Og hvað á bóluefnið að heita?

Hvernig er nafn valið á bóluefni sem á eftir að breyta heiminum? Efni sem var þróað á methraða og er á allra vörum – og rennur bráðlega um margra æðar?

Bóluefni Pfizer og BioNtech fékk nafnið Comirnaty.
Bóluefni Pfizer og BioNtech fékk nafnið Comirnaty.
Auglýsing

„Allir sem ég þekki eru að reyna að draga nafnið upp úr mér. En ég hef ekki einu sinni sagt kon­unni minni hvert það er,“ sagði Scott Piergrossi, fram­kvæmda­stjóri hjá Brand Institu­de, sem tók þátt í því að finna nöfn á nokkur þeirra bólu­efna gegn COVID-19 sem nú eru þegar farin að líta dags­ins ljós. Þetta var haft eftir honum áður en bólu­efni Pfiz­er-BioNtech fékk mark­aðs­leyfi í Banda­ríkj­unum og Evr­ópu, fyrst allra slíkra.

Yfir­leitt er tek­inn góður tími í að finna nafn á lyf og bólu­efni. Jafn­vel tvö ár. Enda hefur hingað til tekið ára­tug eða lengur að þróa þau, prófa og koma í gegnum nál­ar­auga lyfja­stofn­ana. 

Auglýsing

En allt er með öðru sniði í heims­far­aldri kór­ónu­veirunn­ar. Bólu­efni hafa verið þróuð á met­tíma, á um tíu mán­uð­um, og því urðu þeir sem hafa það hlut­verk að finna nafn líka að haska sér. 

Vöru­merkja­sér­fræð­ingar segja að þegar komi að nöfnum á lyfjum og bólu­efnum þurfi fyrst og fremst að hafa tvennt í huga: Að nafnið kveiki jákvæðar til­finn­ingar en sé þó ekki það flippað að það því verði hafnað af íhalds­sömum stofn­un­um. 

Banda­ríska lyfja­fyr­ir­tækið Pfizer og þýska líf­tækni­fyr­ir­tækið BioNtech tóku saman höndum um þróun bólu­efnis gegn COVID-19 og hófust klínískar próf­anir á því þegar í apr­íl. Á þró­un­ar­stig­inu var það nefnt  BNT162b2 en bók­stafirnir fremst í heit­inu vísa til BioNtech. Þegar ljóst var að efnið væri að virka eins og stefnt var að og sótt var um mark­aðs­leyfi hafði það fengið nafnið Com­irnaty.

Þetta er sam­sett orð

Rýnum aðeins í þetta nafn. 

Í því er blandað saman ýmsu; nafni sjúk­dóms, nafni aðferð­ar­innar sem notuð var við þró­un­ina auk þess sem í því leyn­ist einnig til­vísun í fyrir hverja það er og hverju það á að skila.

Piergrossi er loks til­bú­inn að leysa frá skjóð­unni og segir nafn­ið, sem hann tók þátt í að finna, vísa til eft­ir­far­andi hluta: COVID-19, mRNA, sam­fé­lags (comm­unity) og ónæmis (imm­unity). 

Bólu­efnið Com­irnaty byggir á svo­kall­aðri mRNA-­tækni en slík efni inni­halda hluta af erfða­efni kór­ónu­veirunnar SAR­S-CoV-2 sem veldur sjúk­dómnum COVID-19. Þetta er í fyrsta skipti sem þess­ari tækni er beitt við þróun bólu­efna.   

Þar sem tæknin er svo nýstár­leg þótti til­efni til að koma nafni hennar inn í nafn loka­af­urð­ar­inn­ar: Bólu­efn­is­ins sjálfs. 

Frá­tóku nöfn sem inni­héldu Wuhan

„Þetta var krefj­andi verk­efni miðað við önnur því það eru svo miklar vonir bundnar við þessa vöru í efna­hags­legu, heilsu­fars­legu og til­finn­inga­legu til­lit­i,“ segir Piergrossi. 

Bólu­efni Moderna, sem einnig byggir á mRNA-­tækn­inni, hlaut náð fyrir augum Evr­ópsku lyfja­stofn­un­ar­innar á mið­viku­dag. Ýmsar vanga­veltur hafa verið um hvaða nafn bólu­efnið myndi fá en hefð er fyrir því að upp­lýsa um slíkt eftir að mark­aðs­leyfi fæst.

Í haust óskaði fyr­ir­tækið eftir að skrá tvö vöru­merki: Spyke­vax og Spi­ke­vax. „Spi­ke“ vísar til gadda­prótein­anna sem ein­kenna kór­ónu­veiruna og „vax“ til bólu­setn­ing­ar/­bólu­efnis (vaccination, vaccine). Áður hafði fyr­ir­tækið tryggt sér vöru­merkin Mnra­vax, Mvax og Covidvax. Þegar í jan­úar á síð­asta ári, skömmu eftir að far­ald­ur­inn kom upp í Kína hafði fyr­ir­tækið skráð nöfn sem vís­uðu til borg­ar­innar þar sem veiran er talin eiga upp­tök sín, Wuh­an. Þau nöfn, m.a. Wuhan Vax, hafa öll verið slegin út af borð­inu.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Heimild verði til að skikka alla frá áhættulöndum í sóttvarnahús
Ríkisstjórnin leggur til lagabreytingu sem felur í sér að heimilt verði að skikka alla frá áhættusvæðum í sóttvarnarhús við komuna til landsins og einnig að hægt verði að banna ferðalög frá löndum þar sem faraldurinn geisar hvað mest.
Kjarninn 20. apríl 2021
Jóhann Sigmarsson
Ef það er ekki vanhæfi þá heiti ég Júdas
Kjarninn 20. apríl 2021
Myndir af nokkrum fórnarlömbum þjóðarmorðsins í Rúanda.
„Franska ríkisstjórnin var hvorki blind né meðvitundarlaus“
Frönsk stjórnvöld „gerðu ekkert“ til að stöðva blóðbaðið í Rúanda á tíunda áratug síðustu aldar. Eftir voðaverkin reyndu þau svo að hylma yfir þátt sinn sem m.a. fólst í því að veita gerendum vernd.
Kjarninn 20. apríl 2021
Á þriðja tug barna yngri en sex ára eru í einangrun á Íslandi.
24 börn yngri en sex ára með COVID-19
Tíu börn á aldrinum 0-5 ára greindust með kórónuveiruna í gær. Samtals eru því 24 börn í þessum aldurshópi í einangrun með COVID-19. Einn einstaklingur á áttræðisaldri greindist einnig í gær.
Kjarninn 20. apríl 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Valkostir lagabreytinga vegna reglna á landamærum ræddar í ríkisstjórn
Lagabreytingar tengdar sóttvarnareglum á landamærum voru ræddar á ríkisstjórnarfundi í morgun. Heilbrigðisráðherra hyggst boða til blaðamannafundar í dag.
Kjarninn 20. apríl 2021
Björn Leví Gunnarsson
Hvernig stjórnvöld klúðruðu sóttvarnahótelinu
Kjarninn 20. apríl 2021
Meirihluti kjósenda sjö af átta flokkum á Alþingi vilja að lögum verði greitt til að heimila að hægt verði að skikka komufarþegar til vistar á sóttvarnahóteli.
Andstaða við að skikka fólk á sóttvarnahótel mest hjá kjósendum Sjálfstæðisflokks
Á meðal kjósenda Framsóknarflokksins og Vinstri grænna er 70 til 73 prósent stuðningur við það að breyta sóttvarnarlögum til að skikka komufarþega í sóttkví á hóteli. Innan Sjálfstæðisflokksins er meiri stuðningur við mildari aðgerðir.
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiErlent