Ekki endilega sigur fyrir blaðamennskuna

Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks segir að niðurstaða dómara í framsalsmáli Julian Assange sé ekki endilega sigur fyrir blaðamennsku, þar sem áhyggjur af andlegri heilsu Assange voru einu rök dómarans fyrir því að hafna framsalsbeiðni Bandaríkjanna.

Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks í London í dag.
Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks í London í dag.
Auglýsing

Krist­inn Hrafns­son rit­stjóri Wiki­leaks ávarp­aði fjöl­miðla og stuðn­ings­menn Juli­ans Assange fyrir utan Old Bai­ley-­dóm­stól­inn í London í dag, eftir að nið­ur­staða dóm­ara í fram­sals­máli Assange lá ljós fyr­ir. Hann sagði nið­ur­stöð­una sigur fyrir Assange, en þó ekki endi­lega sigur fyrir blaða­mennsku.

Nið­ur­staða dóm­ar­ans, Vanessu Baraitser, var á þá leið að and­leg heilsa hans væri of brot­hætt til að öruggt væri að hann myndi ekki valda sjálfum sér skaða í banda­rísku fang­elsi, þar sem hann myndi lík­lega sæta strang­ari ein­angrun en í Bel­mars­h-fang­els­inu í London, en þar hefur Assange verið haldið í tæp­lega tvö ár.

Að mati dóm­ar­ans eru þau meintu brot sem Banda­ríkin hafa ákært Assange fyrir og tengj­ast öflun og birt­ingu á trún­að­ar­gögnum frá banda­ríska hernum um m.a. stríðin í Afganistan og Írak, ekki varin af tján­ing­ar­frelsi hans.

Einnig blés dóm­ar­inn á rök­semdir lög­fræð­inga Assange um að það að senda hann til Banda­ríkj­anna myndi brjóta gegn lögum sem banna fram­sal manna sem eru sak­sóttir fyrir „póli­tíska glæpi“. 

Auglýsing

Dóm­ar­inn taldi heldur ekki ástæðu til að ætla að rétt­ar­höld yfir Assange á banda­rískri grundu yrðu ósann­gjörn.

Bar­átt­unni ekki lokið fyrr en Assange gengur frjáls

Krist­inn sagði í ávarpi sínu að það væri áhyggju­efni að lög­fræð­ingar banda­rískra yfir­valda hefðu þegar gefið í skyn að nið­ur­stöð­unni yrði áfrýjað og hvatti hann banda­rísk stjórn­völd til þess að láta málið gegn Assange niður falla.

Hann sagði að slag­ur­inn væri ekki búinn þrátt fyrir þennan áfanga­sigur og yrði ekki búinn fyrr en Assange gæti snúið heim til fjöl­skyldu sinn­ar. Eftir að nið­ur­staðan lá ljós fyrir í morgun var Assange fluttur aftur í Bel­mars­h-fang­els­ið. 

Á mið­viku­dag verður beiðni Assange um að fá að ganga laus gegn trygg­ingu tekin fyr­ir. Krist­inn segir í sam­tali við Kjarn­ann að hann búist við því að ákvörðun dóm­ara um mögu­lega lausn Assange úr haldi gæti legið fyrir sam­dæg­urs.

Mann­rétt­inda­sam­tökin Amnesty International lýstu þvi yfir á Twitter að þau fagni nið­ur­stöðu dags­ins, en um leið ávíta þau bresk stjórn­völd fyrir sinn þátt í því að málið gegn Assange, sem þau segja af póli­tískum meiði, hefur náð að kom­ast á þennan stað. Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ný fjarskiptalög gætu kostað Sýn 325 milljónir króna
Í ársreikningi Sýnar er fjallað um lagasetningu sem er í pípunum, og er bæði íþyngjandi og ívilnandi fyrir fyrirtækið. Annars vegar er um að ræða frumvarp til nýrra fjarskiptalaga og hins vegar frumvarp um styrkveitingar til einkarekinna fjölmiðla.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Twitter búið að opna útibú í Reykjavík
Í lok síðasta mánaðar var útibú fyrir Twitter skráð í fyrirtækjaskrá. Stofnandi Ueno, sem seldi fyrirtækið nýverið til samfélagsmiðlarisans, vann fyrsta daginn sinn fyrir Twitter hérlendis í dag.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Hlöðver Skúli Hákonarson
Fjölmiðlaeyjan Ísland
Kjarninn 27. febrúar 2021
Andrés Pétursson
Evrópusambandslöndin tapa á Brexit
Kjarninn 27. febrúar 2021
Tæp 42 prósent Íslendinga eru á móti því að Ísland gangi í Evrópusambandið, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu.
Íslendingarnir sem vilja helst ekki ganga í ESB
Litlar hreyfingar eru á afstöðu Íslendinga til inngöngu í ESB á milli ára og tæp 42 prósent segjast andvíg inngöngu. Kjarninn skoðaði hvaða hópar á Íslandi eru mest á móti Evrópusambandsaðild.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Rannsóknir eru þegar hafnar á virkni og öryggi bóluefnis AstraZeneca fyrir börn og segir Jóhanna það mikið fagnaðarefni.
Ef börn verði ekki bólusett gæti faraldur brotist út á meðal þeirra
Þegar faraldur fær að ganga óáreittur um ákveðna næma hópa fara sjaldgæfir atburðir að eiga sér stað. „Sjaldgæfir alvarlegir atburðir sem við viljum ekki sjá,“ segir Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Samherji Holding hefur enn ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2019
Hálfu ári eftir að lögboðinn frestur til að skila inn ársreikningum rann út þá hefur félagið sem heldur utan um erlenda starfsemi Samherja, meðal annars allt sem snýr að Namibíuumsvifum þess, ekki skilað inn sínum fyrir árið 2019.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Langflest hagsmunagæslusamtök landsins, sem reyna að hafa áhrif á hvernig löggjöf og aðrar ákvarðanir innan stjórnmála og stjórnsýslu þróast, eru til heimilis í Hús atvinnulífsins við Borgartún 35.
Búið að skrá 27 hagsmunaverði og birta vefsvæði með upplýsingum um þá
Tilkynningum á hagsmunaverði sem reyna að hafa áhrif á stjórnmál og stjórnsýslu í starfi sínu, og áttu samkvæmt lögum að berast um áramót, hefur rignt inn síðustu daga eftir að forsætisráðuneytið sendi ítrekun.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiErlent