Mynd: Pexels

Stríð og friður um jólin

Þótt einhverjir telji sig eiga tilkall jólanna og vilji hafa þau samkvæmt sínu höfði, trú eða hefðum, þá virðist jólaandinn ávallt verða öllu yfirsterkari. Hermenn hafa í gegnum tíðina til að mynda friðmælst við andstæðinga og mennskan sigrar að lokum.

Jólin eru tími gleði, friðar og kær­leika en þau geta líka orðið póli­tískt bit­bein og glitr­andi jóla­ljósin vopn í milli­ríkja­deil­um. Þannig skil­greindu Norð­ur­-Kóreu­menn 30 metra hátt jóla­tré sem Suð­ur­-Kóreu­menn tendr­uðu ljósin á við landa­mæri ríkj­anna sem sál­fræði­hern­að. Þetta flokk­ast sjálf­sagt með sér­kenni­legri dæmum um hvernig jólin flétt­ast inn í alþjóða­sam­skipti en síðan eru til fal­legar sögur sem sann­ar­lega eru í anda jól­anna. Þær sýna okkur að jólin koma, þvert á landa­mæri og trú­ar­brögð.

Jóla­vopna­hléið 1914

Það var á aðfanga­dags­kvöld árið 1914 að stríðs­á­tök hættu af sjálfs­dáðum á nokkrum víg­stöðvum þar sem jóla­söngur í skot­gröf­unum sner­ist fljót­lega upp í sam­tal á milli þýskra, breskra, franskra og belgískra her­manna. Á aðfanga­dag héldu her­menn beggja vegna víg­lín­unnar inn á einskis­manns­landið til að jarða látna félaga og óvinir skipt­ust á gjöf­um. Einnig fer sögum af því að spil­aður hafi verið fót­bolti á þessu ann­ars hættu­lega land­svæði.

Þó jóla­vopna­hléið árið ​​1914 sé hvað þekkt­ast hefur fund­ist bréf skrifað af her­manni sem sem bendir til þess að þessi hátíð­legu vopna­hlé hafi haldið áfram að eiga sér stað allt til loka stríðs­ins. Var gjarnan gert lítið úr þeim í skýrslum yfir­manna til her­stjórn­ar, því þau voru ekki í þeim stríðsanda sem þótti til­hlýði­leg­ur. Raunar voru þau svo illa séð að leyniskyttur voru hafðar til­tækar ef örla skyldi á ein­hverjum sjálf­sprottnum frið­ar­stund­um, sem þó mun ekki hafa latt her­menn við að ving­ast við and­stæð­inga sína um jól­in.

Auglýsing

Á þessum tíma var litið á hið full­valda ríki sem eins­konar svartan kassa, hags­munir rík­is­ins sem heildar voru aðal­at­riðið og fólkið í þeim skipti ekki máli. Ungir menn voru í fyrri heims­styrj­öld­inni látnir slátra hver öðrum í for­inni í nafni rík­is­ins, en slíkur hugs­un­ar­háttur hefur að mestu vikið og mann­rétt­indum almennt farið jafnt og þétt fram. Þessar mis­fal­legu sögur sýna okkur í raun hvernig jólin draga fram mennsk­una, sem er þarna aug­ljós ógn við ríkið og afhjúpa ómennsku ein­ræð­is­stjórna nútím­ans. 

Mis­mun­andi jólasiðir

Flest eigum við Íslend­ingar okkur jólasiði sem standa hjart­anu næst, kristna sem heiðna; laufa­brauðs- og pip­ar­köku­bakst­ur, skreyt­ingar og helgi­hald. Þetta eru siðir sem okkur finnst gjarnan þjóð­legir og hljóti margir að eiga sér langa sögu sem teygi sig aftur í ald­ir. Það á vissu­lega við um suma hverja en þegar vel er að gáð kemur í ljós að rætur þeirra liggja víða, ekki endi­lega mjög djúpt, en þeir hafa síðan þró­ast á mis­mun­andi máta á ferð sinni um heim­inn. 

Gott dæmi er þegar nán­ast öll heim­ili á Íslandi höfðu sjö arma aðventu­ljós í glugga undir lok 20. aldar og hafa lík­lega sum hver enn – vegna þess að Gunnar Ásgeirs­son heildsali, sem meðal ann­ars flutti inn Volvo og Husqu­arna frá Sví­þjóð, rakst á þau þar í landi og hóf inn­flutn­ing til Íslands. Hafa vin­sældir ljósanna verið nefndar sem dæmi um inni­halds­leysi jóla­halds­ins því þetta séu gyð­inga­ljós sem eigi sér engan stað í íslenskri trú eða hefð­u­m. 

Auglýsing

Málið er þó ekki alveg svo ein­falt því ljósin byggja á eins­konar aðventu­tré eða kerta­stjökum sem höfðu þekkst í Sví­þjóð frá lokum 19. ald­ar, en þangað barst sið­ur­inn frá Þýska­landi. Jafn­framt má segja  að þetta sýni okkur hvað jólin snú­ast í raun um. Upp­runi hlut­anna eða trú­ar­legur bak­grunnur skiptir ekki öllu máli því á jól­unum reynir fólk að finna það sem færir frið, feg­urð og gleði, sem er sammann­leg­t. 

Jólin hafa þó víða verið nátengd krist­inni trú, eins og hér á Íslandi, þar sem fæð­ing Frels­ar­ans gefur tón­inn hjá mörg­um. Fyrir aðra er þetta alfarið heiðin hátíð enda til komin áður en kristnir menn felldu hana inn í sín hátíða­höld. Hér á norð­ur­hveli eru jól­in, með sinni ljósa­dýrð og huggu­leg­heit­um, kær­komin í svartasta skamm­deg­inu. Þau boða end­ur­komu ljóss­ins með rísandi sól og bjart­ari dög­um, hvað sem trú­ar­brögðum líð­ur. 

Hverjir eiga jól­in?

Þegar eitt­hvað er mönnum jafn kært og jólin er lík­legt að ein­hverjir vilji kasta eign sinni á það. Þó jólin séu frið­ar­há­tíð þar sem flestir reyna að finna hinn sanna jóla­anda og vera góðir við menn og dýr, verður hátíðin sjálf og inn­tak hennar því stundum deilu­efni í sjálfu sér. 

Mis­mun­andi siðir og venjur við jóla­hald geta þannig varpað ljósi á menn­ing­ar­mun í fjöl­menn­ing­ar­sam­fé­lögum eins og Banda­ríkj­un­um. Fyrir jólin í fyrra varð uppi fótur og fit í Wiscons­in-­ríki þegar nýkjör­inn rík­is­stjóri úr röðum demókrata reyndi að höfða til mis­mun­andi sjón­ar­miða og trú­ar­bragða við jóla­skreyt­ing­ar. Til­kynnti hann að hið risa­vaxna jóla­tré sem sett var upp í hvelf­ingu þing­húss­ins yrði kallað hátíða­tré. Þetta fór öfugt í repúblik­ana og þing­menn deildu um málið í rík­is­þing­in­u. 

Slíkar deilur hafa skotið upp koll­inum hér á Íslandi sem hefur þró­ast hratt í átt að fjöl­menn­ing­ar­sam­fé­lagi á aðeins nokkrum ára­tug­um. Íslenskur stjórn­mála­maður lýsti því yfir fyrir nokkru að stríð stæði yfir gegn jól­un­um. Vís­aði hann þar til þess að skóla­börn væru hætt skipu­lögðum heim­sóknum í kirkjur fyrir jól, hætt væri að setja upp jóla­leik­rit og jafn­vel að halda litlu jól­in. Ástæðan var að í sam­fé­lagi þar sem trú­frelsi ríkir mætti ekki skylda alla til að taka þátt í trú­ar­legum athöfn­um.  

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur haldið því fram að stríð standi yfir gegn jólunum.
Mynd: Bára Huld Beck

Fyrir Íslend­inga sem almennt hafa ekki verið þjak­aðir af trú­ar­hita virð­ist þetta ekki vera mikið til­töku­mál. Sagan um Jesú­barnið og jólin er fyrir mörgum Íslend­ingum hluti af hefð sem jafn­vel örg­ustu trú­leys­ingjum þykir lík­lega bara vænt um. Öðru máli kann að gegna um þá sem taka trú sína mun alvar­leg­ar. Spurn­ingin er svo hversu langt á að ganga í að þókn­ast öllum þeim mis­mun­andi við­horf­um. Kannski felst lausnin í að var­ast að nota þennan nún­ing til að skerpa á and­stæðum og reyna að leysa málið í anda jól­anna.

Hnatt­væð­ing Jóla­sveins­ins

Aðrir siðir og venjur læða sér inn án þess að bein­línis valda deilum og er hinu gamla þá gjarnan varpað fyrir róða án mik­illar eft­ir­sjár. Á fyrri hluta 20. aldar sló Coca-Cola-­fyr­ir­tækið eign sinni á hinn rauð­klædda Santa Claus sem varð þar með þekktur um heims­byggð­ina. Íslend­ingar létu ekki sitt eftir liggja og fljót­lega klædd­ust hinir sann-­ís­lensku jóla­sveinar allir rauðu og hvítu og mild­uð­ust í allri fram­komu. Hafði hún þó þegar farið batn­andi allt frá árinu 1746 þegar lagt var bann við því að for­eldrar hræddu börn sín með jóla­svein­um, með svo­kall­aðri Húsaga­til­skipun. Hættu þá jóla­svein­arnir að vera lífs­hættu­legir og urðu ein­ungis hrekkj­óttir þjóf­ar. 

Íslensku jólasveinarnir klæðast líka rauðu og hvítu, eins og jólasveinn Coca-Cola fyrirtækisins.
Mynd: Birgir Þór Harðason

Sjálf­sagt hefur þó ein­hverjum þótt nóg um þessa inn­rás hins alþjóð­lega stór­fyr­ir­tæk­is. Sé allrar sann­girni gætt er þó skilj­an­legt að blessuðum börn­unum hafi líkað betur við þann bústna rauð­klædda en íslenska frændur hans, trölls­legir ruddar sem þeir voru, mamman át jú börn og skrímslið kött­ur­inn þeirra líka. Að ein­hverju leyti féll hinn góð­legi sveinki betur að hinu ljósum skrýdda jóla­haldi og hefur tekið á sig ein­hvers­konar guð­lega mynd í popp­menn­ingu nútím­ans. 

Á síð­ari árum hafa þeir gömlu íslensku sveinar þó hlotið upp­reist æru og hafa aftur fengið að vera með í jóla­hald­inu. Það er kannski tím­anna tákn að Stúfur sem er þeirra minnstur, mesta mein­leys­is­greyið sem lét sér nægja að stel­ast í við­brunna afganga, er orð­inn þeirra vin­sælastur.

Hnatt­væð­ing sið­væðir

Því hefur verið haldið fram að Íslend­ingar geti þakkað alþjóða­sam­starfi þær fram­farir sem hafa orðið í  sam­fé­lag­inu, sið­menn­ingin og ýmis mann­rétt­indi sem okkur hafa hlotn­ast komi allt að utan. Í því sam­hengi er þessi sam­runi hinna óhefl­uðu íslensku jóla­sveina við Coca-Cola-­svein­inn athygl­is­verður því þar mæt­ast tals­verðar and­stæð­ur. Má hæg­lega nefna það sið­væð­ingu þar sem ofbeld­is­fullu rusta­menn­in, hverra líf gekk út á hús­brot og þjófn­aði, snúa lífi sínu til betri vegar og fara að dreifa gjöfum til barna með bros á vör. 

Auglýsing

Þrátt fyrir að ein­hverjir telji sig eiga til­kall jól­anna og vilji hafa þau sam­kvæmt sínu höfði, trú eða hefð­um, þá virð­ist jóland­inn ávallt verða öllu yfir­sterk­ari. Eins og her­menn­irnir sem héldu áfram að frið­mæl­ast við and­stæð­inga sína, með söng, gjöfum og fót­bolta­leik, þvert ofan í skip­anir yfir­manna og hættu á að verða skotnir á færi – þá sigrar mennskan að lok­um. Jólin munu því vænt­an­lega áfram gefa von um kær­leika og frið á jörð, hver sem þyk­ist eiga þau.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnBjarni Bragi Kjartansson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar