Kristinn Ingvarsson

Þórólfur sá fyrir sér að „kerfið hér myndi allt leggjast í rúst“

Í upphafi ársins var Þórólfur Guðnason með hugann við hina árlegu inflúensu. Hann hafði þó fengið óljósar fréttir af torkennilegri lungnabólgu í Kína og hvatti menn til að dusta rykið af viðbragðsáætlunum. Rykið sem nýja kórónuveiran þyrlaði upp gæti fljótlega farið að setjast og eðlilegt líf að taka við á ný – hvað sem felst í því, segir sóttvarnalæknirinn sem leitt hefur okkur í gegnum fárviðrið með öllum sínum óvæntu hviðum og hvellum. Margt hefur komið honum á óvart í faraldrinum, ekki síst hið mannlega eðli sem honum þótti fróðlegt að fylgjast með.

Þegar blaða­maður Kjarn­ans hafði hug á að ræða við sótt­varna­lækni þann 8. jan­úar þurfti hann að fletta nafn­inu upp á vef Land­lækn­is. Þórólfur Guðna­son. Alveg rétt! hugs­aði blaða­maður með sér, sendi honum tölvu­póst og bað um við­tal.

Til­efnið var frétt í banda­rískum fjöl­miðli nokkrum dögum fyrr þar sem full­yrt var að inflú­ensan væri sér­lega skæð þennan vet­ur­inn. Á upp­tök­unni af við­tal­inu má heyra að Þórólfur er hinn róleg­asti og fær sér kaffi­sopa annað slag­ið. Hann talar af mik­illi þekk­ingu og þylur upp far­alds­fræði­legar stað­reynd­ir: Kúrfa. Bólu­efni. Veira sem smit­ast með úða. Snert­ismit. Hand­þvott­ur. Heims­far­ald­ur­inn 1918 og annar árið 2009. Und­ir­liggj­andi áhætta. Við­kvæmir hóp­ar. 

Allt mjög áhuga­vert. En hann segir fréttir af því að hin árlega inflú­ensa sé óvenju skæð orðum aukn­ar. Eftir nokk­urra mín­útna spjall spyr blaða­maður hvort eitt­hvað annað sé að frétta úr hans ranni. „In­flú­ensan er það sem við erum með hug­ann við nún­a,“ segir Þórólf­ur. „En það er alltaf eitt­hvað að ger­ast í þessu.“ 

Er eitt­hvað nýtt og spenn­andi – innan gæsalappa?

„Tja, við erum ekki með neina nýja sjúk­dóma ...“

Auglýsing

Kúrfa. Bólu­efni. Veira sem smit­ast með úða.

Og svo fram­veg­is. 

Nú, 353 dögum eftir sam­talið í byrjun árs­ins, gætu eflaust flestir lands­menn tekið krossa­próf í far­alds­fræðum og stað­ist það með prýði. Blaða­mað­ur­inn sem staldr­aði ekki sér­stak­lega við orð sótt­varna­læknis um að „kúrfa“ til­fella af inflú­ensu virt­ist á upp­leið í jan­úar man þegar hann sá fyrstu skýr­ing­ar­mynd­irnar af því hvernig fletja þyrfti út kúrfu nokkrum vikum seinna til að varna því að heil­brigð­is­kerfið færi á hlið­ina.

Það kom nefni­lega nýr sjúk­dóm­ur. Það varð nefni­lega heims­far­ald­ur. Og sá sem menntað hefur þjóð­ina í sýk­inga­vörnum og und­ir­stöðu­at­riðum far­alds­fræð­innar er Þórólfur Guðna­son. Mað­ur­inn sem hefur staðið í stafni aðgerða okkar gegn veirunni skæðu sem dúkk­aði upp í Kína í des­em­ber en greind­ist fyrst hér á landi 28. febr­ú­ar. Eng­inn þarf lengur að hugsa sig um þegar spurt er um nafn sótt­varna­læknis á Ísland­i. 

En þrátt fyrir hið for­dæma­lausa ár með ótal upp­lýs­inga­fund­um, við­tölum við fjöl­miðla, fjalli tölvu­pósta dag­lega, fjar­fundum með kol­legum um víða ver­öld, ítrek­uðum sam­tölum við ráða­menn og svo mætti nær enda­laust áfram telja, er Þórólfur hinn róleg­asti. Hann seg­ist engar and­vökunætur hafa átt í far­aldr­inum þó að hann við­ur­kenni að lítið hafi orðið um frí á árinu. „Þetta er vinna nán­ast allan sól­ar­hring­inn,“ segir hann rólynd­is­lega. Og aftur sýpur hann á kaffi­boll­anum í við­tali við blaða­mann Kjarn­ans og þylur upp stað­reyndir um far­sótt­ina sem fékk nafnið COVID-19 mörgum vikum eftir að sýk­ingin kom fyrst upp. Far­sótt­ina sem sett hefur mark sitt á öll sam­fé­lög heims­ins.

Þórólfur á fundinum á fyrstu dögum marsmánaðar þar sem greint var frá því að sett yrði á samkomubann, hið fyrsta í áratugi.
Bára Huld Beck

„Mig langar að hafa við­talið á per­sónu­legum nót­u­m,“ segir blaða­maður við Þórólf sem er enn í sótt­kví er við­talið er tekið rétt fyrir jól. Smit kom upp á vinnu­staðnum og sjálfur sótt­varna­læknir lands­ins varð útsettur og þurfti í viku­langa sótt­kví. Hann hefur því þurft að bragða á eigin með­ölum – ef svo má að orði kom­ast – þó að hann hafi ekki þurft í ein­angrun eins og félagi hans úr þrí­eyk­inu, yfir­lög­reglu­þjónn­inn Víðir Reyn­is­son, sem fékk COVID-19 á dög­un­um. 

Það væri veru­lega orðum auk­ið, líkt og Þórólfur sagði um æsing­inn í flensu­frétt­inni í upp­hafi árs, að segja að væmni drjúpi af svörum hins rök­fasta vís­inda­manns við spurn­ingum um heims­far­ald­ursárið mikla, 2020. Þórólfur er líf­legur við­mæl­andi og rekur aldrei í vörð­urnar en hann er aug­ljós­lega síst upp­tek­inn af sjálfum sér og sínum til­finn­ingum eftir allt sem á undan er geng­ið. 

Hvernig leið þér þegar að .... hvað fór í gegnum huga þinn á þeim tíma ... hvernig varð þér við er þú heyrðir fyrst af ....

Ef blaða­maður hélt að Þórólfur myndi lýsa hug­renn­ingum sínum á ýmsum tíma­punktum í far­aldr­inum með hádramat­ískum hætti skjátl­að­ist honum hrapa­lega. Sótt­varna­læknir heldur sig aðal­lega við tölur og stað­reynd­ir. Kemur þeim frá sér á manna­máli og af smit­andi áhuga og virð­ingu fyrir sínu fagi. Er fljótur til svars og slær annað slagið á létt­ari strengi líkt og hann er orð­inn lands­þekktur fyr­ir. (Hver man ekki eftir svari hans á einum upp­lýs­inga­funda síð­asta vetrar um að nú væri ekki rétti tím­inn til að fá sér tígris­dýr?) 

Hann talar um veiruna eins og slóttugan and­stæð­ing sem þurfi að verj­ast með öllum til­tækum vopn­um. Vopnin hafa slíp­ast til með hverjum deg­inum og eru öll úr smiðju vís­inda, þekk­ingar og reynsl­unn­ar. Með smá íblöndun af mála­miðl­unum og und­an­þág­um. „Ég hef reynt að vera sam­kvæmur sjálfum mér,“ segir hann. „En ég hef líka skipt um skoðun í takti við nýjar upp­lýs­ingar um veiruna. Það er bara sjálf­sagt og eðli­legt þó að sumir hafi viljað nudda mér upp úr því.“



Þegar þú tókst við starfi sótt­varna­læknis árið 2015, hvarfl­aði það ein­hvern tím­ann að þér að þú myndir þurfa að leiða bar­áttu gegn heims­far­aldri nokkrum árum síð­ar?

Ég hef oft hugsað um að til þessa myndi koma. Ég byrj­aði að vinna hjá sótt­varna­lækni árið 2002 og fljót­lega fór af stað vinna við við­bragðs­á­ætl­ana­gerð. Þá vorum við að skoða vand­lega far­ald­ur­inn 1918. Og allar áætl­anir mið­uð­ust eig­in­lega við hann. Við héldum margar æfing­ar, bæði hér inn­an­lands en einnig með öðrum Evr­ópu­ríkjum og æfðum við­bragð við því ef drep­sóttir væru að ganga. 

Þannig að ég var búinn að máta mig inn í þetta og reyna að sjá fyrir mér alls konar hluti. Raun­veru­leik­inn í þessum far­aldri hefur kannski ekki verið alveg eins og við héldum en þetta var engu að síður verð­mætur und­ir­bún­ing­ur. 

Aldrei hægt að und­ir­búa sig fylli­lega við far­sótt

Ég tók við­tal við þig út af inflú­ens­unni 8. jan­úar – þá virt­ust engin merki um það sem átti eftir að ger­ast. Manstu þegar þú heyrðir fyrst af veiru­sýk­ingu í Kína? 

Já, rétt fyrir síð­ustu ára­mót fóru að ber­ast fréttir af tor­kenni­legri lungna­bólgu þar í landi. Þær ágerð­ust svo þegar leið á jan­ú­ar. Þetta var allt mjög óljóst í byrj­un, talið að veiran hefði borist í menn úr dýrum en að hún smit­að­ist ekki manna á milli. En í byrjun árs sendi ég engu að síður póst á umdæm­is- og svæð­is­lækna og alla smit­sjúk­dóma­lækna og benti þeim á upp­lýs­ing­arnar um þessa lungna­bólgu í Kína og bað þá að vera vak­andi fyrir þessu, sér­stak­lega hjá fólki sem væri nýkomið hingað til Íslands frá því landi. Þá var ekki ennþá búið að greina veiruna. Það var ekki vitað hvað væri að valda þess­ari lungna­bólgu.

Svo fóru upp­lýs­ing­arnar smám saman að hrann­ast inn og breyt­ast. Menn sáu allt í einu að sýk­ingin smit­að­ist auð­veld­lega manna á milli og þá varð málið alvar­legra. Við byrj­uðum að prófa hér inn­an­lands fyrir veirunni í febr­úar og öll voru sýnin nei­kvæð þangað til að eitt þeirra reynd­ist jákvætt 28. febr­ú­ar. Þá fór nú bolt­inn að rúlla, heldur bet­ur.

Við gátum brugð­ist hratt við af því að við höfðum lagt mikla vinnu í und­ir­bún­ing árin á und­an. Það er aldrei hægt að und­ir­búa sig fylli­lega fyrir það sem svo ger­ist þegar far­sótt er ann­ars veg­ar. Við vorum snemma í start­hol­unum og komin í ákveðnar stell­ingar og hvöttum alla til að dusta rykið af við­bragðsá­á­ætlun um heims­far­aldur inflú­ensu sem var nýbúið að upp­færa. Það mik­il­væg­asta var að allir gátu mátað sig inn í þá áætl­un, hvaða hlut­verk þeir hefðu, hverjar boð­leið­irnar væru, hverjir tækju ákvarð­anir og þar fram eftir göt­un­um. 

Frá blaðamannafundi 6. mars. Þarna var þríeykið, sem átti eftir að verða tíður gestur á sjónvarpsskjám landsmanna, mætt: Víðir, Þórólfur og Alma.
Almannavarnir

Ef þú lítur til baka til þessa tíma, hefðum við eða önnur ríki getað und­ir­búið okkur með öðrum og betri hætti?

Við­bragðið þarf alltaf að vera í sam­ræmi við hver sýk­ill­inn er. Hvernig hann smit­ast milli manna skiptir öllu máli, hver með­göngu­tím­inn er og hvernig hann hagar sér að öðru leyti. Þessar mik­il­vægu upp­lýs­ingar lágu ekki fyrir í fyrstu og þær sem bár­ust voru stundum mis­vísandi. Þannig að við þurftum að aðlaga okkur að þeim upp­lýs­ingum sem voru fyrir hendi á hverjum tíma. Og af því að sýklar eru alls konar gátum við ekki séð fyrir hvort að heil­brigð­is­kerfið myndi stand­ast álag­ið. Í þessu til­viki voru hvorki lyf né bólu­efni til stað­ar. 

Þegar vitað var hvernig veiran smit­að­ist var nokkuð aug­ljóst í grund­vall­ar­at­riðum hvað þyrfti að gera til að forð­ast smit. En þá felst áskor­unin í því að fá fólk til að fara eftir leið­bein­ingum um per­sónu­bundnar sótt­varn­ir. 

Það sem kom hins vegar á óvart var það að í und­ir­bún­ingnum hélt ég að þetta ástand myndi standa yfir í nokkrar vik­ur, færi svo kannski en kæmi upp aft­ur, en ég bjóst ekki við að þetta myndi standa svona rosa­lega lengi yfir og gat ekki ímyndað mér hversu lengi við þyrftum að vera með þessar sam­fé­lags­legu aðgerð­ir.  

Það kom líka á óvart að á meðan það var eng­inn vandi að beita lok­unum og tak­mörk­unum var vanda­samt að aflétta þeim. Undir það vorum við ekki búin og við gátum ekki sótt okkur ráð­legg­ingar annað því það vissi eng­inn hvernig væri best að haga aflétt­ing­um. 

Þannig að við höfum þurft að læra þetta smám saman og stundum að beita hyggju­viti og til­finn­ingu.



Dæmigerð mynd af Þórólfi á upplýsingafundi að halda tölu um tölur dagsins og svara spurningum blaðamanna.
Almannavarnir

Veiran kom fyrst upp í Kína og er senni­lega úr leð­ur­blöku eða belt­is­dýri. Hvað hefði þurft að gera til að fyr­ir­byggja útbreiðslu um allan heim? Hefði það yfir höfuð verið hægt?

Ég held að það hefði verið mjög erfitt að koma algjör­lega í veg fyrir hana. Veiran var greini­lega búin að dreifa sér víða um hér­aðið og Kína áður en menn vissu almenni­lega hvað þetta var. Og þegar vissan fékkst þá var það orðið alltof seint. Það hefur sýnt sig í þessum far­aldri að ekk­ert land getur lokað sig algjör­lega af. Sumar þjóðir hafa lokað nær alfarið landa­mær­unum en samt komst veiran inn. 

Ég sagði strax í byrj­un: „Heyrðu, ef við lokum þessu bless­aða landi okkar þá þurfum við að hafa það algjör­lega, 100 pró­sent, lokað í eitt eða tvö ár.“ Þá kemur það bara í ljós að nútíma sam­fé­lag virkar ekki með algjörri lok­un. Það var annað sem kom mér á óvart, hvað við þurfum að leita mikið til útlanda um mjög marga hluti. Miklu fleiri hluti en liggja í augum uppi. Þannig að lokun okkar landamæra varð aldrei algjör. Og það hefði verið algjör­lega von­laust að gera það. 



Þórólfur og Alma landlæknir á upplýsingafundi síðasta vor.
Almannavarnir

Þegar þú sett­ist niður til að skrifa fyrsta minn­is­blaðið um tak­mark­anir á sam­kom­um. Hvernig leið þér? 

Ég man nú ekki sér­stak­lega hvað fór í gegnum huga mér þegar ég skrif­aði fyrsta minn­is­blað­ið. Ég hef skrifað svo mörg! 

Það var nokkuð ljóst í byrjun að smitin voru að koma hingað frá til­tölu­lega tak­mörk­uðu svæði, nánar til tekið skíða­svæðum í Ölp­un­um. Þá lá nátt­úr­lega bein­ast við að setja alla sem voru að koma þaðan í sótt­kví eða ein­angr­un. Við hvöttum fólk einnig til að fara ekki á þessi svæði.

En auð­vitað var það svo mjög skrítið að þurfa að leggja það til við stjórn­völd að þau beittu tak­mörk­unum á ákveðna starf­semi og að fólk fengi ekki að gera þetta eða hitt. Það var mjög sér­kenni­legt.

Þegar við sáum að það dugði ekki til að hvetja fólk til per­sónu­legra sýk­inga­varna, að far­ald­ur­inn var samt að fara upp á við, þá þurftum við að beita sam­fé­lags­legum tak­mörk­un­um. Að tak­marka sam­skipti fólks til að lág­marka smit­hættu. Þegar við beittum þessum hörðu aðgerðum þá sá ég strax að það virk­aði. Sumir vilja ganga lengra og loka öllu, aðrir vilja hafa sem mest opið. Sumir vilja svo sigla þarna á milli og reyna að beita mark­vissum aðgerðum sem skila árangri en eru ekki of íþyngj­andi. Og það hefur verið mitt leið­ar­ljós.



Mynd sem Hilmar Gunnarsson grafískur hönnuður gerði fyrir Kjarnann í júní þegar vika án nýrra smita náðist í fyrsta sinn í faraldrinum.
Hilmar Gunnarsson

Og fólk fylgdi þessum tak­mörk­unum mjög vel í fyrstu bylgj­unni. Ótt­að­ist þú að almenn­ingur myndi ekki gera það?

Nei, ég ótt­að­ist það ekki í byrj­un. Það var þannig and­rúms­loft í sam­fé­lag­inu. Fólk var hrætt enda vissi það ekki hvað við var að fást. Þess vegna fóru lang­flestir eftir þessu, héldu sig heima og það var lítil umferð á göt­un­um. 

Við fengum margt fólk smitað hingað til lands en veiran náði aldrei alveg að grafa um sig í sam­fé­lag­inu í fyrstu bylgj­unni. Við náðum far­aldr­inum alveg niður og menn fóru að slaka á og lifðu fínu lífi í sum­ar. En svo fóru menn kannski að slaka of mikið á.

Veiran kom svo aftur til lands­ins með fólki sem var að koma erlendis frá. Það var að ég tel óhjá­kvæmi­legt. Og þá fór hún að grafa um sig hér og þar og far­ald­ur­inn varð allt öðru­vísi, útbreidd­ari og óút­reikn­an­legri. Þess vegna var miklu erf­ið­ara að ná utan um þetta núna heldur en síð­asta vet­ur.

Græna afbrigðið svo­kall­aða komst inn í landið í sumar en við vitum ekki hvern­ig. Það komst inn áður en við fórum að beita skimunum á landa­mær­un­um. Sá veiru­stofn náði að grafa um sig og var ansi erf­ið­ur. En svo þegar við náðum tökum á honum kom þessi blái stofn sem við köll­um. Við vitum að hann komst inn í landið með ferða­mönnum í ágúst. Og það er hann sem hefur verið að valda okkur þessum vand­ræðum síð­an. Einn fjár­ans stofn.



Þórólfur og Víðir ræða málin fyrir upplýsingafund í haust.
Almannavarnir

Kúrfan var mjög brött framan af í fyrstu bylgj­unni. Hvernig var að fá töl­urnar yfir smit á hverjum morgni? 

Maður hafði áhyggjur af því frá degi til dags þegar töl­urnar voru bara beint upp í loft. Þetta fór mjög hratt upp en svo mjög hratt niður líka og það er óvenju­legt. Það sem er að ger­ast núna er í raun miklu eðli­legra fyrir far­aldur – að hann fari hratt upp en sé lengi að ná sér niður aft­ur. 

Er hægt að und­ir­búa sig fyrir það í þínu starfi að það verði dauðs­fall vegna far­sótt­ar? Hvernig varð þér við þegar fyrsta dauðs­fallið varð? 

Við vissum að í Kína var dán­ar­tíðnin talin um tvö pró­sent í fyrstu. Það er hrika­lega há tala ef þú ert að tala um mikla útbreiðslu. Nokkur hund­ruð manns á Íslandi, jafn­vel nokkur þús­und. Alveg rosa­legt. Ég sá fyrir mér að kerfið hér myndi allt leggj­ast í rúst. Auð­vitað hafði ég miklar áhyggjur af því hvernig þetta myndi enda. Svo fórum við að sjá þessi miklu veik­indi hjá sýkt­um, aðal­lega fólki með und­ir­liggj­andi sjúk­dóma en einnig hjá fólki á miðjum aldri og jafn­vel ungu fólki. Þannig að þetta var mikið áhyggju­efni á tíma­bili og því var auð­vitað gríð­ar­lega mik­il­vægt að ná tökum á smit­unum í sam­fé­lag­inu. Og það hefur verið meg­in­mark­miðið síð­an.



Hóp­sýk­ingin á Landa­koti varð stóra verk­efnið í þriðju bylgj­unni. Hvernig varð þér við að heyra af henni og hefði ekki þurft að hólfa­skipta þessu gamla húsi meira?

Auð­vitað vita allir hvernig staða Land­spít­al­ans hefur ver­ið. Það er búið að vera að tala um það í fleiri ár að spít­al­inn yrði ekki í stakk búinn að eiga við heims­far­ald­ur. Til dæmis hvað varðar aðstöðu til að ein­angra sjúk­linga og annað slíkt. 

En það var auð­vitað mjög slæmt að smit skyldi kom­ast þarna inn, akkúrat á þessa deild. Það var eins slæmt og hugs­ast gat. Það skýrir þessa slæmu útkomu úr þriðju bylgj­unni; sautján dauðs­föll á spít­al­an­um. 

Í stað­inn fyrir að skamm­ast út í núver­andi stjórn­endur þá þurfa menn að mínu mati að horfa á þetta í sam­hengi. Það er búið að benda á þessa hættu enda­laust og samt er það aðeins núna á allra síð­ustu árum sem menn tóku við sér og haf­ist var handa við bygg­ingu nýs sjúkra­hús­s. 

Svo greind­ist hann Víðir félagi þinn í þrí­eyk­inu með COVID. Það hlýtur að hafa verið áfall fyrir ykk­ur.

Jú, það var það vissu­lega. En það sýndi að smit getur orðið nán­ast hvar sem er, líka hjá fólki sem er alltaf að passa sig. Ég hringdi nokkrum sinnum í hann á meðan hann var í ein­angr­un­inni og fylgd­ist með hvernig hann hefði það. Það var gott að heyra að hann væri að jafna sig og gott að sjá hann á síð­asta upp­lýs­inga­fund­inum fyrir jól.



Víðir fékk COVID-19 í nóvember. Hann kom aftur til starfa eftir einangrun og erfið veikindi nokkrum vikum síðar.
Almannavarnir

Hefur þú ein­hvern tím­ann fundið fyrir þrýst­ingi af hálfu stjórn­valda eða ann­arra varð­andi þínar til­lög­ur? Hafa verið átök um ein­hverjar ákvarð­an­ir? 

Nei, ég myndi ekki segja að til átaka hafi kom­ið. Ég hef átt alveg ein­stak­lega gott sam­band við heil­brigð­is­ráð­herra og for­sæt­is­ráð­herra og reyndar einnig aðra ráð­herra. Ég verð að hrósa Svandísi [Svav­ars­dótt­ur] sér­stak­lega fyrir ein­stak­lega gott sam­starf. 

Auð­vitað hefur ákveð­inn þrýst­ingur verið en ég hef samt ekki tekið því þannig heldur litið á þetta sem eðli­leg skoð­ana­skipti. Það er ekk­ert óeðli­legt við það að menn séu að verja sína hags­muni. Það eru aðrir aðilar í sam­fé­lag­inu en stjórn­völd sem hafa beitt miklu meiri þrýst­ingi. Þá er ég að tala um ákveðna starf­semi og fyr­ir­tæki. Það er eitt­hvað sem við sáum heldur ekki fyrir í við­bragðs­á­ætl­ana­gerð­inni. Þessi órói í sam­fé­lag­inu. Ég hélt að það væri nóg að segja: „Nú lokum við þarna, við verðum að gera það.“ Að allir myndu fara eftir því. En það er ekki þannig. Það vilja allir fá sína eigin for­skrift. Allir hópar vilja sínar leið­bein­ing­ar. 

Ég held að almenn­ingur geri sér enga grein fyrir þeirri vinnu sem farið hefur í slík mál, til dæmis hjá starfs­fólki almanna­varna og hjá sótt­varna­lækni og land­lækni. Það hefur þurft að leggja dag við nótt allt árið við að útbúa leið­bein­ingar fyrir alls konar fyr­ir­tæki og starf­semi ein­stak­linga og svara fyr­ir­spurn­um. Þetta hefur þurft að gera í hvert skipti sem er hert og í hvert skipti sem slakað hefur verið á. 

Þið hljótið nú að hafa rang­hvolft ein­hvern tím­ann aug­unum yfir fyr­ir­spurnum og óskum um und­an­þág­ur...

Sumar þeirra hafa kannski hljó­mað nokkuð und­ar­lega í okkar eyrum en auð­vitað er fólk að spyrja í ein­lægni. Það vill vanda sig, er óör­uggt og þá sendir það póst. Frá upp­hafi opn­uðum við á þessi sam­skipti og reyndum að svara öll­um. Þessar fyr­ir­spurnir voru upp undir þús­und suma dag­ana.    

En við töldum nauð­syn­legt að fara þessa leið, að fólk gæti spurt okkur spurn­inga. Til að skapa ró og sam­vinnu í sam­fé­lag­inu frekar en að láta marga verða pirraða.



Á sumum upplýsingafundunum hefur andrúmsloftið verið léttara en á öðrum.
Almannavarnir

Þegar þú lítur til baka er eitt­hvað sem þú sérð núna að hefði verið hægt að gera öðru­vísi í ykkar við­brögð­um?

Ég er nú ekki mikið að velta mér upp úr því. Ég held samt sem áður, alla vega frá mínum bæj­ar­dyrum séð, þá hafi þær aðgerðir sem við gripum til skilað mjög góðum árangri heilt á lit­ið. Sér­stak­lega ef við berum okkur saman við aðrar þjóð­ir, þá getum við verið stolt af því sem við gerð­u­m. 

Ég hef tekið saman upp­lýs­ingar til dæmis í tengslum við aflétt­ingar í þeim til­gangi að skoða hvort að það geti verið að farið hafi verið of bratt í þær. Var slakað of mikið á á ein­hverjum tíma­punkti sem orsak­aði það að far­ald­ur­inn fór aftur upp? Við þá skoðun kemur í ljós að það er nú ekki þannig. Það er aðeins í eitt skipti sem ég get séð að það hangi saman aflétt­ing og upp­sveifla kúrf­unnar og það var þegar við leyfðum sam­komur 200 manna og fórum niður í eins metra nálægða­regl­una í stað tveggja metra áður. Þetta var í byrjun sept­em­ber. Viku seinna fór far­ald­ur­inn aftur mjög bratt upp. Ég veit ekki hvort að þarna sé beint orsaka­sam­hengi en þetta eru einu tengslin sem ég sé.

Eig­in­lega alveg magnað

Hefur það komið þér á óvart hversu bók­staf­lega fólk hefur tekið orðum þín­um? 

Jú jú, það er dálítið merki­legt. Það er ótrú­legt hvað allir hafa fylgt því sem við höfum sett fram. Það er eig­in­lega alveg magn­að. Ég hef reynt að vera sjálfum mér sam­kvæmur og ekk­ert að fara of mikið fram og til baka. En ég hef skipt um skoðun en það hefur byggt á rann­sóknum sem hafa sýnt að betra sé að gera hlut­ina svona en hinseg­in. Þá verður maður að fara eftir því. Margir hafa verið að nudda mér upp úr því að ein­hvern tím­ann sagði ég að grímur skiptu senni­lega ekki miklu máli en svo komu nýjar nið­ur­stöður sem sýndu hið gagn­stæða og þá var ekk­ert annað en sjálf­sagt að skipta um skoð­un. Ég hef verið óhræddur við það.  

Eitt af því sem hefur verið fróð­legt að fylgj­ast með í far­aldr­inum er mann­legt eðli og hegð­un. Bæði hvað fólk er fljótt til sam­vinnu og eins hvað margir eru fljótir til and­stöðu. Þetta hefur komið mér svo­lítið á óvart.  



Auglýsing

Þú sagðir í upp­hafi fyrstu bylgju, þegar sumir héldu því fram að bólu­efni yrði til­búið jafn­vel um haust­ið, að það kæmi í fyrsta lagi árið 2021. Þar virð­ist þú hafa verið sann­spár. En hefur hrað­inn á þróun þess komið þér á óvart?

Klár­lega. Það getur tekið tíu ár í heild að fram­leiða eitt bólu­efni. Þegar menn voru að tala um hvenær bólu­efni gæti komið þá vissi eng­inn hvernig þessi mál myndu þró­ast. Þetta voru allt saman ágisk­an­ir. 

Og þó að bólu­efnið sé nú að koma finnst mér margir vera óhóf­lega bjart­sýnir á að þetta muni ger­ast mjög hratt. En ég mun fagna ef ég hef rangt fyrir mér í því. Ég vil fara var­lega, vera raun­sær og stilla vænt­ingum í hóf og geta þá glaðst ef hlut­irnir ganga bet­ur.

Þannig að þú sérð ekki nákvæm­lega fyrir þér tímara­mmann hvað hjarð­ó­næmi þjóð­ar­innar varð­ar? 

Þegar við erum að tala um hjarð­ó­næmi erum við að tala um bólu­setn­ingu 60-70 pró­sent þjóð­ar­inn­ar. En það er mjög mik­il­vægt að hafa það í huga að þó að við náum því þá eru ennþá um 30 pró­sent lands­manna sem geta tekið veik­ina. Þannig að við getum fengið eftir sem áður litlar hóp­sýk­ingar og jafn­vel alvar­leg til­felli þó að við fáum ekki útbreiddan far­aldur og þurfum því ekki að vera með eins miklar sam­fé­lags­legar tak­mark­an­ir. 

Við náum kannski góðum árangri um leið og við höfum náð að bólu­setja við­kvæm­ustu hópana, eldra fólk og þá sem eru með und­ir­liggj­andi sjúk­dóma. Þá mun heim­ur­inn horfa allt öðru vísi við og við getum farið að slaka eitt­hvað á. Þetta er ástæðan fyrir því að við ætlum að bólu­setja áhættu­hópana fyrst.



Fordæmalaus og fyrirsjáanleiki eru orð ársins að mati Þórólfs. Effin tvö!
Almannavarnir

En hvað tekur svo við eftir að hjarð­ó­næmi næst? Þurfum við áfram að gæta okkar og gæti þurft að bólu­setja fólk reglu­lega fyrir COVID-19?

Við vitum ekki hversu lengi vörnin sem bólu­efnið veitir dug­ar. En við munum sjá það fljót­lega þegar við höfum náð útbreiddri bólu­setn­ingu hvað mun ger­ast með far­ald­ur­inn. Við eigum eftir að sjá annað slagið til­felli, jafn­vel alvar­leg, eins og við sjáum með marga aðra smit­sjúk­dóma. Þannig verður það með þessa kór­ónu­veiru eins og aðrar veir­ur. 

Bólu­setn­ing mun smám saman færa okkur eðli­legt líf, hvað sem felst í því.

Þessi veira mun klár­lega fylgja mann­kyn­inu lengi. Reynslan af þessum far­aldri mun halda áfram að móta okkar líf, okkar lífs­við­horf og upp­bygg­ingu heil­brigð­is­kerf­is­ins. Það er enn mikið verk að vinna við að und­ir­búa okkur til fram­tíð­ar. Því að svona far­aldur kemur aft­ur. 

Hvenær?

Það er góð spurn­ing. Við eigum alltaf von á heims­far­aldri inflú­ensu. Hann gæti komið þess vegna á næsta ári. En við vitum það ekki. Það sem við vitum er að það mun annar far­aldur koma aftur ein­hvern tím­ann. 

Það verða þá ekki endi­lega hund­rað ár þar til svona alvar­legur far­aldur mun geisa aft­ur?

Nei, alls ekki. Annar far­aldur gæti komið aftur á okkar tíð.

Dreymir ekki COVID

Við verðum að ljúka við­tal­inu á aðeins létt­ari nót­um. Ætlarðu ekki að hvíla þig vel um jól­in? Hef­urðu náð að hvíla þig eitt­hvað að ráði á þessu ári?

Nei, það er nú ekki mik­ið. Ég hef tví­vegis reynt að fara í frí, í eina viku í senn en ég var meira og minna í vinnu í sím­anum allan tím­ann. Ann­ars er þetta bara vinna frá morgni til kvölds. 

Hef­urðu átt and­vökunæt­ur?

Nei, það er nú það góða, ég hef alltaf sofið mjög vel. Og mig dreymir ekki COVID á nótt­unni.

Hvert finnst þér vera orð árs­ins?

Það eru tvö orð sem ég hafði notað lítið eða aldrei áður en hafa verið mikið notuð núna. Það eru „for­dæma­laus“ og „fyr­ir­sjá­an­leik­i“. Effin tvö! Þetta eru orðin sem hafa komið skemmti­lega á óvart í þessum far­aldri. 



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiViðtal