Að takast – eða ekki að takast – í hendur

Síðastliðinn þriðjudagur var hinn árlegi ríkisborgaradagur víða í Danmörku. Þá fá þeir ríkisborgararétt sem sótt hafa um, og uppfylla kröfurnar, með einu skilyrði. Það skilyrði er umdeilt.

Handaband Mynd: Bára Huld Beck
Auglýsing

Árlega sækir talsverður fjöldi erlendra ríkisborgara, búsettir í Danmörku, um danskan ríkisborgararétt. Um slíkar umsóknir gilda ákveðnar reglur og ýmis skilyrði sem uppfylla þarf til að komast „gegnum nálaraugað“, og öðlast réttinn. 

Ástæður þess að fólk, búsett í Danmörku, ákveður að sækja um ríkisborgararétt í landinu eru af ýmsum toga en snúa einkum að  réttindum sem danskir ríkisborgarar, búsettir í landinu, hafa umfram þá sem búa í landinu án ríkisborgararéttar. Meðal annars rétturinn til að taka þátt í þingkosningum. Þeir sem hafa ákveðið að búa í Danmörku, til frambúðar, sjá sér þannig hag í ríkisborgararéttinum. Mörg lönd, þar á meðal Ísland, heimila tvöfaldan ríkisborgararétt og í slíkum tilvikum er fólk ekki að kasta „gamla“ ríkisborgararéttinum fyrir róða þótt það sæki jafnframt um í nýju búsetulandi. Lög sem heimila tvöfaldan ríkisborgararétt tóku gildi í Danmörku 1. september 2015. 

Lögunum varðandi skilyrðin til ríkisborgararéttar í Danmörku hefur margoft verið breytt, oftast nær þannig að kröfurnar sem gerðar eru til umsækjenda hafa verið hertar. Í tíð ríkisstjórnar Lars Løkke Rasmussen voru árið 2018 gerðar umtalsverðar breytingar á þessum kröfum. Meðal annars þurfa umsækjendur að gangast undir próf til að kanna þekkingu þeirra á sögu Danmerkur ásamt dönskuprófi. Þessi próf, sem Íslendingar og aðrir Norðurlandabúar eru undanþegnir, þykja erfið og oft á tíðum smásmuguleg. Danska dagblaðið Berlingske lagði slík próf fyrir nokkra innfædda Dani, og meira en helmingur þeirra féll á söguprófinu en flestir náðu hinsvegar dönskuprófinu. 

Auglýsing

Skilyrðið um handaband

Meðal þeirra breytinga sem gerðar voru á lögunum um skilyrðin fyrir ríkisborgararéttinum árið 2018 er eitt atriði sem valdið hefur miklum deilum og umræðum. Þeim sem hafa sótt um og uppfyllt skilyrðin er gert að mæta í ráðhús sveitarfélagsins þar sem þeir búa á tilteknum degi. Þar þarf að gera tvennt: umsækjandinn skal undirrita skjal þar sem hann lofar að virða dönsk lög og reglur og halda í heiðri danska siði. Þetta vefst að jafnaði ekki fyrir umsækjendum. 

Það er hinsvegar síðara skilyrðið sem styr hefur staðið um. Það gerir hinum tilvonandi danska ríkisborgara skylt að innsigla umsóknina um ríkisborgararéttinn með handabandi. Taka í höndina á borgar- eða bæjarstjóranum eða fulltrúa hans. Fyrir flesta Evrópubúa er handaband ekki stórmál. Öðru máli gegnir hinsvegar um marga aðra. Í mörgum löndum tíðkast ekki að heilsast og kveðjast, eða óska til hamingju með handabandi. Margir þeirra sem flutt hafa til Danmerkur á undanförnum árum og áratugum rekja einmitt uppruna sinn til landa þar sem handaband tíðkast ekki. Og ekki nóg með að handaband tíðkist ekki, í sumum trúarbrögðum er það beinlínis bannað, og talið mjög óviðeigandi að heilsast og kveðjast með handabandi.

Af hverju þetta skilyrði?

Eins og áður var nefnt var handabandsskilyrðinu bætt inn í lögin um ríkisborgararéttinn árið 2018 en kom í raun fyrst til framkvæmda um land allt í ár. Í tengslum við „ríkisborgaradaginn“ í síðustu viku (þeir eru tveir árlega) hafa danskir fjölmiðlar fjallað talsvert um þetta lagaákvæði og spurt um ástæður þess að handaband skuli bundið í lög.  

Inger Støjberg Mynd: Wiki Commons/News Oresund

Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra innflytjenda og aðlögunar í stjórn Venstre, beitti sér mjög fyrir þessu ákvæði. Hún hefur í viðtölum sagt að þetta sé hluti þess að „vera danskur“ eins og hún hefur komist að orði. „Þeir sem sækjast eftir að verða Danir hljóta að laga sig að dönskum siðum, og handabandið er einn þeirra. Svo einfalt er það.“ 

Kannski ekki svo einfalt

Þótt ráðherrann fyrrverandi hafi sagt að svo einfalt væri það, þetta með handabandið, hefur annað komið á daginn. Víða um land hafa bæjarstjórnir klórað sér í kollinum yfir þessu lagaákvæði og velt fyrir sér hvernig hægt væri að leysa „handabandið“ vandræðalaust. 

Sums staðar hafa bæjarstjórnir brugðið á það ráð að hafa tvo embættismenn, karl og konu, til staðar við athöfnina. Í lögunum stendur nefnilega að nýi ríkisborgarinn skuli taka í höndina á borgarstjóranum, eða fulltrúa hans. Í viðtali við dagblaðið Berlingske sagði Inger Støjberg fyrrverandi ráðherra að það væri sinn skilningur að það ætti að vera borgar- eða bæjarstjórinn sem tæki í höndina á nýja ríkisborgaranum. Nokkrir bæjarstjórar sögðu í viðtali við sama blað að skilningur fyrrverandi ráðherra skipti ekki máli, lögin væru skýr. Aðrir hafa sagt að þeim þyki það hrein og klár della (pjattet) að handaband skuli vera skilyrði ríkisborgararéttar.

Fá tveggja ára umhugsunarfrest

Hvað gerist ef umsækjandi sem uppfyllir öll skilyrðin neitar að taka í höndina á fulltrúanum frá bænum eða borginni þegar á hólminn er komið? Um það eru skýr fyrirmæli í lögum. Umsækjandinn fær þá ekki ríkisborgararéttinn en hefur hins vegar tvö ár til að hugsa ráð sitt. Ef hann endurnýjar ekki umsóknina innan þess tíma verður hann að byrja allt umsóknarferlið frá byrjun. Dagblaðið Jótlandspósturinn kannaði hvort þess væru mörg dæmi að umsækjendur hefðu hætt við á síðustu stundu, þegar kom að handabandinu, síðastliðinn þriðjudag. Samkvæmt þeirri könnun voru þess nokkur dæmi að fólk hefði hætt við og sagt að það að taka ekki í höndina á ókunnugum væri prinsipp mál og ekki skipti máli hvort um væri að ræða bæjarfulltrúa af sama kyni eða ekki.

Nokkrir þingmenn hafa í viðtölum við fjölmiðla sagt að þeir vilji gjarna fella þetta með handabandið úr lögum. Á þessari stundu virðist ekki meirihluti fyrir slíkri breytingu á danska þinginu, Folketinget, hvað sem síðar verður.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ríkisstjórnina ræða málin í þaula og hafa verið í meginatriðum samstíga um aðgerðir í faraldrinum hingað til.
Stjórnmálin falli ekki í þá freistni að gera sóttvarnir að „pólitísku bitbeini“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórn um þær hertu aðgerðir sem tóku gildi í dag. Hún segist vilja forðast að sóttvarnir verði að pólitísku bitbeini fyrir kosningar og telur að það muni reyna á stjórnmálin á næstu vikum.
Kjarninn 25. júlí 2021
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar