Landgræðslustjóri: Fyrirhuguð Hagavatnsvirkjun myndi auka uppblástur

Hækkun á vatnsborði Hagavatns með virkjun er ekki sambærileg aðgerð og sú sem Landgræðslan fór í við Sandvatn til að hefta uppfok eins og haldið er fram í tillögu að matsáætlun. Stofnunin telur fullyrðinguna „úr lausu lofti gripna og órökstudda með öllu.“

Farið er útfall Hagavatns sunnan Langjökuls.
Farið er útfall Hagavatns sunnan Langjökuls.
Auglýsing

Allar hug­myndir um fyr­ir­hug­aða Haga­vatns­virkjun sem Íslensk vatns­orka ehf. hefur kynnt fyrir Land­græðslu rík­is­ins und­an­farin ár myndu, ef þær yrðu að veru­leika, auka upp­blástur á svæð­inu en ekki draga úr hon­um.

Þetta kemur fram í svörum Árna Braga­sonar land­græðslu­stjóra við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Íslensk vatns­orka ehf. áformar að reisa 9,9 MW virkjun við Haga­vatn sunnan Lang­jök­uls. Fram­kvæmdin yrði innan mið­há­lend­is­línu og að hluta í óbyggðu víð­ern­i. Í skýrslu um til­lögu að mats­á­ætlun, sem Mann­vit vann fyr­ir­ ­Ís­lenska vatns­orku, kemur fram að til­högun virkj­un­ar­innar gangi út á að virkja Far­ið, útfall Haga­vatns, hækka vatns­borð vatns­ins og nota það sem miðlun og „til að hefta áfok af svæð­in­u“.

Auglýsing

Í inn­gangi til­lög­unnar segir að aðgerðin yrði sam­bæri­leg þeirri ­sem Land­græðslan stóð fyrir á sínum tíma við Sand­vatn sem er í næsta nágrenn­i Haga­vatns. Vatns­borð þess var hækkað með stíflum til að auka jarð­raka og hefta ­fok á jök­ul­leir. „Eini mun­ur­inn er sá að vatns­borði Sand­vatns er haldið stöð­ug­u á meðan gert er ráð fyrir að sveifla vatns­borði Haga­vatns um 5 m“.

Í umsögn Land­græðsl­unnar um til­lög­una er þessi full­yrð­ing ­gagn­rýnd. Gefið sé til kynna að til­koma Haga­vatns­virkj­unar geti haft jákvæð á­hrif með til­liti til upp­foks af svæð­inu. „Land­græðslan telur þessa full­yrð­ing­u úr lausu lofti gripna og órök­studda með öllu,“ segir í umsögn­inni. Stofn­un­in ­gerði sam­bæri­lega athuga­semd er drög til­lög­unnar voru kynnt síð­asta haust en ­full­yrð­ingin er engu að síður látin standa í end­an­legu til­lög­unni sem kynnt var og aug­lýst á vef Skipu­lags­stofn­un­ar.

„Á­hrif hækk­un­ar vatns­yf­ir­borðs Sand­vatns eru fyrst og fremst vegna þess að vatns­hæðin er jöfn ­yfir árið og þannig dregur vissu­lega úr upp­foki af svæð­inu, þ.e. ­upp­blást­urs­svæðum er var­an­lega sökkt,“ segir í umsögn Land­græðsl­unn­ar. „Í til­felli Haga­vatns­virkj­unar yrði sand­svæðum ekki var­an­lega sökkt að öllu leyt­i heldur leiðir mun­ur­inn á vatns­hæð­inni til þess að reikna má með að allt að 600 [hekt­ar­ar] ­séu með stöð­ugu raski vegna breyti­legs vatns­yf­ir­borðs og fyr­ir­séð að frá því svæð­i verði veru­legt upp­fok t.d. í þurrka­tíð líkt og sum­arið 2019.“

Í umsögn stofn­un­ar­innar er enn fremur bent á að í til­lög­unn­i sé einnig full­yrt að hækkun á grunn­vatni auð­veldi upp­græðslu, stuðli að auk­inn­i gróð­ur­þekju og hefti upp­fok af svæð­inu. „Þetta er almennt rétt en vegna flók­inna aðstæðna á þessu svæði þá telur Land­græðslan ekki hægt að full­yrða að þetta verði raun­in. Þarna má telja að þættir s.s. magn fokefna á svæð­inu, hæð ­yfir sjáv­ar­máli, veð­ur­far og breyti­legt vatns­yf­ir­borð fyr­ir­hug­aðs lóns get­i haft mikið að segja um áhrif af hækk­aðri grunn­vatns­stöð­u.“

Engin áform um að grípa inn í nátt­úru­lega ferla

Á fyrstu árum 20. aldar var Haga­vatn um 30 fer­kíló­metrar að ­stærð en er í dag um 4 km². Árið 1929 brast jök­ulstífla og mikið hlaup varð í Far­inu og Tungufljóti. Tíu árum seinna hljóp Haga­vatn aftur og við þetta ­lækk­aði vatns­yf­ir­borðið um 10 metra.

Síðan þá hafa land­mót­un­aröfl haldið áfram með hopi og skrið­i jökla. 

Á tíunda ára­tug síð­ustu aldar hafði Land­græðslan hug á því að stífla Haga­vatn til að hefta sand­fok frá svæð­inu. Ekk­ert varð af þeim fram­kvæmd­um. Spurður um afstöðu stofn­un­ar­innar til slíkra aðgerða í dag svarar land­græðslu­stjóri: „Engin áform eru um að grípa inn í nátt­úru­lega ferla. Hröð hopun jökla ger­ir um­hverfið síbreyti­legt og því erfitt að meta hversu miklu inn­grip myndi skila. Land­græðslan horfir fremur til þess að styrkja gróður þannig að hann geti tek­ið við áfoki.“

Land­græðslan telur hins vegar að Haga­vatn með stöð­ug­u vatns­borði gæti verið til góðs. „Allar þær hug­myndir sem virkj­ana­að­ilar hafa verið að kynna fyrir stofn­un­inni á und­an­förnum árum gera ráð fyrir að tæmt verði úr uppi­stöðu­lóni og þar af leið­andi verða til stór svæði með leir og sandi sem auka munu á upp­blástur en ekki minnka hann,“ segir í svörum Árna Braga­sonar land­græðslu­stjóra við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Tæpur þriðjungur Miðflokksmanna myndi kjósa Trump
Prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að hátt hlutfall Miðflokksmanna sem styður Trump fylgi ákveðnu mynstri viðhorfa sem hafi mikið fylgi meðal kjósenda lýðflokka Vestur-Evrópu.
Kjarninn 2. júní 2020
Vaxtabótakerfið var einu sinni stórt millifærslukerfi. Þannig er það ekki lengur.
Vaxtabætur halda áfram að lækka og sífellt færri fá þær
Á örfáum árum hefur fjöldi þeirra fjölskyldna sem fær vaxtabætur helmingast og upphæði sem ríkissjóður greiðir vegna þeirra dregist saman um milljarða. Þetta er vegna betri eiginfjárstöðu. En hærra eignarverð leiðir líka til hærri fasteignagjalda.
Kjarninn 2. júní 2020
Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson
Tengsl bæjarstjórahjóna við Kviku banka vekja spurningar
Leslistinn 2. júní 2020
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Ekki æskilegt að einblína á fjölgun starfa í ferðaþjónustu í hálaunalandi eins og Íslandi
Prófessor í hagfræði segir að ferðaþjónusta sé grein sem þrífist best í löndum þar sem vinnuafl er ódýrt. Endurreisn ferðaþjónustu í sömu mynd og áður sé því varla æskileg, enda hafi hún að uppistöðu verið mönnum með innfluttu vinnuafli.
Kjarninn 1. júní 2020
Barnabætur og sérstakur barnabótaauki skilaði 15 milljörðum til barnafjölskyldna
Íslenska barnabótakerfið hefur verið harðlega gagnrýnt undanfarin ár fyrir að vera fyrst og fremst nokkurs konar fátækrahjálp við tekjulágar fjölskyldur. Tekjutengdu bæturnar hækkuðu lítillega í fyrra og sérstakur barnabótaauki var greiddur út á föstudag.
Kjarninn 1. júní 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, er annar forstjóra Samherja.
Sjávarútvegsfyrirtæki fengu 175 milljónir króna úr hlutabótaleiðinni
Tvö dótturfyrirtæki Samherja skera sig úr á meðal sjávarútvegsfyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina. Alls voru 245 starfsmenn þeirra settir á leiðina. Samstæðan ætlar að endurgreiða ríkissjóði greiðslurnar sem hún fékk.
Kjarninn 1. júní 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Tölum íslensku við útlendinga
Kjarninn 1. júní 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Fyrirtækin sem ætla að endurgreiða hlutabætur fá reikning í vikunni
Stöndug fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina, en hafa óskað eftir því að fá að endurgreiða það sem þau fengu úr ríkissjóði í gegnum hana, munu fá send skilaboð í vikunni um hvað þau skulda og hvernig þau eiga að borga.
Kjarninn 1. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent