Austurland – horft um öxl

Það er „fjarri öllu“ að sár hafi gróið um heilt á milli fólks á Austurlandi sem tókust á í aðdraganda og kjölfar Kárahnjúkavirkjunar, skrifar formaður Náttúruverndarsamtaka Austurlands. Samtökin fögnuðu fimmtíu ára afmæli árið 2020.

Auglýsing

Þegar litið er yfir árið 2020 má segja að það hafi verið óvenju við­burða­ríkt í umhverf­is- og nátt­úru­vernd­ar­málum á Aust­ur­landi þrátt fyrir alla þá ann­marka og hindr­anir sem að COVID-19 setti þeim sem stóðu að hvers kyns við­burða­haldi. Það sem bar hæst á árinu voru tíma­mót Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Aust­ur­lands sem héldu upp á 50 ára afmæli sitt svo eftir var tek­ið. Þrátt fyrir sam­komu­tak­mark­anir og allra handa COVID-­vanda tókst að standa fyrir viða­mik­illi afmæl­is­út­gáfu og góðri kynn­ingu með glæsi­legri aðkomu tíma­rits­ins Glett­ings og rit­stjóra Unnar Birnu Karls­dótt­ur.

Þá stóðu Nátt­úru­vernd­ar­sam­tökin jafn­hliða fyrir óvenju glæsi­legri ljós­mynda­sýn­ingu, ásamt kvik­myndum og vid­eo­verkum í Menn­ing­ar­mið­stöð­inni á Egils­stöðum (Slát­ur­hús­in­u). Sýn­ingin var sam­starfs­verk­efni Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Aust­ur­lands, Land­verndar og Ólafs Sveins­sonar kvik­mynda­gerð­ar­manns og var vel sótt. Segja má að með bæði afmæl­is­riti NAUST ásamt sýn­ing­unni hafi tek­ist að draga fram margt af því feg­ursta sem aust­firsk nátt­úra hefur upp á bjóða bæði hvað varðar umhverfi og líf­rík­i. 

Auglýsing

Að sama skapi voru helstu áskor­anir Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Aust­ur­lands allt frá stofnun sam­tak­anna dregnar fram í dags­ljósið og má segja að sýn­ingin og afmæl­is­ritið hafi verið nokk­urs­konar upp­gjör við Kára­hnjúka­virkjun og þær deilur sem spruttu þar í kring, þótt margt annað áhuga­vert efni hafi auð­vitað verið á dag­skrá. 

Það var hins­vegar tölu­verð áskorun fyrir full­trúa Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Aust­ur­lands að draga jafnt stórt og umdeilt verk­efni á ný fram í dags­ljósið á Aust­ur­landi með svo áber­andi hætti sem gert var, enda fjarri öllu að sár hafi gróið um heilt á milli fólks á svæð­inu sem tók­ust á í aðdrag­anda og kjöl­far Kára­hnjúka­virkj­un­ar. Það sem nátt­úru­vernd­ar­fólki hefur þó reyndar þótt margt um verra en sær­indi á milli fólks, eru sárin sem eftir standa í land­inu, þau sár eru bæði djúp og breið og halda áfram að stækka t.d. með gríð­ar­legu rofi kringum Háls­lón sem tekst lík­ast til aldrei að koma böndum á frekar en út með Lag­ar­fljóti öllu til Hér­aðs­fló­a. 

Álverið við Reyðarfjörð. Mynd: Bára Huld Beck

Það hefði því verið góð afmæl­is­gjöf ef helstu for­kólfar Kára­hnjúka­virkj­unar hefðu stigið fram á þessu afmæl­is­ári Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Aust­ur­lands og við­ur­kennt þau hörmu­legu og óaft­ur­kræfu mis­tök sem gerð voru. Þá hefði verið örlít­ill manns­bragur af því einnig ef full­trúar „AFLS fyrir Aust­ur­land“, félags stór­virkj­ana­sinna á Aust­ur­landi, hefðu séð sér það fært á afmæl­is­ári NAUST að biðj­ast vel­virð­ingar á sér­stak­lega ósvíf­inni til­raun til yfir­töku á Nátt­úru­vernd­ar­sam­tökum Aust­ur­lands í aðdrag­anda Kára­hnjúka­virkj­un­ar.

En svo mikið er víst að upp­gjör þetta var meit­lað vel í stein í tengslum við afmæli NAUST á því ári sem nú er lið­ið. Fram­lag nátt­úru­vernd­ar­sam­tak­anna með við­burða­haldi á árinu verður kom­andi kyn­slóðum von­andi víti til varn­aðar um að ráð­ast aldrei aftur í slíkt her­virki gegn okkar ein­stöku nátt­úru.

Sýnd­ar­mennsku­sam­keppni

En þrátt fyrir allt sem á undan hefur gengið í stór­virkj­ana­málum á Aust­ur­landi virð­ist því miður koma maður í manns stað sem neita að læra af mis­tök­un­um. Þrátt fyrir að stærsti aðdá­enda­klúbbur stór­virkj­ana­sinna á Aust­ur­landi hafi stór­skaðað ímynd Aust­ur­lands með fram­göngu sinni í aðdrag­anda og kjöl­far Kára­hnjúka­virkj­unar og álvers á Reyð­ar­firði eru nýir sendi­boðar og nú í nafni einka­fram­taks­ins mættir í hérað þess albúnir að leggja rest­ina af hálendi Aust­ur­lands að fótum sér með það að mark­miði að sölsa undir sig okkar sam­eig­in­legu auð­lind­ir. Sem áður eru skot­mörkin víð­feðm vatna­svið, fall­vötnin af þeim og óspillt víð­erni og engu skal eira í nafni orku­geirans nýja.

Jú, víst er það svo að einka­fram­takið með erlendu ívafi er nú mætt af fullum krafti inn á íslenskan orku­markað og eru þegar byrj­aðir að að taka við kefl­inu frá þeim sem börðu sér hvað mest á bringu með yfir­lýs­ingum að það þyrfti aldrei framar að virkja neitt á Aust­ur­landi eftir að Háls­lón var fyllt. Nú skal virkja undir for­merkjum frjálsra við­skipta og ímynd­aðrar sam­keppni með ork­una og á grunni þess skal nú senda laus­beisl­aða spila­gosa með opið skot­leyfi á rest­ina af Aust­ur­há­lendi Íslands, allt á kostnað almenn­ings og nær­sam­fé­laga. Þær stór­mann­legu yfir­lýs­ingar um að aldrei þyrfti framar að virkja á Aust­ur­landi  hafa því ekki stað­ist tím­ans tönn betur en svo að nú aðeins 15 árum eftir að Kára­hnjúka­virkjun með aðliggj­andi Hrauna­veitu og langstærsta orku­ver Íslands­sög­unnar telja menn við­eig­andi að leggja upp í nýja aðför að hálendi Aust­ur­lands og segja að nú sé loka­or­ustan hafin um vatnsföllin okk­ar.

Þetta ger­ist á sama tíma og veru­leg umframorka liggur í raf­orku­kerf­inu. Ástæðan er ekki síst að stór­iðjan bæði hér á landi og víð­ast um Evr­ópu standur mjög höllum fæti með gegnd­ar­lausum tap­rekstri á síð­ustu árum. Þeim er því vart huguð fram­tíð og hafa dregið saman segl­in. Stór­iðjan bæði hér­lendis sem og erlendis er því nán­ast komin að fótum fram og ýmsir hag­spek­ingar spá því í nán­ustu fram­tíð að hvorki ísland eða aðrar evr­ópu­þjóðir verði sam­keppn­is­hæf um vinnu­afl í þessum efn­um. Tæki­færi Íslend­inga með sína grænu umframorku sem mun liggja fyrir á næstu árum mun því ekki liggja í að gefa hana til stór­meng­andi iðn­aðar heldur til þess að byggja undir sjálf­bæra atvinnu­skap­andi fram­leiðslu á inn­an­lands­mark­aði til hags­bóta fyrir þjóð­ina sjálfa.

Hraunasvæðið. Á kortinu má sjá staðsetningu þeirra virkjanahugmynda sem Orkustofnun hefur gefið út rannsóknarleyfi á sem og virkjanir sem þegar eru á svæðinu. Mynd: Náttúruverndarsamtök Austurlands

Þrátt fyrir yfir­skin um frjáls við­skipti og sam­keppni á orku­mark­aði sér Orku­stofnun um að útdeila rann­sókn­ar­heim­ildum til aðeins örfárra útvaldra án þess að orku­fyr­ir­tækjum á einka­mark­aði séu sett nokkur mörk um hvað mikla hlut­deild þeir megi fá á þessum sýnd­ar­mennsku­mark­aði frjálsrar orku­sölu.  Þessum þætti er ein­fald­lega þannig farið að aðeins örfá orku­fyr­ir­tæki á einka­mark­aði hamstra nú sem aldrei fyrr rann­sókn­ar­leyfi nokkuð aug­ljós­lega sem milli­göngu­að­ilar fyrir erlend orku­fyr­ir­tæki sem hafa verið að fjár­festa í stór­auknum mæli auð­lindum okk­ar.  

Þessar orku­lindir margar fara síðan bein­línis á færi­bandi frá Orku­stofnun undir fölskum for­merkjum smá­virkj­ana beint í gin ljóns­ins. Farið er með rann­sókn­ar­leyfi nán­ast sem ígildi eign­ar­réttar ef til virkj­unar kem­ur. Að óbreyttu mun þessi þróun gefa íslenskum „smá­orku­kóng­um“ fulla heim­ild áfram­sölu erlendra aðila og síðar sam­þjöpp­unar á eign­ar­haldi svona rétt eins og með aðrar auð­lindir þjóð­ar­innar okkar sem við höfum misst úr hönd­un­um. Hér er margt um líkt á ferð­inni í orku­geir­anum og þegar kemur að útgáfu fisk­eld­is­leyfa þar sem milli­göngu­að­ilar hafa verið gerðir út til að hamstra leyfi fyrir hákarl­ana og svo má setja lagaum­gjörð­ina eftir á þegar útvaldir hafa fengið maga­fylli.

Auglýsing

Það sem er allra verst í þessum nýja áhlaupi í stór­virkj­ana­málum er að Orku­stofnun sjálf beitir almenn­ing vís­vit­andi blekk­ingum undir fölskum for­merkjum „smá­virkj­ana“ sem eru virkj­anir undir sem ná allt að 9,9 MW að stærð. Virkj­anir af þeirri stærð­argráðu eru nefni­lega engar smá­virkj­anir eins og sýnt hefur verið fram á.  En nú standa íbúar á Aust­ur­landi engu að síður frammi fyrir því að gera upp hug sinn og hvort þeir ætli enn og aftur að horfa fram hjá blekk­ing­ar­leik sem allt sam­fé­lagið mun tapa á til fram­tíðar með stór­kost­legu afsali á nátt­úru­auð­lindum okkar og nú til einka­að­ila og erlendra orku­fyr­ir­tækja í fram­hald­inu. Sam­fé­lögin geta á móti marg­faldað verð­mæti þess­ara nátt­úru­auð­linda í eigin þágu með því að friða rest­ina af hálendi okkar á Aust­ur­landi fyrir frek­ari ágangi inn­lendra og erlendra orku­fyr­ir­tækja, þessar lendur eru vel að merkja að veru­legum hluta í rík­i­s­eigu þ.e. í eigu þjóðarinn­ar, allra Íslend­inga, rétt eins og Þing­vellir sem við teljum sjálf­sagt að horfa á og upp­lifa sem sam­eign þjóð­ar­.  

Ruðst yfir sam­eig­in­legar lendur

Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök Aust­ur­lands komu rest­inni á hálendi Aust­ur­lands vel á dag­skrá á liðnu ári í tengslum við afmæli sam­tak­anna þar sem gat meðal ann­ars á að líta fagrar fossarað­ir, ósnortin víð­erni ásamt flóru hrauna­svæð­is­ins og aðliggj­andi jöklum Þránd­ar- og Hofsjökli. Allt þetta óraskaða vatna­svið hrauna með fjöl­breyttri nátt­úru­smíð liggur einnig þvert yfir gamlar þjóð­leiðir og menn­ing­arminj­ar. Þarna vill nú einka­fram­takið í orku­geir­anum ryðj­ast yfir okkar sam­eig­in­legu lendur með stund­argræðgina að vopni, allt þetta á silf­ur­fati á kostnað sam­fé­lags­ins. 

Á sama tíma leggj­ast mála­liðar einka­fram­taks­ins í orku­geir­anum í ófyr­ir­leit­inn blaða­skrif, dreif­andi fals­fréttum og áróðri sem beint er gegn hvoru tveggja Hálend­is­þjóð­garði og upp­töku á auð­linda­á­kvæði í stjórn­ar­skrá svo einmitt megi verja betur það sem þjóðin á sann­ar­lega. Þessir hálend­is­þjófar öskra nú á torgum af því að það er verið að reyna að koma í veg fyrir að enn og aftur verði fáeinum spila­gosum færðar auð­lindir okkar á silf­ur­fati án þess að þjóðin njóti sann­ar­legs arðs af þessum auð­lindum og eða fá að upp­lifa þær með öðrum hætti en ger­nýt­ing­ar­sinn­ar. Það er að minnsta kosti von mín að sam­fé­lagið á Aust­ur­landi setji sig inn í mál og láti ekki bjóða sér meira af skoð­ana­kúgun og yfir­gangi þjófa­gengis sem veður nú um svæðið á skítugum skónum horf­andi ofan í alla árfar­vegi og lækj­ar­sprænur með græðg­is­glampa í aug­um. 



Ár upp­lýs­inga­óreiðu

Á liðnu ári hefur upp­lýs­inga­óreiðan aldrei átt jafn mikið upp á pall­borðið hér á landi og hefur fólk sem stendur á sama um nátt­úru lands­ins ekki farið var­hluta af trump­ista­stíln­um. Hvort heldur við ræðum upp­lýs­inga­óreiðu eða fals­fréttir þá verðum við að horfast í augu við að þetta þjóð­ar­mein er lík­ast komið til að vera í umræð­unni og ekki hafa ákveðin stjórn­mála­öfl heldur getað látið hjá líða að nýta þessa óábyrgu leið í þeirri von að koma höggi á and­stæð­ing­inn. Eitt er hins vegar að segja hisp­urs­laust skoðun sína og vera ósam­mála, annað er að bera hrein­lega upp­spuna á torg fyrir almenn­ing þegar verið er að fjalla um mjög stór þjóð­þrifa­mál sem liggja meðal ann­ars á borði alþing­is. 

Auglýsing

Þess­ari upp­lýs­inga­óreiðu í umræð­unni má segja að hafi fyrst verið beitt af alvöru í bæði opin­berum fjöl­miðlum sem og svo auð­vitað á sam­fé­lags­miðlum á síð­asta vetri þegar óveður gekk yfir landið með til­heyr­andi raf­magns­trufl­un­um. Þá risu meðal ann­ars nokkur póli­tísk fyr­ir­menni sveit­ar­fé­laga úr sætum ásamt stöku alþing­is­mönnum einnig og úthróp­uðu bæði nátt­úru­vernd­ar­fólk og áform um Hálend­is­þjóð­garð og settu mál­stað­inn fram án þess að hafa einn staf­krók nálægt því sem sann­leik­anum var sam­kvæm­ur. Reynt að nýta ástandið með því að spila á sak­laust fólk strax í kjöl­far óveð­urs­ins meðal ann­ars til að reyna að telja almenn­ingi trú um að það væri raf­orku­skortur í land­inu og það yrði að virkja meira. Gjarnan var þá bætt við að það væri ekki verið hægt að virkja meira vegna þess að nátt­úru­vernd­ar­fólk og áform­aður hálend­is­þjóð­garður kæmu í veg fyrir það. 

Reynt var að siga almenn­ingi með algjör­lega inni­stæðu­lausu ásök­unum gegn umhverf­is- og nátt­úru­vernd­ar­fólki í land­inu og er ekki ofsagt að þarna hafi farið fram afar ósmekk­leg aðför svo ekki sé meira sagt og fals­frétt­irnar höfðu sann­ar­lega tíma­bundin áhrif. Það tók því nokkrar vikur að ná réttum upp­lýs­ingum í gegn þar til almenn­ingur hafði áttað sig, þá drógu þeir sem komu fals­frétt­unum í loftið sig auð­vitað í hlé. En þessar óreiðu­upp­lýs­ingar sem spilað var mis­kunn­ar­laust með voru auð­vitað ein­vörð­ungu settar í loftið til að koma höggi á ákveðna hópa í sam­fé­lag­inu sem stendur ekki á sama um stöðu nátt­úru­verndar í land­inu. Þegar loks­ins skap­að­ist svig­rúm fyrir stað­reyndir og sann­leika á móti öllum fals­frétt­unum þá eðli máls var hægt að upp­lýsa almenn­ing um að það var auð­vitað flutn­ings­kerfi raf­orku sem að hrundi í óveðr­inu sem að sjálf­sögðu engir hópar í sam­fé­lag­inu höfðu við að athuga að yrði end­ur­nýj­að. Nátt­úru­vernd­ar­fólk fagnar því einmitt að end­ur­nýjun á raf­línum í dreifi­kerfi sé bætt þar sem stór hluti línu­lagna fer nú í jörð­u. 

Fossar á Hraunasvæðinu. Mynd: Aðsend

Allt fals­fréttaliðið sem ekki hafði nennt að leggja það á sig að lesa sér til gagns komst sem sagt að því að það var ekki orku­skortur í land­inu heldur einmitt hið gagn­stæða, þar sem veru­leg umframorka liggur nú á orku­kerf­inu sem er svo allt eins útlit fyrir að fari vax­andi m.a. ef stór­iðjan gefur eftir hér eins og víð­ast út um Evr­ópu sem ekki er lengur sam­keppn­is­hæf meðal ann­ars vegna dýr­ara vinnu­afls. 



Hálend­is­þjóð­garður

Stærsta sam­fellda fals­frétta­hrinan sem staðið hefur yfir á árinu með til­heyr­andi upp­lýs­inga­óreiðu á nær því öllum frétta­veitum sem smærri sér­hags­muna­hópar og ein­stakir póli­tíkusar hafa náð til er hins vegar umræðan um Hálend­is­þjóð­garð­inn og þar hafa Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök Aust­ur­lands komið að borði eins og margir aðrir og ólíkir hags­muna­að­il­ar. Segja má að upp­lýs­inga­óreiðan og óráðs­hjalið út á fjöl­miðlaflór­unni hafi náð nýjum hæðum í þessum málum og allt ber þar að sama brunni en þar er mark­miðið í stóru mynd­inni er sem áður fyrst og síð­ast af óreiðu­öfl­unum að reyna að koma eins mikið af röngum upp­lýs­ingum til almenn­ings og fram­ast hefur verið kost­ur, fyrst og síð­ast með ásetn­ingi að æsa upp í ýmsum hags­muna­hópum og almenn­ingi gegn sitj­andi umhverf­is­ráð­herra. 

Allt frá upp­hafi máls hefur umhverf­is­ráð­herra hins vegar leitt málið áfram af yfir­vegun og í upp­lýstu sam­tali við þjóð­ina og marg­vís­lega hags­muna­hópa og hann er enn að í þeim efn­um. Ráð­herra hefur brugð­ist við marg­vís­legum ábend­ingum og athuga­semdum sem sést nú staður í frum­varp­inu sem er enn til með­ferðar í þing­inu þar sem það er opið ennþá fyrir breyt­ingum í sátt við meg­in­mark­mið frum­varps­ins. Það er algjört grund­vall­ar­at­riði fyrir þessa þjóð að standa í lapp­irnar núna þegar hún á í fyrsta skipti kost á því að afmarka og tryggja auð­lind þar sem eru dregin mörk öllum til hags­bóta og upp­lif­unar til kom­andi fram­tíð­ar. Látum því ekki sér­hags­mun­ina enn og aftur ná yfir­ráðum á því sem sann­ar­lega þjóðin á sam­eig­in­lega.  

Að lokum

Nátt­úru­vernd er þess eðlis að hún á sér engin landa­mæri, hún á sér sjálf­stæðan rétt þar sem hún á að fá að lifa á sínum for­sendum sem hægt er að koma við. Við sem byggjum þetta land eigum sam­eig­in­lega tölu­verðar frið­lýstar lendur og gegnir þá engu hvaða lands­hluta þær til­heyra, þjóð­ar­eign er þjóð­ar­eign og við eigum því alltaf að láta okkur varða nátt­úru­vernd­ar­mál hvar á landi sem þau bera nið­ur. Þrátt fyrir að nú sé vegið sér­stak­lega að Aust­ur­landi með áfram­hald­andi virkj­ana­á­formum þá hyllir undir að svæði verði frið­lýst á Aust­ur­landi á næsta ári á vakt núver­andi umhverf­is­ráð­herra en verk­efnin eru til komin vegna átaks­verk­efnis sem ráð­herra ákvað að ráð­ast í fyrir tveimur árum eða svo. 

Auglýsing

Þá stendur til að frið­lýsa Stór­urð undir Dyr­fjöllum og Unaós sam­hliða. Þá er unnið að áformum um frið­lýs­ingu Gerp­is­svæð­is­ins. Segja má að í báðum þessum áformum liggi ekki ein­vörð­ungu mik­il­vægir þættir undir er varðar nátt­úru­vernd heldur eru þessi svæði hvort um sig mjög ríkt af menn­ing­arminjum og lík­ast til er Gerp­is­svæðið enn rík­ari af merkum menn­ing­arminjum heldur en nátt­úru­minj­um. Einn stærsti ávinn­ingur margra frið­lýstra svæða er einmitt þar sem hægt er að flétta saman nátt­úru- og menn­ing­arminjum en þannig hámörkum við upp­lif­un­ar­mögu­leika þeirra sem vilja fræð­ast og kynn­ast þeim verð­mætum sem við eigum í þessum efnum og styrkjum inn­við­ina í leið­inni og aðdrátt­ar­afl inn á við­kom­andi svæði.

Aust­ur­land í heild sinni býr ennþá yfir miklum mögu­leikum í umhverf­is- nátt­úru­vernd­ar­málum og þá ekki síst gríð­ar­lega merkum menn­ing­ar­arfi sem svæðið hefur á að byggja.

Það er trú okkar og von að fleiri og fleiri sjái tæki­færin sem fel­ast í vernd­ar­sjón­ar­miðum og frið­lýs­ingum á ein­stökum svæð­um, en aðeins þannig tryggjum við okkar helstu og nátt­úruperlur okkar með ábyrgum hætti fyrir kom­andi kyn­slóðir til langrar fram­tíðar og þess vegna þurfum við að leggj­ast á eitt um að tryggja nýjum hálend­is­þjóð­garði gott og far­sælt braut­ar­gengi fyrir okkur öll sem þjóð. Látum ekki stund­argræðgi- eða skamm­tíma­sjón­ar­mið blinda för okkar að mark­inu.

Verjum dýr­mætt umhverfi nátt­úru­auð­lindir okkar fyrir frek­ari ágangi sér­hags­muna­afla.

 Með jóla- og ára­mó­ta­kveðj­um.

Höf­undur er for­maður Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Aust­ur­lands og fyrr­ver­andi odd­viti í Djúpa­vogs­hreppi.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit