Andrés Skúlason

Átta virkjanir áformaðar á vatnasviði Hraunasvæðis

„Nýtt virkjanaáhlaup“ er hafið á Austurlandi að mati náttúruverndarsamtaka. Margar smávirkjanir eru fyrirhugaðar í ám austan Vatnajökuls sem áður voru hluti af stærri virkjanahugmyndum. Hamarsvirkjun er stærst og yrði önnur stíflan 50 metrar á hæð.

Að minnsta kosti átta virkj­anir eru fyr­ir­hug­aðar á vatna­sviði Hrauna­svæð­is­ins á Aust­ur­landi. Sú stærsta, Ham­ar­s­virkjun sem Arctic Hydro áform­ar, er meðal þeirra tólf nýju virkj­ana­kosta sem verk­efn­is­stjórn fjórða áfanga ramma­á­ætl­unar hefur nú fengið til með­ferð­ar. Virkj­unin yrði í Ham­ars­firði í Djúpa­vogs­hreppi og upp­sett afl hennar 60 MW. Arctic Hydro hefur á síð­ustu árum fengið rann­sókn­ar­leyfi fyrir tveimur öðrum virkj­unum á svæð­inu. Önnur þeirra er Geit­dals­ár­virkjun á Fljóts­dals­hér­aði, sem þegar er orðin umdeild.

Upp­taka­svæði ánna austan Vatna­jök­uls eru Hraunin sem til forna nefnd­ust Svið­in­horna­hraun. Þær renna um langa og lit­ríka dali og ein­kenn­ist umhverfið meðal ann­ars af smá­jöklum, vötnum og stöflum hraun­laga.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem áformað er að virkja á þessu svæði. Orku­stofnun lagði til hug­mynd um 126 MW Hrauna­virkjun til Beru­fjarðar, eins og hún nefn­ist, í 3. áfanga ramma­á­ætl­un­ar. Hug­myndin er í bið­flokki sam­kvæmt þings­á­lykt­un­ar­til­lögu. Önnur virkj­un, Hrauna­virkjun til Suð­ur­dals í Fljóts­dal, sem Orku­stofnun lagði einnig til, hlaut sömu örlög. Sú hug­mynd gerir ráð fyrir 115 MW virkj­un. Ákvörðun verk­efn­is­stjórnar byggði á því að ekki lægju fyrir nægj­an­leg gögn.  

Svo horft sé enn lengra í bak­sýn­is­speg­il­inn voru virkj­anir á Hrauna­svæð­inu fyr­ir­hug­aðar sem hluti af risa­vax­inni Hrauna- og Jök­ulsár­veitu við upp­haf ald­ar­inn­ar. Sú veita tók m.a. til Kára­hnjúka, Eyja­bakka og vatns­falla á Hrauna­svæð­inu.

Hug­mynd­irnar átta sem eru til skoð­unar á svæð­inu nú, í mörgum þeirra áa sem stóru virkj­an­irnar tvær gerðu ráð fyr­ir, eru nær allar undir 10 MW. Þar af leið­andi þurfa þær ekki lögum sam­kvæmt að fara í gegnum ferli ramma­á­ætl­un­ar. Orku­stofnun hefur gefið út rann­sókn­ar­leyfi vegna þeirra allra, fimm til Orku­söl­unnar ehf., sem er í eigu Rarik og þar með rík­is­ins, og þrjú til Arctic Hydro, félags sem er í 40% eigu Bene­dikts Ein­ars­son­ar.

Undir fölsuðum for­merkjum smá­virkj­ana

„Í aðdrag­anda Kára­hnjúka­virkj­unar og aðliggj­andi Hrauna­veitna voru gefin fyr­ir­heit um að það þyrfti ekki framar að virkja meir fyrir aust­an. Nú, aðeins 15 árum síð­ar, er hins­vegar hafið nýtt virkj­ana­á­hlaup á rest­ina af ósnortnum víð­ernum á hálendi Aust­ur­lands og nú undir fölsuðum for­merkjum „smá­virkj­ana“ 9,9 MW,“ segir í bréfi frá Nátt­úru­vernd­ar­sam­tökum Aust­ur­lands og Land­vernd sem sent var nýverið til for­sæt­is-, fjár­mála- og umhverf­is­ráð­herra.

Í bréf­inu er fjallað sér­stak­lega um fyr­ir­hug­aða Geit­dals­ár­virkjun og á það bent að sam­kvæmt samn­ingi Arctic Hydro við Fljót­dals­hérað sé talað um stækk­un­ar­mögu­leika virkj­un­ar­inn­ar. Þar með yrði hún komin yfir stærð­ar­mörkin sem þarf til fag­legrar með­ferðar í ramma­á­ætl­un.

Hraunasvæðið. Á kortinu má sjá staðsetningu þeirra virkjanahugmynda sem Orkustofnun hefur gefið út rannsóknarleyfi á sem og virkjanir sem þegar eru á svæðinu.
Náttúruverndarsamtök Austurlands

Í des­em­ber 2016 kynnti Orku­stofnun fyrir atvinnu­vega­ráðu­neyt­inu hug­mynd að smá­virkj­ana­verk­efni sem hefði það að mark­miði að stuðla að auk­inni raf­orku­fram­leiðslu á lands­byggð­inni. Stofn­unin kall­aði í kjöl­farið eftir hug­myndum og kynnti það fyrir áhuga­söm­um. Við­brögðin létu ekki á sér standa. Á síð­ustu árum hefur stofn­unin gefið út mörg rann­sókn­ar­leyfi vegna hug­mynda að virkj­unum undir 10 MW.

Í haust, er Orku­stofnun kall­aði eftir virkj­ana­kostum til með­ferðar í 4. áfanga ramma­á­ætl­un­ar, kom fram í til­kynn­ingu að gera mætti ráð fyrir að verk­efn­is­stjórn fjall­aði um alla virkj­ana­kosti sem eru þegar í bið­flokki. „Ef aðilar vilja að verk­efn­is­stjórn fjalli um nýjar útfærslur á þeim virkj­un­ar­kostum sem eru í bið­flokki í dag, geta þeir sent þær hug­myndir til Orku­stofn­un­ar,“ stóð í til­kynn­ing­unni.

Sú stað­reynd að 3. áfangi ramma­á­ætl­unar er enn ófrá­geng­inn, fjórum og hálfu ári eftir að verk­efn­is­stjórn skil­aði loka­skýrslu, hefur mögu­lega einnig haft áhrif á það að virkj­ana­hug­myndir sem þar voru flokk­aðar í bið­flokk hafa sumar hverjar tekið á sig aðra mynd. Fyr­ir­huguð Haga­vatns­virkjun er dæmi um slíkt og Hrauna­virkj­an­irnar tvær nú sömu­leið­is.

Óvirkjuð orka í boði

Í gögnum sem Orku­stofnun sendi til verk­efn­is­stjórnar ramma­á­ætl­unar árið 2015 vegna Hrauna­virkj­an­anna sagði að „mikil rennsl­is­orka“ væri „í boði“ á Hraunum austan við Vatna­jökul og að „óvirkjuð orka“ á svæð­inu væri af stærð­argráðunni 1500-2000 GWh á ári og um 250-300 MW. Hug­mynd­irnar gerðu ráð fyrir tíu 5-60 metra háum stífl­um, sam­tals rúm­lega 11 kíló­metrum að lengd. Nýta átti afrennsli vatns af hálend­is­hluta fimm vatna­sviða, m.a. Ham­arsár og Geit­dalsár. 

Horft inn eftir Hamarsdal. Hamarsá rennur um dalinn miðjan.
Skaprhéðinn Þórisson

Í skýrslu sem Mann­vit vann fyrir Ham­ar­s­virkjun ehf. (sem er í eigu Arctic Hydro) og er nú komin til verk­efn­is­stjórnar ramma­á­ætl­un­ar, segir að til­hög­unin nú geri ráð fyrir að virkja ein­göngu vatna­svið Ham­arsár. Í henni kemur þó fram að þrjár aðrar ár yrðu fyrir áhrifum og veitt að hluta inn í fyr­ir­huguð aðrennsl­is­göng.

Ham­arsá á upp­tök sín í smá­vötnum og tjörnum á Hraunum og er Ham­ars­vatn, norður af Þránd­ar­jökli, stærst.  Yrði Ham­ar­s­virkjun að veru­leika yrði vatni miðlað á tveimur stöð­um, ann­ars vegar í Ham­ars­vatni og svo í inn­takslóni í Vest­ur­bót. Við Ham­ars­vatn yrði gerð þriggja kíló­metra löng stífla, mest 15 metra há. Vatn­inu yrði miðlað í inn­takslónið neðar í far­vegi árinn­ar. Þar yrði reist önnur stífla, tæp­lega kíló­metri á lengd. Hún yrði mest fimm­tíu metrar á hæð.

Skert og stýrt rennsli í fossum

Frá inn­takslóni yrði vatni veitt um aðrennsl­is­göng að Ytri­-­Þránd­ará. Gert er ráð fyrir að veita ánni Morsa og Ytri­-­Þránd­ará inn í aðrennsl­is­göngin og einnig er gert ráð fyrir því að veita efsta hluta af Leir­dalsá í Ytri­-­Þránd­ará með veitu­skurði. Stöðv­ar­hús er sam­kvæmt skýrsl­unni fyr­ir­hugað inni í Afrétt­ar­fjalli, um 2,3 kíló­metra frá Ham­arsá.

Sam­kvæmt skýrsl­unni er talið að helstu umhverf­is­á­hrif fyr­ir­hug­aðrar fram­kvæmdar yrðu á fossa sem njóta sér­stakrar verndar í nátt­úru­vernd­ar­lög­um. „Í Ham­arsá eru margir fossar og verður stýrt rennsli á fossum frá Ham­ars­vatni að inn­takslóni og skert rennsli í fossum frá inn­takslóni að frá­rennsl­is­göng­um. Einnig verður skert rennsli í fossum í Morsa, Ytri­-­Þránd­ará og Leir­dalsá.“

Foss­arnir aft­ur­kræfir

Svo seg­ir: „Hafa ber í huga að allir þeir fossar sem hafa skert eða stýrt rennsli eru að fullu aft­ur­kræfir ef kom­andi kyn­slóðir kjósa svo.“ Þá kemur fram að önnur fyr­ir­sjá­an­leg áhrif séu helst þau að óbyggð víð­erni myndu skerð­ast „en hafa ber í huga að til­tölu­lega stutt er í veitur Kára­hnjúka­virkj­unar og Gríms­ár­virkj­un­ar“.

Í skýrsl­unni stendur að ferða­menn á svæð­inu séu fáir vegna lélegra sam­gangna en með virkjun myndi „opn­ast mögu­lega á aðgang ferða­fólks og íbúa nær­svæðis til að nýta svæðið bet­ur“.

Í jaðri Hraunasvæðis við botn Hamarsdals.
Skarphéðinn Þórisson

Hug­myndir að sjö öðrum virkj­unum á Hrauna­svæð­inu austan Vatna­jök­uls hafa verið til skoð­unar síð­ustu miss­eri. Orku­stofnun gaf út rann­sókn­ar­leyfi vegna þeirra á árunum 2016-2019.

Orku­salan með fimm rann­sókn­ar­leyfi

Fimm þess­ara leyfa hefur Orku­salan sótt um og feng­ið. Árið 2018 fékk hún leyfi til rann­sókna vegna fyr­ir­hug­aðrar 2-3 MW Gils­ár­virkj­unar sem myndi nýta fall­vatn Gilsár á Hér­aði. Sama ár fékk hún leyfi til rann­sókna á 2 MW virkjun Köldu­kvíslar á Aust­ur-Hér­aði sem og vegna 8-10 MW Bessa­staða­ár­virkj­unar í Fljóts­dal.

Í fyrra fékk hún svo rann­sókn­ar­leyfi vegna 5 MW virkj­unar Kaldár og Ásdalsár í Jök­ulsár­hlíð. Fimmta virkj­un­ar­hug­myndin sem Orku­salan hefur fengið rann­sókn­ar­leyfi vegna er Ódáða­vötn niður í Suð­ur­dal Skrið­dals. Þar á að kanna for­sendur fyrir 4 MW virkjun en á svæð­inu er þegar önnur virkjun fyr­ir­tæk­is­ins, Gríms­ár­virkj­un.

Fyrir utan Ham­ar­s­virkjun og Geit­dals­ár­virkjun fékk fyr­ir­tækið Arctic Hydro rann­sókn­ar­leyfi vegna Kiðu­fells­virkj­unar árið 2016. Sam­kvæmt vef­síðu Orku­stofn­unar er það nú útrunn­ið. Sú virkjun yrði á vatna­sviði Fellsár og Kelduár í Fljóts­dals­hreppi og var afl hennar sam­kvæmt leyf­inu áætlað um 20 MW.

Margar ár sem nefndar eru í tengslum við þessar virkj­anir sem að framan eru taldar stóð til að virkja áður og eru enn hluti af virkj­ana­hug­myndum sem bíða þess að vera afgreiddar í til­lögu að ramma­á­ætl­un. 

Á göngu um Geitdal.
Ingibjörg Jónsdóttir

Arctic Hydro fékk rann­sókn­ar­leyfi vegna Geit­dals­ár­virkj­unar árið 2016 og árið 2017 sam­þykkti Orku­stofnun að rann­sókn­ar­svæðið yrði stækkað. Í leyf­inu sagði að stækk­unin væri þess eðlis að „ber­sýni­lega“ væri „óþarfi að leita umsagnar umsagn­ar­að­ila að nýju“.

Í umsókn fyr­ir­tæk­is­ins um stækk­un­ina kom fram að athug­anir bentu til þess að hag­kvæmt gæti reynst að miðla vatni á svæði sem var utan þess sem fyrra leyfið tók til, nánar til­tekið í Leiru­dal. „Um gæti verið að ræða miðl­un­ar­lón sem í hæstu stöðu væri 2,8 km2 að flat­ar­máli,“ segir í umsókn­inni. Mesta hæð stíflu yrði átján metrar og lengd um 970 metrar sam­kvæmt frum­at­hug­un­um.

Sam­eign þjóð­ar­innar

Fyrir tæpum tveimur árum gerðu Arctic Hydro og sveit­ar­fé­lagið Fljóts­dals­hérað með sér sam­komu­lag vegna áætl­ana um rann­sóknir fyr­ir­hug­aðrar virkj­unar í Geit­dal. Þar er sveit­ar­fé­lagið skil­greint sem land­eig­and­i. 

Þetta segja Land­vernd og Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök Aust­ur­lands ekki fylli­lega rétt í nýlegu bréfi sínu til þriggja ráð­herra. „At­hugun okkar bendir til þess að stór hluti af því svæði sem samn­ing­ur­inn nær til sé eign­ar­land rík­is­ins. Því er um sam­eign þjóð­ar­innar að ræða, land í rík­i­s­eigu sem verður hugs­an­lega þjóð­lenda í fram­tíð­inni. Engu að síður virð­ist sem fram­an­greindur samn­ingur veiti rétt­hafa umtals­verða heim­ild og lof­orð á öllu því land­svæði sem um er að ræða.“

Fossar í Geitdal. Vatnsmagn í Geitdalsá sveiflast töluvert yfir árið.
Andrés Skúlason

Í bréf­inu kemur enn fremur fram að fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið hafi stað­fest að við­ræður hafi staðið yfir á vegum rík­is­ins við sveit­ar­fé­lagið Fljóts­dals­hérað um hvernig skuli staðið að skipt­ingu á end­ur­gjaldi fyrir vatns­rétt­indin í tengslum við áform um Geit­dals­ár­virkj­un. Að sögn ráðu­neyt­is­ins liggja drög að sam­komu­lagi fyrir sem gera ráð fyrir jafnri skipt­ingu end­ur­gjalds vegna nýt­ingar á auð­lind­inni, en ekki hefur verið gengið frá und­ir­ritun þess. Ráðu­neytið neitar hins vegar að afhenda sam­komu­lagið fyrr en það hefur verið gengið end­an­lega frá því.

Innan mið­há­lend­is­línu

„Vatna­svið áform­aðar Geit­dals­virkj­unar er innan mið­há­lend­is­línu á öræfum Aust­ur­lands sem nefnd eru Hraun,“ segir í bréfi sam­tak­anna. „Sá hluti Hraun­anna sem ekki er undir beinum áhrifum mann­virkja Kára­hnjúka­virkj­unar er eðli­legur hluti þess þjóð­garðs á mið­há­lend­inu sem rík­is­stjórnin áform­ar.“

Mæl­ast sam­tökin í bréf­inu til þess að ríkið afhendi ekki nýt­ing­ar­rétt á umræddu vatna­sviði, svæði sem Óbyggða­nefnd er að hefj­ast handa við vinnu á afmörkun á þjóð­lend­um.

Virkj­ana­hug­mynd­irnar átta sem síð­ustu ár hafa verið rann­sak­aðar með leyfi Orku­stofn­unar á Hrauna­svæð­inu eru sam­tals um 110 MW. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar