Lyfjastofnun Evrópu gefur bóluefni Moderna grænt ljós

Bóluefnið frá Moderna mun fá íslenskt markaðsleyfi von bráðar, en Lyfjastofnun Evrópu hefur mælt með því að framkvæmdastjórn ESB veiti skilyrt leyfi til notkunar þess í Evrópu.

Höfuðstöðvar Moderna, í Massachusetts í Bandaríkjunum.
Höfuðstöðvar Moderna, í Massachusetts í Bandaríkjunum.
Auglýsing

Lyfja­stofnun Evr­ópu (EMA) hefur mælir með því að bólu­efn­inu frá Moderna verði veitt skil­yrt mark­aðs­leyfi innan Evr­ópu­sam­bands­ins, en frá þessu er greint í til­kynn­ingu sem birt­ist á vef stofn­un­ar­inn­ar.Á vef Lyfja­stofn­unar hér á landi segir að íslenskt mark­aðs­leyfi verði veitt von bráð­ar, eða strax í kjöl­far þess að fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins gefur út mark­aðs­leyfi sitt.Á vef EMA segir að sér­fræði­nefnd stofn­un­ar­innar um lyf fyrir menn hafi metið gögn um gæði, öryggi og virkni bólu­efn­is­ins frá Moderna og kom­ist að sam­hljóða nið­ur­stöðu um að mæla með dreif­ingu bólu­efn­is­ins og notkun þess fyrir ein­stak­linga yfir 18 ára aldri. Þetta er annað bólu­efnið sem hefur verið fengið með­mæli frá Lyfja­stofnun Evr­ópu, en áður hafði bólu­efni Pfizer og BioNTech hlotið sam­þykki stofn­un­ar­innar og bólu­setn­ingar með því eru hafnar um alla Evr­ópu.

AuglýsingÍ frétta­til­kynn­ingu frá stofn­un­inni er haft eftir Emer Cooke fram­kvæmda­stjóra að bólu­efni Moderna sé annað tól til að kom­ast út úr því neyð­ar­á­standi sem ríkir vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins.mRNA-­tækni

Rétt eins og bólu­efni Pfizer og BioNTech not­­ast Moderna við gena­­upp­­lýs­ingar (mRNA) fyrir svokölluð gadd­­prótein sem er að finna á yfir­­­borði kór­ón­u­veirunn­­ar, SAR­S-CoV-2. Þegar bólu­efn­inu er sprautað í ein­stak­l­inga byrja frumur lík­­am­ans þannig að fram­­leiða sín eigin gadd­­prótein og þjálfa sig í að takast á við veiruna.

Ónæm­is­­kerfið lítur á gadd­­próteinin sem fram­andi fyr­ir­­bæri og tekur til varna með því að fram­­leiða mótefni og T-frum­­ur, sem gera kór­ón­u­veirunni erf­ið­­ara um vik við að valda bólu­­settum skaða. 

mRNA í bólu­efn­inu verður ekki eftir í lík­ama þeirra sem eru bólu­settir því það brotnar niður fljót­lega eftir bólu­setn­ingu.

Bólu­efnið frá Moderna þarf ekki að geyma við jafn mik­inn kulda og bólu­efnið frá Pfizer og BioNTech, sem þarf að geym­ast við allt að -80°C og flytja í sér­út­búnum kæli­kössum á milli staða. Bólu­efni Moderna er sagt geym­ast í allt að mánuð við 2-4 gráð­­ur, sem er um það bil sama hita­­stig og í ísskápnum heima hjá okkur flest­­um.

Von á 5.000 skömmtum hingað í jan­úar og febr­úar

Ísland hefur þegar tryggt sér um 128 þús­und skammta af bólu­efn­inu, sem duga fyrir um 64 þús­und ein­stak­linga. Gert er ráð fyrir að Ísland fái 5.000 bólu­efna­skammta frá Moderna í jan­úar og febr­úar en að eftir það verði afhend­ingin hrað­ari, sam­kvæmt því sem fram kemur á vefnum bólu­efn­i.­is. 

Þetta er sögð hlut­falls­lega sama úthlutun og til ann­arra þjóða í Evr­ópu­sam­starfi um kaup á bólu­efn­um, sem mið­ast við íbúa­fjölda þjóða.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar
Segir Bjarna hafa viljað ráðið hver væri fulltrúi Viðreisnar í stjórn Íslandspósts
Formaður Viðreisnar segir fjármálaráðherra hafi losað sig við fulltrúa flokksins úr stjórn Íslandspósts, sem hafi veitt fyrirtækinu aðhald, og sett undirmann sinn úr fjármálaráðuneytinu inn í staðinn.
Kjarninn 7. mars 2021
Stríðsleikurinn sem fór úr böndunum
Nýlega voru birt leyniskjöl um atburði sem tengjast heræfingum NATO og Bandaríkjanna árið 1983, þar sem munaði litlu að stigmögnun hefði geta leitt til kjarnorkustríðs.
Kjarninn 7. mars 2021
Svona á gangnamunnurinn að líta út frá Rødby
Gullöld á pönnukökueyjunni
Eftir mörg erfiðleikaár, og fólksflótta, sjá íbúar dönsku eyjunnar Lálands nú fram á betri tíð með þúsundum nýrra starfa. Ástæðan er Femern tengingin svonefnda milli Danmerkur og Þýskalands.
Kjarninn 7. mars 2021
Jörð hefur skolfið í grennd við Keili frá því í síðustu viku.
Vefur Veðurstofunnar tilbúinn í slaginn
Álagið á vef Veðurstofunnar hefur verið mikið frá því að jarðskjálftahrina hófst á Reykjanesskaga í síðustu viku. Einu sinni datt vefurinn alveg niður en nú er búið að efla þol hans til muna.
Kjarninn 6. mars 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Stefnuskráin
Kjarninn 6. mars 2021
Heimir Snorrason
Til varnar algóritmanum
Kjarninn 6. mars 2021
Mjólkurvörur frá MS
Segir yfirlýsingar MS „í besta falli hlægilegar“
Forsvarsmenn Mjólku gefa lítið fyrir yfirlýsingar Mjólkursamsölunnar, sem dæmd var fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína, um að aðgerðir hennar hefðu verið gerðar í góðri trú.
Kjarninn 6. mars 2021
Brugghúsafrumvarp Áslaugar Örnu vekur litla kátínu hjá Landlæknisembættinu og ÁTVR
Embætti landlæknis telur „góða sátt“ um núverandi fyrirkomulag áfengissölu, en lítil merki eru um það í þeim fjölmörgu umsögnum sem borist hafa Alþingi undanfarna daga vegna frumvarps dómsmálaráðherra um sölu bjórs beint frá brugghúsum.
Kjarninn 6. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent