir jökli fyrir þúsundum ára.
„Til að búa til sement og steypu þarf að fórna“ Litla-Sandfelli
Eden Mining, sem ætlar að mylja Litla-Sandfell niður til útflutnings, er virkilega annt um loftslag jarðar ef marka má svör fyrirtækisins við gagnrýni stofnana á framkvæmdina. „Það er óraunhæft að öll íslensk náttúra verði ósnortin um aldur og ævi.“
Kjarninn 28. nóvember 2022
Ferðamenn við íshellana í Kötlujökli.
Vísa ásökunum um hótanir á bug
EP Power Minerals, fyrirtækið sem hyggur á námuvinnslu á Mýrdalssandi segir engan fulltrúa sinn hafa hótað ferðaþjónustufyrirtækjum svæðinu líkt og þau haldi fram. Skuldinni er skellt á leigjendur meðeigenda að jörðinni Hjörleifshöfða.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði sem situr í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.
Ætti ríkið að greiða hverri nýrri kynslóð „heimanmund“ til þess að byrja ævina á?
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, veltir fyrir sér þriðju leiðinni sem sameini hagkvæmni húsnæðismarkaðar og réttlætiskennd okkar gagnvart því að allir eigi rétt á þaki yfir höfuðið.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, var í viðtali í Silfrinu á RÚV. Mynd / Aðsend.
Hugmyndir um útbreidd vindorkuver „alls ekki raunhæfar”
Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur varar við því að reist verði mörg vindorkuver á skömmum tíma. Hann segir fyrirtæki sem sækist eftir því að reisa vindorkuver ekki gera það til að bjarga loftslaginu heldur hugsi um ágóða.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Búa til vistvæn leikföng og vörur fyrir börn
Tveir Íslendingar í Noregi safna fyrir næstu framleiðslu á nýrri leikfangalínu á Karolina Fund.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Meira úr sama flokkiErlent