Ekki endilega sigur fyrir blaðamennskuna

Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks segir að niðurstaða dómara í framsalsmáli Julian Assange sé ekki endilega sigur fyrir blaðamennsku, þar sem áhyggjur af andlegri heilsu Assange voru einu rök dómarans fyrir því að hafna framsalsbeiðni Bandaríkjanna.

Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks í London í dag.
Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks í London í dag.
Auglýsing

Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks ávarpaði fjölmiðla og stuðningsmenn Julians Assange fyrir utan Old Bailey-dómstólinn í London í dag, eftir að niðurstaða dómara í framsalsmáli Assange lá ljós fyrir. Hann sagði niðurstöðuna sigur fyrir Assange, en þó ekki endilega sigur fyrir blaðamennsku.

Niðurstaða dómarans, Vanessu Baraitser, var á þá leið að andleg heilsa hans væri of brothætt til að öruggt væri að hann myndi ekki valda sjálfum sér skaða í bandarísku fangelsi, þar sem hann myndi líklega sæta strangari einangrun en í Belmarsh-fangelsinu í London, en þar hefur Assange verið haldið í tæplega tvö ár.

Að mati dómarans eru þau meintu brot sem Bandaríkin hafa ákært Assange fyrir og tengjast öflun og birtingu á trúnaðargögnum frá bandaríska hernum um m.a. stríðin í Afganistan og Írak, ekki varin af tjáningarfrelsi hans.

Einnig blés dómarinn á röksemdir lögfræðinga Assange um að það að senda hann til Bandaríkjanna myndi brjóta gegn lögum sem banna framsal manna sem eru saksóttir fyrir „pólitíska glæpi“. 

Auglýsing

Dómarinn taldi heldur ekki ástæðu til að ætla að réttarhöld yfir Assange á bandarískri grundu yrðu ósanngjörn.

Baráttunni ekki lokið fyrr en Assange gengur frjáls

Kristinn sagði í ávarpi sínu að það væri áhyggjuefni að lögfræðingar bandarískra yfirvalda hefðu þegar gefið í skyn að niðurstöðunni yrði áfrýjað og hvatti hann bandarísk stjórnvöld til þess að láta málið gegn Assange niður falla.

Hann sagði að slagurinn væri ekki búinn þrátt fyrir þennan áfangasigur og yrði ekki búinn fyrr en Assange gæti snúið heim til fjölskyldu sinnar. Eftir að niðurstaðan lá ljós fyrir í morgun var Assange fluttur aftur í Belmarsh-fangelsið. 

Á miðvikudag verður beiðni Assange um að fá að ganga laus gegn tryggingu tekin fyrir. Kristinn segir í samtali við Kjarnann að hann búist við því að ákvörðun dómara um mögulega lausn Assange úr haldi gæti legið fyrir samdægurs.

Mannréttindasamtökin Amnesty International lýstu þvi yfir á Twitter að þau fagni niðurstöðu dagsins, en um leið ávíta þau bresk stjórnvöld fyrir sinn þátt í því að málið gegn Assange, sem þau segja af pólitískum meiði, hefur náð að komast á þennan stað. 


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skriður á rannsókn saksóknara og skattayfirvalda á meintum brotum Samherja
Bæði embætti héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóri hafa yfirheyrt stjórnendur Samherja. Embættin hafa fengið aðgang að miklu magni gagna, meðal annars frá fyrrverandi endurskoðanda Samherja og úr rannsókn Seðlabanka Íslands á starfsemi fyrirtækisins.
Kjarninn 23. júní 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Eðlilegt að draga þá ályktun að verðið hafi hækkað vegna áhuga á útboðinu“
Forsætisráðherra segir að það bíði næstu ríkisstjórnar að ákveða hvort selja eigi fleiri hluti í Íslandsbanka. Salan hafi verið vel heppnuð aðgerð.
Kjarninn 23. júní 2021
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Meira úr sama flokkiErlent