Þórólfur: Eigum að geta vonast eftir bóluefni fyrr en talið var

Reynsla okkar af því að meta hvort að bóluefni sé öruggt er ekki til staðar og á meðan engin trygging er fyrir hendi um að bóluefni kæmi fyrr hingað til lands ef Lyfjastofnun Íslands gæfi út bráðabirgðaleyfi ætti að flýta sér hægt, segir sóttvarnalæknir.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

„Þetta verk­efni er aldeilis ekki búið þó að það sé komið nýtt ár,“ sagði Rögn­valdur Ólafs­son, aðstoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjónn, við upp­haf fyrsta upp­lýs­inga­fundar almanna­varna og land­læknis á árinu 2021. Eins og með síð­asta ár er ljóst að við þurfum að gera margt með öðrum hætt­i.“

Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir sagði að til­tölu­lega fáir hefðu greinst með COVID-19 um jól­in. 35 greindust sam­tals inn­an­land síð­ustu viku og af þeim var 21 í sótt­kví við grein­ingu. Í gær greindust 10 og var meiri­hluti þeirra þegar í sótt­kví. Hann minnti á að færri sýni hefðu verið tekin að und­an­förnu „þannig að við þurfum aðeins að sjá hvernig dag­arnir þessar viku verða,“ sagði Þórólf­ur.  

Á landa­mær­unum hafa hins vegar fleiri verið að grein­ast með veiruna. Sautján hafa greinst með hið nýja breska afbrigði af veirunni, þar af einn inn­an­lands en sá var fjöl­skyldu­með­limur manns sem greind­ist við landa­mær­in. 

Auglýsing

Þau tíma­mót eru nú í far­aldr­inum að eng­inn liggur á gjör­gæslu­deild með COVID og eng­inn liggur inni á Land­spít­ala með virkt smit en rúm­lega tutt­ugu þó vegna afleið­inga sýk­ing­ar­inn­ar. „Ég held að við komum nokkuð vel undan aðventu og jólum hvað far­ald­ur­inn áhrærir en þessi vika mun skera úr um hvort okkur hafi tkek­ist álíka vel upp um ára­mót­in.“

Þórólfur gerði svo far­ald­ur­inn árið 2020 upp í stuttu máli. „Við getum sagt með sanni að okkur á Íslandi hafi tek­ist nokkuð vel upp að halda far­ald­ur­inn í skefjum þó að veru­lega hafi reynt á okkar inn­við­i,“ sagði hann. 

Þórólfur Guðnason og Alma Möller voru bæði á fyrsta upplýsingafundi ársins. Mynd: Lögreglan

5.785 manns greindust með COVID-19 hér á landi á síð­asta ári. Rúm­lega 300 þurftu að leggj­ast inn á sjúkra­hús og þar af hafa tutt­ugu þurft á önd­un­ar­vél að halda. 29 lét­ust vegna sjúk­dóms­ins á Íslandi á árinu 2020.

Þórólfur sagði að nú væri að hefj­ast loka­afli í bar­átt­unni við far­ald­ur­inn. Bólu­setn­ing er hafin og tókst vel. Búið er að tryggja bólu­efni fyrir alla lands­menn og vel það en þó er ekki enn ljóst hvenær þeir skammtar munu koma til lands­ins og hversu margir í senn. Fleiri bólu­efni en Pfizer er innan seil­ing­ar. Í dag er von á mark­aðs­leyfi í Evr­ópu fyrir bólefni Moderna og von­andi mun dreif­ing­ar­á­ætlun þess liggja fyrir fljót­lega. 

„Ég held að við getum verið jákvæð og horft jákvætt fram á veg­inn núna með von um allt þetta bólu­efn­i,“ sagði Þórólf­ur. „Ég held að við eigum líka að geta von­ast eftir því að fá jafn­vel bólu­efni fyrr en talið hefur verið til þessa“.

Þórólfur og Alma Möller land­læknir minntu bæði á að enn yrði að halda áfram að sinna sótt­vörn­um. Hvenær hægt verði að slaka á muni ráð­ast af því hversu fljótt bólu­efni mun ber­ast til lands­ins. 

Nýr reglu­gerð um sótt­varna­að­gerðir er vænt­an­leg 12. jan­úar „og ef ekk­ert óvænt ger­ist með far­ald­ur­inn á næstu dögum verður von­andi hægt að grípa til ein­hverra til­slakanna,“ sagði Þórólf­ur. 

Á fund­inum var hann m.a. spurður út mögu­leika á útgáfu bráða­birgða­leyfis bólu­efna hér á landi, þ.e. áður en Lyfja­stofnun Evr­ópu hefur gefið sitt græna ljós. Hann minnti á að það væri Lyfja­stofnun Íslands sem hafi heim­ild í lyfja­lögum til að gefa út bráða­birgða­leyfi. En það væri til­gangs­laust nema að sú vissa væri fyrir hendi að við gætum fengið við­kom­andi bólu­efni strax. Með því að gefa út slíkt leyfi væri Lyfja­stofnun að taka ábyrgð á því að meta hvort að bólu­efni væri öruggt eða ekki og að mati Þór­ólfs hefðum við ekki reynslu hér til að taka slíkar ákvarð­an­ir. Hann sagði það sitt mat að ekki væri skyn­sam­legt að flýta ferl­inu þar sem eng­inn vissa væri fyrir hendi um að það þýddi að við fengjum bólu­efni fyrr en ella. 

Sam­kvæmt samn­ingi við Pfizer munum við fá 25 þús­und skammta af bólu­efni fyr­ir­tæk­is­ins fyrir lok mars en auk þess hefur verið samið við þrjú önnur fyr­ir­tæki og dreif­ing­ar­á­ætl­anir þeirra munu liggja fyrir á næst­unni.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ný fjarskiptalög gætu kostað Sýn 325 milljónir króna
Í ársreikningi Sýnar er fjallað um lagasetningu sem er í pípunum, og er bæði íþyngjandi og ívilnandi fyrir fyrirtækið. Annars vegar er um að ræða frumvarp til nýrra fjarskiptalaga og hins vegar frumvarp um styrkveitingar til einkarekinna fjölmiðla.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Twitter búið að opna útibú í Reykjavík
Í lok síðasta mánaðar var útibú fyrir Twitter skráð í fyrirtækjaskrá. Stofnandi Ueno, sem seldi fyrirtækið nýverið til samfélagsmiðlarisans, vann fyrsta daginn sinn fyrir Twitter hérlendis í dag.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Hlöðver Skúli Hákonarson
Fjölmiðlaeyjan Ísland
Kjarninn 27. febrúar 2021
Andrés Pétursson
Evrópusambandslöndin tapa á Brexit
Kjarninn 27. febrúar 2021
Tæp 42 prósent Íslendinga eru á móti því að Ísland gangi í Evrópusambandið, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu.
Íslendingarnir sem vilja helst ekki ganga í ESB
Litlar hreyfingar eru á afstöðu Íslendinga til inngöngu í ESB á milli ára og tæp 42 prósent segjast andvíg inngöngu. Kjarninn skoðaði hvaða hópar á Íslandi eru mest á móti Evrópusambandsaðild.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Rannsóknir eru þegar hafnar á virkni og öryggi bóluefnis AstraZeneca fyrir börn og segir Jóhanna það mikið fagnaðarefni.
Ef börn verði ekki bólusett gæti faraldur brotist út á meðal þeirra
Þegar faraldur fær að ganga óáreittur um ákveðna næma hópa fara sjaldgæfir atburðir að eiga sér stað. „Sjaldgæfir alvarlegir atburðir sem við viljum ekki sjá,“ segir Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Samherji Holding hefur enn ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2019
Hálfu ári eftir að lögboðinn frestur til að skila inn ársreikningum rann út þá hefur félagið sem heldur utan um erlenda starfsemi Samherja, meðal annars allt sem snýr að Namibíuumsvifum þess, ekki skilað inn sínum fyrir árið 2019.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Langflest hagsmunagæslusamtök landsins, sem reyna að hafa áhrif á hvernig löggjöf og aðrar ákvarðanir innan stjórnmála og stjórnsýslu þróast, eru til heimilis í Hús atvinnulífsins við Borgartún 35.
Búið að skrá 27 hagsmunaverði og birta vefsvæði með upplýsingum um þá
Tilkynningum á hagsmunaverði sem reyna að hafa áhrif á stjórnmál og stjórnsýslu í starfi sínu, og áttu samkvæmt lögum að berast um áramót, hefur rignt inn síðustu daga eftir að forsætisráðuneytið sendi ítrekun.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent