Landgræðslustjóri: Fyrirhuguð Hagavatnsvirkjun myndi auka uppblástur

Hækkun á vatnsborði Hagavatns með virkjun er ekki sambærileg aðgerð og sú sem Landgræðslan fór í við Sandvatn til að hefta uppfok eins og haldið er fram í tillögu að matsáætlun. Stofnunin telur fullyrðinguna „úr lausu lofti gripna og órökstudda með öllu.“

Farið er útfall Hagavatns sunnan Langjökuls.
Farið er útfall Hagavatns sunnan Langjökuls.
Auglýsing

Allar hug­myndir um fyr­ir­hug­aða Haga­vatns­virkjun sem Íslensk vatns­orka ehf. hefur kynnt fyrir Land­græðslu rík­is­ins und­an­farin ár myndu, ef þær yrðu að veru­leika, auka upp­blástur á svæð­inu en ekki draga úr hon­um.

Þetta kemur fram í svörum Árna Braga­sonar land­græðslu­stjóra við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Íslensk vatns­orka ehf. áformar að reisa 9,9 MW virkjun við Haga­vatn sunnan Lang­jök­uls. Fram­kvæmdin yrði innan mið­há­lend­is­línu og að hluta í óbyggðu víð­ern­i. Í skýrslu um til­lögu að mats­á­ætlun, sem Mann­vit vann fyr­ir­ ­Ís­lenska vatns­orku, kemur fram að til­högun virkj­un­ar­innar gangi út á að virkja Far­ið, útfall Haga­vatns, hækka vatns­borð vatns­ins og nota það sem miðlun og „til að hefta áfok af svæð­in­u“.

Auglýsing

Í inn­gangi til­lög­unnar segir að aðgerðin yrði sam­bæri­leg þeirri ­sem Land­græðslan stóð fyrir á sínum tíma við Sand­vatn sem er í næsta nágrenn­i Haga­vatns. Vatns­borð þess var hækkað með stíflum til að auka jarð­raka og hefta ­fok á jök­ul­leir. „Eini mun­ur­inn er sá að vatns­borði Sand­vatns er haldið stöð­ug­u á meðan gert er ráð fyrir að sveifla vatns­borði Haga­vatns um 5 m“.

Í umsögn Land­græðsl­unnar um til­lög­una er þessi full­yrð­ing ­gagn­rýnd. Gefið sé til kynna að til­koma Haga­vatns­virkj­unar geti haft jákvæð á­hrif með til­liti til upp­foks af svæð­inu. „Land­græðslan telur þessa full­yrð­ing­u úr lausu lofti gripna og órök­studda með öllu,“ segir í umsögn­inni. Stofn­un­in ­gerði sam­bæri­lega athuga­semd er drög til­lög­unnar voru kynnt síð­asta haust en ­full­yrð­ingin er engu að síður látin standa í end­an­legu til­lög­unni sem kynnt var og aug­lýst á vef Skipu­lags­stofn­un­ar.

„Á­hrif hækk­un­ar vatns­yf­ir­borðs Sand­vatns eru fyrst og fremst vegna þess að vatns­hæðin er jöfn ­yfir árið og þannig dregur vissu­lega úr upp­foki af svæð­inu, þ.e. ­upp­blást­urs­svæðum er var­an­lega sökkt,“ segir í umsögn Land­græðsl­unn­ar. „Í til­felli Haga­vatns­virkj­unar yrði sand­svæðum ekki var­an­lega sökkt að öllu leyt­i heldur leiðir mun­ur­inn á vatns­hæð­inni til þess að reikna má með að allt að 600 [hekt­ar­ar] ­séu með stöð­ugu raski vegna breyti­legs vatns­yf­ir­borðs og fyr­ir­séð að frá því svæð­i verði veru­legt upp­fok t.d. í þurrka­tíð líkt og sum­arið 2019.“

Í umsögn stofn­un­ar­innar er enn fremur bent á að í til­lög­unn­i sé einnig full­yrt að hækkun á grunn­vatni auð­veldi upp­græðslu, stuðli að auk­inn­i gróð­ur­þekju og hefti upp­fok af svæð­inu. „Þetta er almennt rétt en vegna flók­inna aðstæðna á þessu svæði þá telur Land­græðslan ekki hægt að full­yrða að þetta verði raun­in. Þarna má telja að þættir s.s. magn fokefna á svæð­inu, hæð ­yfir sjáv­ar­máli, veð­ur­far og breyti­legt vatns­yf­ir­borð fyr­ir­hug­aðs lóns get­i haft mikið að segja um áhrif af hækk­aðri grunn­vatns­stöð­u.“

Engin áform um að grípa inn í nátt­úru­lega ferla

Á fyrstu árum 20. aldar var Haga­vatn um 30 fer­kíló­metrar að ­stærð en er í dag um 4 km². Árið 1929 brast jök­ulstífla og mikið hlaup varð í Far­inu og Tungufljóti. Tíu árum seinna hljóp Haga­vatn aftur og við þetta ­lækk­aði vatns­yf­ir­borðið um 10 metra.

Síðan þá hafa land­mót­un­aröfl haldið áfram með hopi og skrið­i jökla. 

Á tíunda ára­tug síð­ustu aldar hafði Land­græðslan hug á því að stífla Haga­vatn til að hefta sand­fok frá svæð­inu. Ekk­ert varð af þeim fram­kvæmd­um. Spurður um afstöðu stofn­un­ar­innar til slíkra aðgerða í dag svarar land­græðslu­stjóri: „Engin áform eru um að grípa inn í nátt­úru­lega ferla. Hröð hopun jökla ger­ir um­hverfið síbreyti­legt og því erfitt að meta hversu miklu inn­grip myndi skila. Land­græðslan horfir fremur til þess að styrkja gróður þannig að hann geti tek­ið við áfoki.“

Land­græðslan telur hins vegar að Haga­vatn með stöð­ug­u vatns­borði gæti verið til góðs. „Allar þær hug­myndir sem virkj­ana­að­ilar hafa verið að kynna fyrir stofn­un­inni á und­an­förnum árum gera ráð fyrir að tæmt verði úr uppi­stöðu­lóni og þar af leið­andi verða til stór svæði með leir og sandi sem auka munu á upp­blástur en ekki minnka hann,“ segir í svörum Árna Braga­sonar land­græðslu­stjóra við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ísak Már Jóhannesson
Má bjóða þér skógarelda með kaffinu?
Kjarninn 26. september 2020
Sæunn Kjartansdóttir
Tímaskekkja
Kjarninn 26. september 2020
Vilhjálmur Árnason gagnrýndi nýtt frumvarp um fæðingarorlof í aðsendri grein í Morgunblaðinu í morgun.
Telur ný heildarlög um fæðingarorlof skerða frelsi fjölskyldna
Í aðsendri grein í Morgunblaðinu segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, að nýtt frumvarp um fæðingarorlof feli í sér skerðingu á frelsi fjölskyldna. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir frumvarpið auka jafnrétti.
Kjarninn 26. september 2020
Jón Guðni Kristjánsson
Diplómatískt stórslys
Kjarninn 26. september 2020
Stefán Ólafsson
Lækkun tryggingagjalds leysir vandann
Kjarninn 26. september 2020
Sjávarútvegurinn sterk stoð þegar aðrar bresta
Rækja selst illa þegar Bretum er sagt að vinna heima og fáir borða þorskhnakka á Zoom-fundum. Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS segir í ítarlegu viðtali við Kjarnann að áskoranir séu í sjávarútvegi vegna óvissunnar sem fylgir faraldrinum.
Kjarninn 26. september 2020
38 ný smit í gær
Alls greindust 38 manns með COVID-19 hér á landi í gær. Nú eru 435 í einangrun vegna sjúkdómsins en í sóttkví eru 1.780.
Kjarninn 26. september 2020
Brenglað bragðskyn eftir COVID –„Þetta er bara allt svo steikt!“
Hann finnur myglubragð af papriku og „COVID-lykt“ í miðbænum. Það skrítnasta er þó að hann finnur alls enga skítafýlu. Háskólaneminn Kolbeinn Arnarson fékk COVID-19 síðasta vetur og segir einangrunina, sem stóð í mánuð, hafa tekið verulega á.
Kjarninn 26. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent