Framtíðin er núna

Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar fer yfir helstu vendingar á árinu varðandi umhverfismál. Hún segir að ákvarðanir sem við tökum í dag ákvarði framtíðina.

Auglýsing

Stór­brotin nátt­úra Íslands kærir sig koll­ótta um hvort það eru ára­mót eða ekki. Við sem búum í henni og með henni notum ára­mótin engu að síður sem tæki­færi til að horfa um öxl og rifja upp helstu vendi­punkta árs­ins. Í umhverf­is­málum voru þeir nokkuð margir og hér verður farið yfir nokkra þeirra.

Gullið tæki­færi sem glat­að­ist

Án efa er stærsti vendi­punktur árs­ins 2022 í umhverf­is­málum sá sem ekki varð, nefni­lega end­ur­reisn sam­fé­lags­ins eftir COVID með nátt­úru- og lofts­lags­vernd að leið­ar­ljósi. Fé var ausið úr rík­is­sjóði, en því var því miður ekki varið til stuðla að sjálf­bærri þróun á Íslandi. Í upp­hafi far­ald­urs­ins köll­uðu Land­vernd og fleiri sam­tök eftir því að við­spyrnu­að­gerðir og styrkir ættu að mið­ast að því að koma sam­fé­lag­inu á braut sjálf­bærrar þró­un­ar. Í far­aldr­inum fólst nefni­lega tæki­færi til að gera erf­iðar en nauð­syn­legar breyt­ing­ar; að byggja sam­fé­lagið upp aftur þannig að það yrði í takti við það sem nátt­úran getur gefið okk­ur.

Þarna var einmitt tæki­færið til þess að hverfa frá ósjálf­bærri nýt­ingu auð­linda, til dæmis með stýr­ingu á fjölda ferða­manna, tak­mörkun á inn­flutn­ingi bens­ín- og dísel­bíla, kolefn­is­gjaldi, heftri lausa­göngu búfjár, tak­mörkun eyði­leggj­andi botn­vörpu­veiða, hóf­stilltri neyslu og öfl­ugri friðun land­svæða.

Auglýsing

Þarna kom það – tæki­færið til að leggja grunn að öfl­ugum aðgerðum í vist­kerf­is- og lofts­lags­vernd. Tæki­færið glat­að­ist! Flestir hag- og umhverf­is­vísar sýna að við höfum nú aftur horfið til nokkurn vegin sama ósjálf­bæra sam­fé­lags­ins og var árið 2019.

Lofts­lags­málin

Íslend­ingar eru því sem næst á sama stað nú og fyrir heims­far­aldur þegar kemur að losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Raf­bílum hefur fjölgað mikið á árinu og von­andi sjáum við skýr merki um minni losun frá vega­sam­göngum vegna þess á allra næstu árum En stjórn­völd hafa hins vegar ekk­ert gert til að tak­marka inn­flutn­ing öku­tækja sem ganga fyrir olíu og bens­íni.

Metn­að­ar­full mark­mið um losun hafa verið sett fram með hástemmdum yfir­lýs­ingum – en lítið bólar á aðgerðum til að fylgja þeim eft­ir. Nýj­ustu fréttir herma að stjórn­völd ætli sér að nota bók­halds­brellur til þess að sleppa við hluta af skuld­bind­ingum sínum í lofts­lags­mál­um. Stjórn­völd hafa ekki upp­fært aðgerða­á­ætlun í lofts­lags­málum þrátt fyrir að ljóst sé að brýn þörf er á því.

Bráða­birgða­tölur Umhverf­is­stofn­unar um losun fyrir árið 2021 sýndu að losun jókst miðað við árið 2020 og allt stefnir í að losun verði jafn­vel meiri 2022 en árið 2021. Ísland virð­ist því enn stefna í ranga átt, í stað boð­aðs sam­dráttar eykst losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda.

Kís­il­ver í Helgu­vík slegið af

Í des­em­ber bár­ust þær frá­bæru fréttir að kís­il­ver United Sil­icon í Helgu­vík yrði ekki ræst aft­ur. Það eru einkar jákvæðar fréttir fyrir íbúa Reykja­nes­bæj­ar, fyrir lofts­lags­bók­hald Íslands og fyrir íslenska nátt­úru.

Nauð­syn­legt er að grand­skoða ákvarð­ana­tökur fyrri ára um meng­andi iðn­aði á Íslandi. Í Helgu­vík eru leifar kís­il­vers United Sil­icon, fyr­ir­hug­aðs kís­il­vers Thorsil og fyr­ir­hug­aðs álvers. Íslenskt sam­fé­lag hefur tapað gríð­ar­legum fjár­munum á þessum draugum og nauð­syn­legt er að fara yfir hvernig það gat gerst að svo risa­vaxin áform komust svo langt löngu áður en nauð­syn­legar for­sendur lágu fyr­ir.

Fag­leg ákvarð­ana­taka óskast

Ramma­á­ætlun byggir á lögum þar sem marg­ít­rekað er að flokkun land­svæða skuli byggja á fag­legum rök­um. Það var því sér­lega sorg­leg nið­ur­staða þegar Alþingi afgreiddi þriðja áfanga ramma­á­ætl­un­ar. Þar var gengið gegn vel rök­studdum til­lögum verk­efn­is­stjórnar þegar Hér­aðs­vötn og Kjalöldu­veita voru færð úr vernd­ar­flokki í bið­flokk án nokk­urra raka. Sömu­leiðis var vind­orku­ver Lands­virkj­unar fært úr bið­flokki í nýt­ing­ar­flokk án rök­stuðn­ings.

Með því að hundsa fag­leg rök hefur Alþingi geng­is­fellt gildi ramma­á­ætl­un­ar. Þetta slæma mál sýnir því miður að ákvarð­ana­taka í umhverf­is­málum er oft og tíðum allt annað en fag­leg.

Stjórn­völd virða alþjóða­samn­inga að vettugi

Í byrjun árs varð ljóst að íslensk stjórn­völd virða að vettugi nið­ur­stöðu Eft­ir­lits­stofn­unar EES-­samn­ings­ins, ESA varð­andi leyf­is­veit­ingar til fram­kvæmda og starf­semi sem hefur mikil áhrif á umhverfið og eiga að und­ir­gang­ast fag­legt mat á umhverf­is­á­hrif­um. Á meðan ákvarð­ana­taka í umhverf­is­málum hlítir ekki fag­legum reglum og lág­marks­kröfum alþjóð­legra samn­inga geta mis­tök eins vegna fram­kvæmda United Sil­icon auð­veld­lega end­ur­tekið sig.

Fegr­un­ar­að­gerðir

Nú er talað um grænan iðn­að, græna orku­garða, græna stór­iðju. Áróð­ur­inn virð­ist vaxa hraðar en raun­veru­legar umbætur til að draga úr nei­kvæðum umhverf­is­á­hrif­um. Aðgerðir til orku­sparn­aðar og bættrar nýtni víkja fyrir auk­inni áróð­urs­starf­semi – og blekk­ing­arnar eru mat­reiddar af fag­fólki svo sam­fé­lagið áttar sig illa á þeim.

Græn­þvott­ur­inn er við­var­andi og í raun eitt stærsta umhverf­is­vanda­málið á heims­vísu. Ísland er þar engin und­an­tekn­ing. Fyr­ir­tæki reyna að mála starf­semi sína upp sem umhverf­is­væna án þess að eiga fyrir því nokkra inni­stæðu, oft með aðstoð aug­lýs­inga­stofa, almanna­tengsla­fyr­ir­tækja og jafn­vel stórra sam­taka eins og Sam­taka atvinnu­lífs­ins. Umhverf­is­verð­laun SA sem voru veitt til Norð­ur­áls í haust eru eitt alvar­leg­asta dæmið um græn­þvott á árinu. Stór­iðjan full­yrðir rang­lega að hún nýti græna orku en upp­runa­vott­orð orkunnar eru seld úr landi af því að fyr­ir­tækin eru ekki til­búin til að greiða það sem þau kosta.

Orku­skiptin mega ekki byggja á nátt­úru­spjöllum

Fyrir þremur árum setti Land­vernd fram kröfur um jarð­efna­eldnseyt­is­laust Ísland. Stjórn­völd hafa tekið undir og stefnt er að fullum orku­skiptum úr jarð­efna­elds­neyti 2040, sem er mjög jákvætt. Ljóst er að verk­efnið er gríð­ar­stórt og orku­skipti hafa fengið mikið pláss í umræð­unni á árinu 2022.

Græn­bók stjórn­valda um stöður og horfur í orku­málum kom út í mars 2022. Starfs­hópur sem stóð að græn­bók­inni hamp­aði þeirri nið­ur­stöðu að nauð­syn­legt væri að meira en tvö­falda raf­orku­fram­leiðslu á Íslandi fyrir 2040, eða um 24 TWh, til þess að hægt væri að ná orku­skipt­um. Þær fyr­ir­ætl­anir byggja á að notkun stór­iðju og ann­ars orku­sæk­ins iðn­aðar auk­ist, sem vekur furðu þar sem stór­iðjan gleypir nú þegar 80% þeirrar raf­orku sem fram­leidd er hér­lend­is.

Ljóst er að slík aukn­ing raf­orku­fram­leiðslu myndi valda gríð­ar­legum nátt­úru­spjöll­um, óaft­ur­kræfum og með ófyr­ir­séðum afleið­ingum fyrir vist­kerfin og óbyggð víð­erni. Jafn­framt er mjög hætt við að áhrifin á ferða­þjón­ustu og úti­vist - stærsta atvinnu­veg þjóð­ar­innar og eitt vin­sælasta áhuga­mál land­ans, verði mjög nei­kvæð.

Hvernig fram­tíð viljum við?

Land­vernd setti fram sínar eigin sviðs­myndir um hvernig hægt er að standa að því að fasa út jarð­efna­elds­neyti með aðgerðum þar sem nátt­úru­vernd og lofts­lags­vernd hald­ast í hend­ur. Þær aðgerðir sem grípa þarf til eru til dæmis mjög auk­inn orku­sparn­aður og orku­nýtni, hringrás­ar­hag­kerfi, end­ur­heimt vist­kerfa, land­græðsla og skóg­rækt, sem og að stilla af fjölgun ferða­manna. Hluti aðgerð­anna yrði einnig að ráð­ast í umbreyt­ingu á fisk­veiði­að­ferðum og að leggja áherslu á end­ur­vinnslu málma fremur en frum­vinnslu. Land­vernd hefur sýnt fram á að við höfum val. Við getum sinnt orku­skiptum með sóma án þess að leggja nátt­úru lands­ins í rúst.

Vind­orku­ver valda deilum

Mörg vilja maka krók­inn á fyr­ir­hug­uðum orku­skiptum og fara þar fremst í flokki ýmsir lukku­ridd­arar vind­orku­geirans. Á árinu komu fram áform um risa­stórt vind­orku­ver á leif­unum af hálendi Aust­ur­lands, fjölda vind­orku­vera á Vest­ur­landi sem og tugi ann­arra vind­orku­vera um allt land. Mikil and­staða hefur komið fram við ein­stök áform. Gott yfir­lit um áformin er að finna hér og alveg ljóst að stjórn­völd, bæði ríki og sveita­fé­lög, verða að standa í lapp­irnar og taka ákvarð­anir með hags­muni almenn­ings, nátt­úru­vernd og raun­veru­leg orku­skipti að leið­ar­ljósi. Setja verður raf­orku til heim­ila og orku­skipta inn­an­lands í algjöran for­gang og hug­myndir um orku­út­flutn­ing verða að víkja.

Gott og slæmt af COP ráð­stefnum

Í lok árs­ins voru tvær ráð­stefnur aðila tveggja samn­inga Sam­ein­uðu þjóð­anna haldn­ar, COP 27 um lofts­lags­mál og COP 15 um líf­fræði­lega fjöl­breytni. Mikið var fjallað um COP27 í íslenskum fjöl­miðlum en nið­ur­staða ráð­stefn­unnar var ósigur fyrir öfl­ugar aðgerðir í lofts­lags­málum þrátt fyrir tíma­móta­samn­ing um bætur fyrir þau ríki sem verst verða fyrir barð­inu á hættu­legum lofts­lags­breyt­ingum sem nú þegar eru komnar fram af fullum þunga. Mörg hafa jafn­vel kallað eftir því að næsta ráð­stefna aðild­ar­ríkja lofts­lags­samn­ings Sam­ein­uðu þjóð­anna sem halda á í Sam­ein­uðu arab­ísku fursta­dæm­unum á næsta ári verði snið­gengin vegna skorts á árangri COP. Tíma­móta­sam­komu­lag náð­ist hins vegar á COP 15 þar sem þjóðir heims utan Banda­ríkj­anna sem ekki er aðili að samn­ingi Sam­ein­uðu þjóð­anna um líf­fræði­lega fjöl­breytni, lof­uðu að vernda 30% lands­svæða og 30% haf­svæða fyrir miðja öld­ina.

Sterk krafa er um að við­fangs­efni samn­ing­anna tveggja, það er aðgerðir í lofts­lags­málum og vernd vist­kerfa, hald­ist í hend­ur. Nátt­úru­tengdar lausnir á lofts­lags­vand­anum þurfa að vera í for­grunni, sem og aðgerðir sem leiða til minni los­unar og bættrar land­nýt­ingar á sama tíma. Mik­il­væg­ustu aðgerð­irnar eru til dæmisminni fram­leiðsla og neysla dýra­af­urða, minni mat­ar­só­un, minni fram­leiðsla hrá­efna, minni flutn­ingar og verndun skóga og ann­arra vist­kerfa.

Fram­tíðin er núna

Heims­mark­mið Sam­ein­uðu þjóð­anna eru sá grunnur sem við höfum til að byggja á ef mann­kynið ætlar sér að lifa á jörð­inni um langa fram­tíð í sátt við nátt­úru og aðra sem byggja plánet­una. Mark­miðin eru skýr og all­flest sam­mála um þau. Leið­irnar að þeim og hver á að greiða kostn­að­inn eru hins vegar óleyst og erfið deilu­mál. Aðeins með aðkomu sem flestra, fag­legum vinnu­brögðum og með lang­tíma­hug­sjón, sjálf­bærni og almanna­hags­muni að leið­ar­ljósi geta þessi mark­mið orðið að veru­leika. Ákvarð­anir sem við tökum í dag ákvarða fram­tíð­ina. Fram­tíðin er núna.

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Land­vernd­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit