Mynd: Birgir Þór Harðarson Bjarni Benediktsson Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Grundvallarbreyting gerð á eigendastefnu ríkisins gagnvart Landsbankanum

Málamiðlun virðist hafa náðst milli stjórnarflokkanna sem gerir það kleift að hægt verði að hefja sölu á Íslandsbanka á yfirstandandi kjörtímabili. Í henni felst grundvallarbreyting á eigendastefnu varðandi Landsbankann. Búið er að fjarlægja hugmyndir um að selja hluta hans úr stefnunni og nýtt markmið um eignarhaldið hefur verið smíðað.

Í nýrri eig­enda­stefnu íslenska rík­is­ins fyrir fjár­mála­fyr­ir­tæki, sem birt var seint á föstu­dag, er búið að gera umtals­verðar breyt­ingar á þeim mark­miðum sem ríkið hefur varð­andi eign­ar­hald á Lands­bank­an­um. Í eldri eig­enda­stefn­unni, sem var frá árinu 2017, sagði að stefnt yrði að því að ríkið ætti veru­legan eign­ar­hlut, 34 til 40 pró­sent, í bank­anum til lang­frama. Að öðru leyti yrðu eign­ar­hlutir rík­is­ins seldir „á næstu árum þegar hag­felld og æski­leg skil­yrði eru fyrir hendi“ sam­hliða því að hann yrði skráður á hluta­bréfa­mark­að.

Í nýju eig­enda­stefn­unni er búið að taka út það stærð­ar­mark sem æski­legt sé að ríkið eigi í Lands­bank­an­um. Þess í stað segir að ríkið eigi að eiga „veru­legan hlut“ í bank­anum til lang­frama. 

Búið er að taka út áform um að selja eign­ar­hlut­inn strax og hag­felld og æski­leg skil­yrði séu fyrir hendi og áform um að skrá hann á hluta­bréfa­mark­að. Þess í stað er búið að bæta því inn í eig­enda­stefn­una að ákvörðun um sölu Lands­bank­ans verði ekki tekin fyrr en að sölu­ferli Íslands­banka sé lok­ið.

Mark­miðið með eign­ar­haldi rík­is­ins á þessum stærsta banka lands­ins hefur líka breyst. Í gömlu eig­enda­stefn­unni sagði að ástæða þessa væri „til að stuðla að stöð­ug­leika í fjár­mála­kerf­inu og tryggja nauð­syn­lega inn­viði þess.“ 

Í nýju stefn­unni segir að mark­miðið með eign­ar­hald­inu sé að „stjórn­völd hafi ráð­andi ítök í a.m.k. einni fjár­mála­stofnun sem þjón­ustar almenn­ing og fyr­ir­tæki og hefur höf­uð­stöðvar hér á landi. Þannig tryggja stjórn­völd að almenn, vönduð og traust fjár­mála­þjón­usta standi öllum til boða óháð m.a. búsetu. Mark­miðið með eign­ar­hald­inu er enn­fremur að stuðla að stöð­ug­leika í fjár­mála­kerf­inu, ásamt því að tryggja nauð­syn­lega og áreið­an­lega inn­viði þess.“

Bjarni vill hefja sölu­ferlið á kjör­tíma­bil­inu

Engin breyt­ing er hins vegar gerð á mark­miðum rík­is­ins hvað varðar eign­ar­hald á hinum bank­anum sem það á, Íslands­banka. Enn er stefnt að því að selja bank­ann „þegar hag­felld og æski­leg skil­yrði eru fyrir hend­i.“

Það blasir við að Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, er mjög áfram um að hefja sölu­ferli á rík­is­bönk­un­um. Eftir að Hvít­­­­bók um fram­­­­tíð­­­­ar­­­­sýn fyrir fjár­­­­­­­mála­­­­kerfið, þar sem var fjallað ítar­­­­lega um hvernig skuli standa að sölu á hlutafé í þeim, var birt í lok árs 2018 hefur Bjarni ítrekað tjáð sig um það opin­ber­lega að hann vilji byrja að selja, að minnsta kosti hluta, af Íslands­banka áður en kjör­tíma­bil­inu lýk­ur. Í jan­úar í fyrra ræddi hann einnig um mögu­lega sölu á stórum hlut í Lands­bank­an­um, líkt og gert var ráð fyrir í þágild­andi eig­enda­stefnu og fjár­lög­um. 

Málið komst hins vegar ekki á almenni­legt skrið á þeim tíma, meðal ann­ars vegna þess að það var margt annað í efna­hags­líf­inu sem kall­aði á athygli ráða­manna, líkt og gjald­þrot WOW air, loðnu­brestur og erf­ið­leikar Icelandair vegna kyrr­setn­ingar á Boeing 737 Max vélum sem fyr­ir­tækið hafði fest kaup á. Því sköp­uð­ust ekki hag­felld né æski­leg skil­yrði til að hefja sölu­ferli. 

Það verður heldur ekki gert nema að til­lögu Banka­sýslu rík­is­ins til fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra. Stjórn­ar­for­maður hennar er Lárus Blön­dal. Hann var líka for­maður þess hóps sem vann Hvít­bók­ina um fjár­mála­kerfið og hefur verið trún­að­ar- og stuðn­ings­maður Bjarna Bene­dikts­sonar um ára­bil, enda skip­aður í störfin af hon­um.

Það er enda fjallað um eign­ar­hald rík­is­ins á bönkum í stjórn­­­ar­sátt­­mála rík­­is­­stjórn­­­ar­innar og því fyr­ir­liggj­andi að þeir þrír ólíku flokkar sem mynda rík­is­stjórn­ina hafa rætt málið þegar hún var mynd­uð. Þar segir að eign­­­ar­hald rík­­­is­ins á fjár­­­­­mála­­­fyr­ir­tækjum sé „það umfangs­­­mesta í Evr­­­ópu og vill rík­­­is­­­stjórnin leita leiða til að draga úr því.“ Með­vitað var hins vegar ekki farið í nán­ari skil­grein­ingar á hvernig það mark­mið ætti að nást.

Hreyf­ing á málið í fyrra­haust

Greint var frá því í Mark­aðn­­­um, fylg­i­­­riti Frétta­­­blaðs­ins um efna­hags­­­mál og við­­­skipti, í byrjun sept­­­em­ber­mán­aðar í fyrra að í nýlegu gerðu minn­is­­­­­blaði Banka­­­­­sýsl­unnar væri lagt til að annað hvort ætti að selja að minnsta kosti 25 pró­­­­­­sent hlut í Íslands­­­­­­­­­­­banka í hluta­fjár­­­­­­út­­­­­­­­­­­boði og skrá þau bréf tví­­­­­­hliða á mark­að, eða að selja allt að öllu hlutafé í bank­­­­­­anum með upp­­­­­­­­­­­boðs­­­­­­leið þar sem önnur fjár­­­­­­­­­­­mála­­­­­­fyr­ir­tæki eða sjóðir geti gert til­­­­­­­­­­­boð í hann. 

Banka­­­­sýslan hefur ekki lagt það minn­is­­­­blað enn fram opin­ber­­­­lega. 

Á svip­uðum tíma tók Bjarni að tala aftur um sölu á rík­is­bönk­un­um, og nú í sam­hengi við fjár­mögnun á sam­göngusátt­mála.

Á svip­uðum tíma tjáði Lilja Alfreðs­dótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra og vara­for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, sig um sölu á rík­is­bönk­unum í útvarps­þætt­inum Sprengisandi. Lilja situr í ráð­herra­nefnd um efna­hags­mál og end­ur­skipu­lagn­ingu fjár­mála­kerf­is­ins ásamt Bjarna og Katrínu Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra. Fyr­ir­komu­lagið er um margt óvenju­legt, enda Lilja ekki for­maður síns flokks. Hún býr hins vegar yfir mik­illi reynslu af því að starfa við efna­hags­mál, bæði í Seðla­banka Íslands og á alþjóða­vett­vang­i. 

Lilja Alfreðsdóttir situr í ráðherranefnd um efnahagsmál og endurskipulagningu fjármálakerfisins.
Mynd: Bára Huld Beck

Í þætt­inum sagði Lilja að það væri for­senda fyrir sölu á eign­ar­hlut rík­is­ins í bönk­unum að eig­enda­stefna rík­is­ins yrði upp­færð. Aðkoma og hlut­verk rík­is­ins þyrfti að liggja skýr fyr­ir. Þá sé for­senda að upp­færa eig­enda­stefnu rík­is­ins. „Við höfum talað um að Lands­bank­inn verði í eigu rík­is­sjóðs en í núver­andi eig­enda­stefnu er það ekki gefið til kynna[...]Allt sem við gerum með þetta þarf að vera gert í opnu og gagn­sæju ferli og mögu­legir kaup­end­ur, hvort sem það er almenn­ingar eða aðrir aðil­ar, það þarf að vera alveg skýrt hvert hlut­verk rík­is­sjóðs er á þessum mark­að­i.“ 

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra sagði á svip­uðum tíma við RÚV: „Það hefur ekki verið mín sýn eða rík­is­stjórn­ar­innar að halda eign­ar­haldi yfir Íslands­banka, þar sem við höfum sagt er að það skipti miklu máli að Lands­bank­inn, að þar verði ríkið áfram leið­andi fjár­fest­ir.”

Þær breyt­ingar sem nú hafa verið gerðar á eig­enda­stefn­unni eru að öllu leyti í takti við það sem Lilja kall­aði eftir í ofan­greindu við­tali og eru að miklu leyti í takti við það sem for­sæt­is­ráð­herra sagði um svipað leyti.

Eig­endur með lang­tíma­sjón­ar­mið að leið­ar­ljósi

Lilja hefur einnig talað með þeim hætti í gegnum tíð­ina að það sé ekki ein­ungis mik­il­vægt að selja banka, heldur skipti máli hverjum sé selt, í ljósi þess hversu kerf­is­lega mik­il­vægir þrír stærstu bank­arnir eru hér­lend­is. Það þurfi að horfa til þess að kaup­endur séu til staðar sem hafi þekk­ingu á rekstri fjár­mála­fyr­ir­tækja, eigi fjár­muni til að kaupa þau og séu með lang­tíma­mark­mið að leið­ar­ljósi í fjár­fest­ing­unni, ekki skamm­tíma hagn­að­ar­von. Þessi skoðun hennar var til að mynda mjög sýni­leg þegar umræða var um breyt­ingar á eign­ar­haldi á Arion banka á árinu 2017, þegar erlendir skamm­tíma­sjóð­ir, oft kall­aðir vog­un­ar­sjóð­ir, voru að ger­ast virkir eig­endur í bank­an­um. 

Sú afstaða Lilju er mjög í takt við umfjöll­unar Hvít­bók­ar­innar um eign­ar­hald á banka­kerf­inu. Þar sagði: „Heil­brigt eign­­ar­hald er mik­il­væg for­­senda þess að banka­­kerfi hald­ist traust um langa fram­­tíð. Í því felst að eig­endur banka séu traust­ir, hafi umfangs­­mikla reynslu og þekk­ingu á starf­­semi banka og fjár­­hags­­lega burði til að standa á bak við bank­ann þegar á móti blæs. Mik­il­vægt er að eig­endur hafi lang­­tíma­­sjón­­ar­mið að leið­­ar­­ljósi.“

Byrjað að und­ir­búa jarð­veg­inn fyrir sölu­ferli

Fyrir liggur þó að nú er upp­taktur í sölu­ferl­inu og upp­færða eig­enda­stefn­an, sem breytir mark­miðum vegna eign­ar­halds á Lands­bank­anum í grund­vall­ar­at­rið­um, er stórt skref í því. 

Bjarni hafði opnað aftur á að það myndi fara að hefj­ast í við­tali við Morg­un­­blaðið í byrjun febr­ú­ar. Þar sagði hann að nú þegar að hag­­­kerfið væri að kólna væri það kostur að losa um eign­­­ar­hald rík­­­is­ins í bönkum og nota fjár­­­mun­ina sem fást út úr slíkri sölu í inn­­­viða­fjár­­­­­fest­ing­­­ar. Ólík­­­legt væri, miðað við verð­­mat mark­að­­ar­ins á fjár­­­mála­­fyr­ir­tækjum að fullt bók­­fært verð, sem er um 180 millj­­arðar króna, feng­ist fyrir hlut í Íslands­­­banka. Það væri engu að síður rétt að losa um eign­­­ar­haldið í skrefum og 25 pró­­­sent hlutur í bank­­­anum væri tuga millj­­­arða króna virði.

Í auka­­blaði Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins, sem bar nafnið „Á réttri leið“ og var dreift í aldreif­ingu með Morg­un­­blað­inu skömmu síð­ar, sagði Bjarni að sala á 25 til 50 pró­­sent hlut í Íslands­­­banka á næstu árum myndi opna á stór tæki­­færi til fjár­­­fest­inga. „Á und­an­­förnum árum hefur mikið verið rætt um gjald­­töku til að fjár­­­magna sam­­göng­u­bætur og það er skilj­an­­legt, vegna þess að við þurfum að hraða fram­­kvæmd­um, en nær­tæk­­ari leið er að losa um þessa verð­­mætu eign og afmarka gjald­­töku í fram­­tíð­inni við stærri fram­­kvæmdir á borð við Sunda­braut, Hval­fjarð­­ar­­göng og aðra ganga­­gerð. Núna er góður tími til að huga að átaki í þessum efn­um, efna­hags­lífið er til­­­búið fyrir opin­berar fram­­kvæmd­­ir.“

Mála­miðlun náðst milli stjórn­ar­flokk­anna

Katrín Jak­obs­dóttir for­­sæt­is­ráð­herra sagði í kjöl­farið í sam­tali við Kjarn­ann að það væri skyn­­sam­­legt að ráð­­ast í sölu á hlut í Íslands­­­banka ef það væri tengt við það að nota ávinn­ing­inn í inn­­viða­fjár­­­fest­ing­­ar. Þannig væri hægt að losa um eignir rík­­is­ins og nýta fjár­muni í þörf verk­efni. Hún stað­festi að vænt sölu­­ferli Íslands­­­banka hefði þá þegar verið rætt á vett­vangi ráð­herra­­nefnd um efna­hags­­mál, en í henni sitja auk Katrínar þau Bjarni Bene­dikts­­son, fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, og Lilja D. Alfreðs­dótt­ir, mennta- og menn­ing­­ar­­mála­ráð­herra.

Katrín sagð­ist leggja áherslu á að sölu­­ferlið verði að vera opið og gagn­­sætt. Það væri hins vegar ekki rík­­is­ins að ákveða hverjir kaupi ef til dæmis 25 pró­­sent hlutur í bank­­anum yrði seldur í gegnum skrán­ingu á hluta­bréfa­­mark­að. „Það skiptir máli að það sé jafn­­ræði á milli þeirra sem hafa áhuga.“

Vert er þó að rifja upp að for­sæt­is­ráð­herr­ann hefur áður tjáð sig um að henni hugn­ist ekki að hluti af eign rík­is­ins í Lands­bank­anum verði seld­ur, líkt og fyrri eig­enda­stefna gerði ráð fyr­ir. Í fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í febr­úar 2016 spurði hún Bjarna út í slíkt áform og sagði þá að þau deildu „ekki endi­lega skoðun á því hvort æski­legt sé að selja hlut í Lands­bank­an­um. Ég hef talað fyrir því að eðli­legt sé að við skoðum aðra hugsun inn í fjár­mála­kerf­ið. Ég hefði til dæmis viljað sjá miklu lengra gengið í end­ur­skipu­lagn­ingu fjár­mála­kerf­is­ins og að lokið yrði við aðskilnað við­skipta- og fjár­fest­inga­banka­starf­semi á meðan við getum sagt að ríkið sé í þess­ari stöðu að halda utan um þá eign­ar­hluti sem ríkið heldur utan um nún­a.“ 

Mála­miðlun virð­ist hafa náðst um sölu­ferli bank­anna. Hún opin­ber­ast í nýju eig­enda­stefn­unni og ber þess merki að þeir þrír stjórn­mála­menn sem bera að uppi­stöðu ábyrgð á því að setja ferlið af stað, hafi allir gefið eitt­hvað eftir af afstöðu sinni. Sú mála­miðlun mun koma hreyf­ingu á mál­ið.

Í sam­tali við mbl.is um liðna helgi, eftir að eig­enda­stefnan var birt, sagði Bjarni enda að hann vænti þess að rík­is­stjórnin gæti tekið „mik­il­væg skref“ til að losa um eign­ar­hluti í Íslands­banka á næstu vik­um. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar