Assange verður ekki sleppt úr fangelsi

Dómari í London komst að þeirri niðurstöðu í dag að Julian Assange skyldi ekki sleppt úr fangelsi gegn tryggingu. Sami dómari hafnaði framsalskröfu Bandaríkjanna á hendur Assange á mánudag, en bandarísk yfirvöld ætla að áfrýja þeirri niðurstöðu.

Julian Assange verður ekki sleppt úr fangelsi gegn tryggingu, á meðan að áfrýjun Bandaríkjanna verður tekin fyrir.
Julian Assange verður ekki sleppt úr fangelsi gegn tryggingu, á meðan að áfrýjun Bandaríkjanna verður tekin fyrir.
Auglýsing

Julian Assange stofnandi Wikileaks sér nú fram á að dúsa marga mánuði til viðbótar í öryggisfangelsi í Bretlandi, en dómari við dómstól í Lundúnum hafnaði í dag beiðni hans um að fá að ganga laus gegn tryggingu. 

Sami dómari, Vanessa Baraitser, komst á mánudag að þeirri niðurstöðu að Assange skyldi ekki framseldur til Bandaríkjanna vegna viðkvæmrar andlegrar heilsu sinnar, en bandarísk yfirvöld ætla að áfrýja þeirri niðurstöðu.

Lögmenn Assange reyndu í dag að færa rök fyrir því að hann ætti að fá að ganga laus gegn tryggingu á meðan áfrýjun Bandaríkjanna er tekin fyrir, en dómarinn féllst ekki á beiðni þeirra.

Samkvæmt frásögnum úr dómsal sagðist dómarinn – eftir að hafa hlýtt á röksemdir lögmanna Assange og bresku lögmannanna sem reka málið fyrir hönd Bandaríkjanna – telja nægilega ástæðu til að ætla að Assange myndi ekki mæta á staðinn þegar áfrýjunin verður tekin fyrir.

Assange verður því fluttur aftur í Belmarsh-öryggisfangelsið í Lundúnum, en þar hefur þessum tæplega fimmtuga Ástrala hefur verið haldið í nærri tvö ár, eftir að hann var handtekinn í sendiráði Ekvador í London vorið 2019.

Auglýsing

Mál Bandaríkjanna gegn Assange teng­ist birt­ingu Wiki­leaks á 470.000 trún­að­ar­skjölum frá banda­ríska hernum um utan­rík­is­þjón­ustu og stríðin í Afganistan og Írak. ­Síðar birti Wiki­leaks 250.000 skjöl til við­bót­ar.

Banda­rísk stjórn­völd hafa haldið því fram að um lög­brot og njósnir sé að ræða en Assange, Wiki­leaks og fjöl­margir aðrir hafa sagt að upp­lýs­ing­arnar sem Wiki­leaks birti og urðu frétta­efni víða um heim, hafi átt ríkt erindi við almenn­ing.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Hver er stefna stjórnmálaflokkanna í umhverfismálum?
Kjarninn 16. september 2021
Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Boðuð útgjaldaaukning Pírata er ekki fullfjármögnuð
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Halldóru Mogensen um að kosningaloforð Pírata séu fullfjármögnuð með nýjum tekjuöflunarleiðum.
Kjarninn 16. september 2021
Jón Steindór Valdimarsson
Drifkraftur nýrra lausna í loftslagsmálum
Kjarninn 16. september 2021
Mikil skekkja er í útreikningum Pírata á helstu tekjuöflunarleiðinni sem flokkurinn sá fyrir að fjármagna kosningaloforð sín með.
Tugmilljarða skekkja í útreikningum Pírata á helstu tekjuöflunaraðgerð þeirra
Þingmaður Pírata segir að flokkurinn sé að endurskoða útreikninga sína á áhrifum 3,75 prósentustiga hækkunar efsta þreps tekjuskattskerfisins, eftir að bent var á að þar skeikaði tugmilljörðum.
Kjarninn 16. september 2021
Jóhann S. Bogason
Vesalings Færeyingarnir
Kjarninn 16. september 2021
Kolefnisgjald leggst meðal annars á bensín og dísil olíu.
Meirihluti stjórnmálaflokka vill hækka kolefnisgjald
Passa verður að kolefnisgjald leggist ekki þyngst á þau sem minnst hafa á milli handanna að mati þeirra flokka sem vilja hækka kolefnisgjald. Útblástur frá vegasamgöngum er helsta uppspretta losunar sem er á beinni ábyrgð Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Liðin tíð að Bandaríkin veiti Íslandi aðstoð „vegna góðvildar“
Íslendingar þurfa tromp á hendi til að vekja áhuga Bandaríkjanna til að styðja landið diplómatísk í alþjóðasamfélaginu og veita viðskiptalegar eða efnahagslegar ívilnanir, að því er fram kemur í þættinum Völundarhús utanríkismála Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 3: Áhugi Bandaríkjanna á Íslandi
Kjarninn 16. september 2021
Meira úr sama flokkiErlent