Veiran „alls ekki á þeim buxunum“ að deyja drottni sínum

Það verður „alls ekki“ þannig að 4. maí verði öllum takmörkunum aflétt og „við getum bara haldið áfram eins og ekkert hafi í skorist,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við Kjarnann. Veiran hefur enn „fullt af fólki sem hún getur sýkt“.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir mætir daglega á upplýsingafundi almannavarna og miðlar upplýsingum til almennings. Hann segir vinnudagana langa og að áhugamálin þurfi að bíða betri tíma.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir mætir daglega á upplýsingafundi almannavarna og miðlar upplýsingum til almennings. Hann segir vinnudagana langa og að áhugamálin þurfi að bíða betri tíma.
Auglýsing

Það er mögu­legt að kom­ast hjá því að önnur bylgja far­ald­urs fylgi í kjöl­far þess sem nú gengur yfir. Hættan á annarri bylgju eykst hins vegar ef tak­mörk­unum á sam­neyti fólks verður aflétt of hratt.

„Við vitum að heims­far­aldrar inflú­ensu koma oft í fleiri en einni bylgju,“ segir Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir í sam­tali við Kjarn­ann. Hann bendir á að S­AR­S-far­ald­ur­inn, sem dreifð­ist til um þrjá­tíu landa árið 2003, hafi ekki gert það. Það gæti m.a. skýrst af því að vel tókst að ein­angra sýkta. „En það sem ­menn eru hræddir við núna er að ef fáir sýkj­ast á ákveðnum svæð­um, í stórum hlutum sam­fé­laga til dæm­is, og margir sitja því eftir næm­ir, þá geti far­ald­ur komið aftur upp. Á því er hætta nema að veiran verði útdauð, hverfi úr heim­inum eða aðgerðum við­hald­ið.“

Og það er vissu­lega ekki staðan í dag. Veiruna er lík­lega að finna í öllum löndum og far­aldrar geisa nán­ast alls stað­ar. „Hún er alls ekki á þeim bux­unum að fara að verða úti í kuld­anum og deyja drottni sín­um. Því hún hefur enn fullt af fólki sem hún getur sýkt.“

Auglýsing

Nýja kór­ónu­veiran hagar sér að mörgum leyti eins og frænka hennar sem olli SARS. Með­göngu­tím­inn er svipað langur og dán­ar­tíðnin gæti þegar upp verður staðið verið svip­uð. Þó að flestir veik­ist um viku eftir smit af nýju kór­ónu­veirunni eru margir sem fá lítil eða engin ein­kenni. Þess vegna er svo auð­velt fyrir hana að dreifa sér milli fólks og þess vegna eru fjar­lægð­ar­mörk sem mælt er með mik­il­væg. „Og þess vegna er svo miklu erf­ið­ara að stoppa hana af heldur en ef allir fengju aug­ljós ein­kenni og ekki færi á milli mála hverjir væru sýktir og hverjir ekki,“ útskýrir Þórólf­ur.

Ef vel tekst til að ein­angra veiruna þá deyr hún út því hún þarf að kom­ast inn í lík­ama fólks til að lifa af og fjölga sér. Utan lík­am­ans lifir hún aðeins í nokkra klukku­tíma eða fáeina daga við kjörað­stæð­ur.

Raun­veru­leg hætta á annarri bylgju

En meðan veiran er enn að ganga víðs vegar um heim­inn þá getur far­aldur komið upp aft­ur. Á því er raun­veru­leg hætta. Mögu­lega er slíkt að ger­ast í Suð­ur­-Kóreu. Þar tókst vel að hemja útbreiðsl­una í byrjun en nú er aðeins farið að bera á smitum á ný. „Þetta er nátt­úr­lega það sem maður er alltaf smeykur við en veit aldrei hvernig verð­ur,“ segir Þórólf­ur.

Til að áætla það hversu margir hafi raun­veru­lega sýkst af nýju kór­ónu­veirunni stendur fyrir dyrum að hefja mótefna­mæl­ingar meðal almenn­ings á Íslandi seinni hlut­ann í apríl eða byrjun maí. „Þá veit maður betur hversu við­kvæmt sam­fé­lagið er fyrir því að hún gæti komið aft­ur.“

Mótefna­mæl­ing mun segja aðra sögu en sýna­tök­urnar

Fólk myndar ekki mótefni nema það sýk­ist og lík­legt er að fólk hér á landi sem og ann­ars staðar hafi sýkst án þess að vita það. Sýna­tök­urnar sem núna er verið að fram­kvæma á veiru­fræði­deild Land­spít­al­ans og hjá Íslenskri erfða­grein­ingu stað­festa aðeins hvort við­kom­andi er sýktur eða ekki á nákvæm­lega þeim tíma­punkti sem sýni er tek­ið, ekki hvort hann hafi ein­hvern tím­ann fengið hana og auð­vitað getur þetta sama fólk átt eftir að sýkj­ast. „Þetta eru tvær ólíkar nálg­anir sem segja okkur mis­mun­andi hlut­i.“

Þórólfur segir að mótefna­mæl­ingu þurfi að hefja á réttum tíma. Hann vill sjá sýk­ingar ganga vel niður áður en að farið verður af stað. „Þetta verður eitt af okkar hjálp­ar­tækjum sem við getum stuðst við til að taka ákvarð­anir um hvenær og hvernig sé best að snúa ofan af þeim aðgerðum sem eru í gang­i.“

Þórólfur og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn miðla upplýsingum til almennings, ákveðið og fumlaust. Mynd: Lögreglan

Bólu­efni ekki svar við far­aldr­inum

Fréttir ber­ast reglu­lega af því að þróun bólu­efnis gegn veirunni sé hafin og ­bjart­sýn­ustu menn von­ast til að hægt verði að hefja notkun þess fyrir árs­lok.

Þórólfur er ekki í þeim hópi. „Reynslan segir okkur að þegar menn telja sig vera komna með bólu­efni þá á eftir að rann­saka það gaum­gæfi­lega, bæði hvort að það virki og verndi og líka hvort að það sé öruggt. Það þarf að prófa það á ýmsum hópum fólks, líka börn­um. Því ekki fara menn að bólu­setja heilu þjóð­irnar nema að vita hvort að efnið er öruggt. Þá gæti komið í ljós auka­verkun og fleiri farið illa út úr bólu­setn­ing­unni en ef þeir hefðu veikst af veirunn­i.“

Þórólfur segir ekki hægt að flýta þró­un­ar­ferl­inu svo nokkru nemi. „Í mínum huga er bólu­efni ekki neitt svar við þessum far­aldri. Auð­vitað von­ast ég til að ég hafi rangt fyrir mér í því en þannig hefur það verið með öll bólu­efni sem ég man eft­ir.“

En ef bólu­efni er ekki í aug­sýn á næst­unni, hvernig mun þessum far­aldri þá ljúka?

„Veirur eru þannig að þær byrja að sýkja og í byrjun eru allir mót­tæki­leg­ir,“ útskýrir Þórólf­ur. „Eftir því sem þær sýkja fleiri og fólk fer að mynda mótefni þá kemst veiran ekk­ert áfram nema að hún hitti fyrir ein­hvern sem enn hefur ekki veikst. Og eftir því sem það veikj­ast fleiri og mót­staðan í sam­fé­lag­inu verður meiri stoppar far­ald­ur­inn.“

Þetta þýði þó ekki endi­lega það að ákveðið hlut­fall þjóðar eða sam­fé­lags þurfi að sýkj­ast svo að far­aldri ljúki.

Auglýsing

Þórólfur bendir á að í far­alds­fræðum sé talað um svo­kall­aða útbreiðslu­tölu, R. Hún segir til um hvað hver ein­stak­lingur smitar marga. „Allar þessar aðgerðir sem hefur verið gripið til; ein­angr­un, sótt­kví, sam­komu­tak­mark­an­ir, tveggja metra nánd­ar­mörk og fleira, allt þetta miðar að því að lækka R-töl­una þannig að hver og einn ein­stak­lingur sýki miklu færri. Þannig von­umst við til að far­ald­ur­inn deyi smá saman út og miklu fyrr en hann myndi ann­ars ger­a.“

Ef okkur tekst vel til í okkar aðgerðum og náum að lág­marka útbreiðsl­una, verða þá ferða­lög milli landa helsta áskor­un­in?

„Já, ef það verður ekki mikil útbreiðsla hér af veirunni og sýk­ing­arnar hætta að gera vart við sig og ekki margir eru veikjast, þá verður það klár­lega áskorun að fólk sé ekki að fara um allan heim. Eins það að koma í veg fyrir að hingað til lands komi fólk með veiruna.“

Sótt­kví mögu­lega beitt á alla sem koma til lands­ins

Því kemur að sögn Þór­ólfs til greina að beita sótt­kví áfram á þá sem koma til lands­ins, ekki aðeins á fólk sem er búsett hér heldur einnig ferða­menn. „Það gæti líka komið til greina að krefj­ast þess að ein­stak­lingar sem koma hingað sýni fram á það með ein­hvers konar vott­orði að þeir séu með mótefni gegn veirunn­i,“ bendir hann á. „Það er líka mögu­leiki að Íslend­ingar sem ekki hafi mótefni verði hvattir til að ferð­ast ekki til útlanda fyrr en að veiran verður útdauð úr heim­inum eða að bólu­efni verður fáan­leg­t.“

Aðgerðir sem þessar geta valdið áfram­hald­andi raski á efna­hags- og atvinnu­lífi sem og dag­legum venjum fólks. „Það verður áskorun fyrir okkur öll að takast á við það.“

Þórólfur og Alma Möller landlæknir. Þórólfur segir samstöðuna í samfélaginu öllu gefa sér aukið þrek. Mynd: Lögreglan

Eftir 4. maí stendur til að aflétta sam­komu­banni og öðrum tak­mörk­unum á sam­neyti fólks – en í áföng­um. „Það verður alls ekki þannig að þann dag verði allar tak­mark­anir teknar af og við getum bara haldið áfram eins og ekk­ert hafi í skorist,“ segir Þórólfur með áherslu. Nákvæm­lega hvernig tak­mörk­unum verður aflétt og hversu langan tíma það mun taka er svo stóra spurn­ing­in. „Það veit það eng­inn nákvæm­lega hvernig á að gera þetta, það er engin upp­skrift til. En við munum reyna að útfæra þetta á skyn­saman máta en þó þannig að við þurfum að vera til­búin að bakka og herða aftur tökin ef það er útlit fyrir að veiran ætli að blossa upp aft­ur.“

Hvenær sérð­u ­fyrir þér að við getum aftur farið til útlanda áhyggju­laus og dansa þétt sam­an­ ­fyrir framan sviðið á stór­tón­leik­um?

„Ég veit það ekki, það er algjör­lega ómögu­legt að segja til um það,“ svarar Þórólf­ur. „Það sem ég get sagt er að þegar við förum að slaka á tak­mörk­unum þá verður aðal­málið áfram að fólk þarf að passa sig. Það þurfa allir að gæta áfram hrein­læt­is, þvo sér vel um hend­urn­ar, vera ekki í tengslum innan um annað fólk þar sem smit­hætta getur skap­ast. Þó að atvinnu­lífið fari af stað og að stærri sam­komur verði leyfðar þá þurfum við enn öll að passa okk­ur. En hversu vel og lengi menn munu þurfa að fylgja því er erfitt að segja.“

Hik við að heilsa með handa­bandi

Honum kæmi ekki á óvart ef fólk yrði hik­andi við það að heils­ast með handa­bandi eftir að far­ald­ur­inn verður um garð geng­inn. „Til skemmri tíma mun þetta breyta því hvernig fólk á í sam­skipt­um. Ég veit ekki hvað ger­ist svo, það verður ein­hver bið á því að fólk hoppi í gamla góða far­ið. En menn eru hins vegar fljótir að gleyma. Hvort það líði ein­hver ár þar til sam­skipti okkar verða komin í samt horf, ég þori ekki að segja til um það.“

Margt hefur komið sótt­varna­lækni á óvart í sam­bandi við nýju kór­ónu­veiruna, bæði hvað varðar eðli sýk­ing­ar­innar og ekki síður varð­andi eðli okkar mann­fólks­ins.

„Það hefur komið mér á óvart hversu smit­andi veiran er. Svo hefur það komið mér líka á óvart hvað hún getur verið skæð. Flestir veikj­ast vægt en hún getur farið mjög illa með suma og það er ekki vitað af hverju. Það hefur líka komið mér á óvart hversu hratt almenn­ingur fór að fylgja leið­bein­ingum og hoppa á vagn­inn með okkur gert það sem gera þarf. Það hefur komið mér gríð­ar­lega á óvart að Íslend­ingar sem fara varla eftir neinum regl­um, hafi gert það,“ segir Þórólfur léttur í bragði. „Ég fer út í búð og þar eru allir með fjar­lægð­ar­mörkin alveg á hreinu og taka þetta mjög alvar­lega.“

Auglýsing

Sam­staðan gefur aukið þrek

Sótt­varna­læknir ber ábyrgð á við­bún­aði gegn vá, meðal ann­ars að völdum smit­sjúk­dóma. Það er ekki lítið hlut­verk. Og mikið mæðir óneit­an­lega á Þórólfi þessar vik­urn­ar.

Hvernig hefur þú það Þórólf­ur, hvernig eru vinnu­dag­arnir þín­ir?

„Vinnu­dag­arnir hjá mér eru þung­ir. Þeir byrja snemma á morgn­ana og standa langt fram á kvöld. Það er mikið að gera, alveg stöðugt. Ég er búinn að vinna alla daga vik­unnar frá því í lok jan­ú­ar. Það eru góðir dagar og svo eru verri dag­ar. Sumir eru ánægju­legri en aðr­ir, sér­stak­lega þegar maður sér árangur og sér að það sem maður hefur verið að segja er að ganga eft­ir. Það gefur mér ákveðna lífs­fyll­ingu. Það er líka svo ánægju­legt að sjá hvað allir eru sam­stillt­ir; allt starfs­fólkið hér hjá emb­ætti land­lækn­is, almanna­varn­ir, heil­brigð­is­kerf­ið, rík­is­stjórn­in, almenn­ing­ur, fyr­ir­tæki. Það eru allir með. Það gefur manni aukið þrek. En maður sér ekki mikið af fjöl­skyld­unni sinni þessa dag­ana, ég við­ur­kenni það.“

Víðir og Þórólfur kankast á við upphaf upplýsingafundar á dögunum. Mynd: Lögreglan

Hvað gerir þú til að hlaða batt­er­í­in?

„Ég á mörg áhuga­mál en ég hef ekki haft tíma til að sinna þeim. Ég verð að gefa mér tíma í þau seinna meir.“

Ertu með ein­hverja hug­mynd um hvað þig langar að gera þegar þetta verður allt afstað­ið?

„Já, já, já,“ svarar Þórólfur strax. „Þá ætla ég að fara í gamla góða farið mitt. Hitta fjöl­skyld­una, hitta vin­ina, spila með strák­un­um, ferð­ast með fjöl­skyld­unn­i inn­an­lands – taka upp þráð­inn í öllu því sem var svo gam­an.“

Þannig að við getum ferð­ast inn­an­lands í sum­ar?

„Já, það held ég nú,“ svarar Þórólfur en var­færn­is­lega þó. „Nóg er af víð­ern­unum að minnsta kosti. Við getum öll farið inn á hálendi og haft það kósí án þess að tjalda nálægt nokkrum öðrum mann­i.“

Hafir þú, les­andi góð­ur, velt fyrir þér hverjir „strák­arn­ir“ eru sem Þórólfur hlakkar til að spila með á ný, þá er svarið að finna í mynd­band­inu hér að neð­an.

Penny Lane - æfing 24.7.17

Rennt í Penny Lane á æfingu.

Posted by Bít­il­bræður on Fri­day, July 28, 2017


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dauði geisladisksins, tilkoma Spotify og upprisa vínylplötunnar
Áætlað er að Spotify hafi haft um 700 milljónir króna í tekjur af íslenskum notendum á árinu 2019, og að 90 prósent allra tekna vegna sölu á tónlist hafi verið vegna streymisveitna. Sala á vínylplötum hefur þó líka tekið kipp, og átjánfaldast á fáum árum.
Kjarninn 2. mars 2021
Halldór Gunnarsson
Samtök eldri borgara ráðalaus eða hvað?
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar.
Neitar að hafa brotið trúnað og segir „kostulegt“ að ráðuneytið geri athugasemdir
Helga Vala Helgadóttir telur sig ekki hafa brotið trúnað með því að ræða um efnisatriði sem komu fram á lokuðum nefndarfundi í sjónvarpsviðtali. Hún segir stöðu hjúkrunarheimila of alvarlega fyrir „pólitíska leiki.“
Kjarninn 2. mars 2021
Áréttar að það sé „salur til rannsóknar en ekki ráðherra“
Símtöl dómsmálaráðherra til lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins voru rædd í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Áslaug sagði símtölin ekki skráningarskyld þar sem hún hefði hringt til að afla sér upplýsinga en ekki í formlegum erindagjörðum.
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar Alþingis.
Heilbrigðisráðuneytið gerir „alvarlegar athugasemdir“ við orð Helgu Völu
Heilbrigðisráðuneytið telur að málflutningur formanns velferðarnefndar í frétt RÚV um Sjúkratryggingar Íslands í gærkvöldi hafi verið ógætilegur og að trúnaðar um það sem fram fór á lokuðum nefndarfundi hafi ekki verið gætt.
Kjarninn 2. mars 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir nauðsynlegt að ræða áhrif launabreytinga á verðbólgu
Hvaðan kemur verðbólgan?
Verðbólga hér á landi mælist nú í rúmum fjórum prósentum og hefur ekki verið jafnmikil í rúm sjö ár. Hvað veldur þessari miklu hækkun?
Kjarninn 2. mars 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður dómsmálaráðherra.
Segir það vekja furðu hvernig stjórnmálamenn og fjölmiðlar „hamast á dómsmálaráðherra“
Hreinn Loftsson segir dómsmálaráðherra ekki hafa gert neitt rangt þegar hún hringdi í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag vegna Ásmundarsalsmálsins. Fjölmiðlar hafi ekki virt helgifrið og heimtað svör frá ráðherranum.
Kjarninn 2. mars 2021
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Sósíalistaflokkurinn hefur aldrei mælst stærri í könnunum Gallup
Stjórnarflokkarnir hafa saman tapað fylgi á kjörtímabilinu en eru við það að geta endurnýjað samstarfið, samkvæmt könnunum, standi vilji þeirra til þess. Þrír stjórnarandstöðuflokkar hafa styrkt stöðu sína á kjörtímabilinu en tveir veikst.
Kjarninn 2. mars 2021
Meira úr sama flokkiViðtal