Ólafur Örn Haraldsson

„Enginn hefur sýnt annan eins forkastanlegan ásetning“

Það er til marks um „fúsk“ að Íslensk vatnsorka ehf., sem áformar virkjun við Hagavatn, reyni að „svindla sér fram hjá“ rammaáætlun. Forseti Ferðafélagsins segir fleiri nú reyna sama leik sem sýni að virkjanahugmyndir þeirra þoli ekki faglega skoðun.

For­seti Ferða­fé­lags Íslands segir það „hreina ósvífni“ og til marks um „fúsk og fag­legt sið­leysi“ að Íslensk vatns­orka ehf. reyni að „svindla sér fram hjá fag­legri skoð­un“ með því að leggja fram til­lögu að Haga­vatns­virkjun rétt undir þeim stærð­ar­mörkum sem kalli á með­ferð í ramma­á­ætl­un um vernd og orku­nýt­ingu land­svæða. Á sama tíma sé boðað að aðeins sé um fyrsta á­fanga að ræða. Til standi að stækka virkj­un­ina með því að nýta vatna­svið Jarl­hettu­kvíslar sem er á milli Lang­jök­uls og móbergs­hryggj­ar­ins Jarl­hetta.

„Jarl­hettu­dal­ur­inn er nýlega laus við jök­ul,“ seg­ir ­for­set­inn Ólafur Örn Har­alds­son í sam­tali við Kjarn­ann. „Þetta er eitt af fáum svæð­u­m þar sem enn er að finna þessa ein­stöku öræfa­kyrrð sem aðeins verður til fjarri ­mönnum og þeirra verk­um. Yrði fram­kvæmt á svæð­inu væri verið að tala um alveg nýjar víddir í nátt­úru­spjöll­um, annað og enn meira heldur en að hækka og lækk­a vatns­borð Haga­vatns.“

Hann segir miklu nær að frið­lýsa hinar sér­stæðu jarð­mynd­an­ir sunnan og austan Lang­jök­uls, Jarl­hettur og Haga­vatn þar með. „Land­mótun við Haga­vatn er meðal merk­ustu ferla í jöklum á Íslandi. Þetta er hin kalda kinn lands­ins. Hlýnun jarðar og hop jöklanna myndar bak­grunn­inn og svæðið er eins og opin bók fyrir hvert manns­barn að skilja áhrif­in. Þarna er hægt að skoða ­sög­una, verða vitni að henni. Og í þessu fel­ast gríð­ar­lega mikil verð­mæt­i.“ 

Verð­mæt­unum sem Ólafur vísar til er kannski best lýst með­ orðum föður hans, Har­aldar Matth­í­as­son­ar. Í for­mála árbókar Ferða­fé­lags Íslands­ árið 1980 sem ber heitið Lang­jök­uls­leiðir, mælir Har­aldur með Langjökli og umhverf­i hans við hvern þann, „er ann óbyggðum Íslands. Þar birt­ast öll helztu ein­kenn­i ís­lenzkra óbyggða, jöklar, háfjöll, hraun, eld­gígir, sand­ar, ár, lækir og ­stöðu­vötn, öræfin í allri sinni nekt og hrika­leik, en einnig gras­flæmi og blóm­skrúð. Þar í grennd við jökul­inn rifj­ast einnig upp hluti af sög­u ­þjóð­ar­inn­ar, sókn og sigr­ar, und­an­hald og ósigr­ar, einnig dul­ar­heimur þjóð­sagna og ævin­týra; land og saga renna saman í heild“.

Stærri virkjun í bið­flokki ramma­á­ætl­unar

Íslensk vatns­orka ehf. áformar að reisa rétt tæp­lega 10 MW virkj­un við Haga­vatn sunnan Lang­jök­uls með því að reisa tvær stíflur og breyta vatn­in­u í 23 fer­kíló­metra miðl­un­ar­lón. Fram­kvæmdin yrði innan mið­há­lend­is­línu og að hluta í óbyggðu víð­erni. Fyrstu hug­myndir gerðu ráð fyrir stór­virkjun en á síð­ari stigum og er verk­efnið var kynnt fyrir fag­hópum ramma­á­ætl­unar var aflið 20 MW. Í nýrri til­lögu að mats­á­ætl­un, sem lögð var fram í lok síð­asta árs, er það svo komið niður í 9,9 MW. Rann­sókn­ar­leyfi, sem Orku­stofnun end­ur­nýj­aði í fyrra, mið­ast hins vegar við 18 MW.

Ef upp­sett afl er innan 10 megawatta þarf virkj­un­ar­kost­ur ekki að fara í gegnum ferli ramma­á­ætl­un­ar. Í til­lögu að þriðja áfanga henn­ar, ­sem leggja á fram á vor­þingi í þriðja sinn, er hug­myndin um 20 MW Haga­vatns­virkjun enn í bið­flokki.

Tilhögun fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar eins og hún er kynnt í tillögu að matsskýrslu.
Skjáskot úr tillögu að matsskýrslu

Ólafur bendir á að Íslensk vatns­orka sé ekki ein­i ­virkj­ana­að­il­inn sem nú freisti þess að fara þá leið að minnka rafa­fl ­fyr­ir­hug­aðra virkj­ana. „Það eru menn að gera til að sleppa undir þessi mörk, til að kom­ast fram­hjá ramma­á­ætl­un. Það er að segja, menn eru með­ ­virkj­ana­hug­myndir sem þola ekki fag­lega skoð­un.“

Íslensk vatns­orka gangi hins vegar svo langt að boða að 9,9 MW sé aðeins fyrsti áfangi að stærri virkj­un. „Eng­inn hefur sýnt annan eins ­forkast­an­legan ásetn­ing,“ segir Ólafur

Hann bendir á að hug­myndum um fram­kvæmd­ina hafi verið breytt margoft síð­ustu ár og for­svars­menn fyr­ir­tæk­is­ins meðal ann­ars kynnt hana sem ­rennsl­is­virkjun þegar nefnd Alþingis fjall­aði um málið er lagt var til að færa hana úr bið­flokki ramma­á­ætl­unar í nýt­ing­ar­flokk.

Af því varð ekki.

„Þeir voru gerðir aft­ur­reka með þessa full­yrð­ingu því sýnt var fram á að þetta væri ekki rennsl­is­virkjun heldur lón með sveiflu á vatns­yf­ir­borði. Þannig að þeir eru marg­saga og þetta er mjög ótrú­verð­ug fram­setn­ing. Maður veltir því líka fyrir sér af hverju bæði Lands­virkj­un og Orku­veitan hafi hætt við Haga­vatns­virkjun en voru áður áhuga­söm.“

Ólafur Örn Haraldsson, forseti Ferðafélags Íslands og fyrrverandi þjóðgarðsvörður á Þingvöllum gjörþekkir svæðið við Langjökul.
Ólafur Örn Haraldsson

Ferða­fé­lag Íslands hefur að sögn Ólafs ávallt átt í góð­u ­sam­starfi við sveit­ar­fé­lagið Blá­skóga­byggð og fólkið þar í sveit. Þau sam­skipt­i hafi ein­kennst af gagn­kvæmri virð­ingu og trausti. Fyrsti skáli félags­ins, Hvít­ár­nes, var reistur í afrétti Bisk­ups­tungna og síðan þá hefur verið unn­ið ­með sveit­ar­fé­lag­inu að fjöl­mörgum verk­efn­um, s.s. bygg­ingu skála og hest­hús­s ­fyrir fjall­menn, aðstöðu fyrir hesta­menn, borun eftir vatni, brú­ar­við­gerð­u­m, ­vega­bótum og svo mætti áfram telja. Þá hefur félagið í ára­tugi skipu­lagt ferð­ir um svæð­ið.

Traust og vin­ar­hugur

Tveir marg­fróðir heima­menn, Gísli Sig­urðs­son frá Úthlíð og ­Arnór Karls­son frá Gígj­ar­hólskoti skrif­uðu árbækur Ferða­fé­lags­ins um afrétt­inn. „Þetta sam­starf, traust og vin­ar­hugur á milli Ferða­fé­lags­ins og Blá­skóga­byggð­ar­ hefur staðið alla tíð og má minn­ast þess að hjónin á Vatns­leysu, Sig­urður og ­Sig­ríð­ur, tóku á móti Ferða­fé­lags­fólki með veislu ár hvert þegar komið var úr frá­gangs­ferð í sælu­hús­unum á haustin. Þessi góði sam­starfs­hugur stendur enn.“

Skáli Ferða­fé­lags­ins við Haga­vatn var reistur árið 1942. „Haga­vatns­svæðið og næsta nágrenni er heima­mönnum mjög kært en það er lík­a okkur hjá Ferða­fé­lag­inu kært,“ segir Ólafur með áherslu. „Við berum mikla virð­ingu fyrir þeirra hefð­bundnu sauð­fjár­beit og hefðum og menn­ingu í smala­mennsku. Við höfum verið á þessu svæði í meira en 75 ár. Ég held að þessi ­sam­eig­in­lega vænt­um­þykja og virð­ing fyrir land­inu hljóti að vera meira virði en að efna þarna til nátt­úru­spjalla með virkj­un.“

Hagavatn hefur breyst vegna hops Eystri-Hagafellsjökuls. Jarlhettur til hægri á myndinni.
Einar Ragnar Sigurðsson

Ferða­fé­lagið hefur áhuga á því að vinna að alls­herj­ar ­stefnu­mótun svæð­is­ins og um leið verndun í sam­vinnu við sveit­ar­fé­lag­ið. „Við viljum opna augu fólks fyrir því að þetta er mjög verð­mætt svæði. Það er hverg­i ­jafn auð­velt að kom­ast að jökli og sjá jafn trölls­leg ummerki land­mót­unar og það rétt ofan við fjöl­menn­ustu ferða­manna­leið lands­ins, Gullna hring­inn. Það er eng­inn vandi að sjá fyrir sér að teygja skyn­sam­lega og sjálf­bæra ferða­mennsku þarna inn eft­ir. Í þessu fel­ast fjár­hags­leg verð­mæt­i.“

Fleygur í ein­stakt svæði

Sífellt fleiri eru að átta sig á því að óbyggð víð­erni eru hverf­andi verð­mæti á lands- og heims­vísu. Á stóru svæði við Lang­jökul er ­nátt­úran nær ósnortin af mann­anna verk­um. „Með því að reka fleyg í gegnum þetta ­svæði með virkjun væri verið að brjóta upp eitt af ein­stök­ustu svæð­u­m lands­ins,“ segir Ólaf­ur. „Ef horft er á þetta í stærra sam­hengi þá fel­ast miklu ­meiri verð­mæti í því að láta svæðið í friði. Það  er ekki verj­andi að fara í þessi ­nátt­úru­spjöll og laga­króka fyrir ekki stærri ávinn­ing í orku.“

Sam­kvæmt umsókn Íslenskrar vatns­orku til Orku­stofn­unar á fram­leng­ingu rann­sókn­ar­leyfis við Haga­vatn kemur fram að í öðrum áfanga verk­efn­is­ins sé gert ráð fyrir að nýta vatna­svið Jarl­hetta. Ólaf­ur, sem ­gjör­þekkir svæð­ið, segir að mikil sveifla sé á vatn­inu í Jarl­hettu­kvísl. Hún­ ým­ist þorni nán­ast upp eða bólgni mik­ið. 

Til að veita vatn­inu úr Jarl­hettu­kvísl inn í miðl­un­ar­lónið í Haga­vatni þyrfti að sækja ána ofar­lega í Jarl­hettu­dal með­ til­heyr­andi mann­virkja­gerð og raski. „Að halda að þarna sé aðeins fyr­ir­hugað að raska landi við útrennsli Haga­vatns er algjör mis­skiln­ing­ur.“

Ferðafélagið hefur byggt fjórar brýr yfir Farið í gegnum árin. Sú nýjasta stendur enn en hinum fyrri sópaði áin í burtu með jakaburði.
Ólafur Örn Haraldsson

Jarl­hettur sjást víða af Suð­ur­landi enda „ber þessa hvass­brýndu tinda við hvíta bungu Lang­jök­ul­s,“ segir í árbók Ferða­fé­lags­ins frá­ 1998 um hina 15 kíló­metra löngu tinda­röð. „Jarl­hettur eru með sér­stæðust­u ­fjöllum á Íslandi og jafn­framt mynd­rænar með afbrigð­u­m,“ segir enn fremur í ár­bók­inni.

Haga­fells­jök­ull, skrið­jök­ull úr Langjökli, er á mik­illi hreyf­ingu. Hopið er meira en víð­ast hvar ann­ars stað­ar. En hann hefur lík­a hlaupið fram í köldum árum. Fyrir nokkrum ára­tugum lá jök­ull alveg fram að Jarl­hett­un­um. Er hann hopaði opn­að­ist merki­legt svæði milli þeirra og Lang­jök­uls. „Þarna er jök­ull­inn á aðra hönd og hinar stór­brotnu Jarl­hettur á hina. Það væri miklu nær að sveit­ar­fé­lagið leit­aði eftir frið­lýs­ingu á þessum ein­staka móbergs­hrygg og Haga­vatns­svæð­inu og lyfti verð­mæti þess með þeim hætt­i.“

Horft á umhverfið í heild

Ólafur segir mik­il­vægt að hugsa ekki aðeins um afl ­fyr­ir­hug­aðrar virkj­unar í þessu sam­hengi eða hvort þessi foss eða hinn mynd­i hverfa. „Við verðum að horfa á allt þetta umhverfi í heild, hvar við erum stödd í sög­unn­i.“

Að mati Ólafs hafa sveit­ar­stjórn Blá­skóga­byggðar og heima­menn í ára­tugi unnið mikið og lof­sam­legt starf á afrétt­in­um, þar á með­al­ ­geysi­mikla upp­græðslu, beit­ar­stýr­ingu, rekstur skála, ferða­manna­þjón­ustu og ­björg­un­ar­starf svo nokkuð sé talið. Það geri eng­inn bet­ur. Sveit­ar­stjórn­in hefur lagst gegn stofnun hálend­is­þjóð­garðs og sveit­ar­stjórn­ar­maður meðal ann­ar­s lýst því yfir að hann treysti rík­inu ekki fyrir hálend­in­u. 

Farið er útrennsli Hagavatns. Í því er Nýifoss sem myndaðist í hlaupi á fyrri hluta síðustu aldar. Með virkjun myndi fossinn hverfa.
Ellert Grétarsson

Ólafur bendir á að meg­in­þemað í umræðu um garð­inn sé vernd­un há­lend­is­ins. Hann segir að það geti vel verið að sveit­ar­stjórn Blá­skóga­byggð­ar­ sé betur fallin en ríkið til að vernda svæðið en þá megi ekki gleyma að því ­fylgi ábyrgð. „Sú ábyrgð er meðal ann­ars sú að ekki sé gengið á nátt­úru­verð­mæt­i eins og óbyggð víð­erni með virkjun Haga­vatns.“

Í árbók Ferða­fé­lags­ins frá 1998, Fjalla­jarðir og Frama­fréttur Bisk­ups­tungna, er fjallað ítar­lega um Haga­vatn og þá land­mót­un­ar­ferla sem virkir eru á svæð­inu. Þar kemur fram að vatnið hafi ver­ið ­rann­sókn­ar­efni jarð­fræð­inga meiripart síð­ustu aldar vegna breyt­inga sem rekja má til veð­ur­fars. Þær hafi á víxl orsakað fram­hlaup og hopun skrið­jöklanna og þar með haft áhrif á stærð og lögun vatns­ins. Haga­vatn hafi verið á far­alds­fæt­i ­vegna þessa.

Vatnið var lík­lega um 30 fer­kíló­metrar við upp­haf tutt­ugust­u ald­ar­innar en eftir mikil hlaup á 3. og 4. ára­tug þeirrar aldar minnk­aði það í um 4-5 fer­kíló­metra. Í bók­inni kemur fram að athygl­is­vert sé að fyrir hlaup­ið ­sem varð 1929 virð­ist ekk­ert útrennsli hafa verið ofanjarðar úr Haga­vatn­i ­sam­kvæmt rann­sóknum jarð­fræð­inga.

Í aðal­skipu­lagi Blá­skóga­byggðar er gert ráð fyrir 20 MW Haga­vatns­virkj­un. Í grein­ar­gerð kemur fram að „end­ur­heimt Haga­vatns“ sé for­senda þess að hægt sé að ráð­ast í frek­ari land­græðslu­að­gerðir sunnan vatns­ins. 

Land­græðslu­stjóri hefur hins vegar sagt að vegna sveiflu á vatns­borði með stíflun og miðl­un­ar­lóni myndi upp­blástur aukast á svæð­inu en ekki minnka með til­komu virkj­un­ar.

Undir þetta tekur Ólaf­ur. Í til­lögu að mats­á­ætlun virkj­un­ar­innar komi fram að vatns­borðið muni sveifl­ast um 5 metra. Það hljómi sak­leys­is­lega en sé það alls ekki. Um 600 hekt­arar yrðu ýmist undir vatni eða á þurru. Það skýrist af því að landið er mjög flatt. „Þetta er mun­ur­inn á djúpum diski og und­ir­skál,“ segir Ólafur til útskýr­ing­ar. Á 600 hekt­urum yrði árlega reglu­lega nýr leir sem er mun fok­gjarn­ari en eldri leir.

Útsýni af Stóru-Jarlhettu til vesturs yfir Hagafellsjökul, Hagavatn, Læmið og Hlöðufell. Skjaldbreiður fjærst.
Ólafur Örn Haraldsson

Ólafur gagn­rýnir einnig það sem for­svars­menn verk­efn­is­ins hafa haldið fram um að þar sem vatnið leggi á vet­urna myndi sveiflan ekki kom­a að sök. Þetta segir hann ein­fald­lega vit­leysu. „Það veit eng­inn hvenær og hvernig ís leggst yfir vatnið og hvort hann verði svo elsku­legur að leggjast ­yfir leir­inn.“

Það sé hins vegar rétt að mik­ill upp­blástur verði af auðn­unum við jökul­inn við ákveðnar aðstæð­ur. „Haga­vatns­botn er aðeins hluti af ­miklu stærra upp­blást­urs­svæði sunnan Lang­jök­uls. Nokkrir fer­kíló­metrar til eða frá munu litlu breyta.“

Ólafur segir að fyrir utan það að yfir­vof­andi hætta á nátt­úru­spjöllum steðji að svæð­inu og því legg­ist hann gegn virkj­un­inni séu beinir hags­munir Ferða­fé­lags­ins einnig mikl­ir. Félagið hafi um hríð haft hug­myndir um að stækka litla göngu­skál­ann við Haga­vatn enda telur það mikla ­ferða­mögu­leika í göngu­ferðum í nágrenn­in­u. 

„Við höfum verið þarna með starf­sem­i í öll þessi ár og teljum að með til­komu þess­arar virkj­un­ar, ég tala nú ekki um ef farið yrði inn í Jarl­hettu­dal­inn líka, þá sé verið að ganga á hags­muni okk­ar ­starf­semi. Við teljum okkur því hafa rétt til að taka til máls.“

Í Jarlhettudal. Úr dalnum rennur Jarlhettukvísl.
Ólafur Örn Haraldsson

Í til­lögu að mats­á­ætlun Haga­vatns­virkj­unar kemur fram að í frum­mats­skýrslu standi til að kanna áhrif fram­kvæmd­ar­innar á ferða­mennsku á svæð­inu. Í til­lög­unni er sér­stak­lega tekið fram að hug­myndir hafi komið upp um nýjan ferða­manna­skála á svæð­inu.

Svo seg­ir: „Ýmsir aðilar eru áhuga­samir um slíka upp­bygg­ing­u en með henni er gert ráð fyrir að streymi ferða­manna um svæðið auk­ist þar sem að­staða muni ger­breyt­ast. Til dæmis er hugs­an­legt að með slíkum skála yrð­u ­settar upp hleðslu­stöðvar fyrir raf­bíla, útbúin hesta­gerði fyrir hesta­menn og að gisti­að­staða yrði með nútíma þæg­ind­um. Ferða­manna­skáli við Haga­vatn gæt­i þannig gegnt lyk­il­hlut­verki í aðgangi að hugs­an­legum nýjum hálend­is­þjóð­garði og horfa land­eig­endur björtum augum til aukn­ingar ferða­manna um svæð­ið.“

Ekki hags­munir Ferða­fé­lags­ins

Vega­gerð er oft notuð sem rök fyrir virkj­unum en upp­byggð­ur­ ­vegur inn á fram­kvæmda­svæðið myndi taka „æv­in­týrið út úr sög­unn­i“, seg­ir Ólaf­ur. For­svars­mönnum Íslenskrar vatns­orku sé full­kunn­ugt um and­stöð­u ­Ferða­fé­lags­ins. „Þeir hafa komið á okkar fund og haldið því fram að með virkj­un ­myndi ferða­manna­straumur aukast mikið og að það séu okkar hags­munir að fá ­fjöld­ann. Það eru ekki okkar hags­mun­ir.“

Félagið bjóði ferðir og sé með skála á ákveðnum svæðum þar ­sem aðgengi er nokkuð auð­velt, svo sem í Þórs­mörk og á Lauga­veg­in­um. Á öðrum ­svæðum sé áhersla lögð á hina óbyggðu nátt­úru og ekki sé áhugi á því að breyta þeirri ásýnd með mann­virkj­um. „Við höfum hvorki áhuga á því að reka draug­inn ­sem sagður er vera í skál­anum í Hvít­ár­nesi í burtu né heldur að rífa það hús og ­byggja ann­að.“

Úlf­gráa hlið lands­ins

Hann segir það mat Ferða­fé­lags­ins að Haga­vatn eigi einmitt að sýna „þessa úlf­gráu hlið lands­ins með jökul­inn og öll hans áhrif á land­mót­un og jök­ul­gráa ána sem brýst þarna fram í gegnum klauf og niður gljúfrið. Við lítum ekki svo á að þetta sé svæði þar sem eigi að stunda fjölda­ferða­mennsku. Við sjáum að það er hægt að auka ferða­mennsku en þá til þess að sýna fólki þennan hráa og tor­sótta stað. Að sýna fólki þá mögn­uðu krafta sem þarna eru að verki“.

Ferða­fé­lag Íslands skil­aði ítar­legum athuga­semdum um Haga­virkj­un er hún var til með­ferðar hjá verk­efn­is­stjórn 3. áfanga ramma­á­ætl­un­ar. Þær athuga­semdir má lesa hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiViðtal