Auglýsing

Á viðburðaríku ári sem nú er liðið yfirskyggði Covid-19 faraldurinn allt annað. Hann reyndi verulega á starfsþrek heilbrigðisstarfsmanna og ekki síst okkur sjúkraliða. Mörg okkar voru í framlínunni. Aðrir sjúkraliðar stóðu vaktina í störfum sem ekki voru síður mikilvæg. Ég er mjög stolt af því hve frábærlega sjúkraliðastéttin hefur staðið sig í Covid faraldrinum. Hann hefur svo sannarlega beint athyglinni að því hversu mikilvægir sjúkraliðar eru í heilbrigðiskerfinu.

Auglýsing

Faglega var árið mjög árangursríkt fyrir stéttina. Við gerðum tímamótasamninga um betri vinnutíma, samkomulag um fagnám til diplómaprófs fyrir starfandi sjúkraliða, samþykkt var baráttumál okkar um ný fagráð heilbrigðisstofnana þar sem allar fagstéttir eiga aðkomu, og undir lok árs var loksins kynnt ný i stefnumótun um mönnun og menntun í heilbrigðiskerfinu sem félagið hefur barist fyrir. Innan félagsins lauk tveggja ára stefnumótunarferli með því að fulltrúaþing félagsins okkar samþykkti ítarlega stefnumótandi ályktanir í öllum helstu málaflokkum.


Tímamótasigrar

Fyrir mig var mikil reynsla og lærdómsríkt að leiða samninga sjúkraliða í fyrsta sinn sem formaður. Kröfur sjúkraliða voru mjög skýrar og tóku mið af vilja félagsmanna um styttri vinnuviku og að 80% starf í vaktavinnu yrði metið sem fullt starf. Kjaraviðræðurnar stóðu lengi yfir, eða í rúmt ár. Krafan um vinnutímabreytingar var krefjandi verkefni sem leitt var af okkur í forystu BSRB. Það tók okkur langan tíma að fá viðsemjendur til að átta sig á samstöðu aðildarfélaga. Það tókst loks með því að bregða verkfallsvopninu á loft. Þá loksins skildu viðsemjendur alvöru málsins og samstöðuna í okkar röðum.Sandra vopnuð talstöðvum til að tala við samstarfsmenn á Landspítalanum.

Í markvissri samvinnu við BSRB náðust svo tímamótasamningar um styttingu vinnuvikunnar. Þá samninga á sagan eftir að skrá sem kaflaskil í verkalýðsbaráttu hér á landi. Samningarnir fela í sér að vinnuvikan mun nú fara úr 40 stundum niður í 36 stundir, og í sumum tilvikum niður í 32 stundir. Með þessu tekst okkur að  bæta lífskjör með bættum launum en ekki síður með betri vinnutíma sem gerir fjölskyldufólki kleift að samræma betur vinnutíma og fjölskyldulíf. Í ofanálag náðum við sjúkraliðar um 24% launahækkun á samningstímanum. Annar sögulegur sigur fólst svo í því að korteri fyrir verkfall náði forysta sjúkraliða fram bókun um fagháskólanám fyrir stéttina. Í því eru alger tímamót í menntasögu sjúkraliða.


Langþráð háskólanám

Eftir að bókunin um fagháskólanámið náðist fram gekk félagið mjög fast eftir því að fyrirheit hennar yrðu innleidd eigi síðar en nú þegar. Ég átti ótal fundi og samtöl við Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra, Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra og rektor Háskólans á Akureyri auk þingmanna og margra starfsmanna ráðuneytanna. Félagsstjórn sjúkraliða sendi frá sér mjög skýra ályktun um málið. Þessi harða, og á köflum ýtna, barátta okkar bar þann árangur að okkar ágæti menntamálaráðherra lýsti afdráttarlausum stuðningi við fagháskólanám fyrir sjúkraliða á Alþingi. Sjúkraliðar nutu ekki síðri stuðnings hjá heilbrigðisráðherra. 

Sandra kannar hvort allur hlífðarbúnaður sé ekki á sínum stað áður en hún fer inn á sjúkrastofu.Skömmu síðar samþykkti ríkisstjórnin að fagháskólanám fyrir sjúkraliða verði við Háskólann á Akureyri haustið 2021. Næsta vers er að koma stjórnendum stofnana í skilning um að þeir verða að svara bættri menntun sjúkraliða með aukinni ábyrgð í starfi.  Þeir hafa verið dragbítar á að kerfið nýti til fullnustu þá auðlind sem felst í sífellt menntaðri og færari sjúkraliðum.

Fagnám til diplómaprófs fyrir starfandi sjúkraliða við Háskólann á Akureyri er mjög mikilvægt fyrir þróun stéttarinnar. Sjúkraliðar eru stétt í mikilli sókn sem hefur allt of lengi verið vanmetin af kerfinu. Námið mun í senn skerpa faglega ásýnd stéttarinnar, efla færni sjúkraliða, og gera þeim kleift að axla aukna ábyrgð í starfi og taka að sér aukin stjórnunarhlutverk. Diplómanámið gerir starfið líka meira aðlaðandi fyrir ungt fólk, því nú er í fyrsta skipti boðið upp á samfellda námsleið fyrir sjúkraliða frá framhaldsskólastigi yfir á háskólastig.

Ný fagráð

Ég hef lengi barist fyrir því að sjúkraliðar fái tækifæri til jafns við aðrar hjúkrunarstéttir til að móta hjúkrunarstefnu á sjúkrahúsum og öðrum heilbrigðisstofnunum. Eitt af mínum fyrstu verkum sem formaður var því að leggja fram formlega beiðni um aðild sjúkraliða að hjúkrunarráði Landspítalans. Það bar því miður engan árangur. Sjúkraliðar svöruðu með því að taka upp harða baráttu fyrir því að tekin yrði upp ný fagráð með aðild allra fagstétta, þ.á.m. sjúkraliða. 

Auglýsing

Það var því mikið fagnaðarefni þegar Alþingi samþykkti í byrjun sumars lög um nýju fagráðin og leiðrétti þar með tímaskekkjuna sem gömlu hjúkrunarráðin stóðu fyrir. Nýju lögin voru að þessu leyti í fullu samræmi við áherslur okkar sjúkraliða. Í framtíðinni verður því ekki lengur gengið framhjá sjúkraliðum þegar hjúkrunardtefnan er mótuð. Þeir hafa loksins öðlast viðurkenningu sem burðarstétt í heilbrigðiskerfinu.


Stefna um mönnun og menntun

Á fulltrúaþingi Sjúkraliðafélags Íslands sem haldið var í haust mælti ég fyrir ítarlegri mönnunarstefnu sjúkraliða. Mönnunarvandinn hefur verið eitt af vandamálum heilbrigðiskerfisins. Í dag skortir sjúkraliða, og sá skortur mun verða enn átakanlegri á næstu árum með mikilli fjölgun aldraðra Íslendinga. Verkefni stéttarinnar við hjúkrun og umönnun aldraðra munu því vaxa hröðum skrefum. Sjúkraliðar eru einfaldlega hin vaxandi hjúkrunarstétt, sem mun bera uppi heimahjúkrun og hjúkrunarheimili í framtíðinni og nú þegar sinnum við nærhjúkrun á sjúkrahúsum landsins.Sandra í fullum skrúða á vaktinni á Landspítalanum.

Á heilbrigðisþingi 2020 kom fram að ákveðið hefur verið að leggja fram á Alþingi þingsályktun um sérstakt landsráð sem verður ráðgefandi samráðsvettvangur um mönnun heilbrigðisþjónustunnar og menntun heilbrigðisstétta. Landsráðið er í algjöru samræmi við þær óskir sem Sjúkraliðafélagið kom á framfæri í árslok 2018. Þar skapast loksins vettvangur til að greina mannaflaþörf til framtíðar, ekki síst hina miklu þörf sem verður fyrir sjúkraliða með fjölgun aldraðra. Um leið skapast rými til að bregðast við fyrirsjáanlegum skorti með réttum aðferðum, s.s. aukinni menntun og betri starfskjörum.

Bakvarðasveitin

Þegar bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar var virkjuð í seinni lotu Covid-faraldursins skráði ég mig sem bakvörð. Þegar fyrri lotan gekk yfir var Sjúkraliðafélagið í erfiðum viðræðum um gerð kjarasamninga og ég átti því ekki kost á að verða við útkallinu á þeim tíma. Í seinni Covid-19 bylgjunni vann ég mikið heimavið fyrir félagið með tilheyrandi fjarfundum og einveru og sá fram á að geta hagrætt og forgangsraðað verkefnum þannig að ég gæti sinnt bakvarðastörfum á kvöldvöktum. Ég bauð mig fram til að sinna Covid-smituðum.

Jákvæða deildin

Ég var kölluð inn eftir að smitið kom upp á Landakoti og brýn þörf skapaðist fyrir vant fólk til starfa. Ég fór á lungnadeildina í Fossvogi sem var kölluð „jákvæða deildin“ því allir sjúklingar á deildinni voru með jákvæða svörun við Covid-19. Hjúkrunin var einstök og á sér í raun engin fordæmi hér á landi. Skipulagið var þannig að allar sjúkrastofur voru gerðar að einangrunarstofum. 

Gangurinn frammi var hefðbundinn sjúkrahúsgangur þar sem starfsmenn voru í venjulegum vinnufötum, og allir með grímu. Þegar við vorum inn á stofum hjá sjúklingum þurftum við að vera í sérstaklega óþægilegum hlífðarfötum. Það var mjög krefjandi fyrir starfsfólk og ekki síður fyrir sjúklingana að vera í þessum aðstæðum. Sjúklingar sjá óþekkjanlega manneskju í þessum búningi og við það missa þeir allt það persónulega sem þeir alla jafna upplifa í samskiptum við hjúkrunarfólkið. Það eitt og sér er mjög óþægilegt fyrir sjúklinginn en líka fyrir starfsfólkið. Eðli máls samkvæmt voru sjúklingarnir misjafnlega á sig komnir. Sumir voru mjög veikir og þurftu mikla hjúkrun og því miður lifðu ekki allir af. Aðrir voru hressari og fengu að fara heim þegar þeir þurftu ekki lengur súrefnisstuðning við öndun.

Frábær liðsheild

Starfsandinn á lungnadeildinni var mjög góður. Þar var einstakt samstarf og yfirleitt létt yfir fólki þrátt fyrir stöðuna. Við vorum öll að róa í sömu átt, öll í sömu vegferðinni, öll að sinna Covid-veiku fólki. Hjúkrunarfræðingur og sjúkraliði voru í hverju teymi sem saman sinnti ákveðnum sjúklingum. Farið var inn á stofurnar til skiptis og stundum þurftum við að vera fleiri til að sinna þeim veikustu. Þá var annað hvort hjúkrunarfræðingur eða sjúkraliði frammi á ganginum sem eins konar hlaupari sem tók við skilaboðum um hvaða hjúkrunarvörur, mat, lyf eða annað sem við þurftum að fá inn í lokaða rýmið. Þannig gátum við tryggt öruggari og skilvirkari þjónustu, og þurftum ekki klæðast úr og í hlífðarfötin til að sækja hlutina.

Sandra B. Franks.Samvinnan á deildinni var einstök og lærdómsrík. Eitt af því sem var óvenjulegt og með allt öðrum hætti en venjulega var að það hringdi enginn bjöllu og við sáum aldrei sjúklingana nema þegar við vorum inni á stofunum til að sinna þeim. Ekkert ráp var á göngum, allir voru lokaðir inni á sinni einangrunarstofu. Það var athyglisvert, og stundum erfitt, að upplifa hvernig sjúklingarnir tókust á við kvíðann sem fylgir einangrun sem þessari. Öll samskipti milli rýmanna, á milli þeirra sem voru frammi á ganginum og sjúklinga og starfsfólks inni á stofunum, voru um litlar talstöðvar og spjaldtölvur. Auk þess var fylgst með líðan sjúklinga á skjám sem voru í vaktherbergjum og kaffistofu og sýndi lífsmörk í gegnum mónitora.

Ómetanleg reynsla

Það sem mér finnst standa upp úr þessari reynslu er hversu fagfólkið okkar í framlínunni brást vel við þessum framandi aðstæðum. Í kjölfar Covid-19 verða til verkferlar og breytt vinnulag sem tryggja að verkefni sem þessi ganga upp. Landspítalinn fór yfir á neyðarstig, sem er mjög alvarlegt ástand en með því frábæra starfsfólki sem við höfum í heilbrigðiskerfinu tókst að koma í veg fyrir að verr færi. Allir unnu sem einn maður og hefðbundin fagleg landamæri hurfu. Ég er reynslunni ríkari eftir að hafa tekið þátt í þessu verkefni og þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að leggja mitt að mörkum.

Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einstök lönd geta ekki „bólusett sig út úr“ faraldrinum
Þrjú ríki heims hafa bólusett yfir 70 prósent íbúa. Ísland er eitt þeirra. Hlutfallið er undir 1,5 prósenti í Afríku. Ef ekki næst að koma því í 10 prósent bráðlega verður það „ör á samvisku okkar allra“ enda nóg til af bóluefnum, segir sérfræðingur WHO.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Fékk „bakteríuna“ eftir Söngvakeppni sjónvarpsins
„Lögin hafa orðið til á yfir 20 ára tímabili og er því nokkur breidd í þessu hjá mér; allt frá stígandi ballöðum til eins konar rokkóperu,“ segir Pétur Arnar Kristinsson sem blásið hefur til söfnunar fyrir útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Smári McCarthy er að hætta á þingi og ætlar í kjölfarið að láta reyna á sitt eigið hugvit í tengslum við loftslagsbreytingar.
„Flokkarnir voru að þvælast fyrir hvorum öðrum“ og niðurstaðan varð núll
Smára McCarthy fráfarandi þingmanni Pírata finnst sem undanfarin fjögur ár hafi litast af því að lítið ráðrúm hafi verið til þess að ræða pólitík, þar sem stjórnarflokkarnir eru ósammála um mörg grundvallarmálefni.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Það er fremur fátítt að sólarhringsúrkoma í Reykjavík mælist meira en 20 mm eða meiri að sumarlagi.
Rignir af meiri ákefð nú en áður?
Fátt bendir til þess að Ísland sleppi alfarið við aftakaúrkomu sem nágrannaríki okkar hafa upplifað á síðustu árum, skrifar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og veltir fyrir sér getu fráveitukerfa til að taka við meiriháttar vatnsflaumi.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Norska kvennaliðið í strandhandbolta að loknu Evrópumeistaramótinu í Búlgaríu á dögunum.
Bikiní- og stuttbuxnadeilan
Nýafstaðið Evrópumeistaramót í strandhandbolta vakti mikla athygli víða um heim. Það var þó ekki keppnin sjálf sem dró að sér athyglina heldur deilur um klæðnað. Nánar tiltekið klæðnað norska kvennalandsliðsins.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Joe Biden forseti Bandaríkjanna tilkynnti í apríl að viðskiptaþvingunum yrði beitt á Rússland vegna njósnanna.
Brotist inn í tölvupósta bandarískra saksóknara
Óttast er að viðkvæmum gögnum hafi verið stolið er brotist var inn í tölvur tæplega þrjátíu embætta saksóknara í Bandaríkjunum á síðasta ári. Bandarísk yfirvöld telja Rússa standa að baki árásinni.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eftir helgi verða breytingar á ferðatakmörkunum til Bretlands.
Fagna ákvörðun Breta um að bólusettir sleppi við sóttkví
„Hvenær ætla Bandaríkin að svara í sömu mynt?“ spyrja Alþjóða samtök flugfélaga sem fang ákvörðun Breta um að aflétta sóttkvíarkröfum á bólusetta farþega frá Bandaríkjunum og ESB-ríkjum.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eggert Gunnarsson
Hamfarakynslóðin
Kjarninn 31. júlí 2021
Meira úr sama flokkiÁlit