Landgræðslustjóri: Fyrirhuguð Hagavatnsvirkjun myndi auka uppblástur

Hækkun á vatnsborði Hagavatns með virkjun er ekki sambærileg aðgerð og sú sem Landgræðslan fór í við Sandvatn til að hefta uppfok eins og haldið er fram í tillögu að matsáætlun. Stofnunin telur fullyrðinguna „úr lausu lofti gripna og órökstudda með öllu.“

Farið er útfall Hagavatns sunnan Langjökuls.
Farið er útfall Hagavatns sunnan Langjökuls.
Auglýsing

Allar hugmyndir um fyrirhugaða Hagavatnsvirkjun sem Íslensk vatnsorka ehf. hefur kynnt fyrir Landgræðslu ríkisins undanfarin ár myndu, ef þær yrðu að veruleika, auka uppblástur á svæðinu en ekki draga úr honum.

Þetta kemur fram í svörum Árna Bragasonar landgræðslustjóra við fyrirspurn Kjarnans.

Íslensk vatnsorka ehf. áformar að reisa 9,9 MW virkjun við Hagavatn sunnan Langjökuls. Framkvæmdin yrði innan miðhálendislínu og að hluta í óbyggðu víðerni. Í skýrslu um tillögu að matsáætlun, sem Mannvit vann fyrir Íslenska vatnsorku, kemur fram að tilhögun virkjunarinnar gangi út á að virkja Farið, útfall Hagavatns, hækka vatnsborð vatnsins og nota það sem miðlun og „til að hefta áfok af svæðinu“.

Auglýsing

Í inngangi tillögunnar segir að aðgerðin yrði sambærileg þeirri sem Landgræðslan stóð fyrir á sínum tíma við Sandvatn sem er í næsta nágrenni Hagavatns. Vatnsborð þess var hækkað með stíflum til að auka jarðraka og hefta fok á jökulleir. „Eini munurinn er sá að vatnsborði Sandvatns er haldið stöðugu á meðan gert er ráð fyrir að sveifla vatnsborði Hagavatns um 5 m“.

Í umsögn Landgræðslunnar um tillöguna er þessi fullyrðing gagnrýnd. Gefið sé til kynna að tilkoma Hagavatnsvirkjunar geti haft jákvæð áhrif með tilliti til uppfoks af svæðinu. „Landgræðslan telur þessa fullyrðingu úr lausu lofti gripna og órökstudda með öllu,“ segir í umsögninni. Stofnunin gerði sambærilega athugasemd er drög tillögunnar voru kynnt síðasta haust en fullyrðingin er engu að síður látin standa í endanlegu tillögunni sem kynnt var og auglýst á vef Skipulagsstofnunar.

„Áhrif hækkunar vatnsyfirborðs Sandvatns eru fyrst og fremst vegna þess að vatnshæðin er jöfn yfir árið og þannig dregur vissulega úr uppfoki af svæðinu, þ.e. uppblásturssvæðum er varanlega sökkt,“ segir í umsögn Landgræðslunnar. „Í tilfelli Hagavatnsvirkjunar yrði sandsvæðum ekki varanlega sökkt að öllu leyti heldur leiðir munurinn á vatnshæðinni til þess að reikna má með að allt að 600 [hektarar] séu með stöðugu raski vegna breytilegs vatnsyfirborðs og fyrirséð að frá því svæði verði verulegt uppfok t.d. í þurrkatíð líkt og sumarið 2019.“

Í umsögn stofnunarinnar er enn fremur bent á að í tillögunni sé einnig fullyrt að hækkun á grunnvatni auðveldi uppgræðslu, stuðli að aukinni gróðurþekju og hefti uppfok af svæðinu. „Þetta er almennt rétt en vegna flókinna aðstæðna á þessu svæði þá telur Landgræðslan ekki hægt að fullyrða að þetta verði raunin. Þarna má telja að þættir s.s. magn fokefna á svæðinu, hæð yfir sjávarmáli, veðurfar og breytilegt vatnsyfirborð fyrirhugaðs lóns geti haft mikið að segja um áhrif af hækkaðri grunnvatnsstöðu.“

Engin áform um að grípa inn í náttúrulega ferla

Á fyrstu árum 20. aldar var Hagavatn um 30 ferkílómetrar að stærð en er í dag um 4 km². Árið 1929 brast jökulstífla og mikið hlaup varð í Farinu og Tungufljóti. Tíu árum seinna hljóp Hagavatn aftur og við þetta lækkaði vatnsyfirborðið um 10 metra.

Síðan þá hafa landmótunaröfl haldið áfram með hopi og skriði jökla. 

Á tíunda áratug síðustu aldar hafði Landgræðslan hug á því að stífla Hagavatn til að hefta sandfok frá svæðinu. Ekkert varð af þeim framkvæmdum. Spurður um afstöðu stofnunarinnar til slíkra aðgerða í dag svarar landgræðslustjóri: „Engin áform eru um að grípa inn í náttúrulega ferla. Hröð hopun jökla gerir umhverfið síbreytilegt og því erfitt að meta hversu miklu inngrip myndi skila. Landgræðslan horfir fremur til þess að styrkja gróður þannig að hann geti tekið við áfoki.“

Landgræðslan telur hins vegar að Hagavatn með stöðugu vatnsborði gæti verið til góðs. „Allar þær hugmyndir sem virkjanaaðilar hafa verið að kynna fyrir stofnuninni á undanförnum árum gera ráð fyrir að tæmt verði úr uppistöðulóni og þar af leiðandi verða til stór svæði með leir og sandi sem auka munu á uppblástur en ekki minnka hann,“ segir í svörum Árna Bragasonar landgræðslustjóra við fyrirspurn Kjarnans.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent