Ekki endilega sigur fyrir blaðamennskuna

Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks segir að niðurstaða dómara í framsalsmáli Julian Assange sé ekki endilega sigur fyrir blaðamennsku, þar sem áhyggjur af andlegri heilsu Assange voru einu rök dómarans fyrir því að hafna framsalsbeiðni Bandaríkjanna.

Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks í London í dag.
Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks í London í dag.
Auglýsing

Krist­inn Hrafns­son rit­stjóri Wiki­leaks ávarp­aði fjöl­miðla og stuðn­ings­menn Juli­ans Assange fyrir utan Old Bai­ley-­dóm­stól­inn í London í dag, eftir að nið­ur­staða dóm­ara í fram­sals­máli Assange lá ljós fyr­ir. Hann sagði nið­ur­stöð­una sigur fyrir Assange, en þó ekki endi­lega sigur fyrir blaða­mennsku.

Nið­ur­staða dóm­ar­ans, Vanessu Baraitser, var á þá leið að and­leg heilsa hans væri of brot­hætt til að öruggt væri að hann myndi ekki valda sjálfum sér skaða í banda­rísku fang­elsi, þar sem hann myndi lík­lega sæta strang­ari ein­angrun en í Bel­mars­h-fang­els­inu í London, en þar hefur Assange verið haldið í tæp­lega tvö ár.

Að mati dóm­ar­ans eru þau meintu brot sem Banda­ríkin hafa ákært Assange fyrir og tengj­ast öflun og birt­ingu á trún­að­ar­gögnum frá banda­ríska hernum um m.a. stríðin í Afganistan og Írak, ekki varin af tján­ing­ar­frelsi hans.

Einnig blés dóm­ar­inn á rök­semdir lög­fræð­inga Assange um að það að senda hann til Banda­ríkj­anna myndi brjóta gegn lögum sem banna fram­sal manna sem eru sak­sóttir fyrir „póli­tíska glæpi“. 

Auglýsing

Dóm­ar­inn taldi heldur ekki ástæðu til að ætla að rétt­ar­höld yfir Assange á banda­rískri grundu yrðu ósann­gjörn.

Bar­átt­unni ekki lokið fyrr en Assange gengur frjáls

Krist­inn sagði í ávarpi sínu að það væri áhyggju­efni að lög­fræð­ingar banda­rískra yfir­valda hefðu þegar gefið í skyn að nið­ur­stöð­unni yrði áfrýjað og hvatti hann banda­rísk stjórn­völd til þess að láta málið gegn Assange niður falla.

Hann sagði að slag­ur­inn væri ekki búinn þrátt fyrir þennan áfanga­sigur og yrði ekki búinn fyrr en Assange gæti snúið heim til fjöl­skyldu sinn­ar. Eftir að nið­ur­staðan lá ljós fyrir í morgun var Assange fluttur aftur í Bel­mars­h-fang­els­ið. 

Á mið­viku­dag verður beiðni Assange um að fá að ganga laus gegn trygg­ingu tekin fyr­ir. Krist­inn segir í sam­tali við Kjarn­ann að hann búist við því að ákvörðun dóm­ara um mögu­lega lausn Assange úr haldi gæti legið fyrir sam­dæg­urs.

Mann­rétt­inda­sam­tökin Amnesty International lýstu þvi yfir á Twitter að þau fagni nið­ur­stöðu dags­ins, en um leið ávíta þau bresk stjórn­völd fyrir sinn þátt í því að málið gegn Assange, sem þau segja af póli­tískum meiði, hefur náð að kom­ast á þennan stað. Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Endurvinnsluhlutfall umbúðaúrgangs innan við 50 prósent hérlendis
Heildarmagn umbúðaúrgangs hérlendis var um 151 kíló á hvern einstakling árið 2019. Endurvinnsluhlutfallið lækkar á milli ára en um fjórðungur plastumbúða ratar í endurvinnslu samanborið við rúmlega 80 prósent pappírs- og pappaumbúða.
Kjarninn 27. september 2021
Talning atkvæða í Borgarnesi og meðferð kjörgagna hefur verið mál málanna í dag.
Talningarskekkjan í Borgarnesi kom í ljós um leið og einn bunki var skoðaður
Engin tilmæli voru sett fram af hálfu landskjörstjórnar um endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjarninn ræddi við Inga Tryggvason formann yfirkjörstjórnar í kjördæminu um ástæður þess að talið var aftur og meðferð kjörgagna.
Kjarninn 27. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Lífskjarasamningurinn heldur – „Ánægjuleg niðurstaða“
Formaður VR segist vera létt að lífskjarasamningurinn haldi. Engin stemning hafi verið hjá atvinnulífinu né almenningi að fara í átök við þessar aðstæður.
Kjarninn 27. september 2021
Sigurjón Njarðarson
Hrunið 2008-2021
Kjarninn 27. september 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Siðspillandi ómenning: Um viðtökur jazztónlistar á Íslandi
Kjarninn 27. september 2021
Olaf Scholz, fjármálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, mætir á kosningavöku flokksins í gær.
„Umferðarljósið“ líklegasta niðurstaðan í Þýskalandi
Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins hefur heitið því að Þjóðverjar fái nýja ríkisstjórn fyrir jól. Það gæti orðið langsótt í ljósi sögunnar. Hann vill byrja á að kanna jarðveginn fyrir stjórn með Græningjum og Frjálslyndum demókrötum.
Kjarninn 27. september 2021
Ákveðið hefur verið að telja atkvæðin í Suðurkjördæmi að nýju.
Talið aftur í Suðurkjördæmi
Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hefur ákveðið að verða við beiðnum sem bárust frá nokkrum stjórnmálaflokkum um að telja öll atkvæðin í Suðurkjördæmi aftur.
Kjarninn 27. september 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í leiðtogaumræðum fyrir kosningar.
Með óbragð í munni – Mikilvægt að framkvæmd kosninga sé með réttum hætti
Þorgerður Katrín segir að endurtalningin í Norðvesturkjördæmi dragi fram umræðu um jafnt atkvæðavægi. „Það er nauðsynlegt að fá hið rétta fram í þessu máli.“
Kjarninn 27. september 2021
Meira úr sama flokkiErlent