Assange verður ekki sleppt úr fangelsi

Dómari í London komst að þeirri niðurstöðu í dag að Julian Assange skyldi ekki sleppt úr fangelsi gegn tryggingu. Sami dómari hafnaði framsalskröfu Bandaríkjanna á hendur Assange á mánudag, en bandarísk yfirvöld ætla að áfrýja þeirri niðurstöðu.

Julian Assange verður ekki sleppt úr fangelsi gegn tryggingu, á meðan að áfrýjun Bandaríkjanna verður tekin fyrir.
Julian Assange verður ekki sleppt úr fangelsi gegn tryggingu, á meðan að áfrýjun Bandaríkjanna verður tekin fyrir.
Auglýsing

Julian Assange stofn­andi Wiki­leaks sér nú fram á að dúsa marga mán­uði til við­bótar í örygg­is­fang­elsi í Bret­landi, en dóm­ari við dóm­stól í Lund­únum hafn­aði í dag beiðni hans um að fá að ganga laus gegn trygg­ing­u. 

Sami dóm­ari, Vanessa Baraitser, komst á mánu­dag að þeirri nið­ur­stöðu að Assange skyldi ekki fram­seldur til Banda­ríkj­anna vegna við­kvæmrar and­legrar heilsu sinn­ar, en banda­rísk yfir­völd ætla að áfrýja þeirri nið­ur­stöð­u.

Lög­menn Assange reyndu í dag að færa rök fyrir því að hann ætti að fá að ganga laus gegn trygg­ingu á meðan áfrýjun Banda­ríkj­anna er tekin fyr­ir, en dóm­ar­inn féllst ekki á beiðni þeirra.

Sam­kvæmt frá­sögnum úr dóm­sal sagð­ist dóm­ar­inn – eftir að hafa hlýtt á rök­semdir lög­manna Assange og bresku lög­mann­anna sem reka málið fyrir hönd Banda­ríkj­anna – telja nægi­lega ástæðu til að ætla að Assange myndi ekki mæta á stað­inn þegar áfrýj­unin verður tekin fyr­ir.

Assange verður því fluttur aftur í Bel­mars­h-­ör­ygg­is­fang­elsið í Lund­ún­um, en þar hefur þessum tæp­lega fimm­tuga Ástr­ala hefur verið haldið í nærri tvö ár, eftir að hann var hand­tek­inn í sendi­ráði Ekvador í London vorið 2019.

Auglýsing


Mál Banda­ríkj­anna gegn Assange teng­ist birt­ingu Wik­i­­leaks á 470.000 trún­­að­­ar­skjölum frá banda­ríska hernum um utan­­­rík­­is­­þjón­­ustu og stríðin í Afganistan og Írak. ­Síðar birti Wik­i­­leaks 250.000 skjöl til við­­bót­­ar.

Banda­rísk stjórn­­völd hafa haldið því fram að um lög­­brot og njósnir sé að ræða en Assange, Wik­i­­leaks og fjöl­margir aðrir hafa sagt að upp­­lýs­ing­­arnar sem Wik­i­­leaks birti og urðu frétta­efni víða um heim, hafi átt ríkt erindi við almenn­ing.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ný fjarskiptalög gætu kostað Sýn 325 milljónir króna
Í ársreikningi Sýnar er fjallað um lagasetningu sem er í pípunum, og er bæði íþyngjandi og ívilnandi fyrir fyrirtækið. Annars vegar er um að ræða frumvarp til nýrra fjarskiptalaga og hins vegar frumvarp um styrkveitingar til einkarekinna fjölmiðla.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Twitter búið að opna útibú í Reykjavík
Í lok síðasta mánaðar var útibú fyrir Twitter skráð í fyrirtækjaskrá. Stofnandi Ueno, sem seldi fyrirtækið nýverið til samfélagsmiðlarisans, vann fyrsta daginn sinn fyrir Twitter hérlendis í dag.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Hlöðver Skúli Hákonarson
Fjölmiðlaeyjan Ísland
Kjarninn 27. febrúar 2021
Andrés Pétursson
Evrópusambandslöndin tapa á Brexit
Kjarninn 27. febrúar 2021
Tæp 42 prósent Íslendinga eru á móti því að Ísland gangi í Evrópusambandið, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu.
Íslendingarnir sem vilja helst ekki ganga í ESB
Litlar hreyfingar eru á afstöðu Íslendinga til inngöngu í ESB á milli ára og tæp 42 prósent segjast andvíg inngöngu. Kjarninn skoðaði hvaða hópar á Íslandi eru mest á móti Evrópusambandsaðild.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Rannsóknir eru þegar hafnar á virkni og öryggi bóluefnis AstraZeneca fyrir börn og segir Jóhanna það mikið fagnaðarefni.
Ef börn verði ekki bólusett gæti faraldur brotist út á meðal þeirra
Þegar faraldur fær að ganga óáreittur um ákveðna næma hópa fara sjaldgæfir atburðir að eiga sér stað. „Sjaldgæfir alvarlegir atburðir sem við viljum ekki sjá,“ segir Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Samherji Holding hefur enn ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2019
Hálfu ári eftir að lögboðinn frestur til að skila inn ársreikningum rann út þá hefur félagið sem heldur utan um erlenda starfsemi Samherja, meðal annars allt sem snýr að Namibíuumsvifum þess, ekki skilað inn sínum fyrir árið 2019.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Langflest hagsmunagæslusamtök landsins, sem reyna að hafa áhrif á hvernig löggjöf og aðrar ákvarðanir innan stjórnmála og stjórnsýslu þróast, eru til heimilis í Hús atvinnulífsins við Borgartún 35.
Búið að skrá 27 hagsmunaverði og birta vefsvæði með upplýsingum um þá
Tilkynningum á hagsmunaverði sem reyna að hafa áhrif á stjórnmál og stjórnsýslu í starfi sínu, og áttu samkvæmt lögum að berast um áramót, hefur rignt inn síðustu daga eftir að forsætisráðuneytið sendi ítrekun.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiErlent